Morgunblaðið - 12.11.1978, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 12.11.1978, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 12. NÖVEMBER 1978 63 Kynslóðin sem nú vex úr grasi er undarlega hljóð Ef við viljum gera okkur grein fyrir því, sem er að gerast í Póllandi í dag, verðum við ætíð að hafa eitt í huga: Heimsstyrj- óldina síðari, eða stríðið eins og það er kallað í daglegu tali. Það er að vísu farið að líða á fjórða áratug frá því að stríðinu lauk, en frá þeim höfuðatburði liggja örlögsímu inn á öll svið þjóðlífs- ins. Það fyrirkomulag, sem nú ríkir á sviði stjórnarfars, efna- hagslífs og menningarmála á rót sína að rekja til niðurstöðu stríðsins, og þá ekki hvað sízt á fundi leiðtoga Bandamanna í Jalta í ársbyrjun 1945. Þar að auki þurfa menn að muna, að Pólland var í rúst eftir stríðið. I Varsjá stóð bókstaflega ekki steinn yfir steini. Svo var um flestar aðrar borgir og bæi í landinu, nema hvað Kraków, hinni fornu höfuðborg landsins, tókst að bjarga með snarræði á síðustu stundu. Endurbyggingin var gífurlegt átak. Nú eru t.d. engar rústir sjáanlegar í Varsjá. Elzti borgarhlutinn var byggður svo sem hann var fyrir stríð, en byggingar frá fyrstu tveim áratugunum eftir stríð eru í stíl rússnesks sósíalrealisma, en nýjustu byggingar eru úr stein- steypu, gleri og áli í alþjóðlegum kassastíl. Þannig endurspeglast stjórnmál og efnahagslíf í bygg- ingasögu Varsjár. Sá sem þetta mælir er Arnór Hannibalsson, en hann stundaði nám í Varsjá og Kraków og er ágætlega kunnugur málefnum Póllands. I sumar sat hann ráðstefnu heimspekinga þar í landi. — Bera þá nýjustu byggingar í Varsjá vott um það, að Pólverjar séu að hallast á vestursveifina? — Það er nú líklega ekki alveg rétt til orða tekið. En það má segja sem svo, að þegar núverandi stjórnendur komust til valda í árslok 1970, hafi þeir tekið mikilvægar ákvarðanir sem móta ástandið í landinu í dag. Þessum ákvörðunum hafði verið frestað óhóflega lengi, og reyndar má segja, að mörg þau fyrirheit sem gefin voru 1956, er Gomulka komst til valda, hafi aldrei verið efndí Uppþotin í Gdansk og Szczecin 1970 urðu vegna verðhækkana á matvæl- um, en í raun var spurt um forsendurnar fyrir efnahagsþró- un landsins. Niðurstaðan varð sú, að lagðar voru á hilluna allar hugmyndir um sérstaka lífs- háttu fólksins og frábrugðna þeim, sem teknir hafa verið upp annarsstaðar í Evrópu. Fólks- bifreiðin, þetta tákn einka- neyslu og kjarnafjölskyldu, var sett ofarlega á lista lífsnauð- synjanna. Samið var við Fiat um framleiðslu á pólskum Fiat-bílum, og var það liður í alhliða uppbyggingu þungaiðn- aðar í landinu. Verið er að reisa risavaxið stáliðjuver í Katowice (annað var fyrir í Nowa Huta hjá Kraków), samið hefur verið við Massey-Ferguson um smíði dráttarvélaverksmiðju o.s.frv. 011 þessi mikla uppbygging hefur svo leitt til þess að Pólverjar hafa tekið lán á Vesturlöndum og er talið að þeir skuldi nú þar um 14 milljarða dollara. Afborganirnar einar nema háum upphæðum og valda því að Pólverjar verða að gera allt sem hægt er til að afla gjaldeyris. Ennfremur hefur komið í ljós að öll þessi mikla iðnaðaruppbygging tekur lengri tíma en ætlað var í fyrstu. — Er það af því að aftur kom til uppþota í landinu sumarið 1976? — Þar sem þungaiðnaðurinn situr í fyrirrúmi er minna afgangs en æskilegt er til annarra greina atvinnulífsins. Ef bændur