Morgunblaðið - 12.11.1978, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 12.11.1978, Blaðsíða 18
66 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 12. NOVEMBER 1978 íslensk veiðimál eru einn þáttur landbúnaðar og heyra því undir ráðuneyti þess málaflokks. Lax og göngusilungur eru í sjó vissan hluta ævi sinnar og hrygna síðan í fersku vatni og dvelja seiðin þar uns ákveðnu þroskastigi er náð (gönguseiði) og þau halda til sjávar. I sjónum tekur fiskur- inn út vöxt sinn, og leitar síðan í ferskt vatn til að hrygna, sem fyrr greinir. Laxveiði í sjó bönnuð Árið 1932 var laxveiði í sjó bönnuð hér á landi og var sú ákvörðun alþingis mikið heillaspor fyrir íslenska laxastofninn; vöxt hans og viðgang, eins og síðar verður vikið að. Miklar framfarir í veiðimálum Eins og kunnugt er, hafa orðið Berufirði á Austfjörðum og mun tilraunin standa í þrjú ár. Notuð eru samtímis gönguseiði af sunn- lenskum laxastofni og norðlensk- um til að fá samanburð á endur- heimtu seiða frá þessum lands- hlutum. Það er Norðurlandaráð fyrir milligöngu Framkvæmdastofnun- ar ríkisins, sem hefur veitt fjár- stuðning til hafbeitartilraunarinn- ar, sem ætlað er að búa í haginn fyrir strjálbýlið, því að takist vel til með þessa hluti, er hér á ferð stórt framtíðarmál; laxabúskapur. Að sjálfsögðu get- ur þessi framkvæmd einnig haft mikið gildi fyrir stangarveiði í ám og vötnum í landinu. Veiðimála- stofnunin annast allar fram- kvæmdir í sambandi við hafbeitar- tilraunina. Óhætt er að fullyrða, að sá góði árangur í fiskrækt, sem hér hefur fengist, hefði ekki náðst, ef laxveiði hefði verið leyfð í sjó, eins og t.d. í Noregi þar sem 90% Einar Hannesson: Laxastigi í Blö'ndu hjá Guðjónsson) Ennisflúðum (Ljósm.i Þór Ástand og horfur í fiskirækt og fiskeldi í sió geysilega örar framfarir á sviði veiðimála, fyrst og fremst á tímabilinu frá lokum heimsstyrj- aldarinnar 1939—1945 og til þessa dags. Er hér um þróun að ræða bæði í skipulags- og félagslegu tilliti og fiskrækt og fiskeldi. Sérstök lögbundin stjórnun hefur verið á þessum málum þar sem eru Landbúnaðarráðuneyti, Veiði- málastofnun og Veiðimálanefnd. Mikilvæg heimastjórn á félagsleg- um grundvelli eru veiðifélögin, samtök veiðieigenda, en þau eru nú 130 talsins með samtals um 4 þúsund jarðir innan sinna vébanda víðsvegar um land. Veiðieftirlit hefur aukist og batnað með árunum. Byggt hefur verið sem svarar einn laxastigi á ári síðast- liðin 30 ár, vatnsmiðlunarmann- virki hafa verið reist, og sett hafa verið í ár og vötn ótölulegur fjöldi lax- og silungsseiða af ýmsum stærðum. Þá hefur gönguseiðum af laxi verið beitt á afréttinn mikla í hafinu, gagngert til þess að skila sér aftur sem fullvaxnir laxar úr sjó inn í stöðina, sem ól upp seiðin. Þekktustu dæmi af þessu tagi eru tilraunaeldisstöð ríkisins í Kollafirði og fiskhalds- stöðin í Lárósi á Snæfellsnesi. Fiskrækt í haf inu Eins og áður er nefnt, hefur verið stunduð veruleg fiskrækt í sjónum umhverfis landið og víðar í Atlantshafinu vegna þess mikla fjölda gönguseiða af laxi, sem ár og vötn og eldisstöðvar hafa skilað árlega til sjávar. Árangurinn hefur ekki látið á sér standa því að laxveiði hefur fjórfaldast hér á landi á fyrrnefndu tímabili. Veiðin hefur fyrst og fremst komið í hlut þeirra, sem fyrir ræktunarfram- kvæmdum hafa staðið, því' að laxveiði fer nær eingöngu fram í ánum, vegna þess að laxveiði í sjó er bönnuð. Veiðinnar hafa notið stangarveiðimenn, sem stöðugt fjölgar hér á landi, er sækja sér hollustu og gleði í veiðiskap, netaveiðibændur, er veiða þriðj- ung af laxamagninu, og fyrr- greindar ftskeldis- og fiskhalds- stöðvar. Stöðvarnar hafa hagnýtt laxagöngur inn í þær til slátrunar og tekið stofnfisk til hrognatöku og áframhaldandi eldis laxaseiða, er notuð eru bæði til fiskræktar í ám og vötnum og til eigin nota, sem fyrr greinir. Laxabúskapur Þá er að geta um nýjung, hafbeitartilraun, sem unnið er nú að, en það er einskonar útfærsla á starfinu í Kollafirði. Hafbeitin er fólgin í því að gönguseiðum er sleppt í tilbúna tjörn við á, skammt frá sjó, og seiðin látin ganga til sjávar. Þegar laxinn kemur aftur úr sjó upp í tjörnina, er hann tekin og honum slátrað. Tilraun sú, sem hér