eiga að geta fullnægt eftirspurn í landinu eftir mat- vörum, þurfa þeir að fá nægi- lega hátt verð fyrir afurðir sínar til að geta keypt rekstrarvörur til búanna, vélar, tilbúinn áburð og fóðurvörur. I júní 1976 ákváðu stjórnvöld að hækka verulega verð á landbúnaðaraf- urðum, en sú ákvörðun mætti harðri mótspyrnu í borgum og bæjum og var fljótlega dregin til baka. Hins vegar tóku stjórnvöldin upp á því að stofna sérstakar verzlanir, þar sem hægt er að fá kjótvörur á markaðsverði. En almenningur hefur vart efni á að kaupa mikið í þeim búðum og því eru langar biðraðir í ríkisverzlunum í hvert sinn og kjót kemur þangað á niðurgreiddu verði. En öldurnar sem risu sumarið 1976 hefur nú lægt, og er allt kyrrt að kalla. — Þótt Pólland beini verzlun- arviðskiptum sínum til Vestur- landa, er það samt ekki áfram undir handarjaðri Sovétríkj- anna? — Austantjaldslöndin hafa öll stóraukið viðskipti sín við Vestur-Evr'ópu og Ameríku á undanförnum árum. Sovétríkin hafa keypt þar flestar þær tæknivórur sem nöfnum tjáir að nefna auk korns, sem þau hafa keypt í stórum mæli frá Banda- ríkjunum og Kanada. Ég get — Rættvið Arnór Hannibalsson um ferö til Póllands sl. sumar varla ímyndað mér hvað yrði, ef vestræn ríki skrúfuðu einn góðan veðurdag fyrir öll við- skipti og efnahagsaðstoð við Austur-Evrópu. Ástandið þar yrði ekki björgulegt. Vestan- tjaldsviðskiptin breyta því samt ekki að Sovétríkin og fylgiríki þeirra eru sérstök markaðsheild út af fyrir sig. Efnahagsbanda- lag A-Evrópuríkjanna er og með öðrum hætti en EBE, efnahags- bandalag Vestur-Evrópu. Það síðarnefnda byggir á frjálsum tilflutningi auðmagns og vinnu- afls, en svo er ekki eystra. Þar fara öll viðskipti fram á grunni tvíhliða samninga og frjáls gjaldeyrisviðskipti tíðkast þar ekki í milliríkjaverzlun. Reynd- ar hefðu lönd eins og Pólland hag af því að frjáls gjaldeyris- viðskipti yrðu tekin upp. Þá myndi framleiðni einstakra fyr- irtækja endurspeglast í verðlagi og þau fyrirtæki sem framleiða tiltölulega góða vöru miðað við verð standa betur að vígi en önnur og framleiðsla þeirra njóta eftirspurnar innan mark- aðssvæðisins. En eins og nú er ákveða pólitísk yfirvöld verð, og enginn veit í rauninni hvert er hið raunverulega markaðsverð vörunnar. En Sovétríkin halda fast í þetta, að stjórnvöld ákveði verð en ekki markaðsaðstæður, svo og í tvíhliða verzlunarsamn- inga. — Tékkneskur andófsmaður lét í ljós þá trú í sumar, að hann gæti átt von á Dubcekisma í Póllandi, m.a. vegna þess hve kirkjan er þar sterk. Hvað finnst þér um þetta? — Það var sú tíð, þegar Leszek Kolakowski var enn í Póllandi og mátti láta til sín heyra þar, að talað var um „pólskan sósíalisma". En nú spyrja menn um það, hversu mikið og hvað þeir geta keypt fyrir kaupið sitt. Og núverandi stjórnvöld hyggjast efla efna- lega velferð landsmanna. Þess má og geta, að þau tóku tiltólulega mildilega á eftirmál- unum eftir uppþotin 1976. Hin- um fangelsuðu voru gefnar upp sakir, og Edward Lipinski, einn virtasti hagfræðingur Pólverja, sem ásamt öðrum stóð fyrir aðstoð við þá, hefur verið látinn óáreittur. Hins vegar sé ég engan Dubcek í uppsiglingu, jafnvel ekki úti við sjóndeildar- hring. Þetta fer þó mikið eftir því, hvað eftirmenn Brésnéffs gera, hvort þeir halda dauða- haldi í óbreytt ástand umfram allt eða breyta einhverju. Kaþólska kirkjan er þjóðar- stofnun Pólverja. Á 19. öld