um ræðir, er framkvæmd á þremur stöðum, auk tilraunaeldisstöðvarinnar í Kolla- firði, í Súgandafirði á Vestfjörð- um, á Skaga á Norðurlandi og í veiðinnar er tekin í hafinu eða við strendur Noregs. Hver hefði viljað leggja fram fé og -fyrirhöfn í fiskrækt í ánum, til þess að láta aðra hirða afraksturinn í sjónum? Fiskeldi í sjó Eldi laxfiska í sjó er hliðstætt eldi í fersku vatni þar sem fiskinum er haldið á afkróuðu svæði, svo sem í netkví, og fiskurinn fóðraður þar til hann hefur náð sláturstærð. Undanfarin ár hafa hér á landi verið gerðar nokkrar tilraunir, smáar í sniðum, með laxeldi í sjó. Sumar þeirra standa enn yfir, en aðrar hafa runnið út í sandinn vegna óhappa, en annað hefur gengið skár, eins og flotkvíaeldið á Fáskrúðsfirði, sem olli þó verulegu fjárhagslegu tapi. Þá er risin eldisstöð í Grindavík, sem notar sjó sem eldisvatn og er sjó dælt í eldisker stöðvarinnar. Fiskeldi í sjó atvinnugrein í Noregi Árið 1973 gerði Árni ísaksson, fiskifræðingur hjá Veiðimála- stofnun, könnun á aðstöðu til laxeldis í sjó hér á landi og bar saman við norskar kringumstæður í þessu efni, og birtist niðurstaða Árna í fjölriti Veiðimálastofnunar það ár. Norðmenn hafa sem kunnugt er, náð athyglisverðum árangri með fiskeldi í sjó og stefna hraðbyri að því að verða öflugir í þessari atvinnugrein á heimsmælikvarða. Þetta mál hefur verið hagnýtt sem byggðamál þar í landi, þ.e. til þess að hlúa að dreifðum og fámennum byggðarlögum í Norður-Noregi. Sett voru lög árið 1973 um þetta efni. Sérstakur sjóður, einskonar uppbyggingarsjóður héraðanna, hefur veitt lán og fjárstyrki til fiskeldis í sjó og nam fjárhæð veitt í þessu skyni árið 1976, sem svarar rúmlega 360 milljónum íslenskra króna og 1 milljarð króna fyrir árið 1977. Algengt er að eldisstöðv- ar hafi hagnýtt bryggjur og hús frá aflagöri útgerð. Aðstæður til fiskeldis í sjó hérlendis I fyrrnefndri álitsgerð Árna ísakssonar var skýrt frá því að í Noregi væru aðstæður til sjóeldis að mörgu leyti einstakar. 011 ströndin væri mjög vogskorin og því gott skjól fyrir brimi. Golf- straumurinn vermdi ströndina og færi hitastig sjávar aldrei niður fyrir 4° C og síðast en ekki síst væri þar mjög 1 it.il 1 munur flóðs og fjöru, sem gerði það að verkum að eldiskvíar og annar útbúnaður gæti verið alveg upp í landsstein- um. Allt öðru máli gegndi um aðstæður hér á landi. Hér væri munur flóðs og fjöru mikill og; næmi hann þar sem hann væri mestur, en það er við Suðvestur- land, allt að 5 metrum. En einmitt á þessu svæði væru möguleikar fiskeldis í sjó hvað mestir hér á landi með tilliti til hitastigs sjávar. Sá mikli munur flóðs og fjöru valdi því að flotkvíar, sem eigi að vera á 3—4 metra dýpi, yrðu að vera a.m.k. 100 metra frá landi til að ná því dýpi á fjöru þar sem aðdýpi væri venjulega fremur lítið. Þetta gerði alla umhirðu og fóðrun mjög erfiða. Hinn mikli munur flóðs og fjöru væri einnig ein aðalástæðan fyrir mikilli kælingu sjávar inn á fjörðum og víkum yfir veturinn. Það þyrfti því enginn að efast um að suður- ströndin byði upp á hagstæðasta hitastig fyrir laxeldi í sjó. Væri þar um aö ræða svæði frá Ingólfshöfða og vestur fyrir Reykjanes. Niðurstaðan í álitsgerðinni var sú, að möguleikar á eldi laxa, 2—3 kg, voru taldir vera fyrst og fremst við suðurströnd landsins, og þess var getið að frumathuganir bentu til þess, að yfirleitt yrði að notast við dælingu á sjó í þrær (eins og nú er gert í eldisstöðinni í Grindavík, sem fyrr segir). Þá var talið að eldi slíkra seiða annars- staðar á landinu væri fram- kvæmanlegt með dælingu og upphitun sjávar, og vakin var athygli á því að með aukinni hitaveitu úti á landsbyggðinni mætti búast við, að möguleikar opnuöust til að nýta afrennsli hitaveitna til slíkra þarfa. Þá var álitið að eldi í flotkvíum gæti verið hentugt til að ala lax eða bleikju tímabundið upp í 300—500 grömm á tímabilinu apríl-desember. Enn- fremur var þess getið, að hitamæl- Nýjar eldistjarnir í Laxeldistöðinni vegi. (Ljósm.i Rafn Hafnfjörð) í Kollafirði upp af Vesturlands- Yfirsýn yfir sjóeldislón hjá A/S MOWI í Noregi. Lónið er u.þ.b. 2 ha. (Ljósm.i Jón Kristjánsson) **i.*rí—, v

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.