var Pólland skipt milli þriggja nágrannastórvelda. Tilvera Póllands sem sjálfstæðs - ríkis varð spurningin um lýðræði í Evrópu, og svo er enn. Rússar og Þjóðverjar bönnuðu svotil alveg pólskt mál á yfirráðasvæðum sínum í Póllandi. Þá var það kirkjan sem hélt uppi pólsku máli og menningu. Kirkjan er sterk í Póllandi núna vegna þess að hún er allsendis óháð ríkinu og ekki flækt í neina valdaref- skák. Frelsi sitt og þann sið- ferðilega myndugleik sem kirkj- an hefur öðlast, hefur hún notað viturlega og gætt þess að blanda sér ekki í stjórnmál. En kirkjan hefur staðið fast á rétti sínum og kristinna manna undir for- ystu Stefáns kardinála Wyszynskis. Hann sat um árabil í fangelsi og nýtur óskoraðrar virðingar þjóðarinnar. Presta- skólar eru þéttsetnir, klaustrin þurfa ekki að"kvarta yfir nýliða- skorti, kirkjur vel sóttar. Kjör pólsks biskups til páfa er rökrétt. Hins vegar sé ég ekki nema mjög óbein tengsl milli trúfrelsis kaþólskra manna í Póllandi og hugsanlegrar upp- komu Dubcekisma, en með því orði hlýtur að vera átt við stefnubreytingu æðstu forystu Flokksins. — Hvað er að segja um menningarmál og listir? — Það ber þá til þess að taka, að stríðið hefur verið efst í huga skálda og rithöfunda þau nær- fellt 40 ár frá því það hófst. í styrjöldinni fórst fjöldi skálda og menntamanna, og eftirstríðs- kynsióðin hlaut að reyna að gera sér grein fyrir því sem gerðist og að komast yfir þær þjáning- ar, er styrjöldin olli. Af þeim sem rituðu eftirminnilega um atburði stríðsins má nefna Zofiu Nalkowsku og Tadeusz Borowski (sem stytti sér aldur 1952). Enn eru lifandi nokkur af þeim skáldum sem hösluðu sér völl eftir stríðið, og meðal frábærra rithöfunda af þeirri kynslóð má nefna Jerzy Andrzejewski og Kazimierz Brandys. Síðar kom svo fram á sviðið Tadeusz Rózewicz, sem er afbragðs ljóð- skáld og leikfitahöfundur. Eini rithöfundurinn, sem að ein- hverju marki er kunnur hér á landi af kynslóð hans, er Slawomir Mrozek. Eftir pólska vorið í október 1956 ruddi ný kynslóð sér til frama í listum og í fáum löndum í Evrópu var jafn mikið um að vera á því sviði og í Póllandi beggja vegna við 1960. Ung skáld komu fram næstum daglega, tónlist blómgaðist, pólskar kvikmyndir urðu á stuttum tíma kunnar víða um heim. Þjóðarleikhúsið, þjóðleik- hús og óperuhús, tók þá til starfa í nýendurbyggðu húsi í Varsjá. Bohdan Wodiczko hafði með höndum forstöðu þess um tíma. En í marz 1968 urðu þáttaskil. Þá hafði verið sett upp í Varsjá leikritið „Dziady" (Forfeðurnir) eftir þjóðardýr- ling og þjóðskáld Pólverja, Adam Mickiewicz. (Hann var samtímamaður Jónasar Hall- grímssonar og hlutverk hans í pólskri sögu yar svipað og Jónasar hér á íslandi). Leikrit þetta fjallar um sameiginlega baráttu pólskra og rússneskra lýðræðissinna gegn keísara- stjórninni rússnesku. En nú brá svo vlð að leikrit þetta var bannað. Stúdentar mótmæltu þessu, en mótmælin voru kæfð með lögregluvaldi. Atburðir þessir tengdust valdabaráttu í forystu flokksins. I kjölfarið voru margir menntamenn rekn- ir í útlegð. Pólskt mennta- og listalíf ber enn merki þeirrar blóðtöku. Og það verður að segjast eins og er að kynslóðin sem nú vex úr grasi er undar- lega hljóð. Ef til vill er það af því að hugsjónir eru ekki í tízku um þessar mundir. Qg eru þá ekki allir Vesturlandamenn á þeim sama báti?

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.