Morgunblaðið - 12.11.1978, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 12.11.1978, Blaðsíða 1
Sunnudagur 12. nóvember Bls. 49—80 Sex ára Hann er að stinga tindáta með nálum. Hann rekur þær í magann á þeim, þangað til oddurinn kemur út um bakið. Hann rekur þær í bakið á þeim, þar til oddarnir koma út um brjóstið. Þeir detta. „Af hverju ertu að gera þetta við þessa tindáta?" „Af því að við eigum þá ekki." Sjö ára Hann er með skammbyssur í báðum höndum; leik-vélbyssa hangir um brjóst hans. „Og hvað segir mamma þín um þessar byssur?" „Hún keypti þær handa mér." „Til hvers?" „Gegn vondu körlunum." „Og hver er góður?" „Lenín." „Lenín. Hver er hann?" Hann verður þungt hugsi, en veit ekki hvernig hann á að svara. „Veistu ekki hver Lenín er?" „Skipstjórinn." Níu ára Presturi Segjum sem svo, að frændi þinn frá Ameríku komi í heimsókn ... Fyrsti nemandit Ómögulegt. Hann mundi strax verða skotinn af skriðdrekunum okkar. (Hann hermir eftir hermanni með vélbyssu). Arr- rat-tat-tat! (Hinir nemendurnir hlæja). Prestur: En hvers vegna? Fyrsti nemandi: Ameríkanar eru óvinir okkar. Prestur: En hvað um Angelu Davis? Gerðuð þið ekki veggblóð um Angelu Davis? Fyrsti nemandi: Hún er ekki Ameríkani. Hún er kommúnisti. Annar nemandit Vitleysa. Hún er svertingi. Ellefu ára „Eg hef verið kosinn í hópráðið," segir drengurinn, um leið og hann stingur gaflinum í skinkusneiðina. Maðurinn, sem pantaði matinn fyrir hann þegir. „Ég ber ábyrgð á þjálfuninni til varnar sósíalismanum," segir drengurinn. „Á hverju?" „Þjálfuninni til varnar sósíalismanum." Hann er að sjúga makkarónu af neðri vörinni. „Og hvað áttu að gera?" „Eg undirbý heræfingar og svoleiðis." Tólf ára „Ég var rétt í þessu að missa af því að geta tekið þátt í skammbyssu-æfingu, þú veist aðal-æfingunni, á æfingavellinum. Það er hægt að taka sporvagninn þangað, sagði foringinn. Hann kom inn í miðjan rússneskutímann; dyrnar opnuðust allt í einu og hann spuröi, hverjir vildu skjóta með skammbyssu ... Ég rétti fyrstur upp höndina, en vandinn er sá, að ég hef of mörg viðbrögð ... Þú verður að halda niðri í þér andanum í fimmtán sekúndur og halda skammbyssunni í holu, handleggirnir eru teygðir, og þá geta þeir alveg séð, hve mörg viðbrögð maður hefur. Og veistu, hvað þetta er þungt? Eitt kíló og þrjú hundruð grömm ... Einn strákurinn lenti illa í því, get ég sagt þér. Viðbrögð hans voru mjög fá, sem er mjög sjaldgæft, en veistu hvað? Hendurnar á honum voru of litlar, fingurnir náðu ekki um gikkinn." Um höfundinn Reiner Kunze, skáld, sótti um brottfararleyfi frá Austur-Þýskalandi, Þegar hann gat ekki lengur búið viö pá ébjén, sem hann, kona hans og dóttir á menntaskólaaldri urðu að pola vegna afskipta stjórnvalda. Honum og öllum öðrum til undrunar fékk hann leyfiö strax og yfirgaf heimaland sitt voriö 1977. 1976 gaf Kunze út litla bók um lífid i Austur-Þýskalandi. Bókin var gefin út í Vest- ur-Þýskalandi. Hún fjallar fyrst og fremst um mótun æskunnar í skólum Austur-Þýskalands. Hún heitir á Þýsku Die Wunderbaren Jahre eöa Árin dásamlegu og er nafnio sótt í orð Truman Capote í bókinni The Grass Harp: „Ég var ellefu ára, siöan varð ég sextán, pótt enginn heiður félli mér í skaut, voru petta érin dásamlegu..." Bókin Die Wunderbaren Jahre varð meteölubók í Vestur-Þýskalandi. Hún er mjög óvenjuleg metsölubók. Efni hennar er látlaust og textinn lætur ekki mikið yfir sér, hann er knappur og sögurnar of stuttar til að vera smásðgur, pær líkjast um of skýrslum til að geta kallast prósaljóð. Þær hafa verið kallaðar „skyndimyndir af sósialrealisma". Enginn getur verið í vafa um, að sðgurnar eru byggðar á reynslu dóttur Kunze og pær lýsa reynslu hennar af skólakerfinu í Austur-Þýskalandi. í bókinni er hvergi politískur boðskapur. Þar er hvergi vikið gagnrýnisorði að marxisma eða kommúnisma. Deilt er á prússneskt ofríki austur-Þýakra stjórnvalda og lýst peim agaða hernaðaranda, sem pau leggja aherslu é við uppeldi æskunnar. XXX Þau sýnishorn úr bókinni „Árin dásamlegu" sem hér eru birt eru pýdd úr ensku. Bókin er nýkomin út á pví máli undir heitinu The Lovely Years hjá fyrirtækinu Sidgwick & Jackson í London. Skipun um aö skjóta „Ég ætla að fara til pabba, segir hann, og tekur mótorhjólið og ég velti því fyrir mér, hvers vegna hann komi ekki til baka, hvar getur hann verið, ég verð eirðarlausari eftir því sem lengra líður og svo koma þeir og segja mér að fara til P. Hann ætlaði að fara yfir landamærin og þeir náðu honum. Svo að ég tók næstu lest til P, hann hefur þegar játað, sögðu þeir, og þegar ég réð ekki lengur við mig og tárin brutust fram í augun, sögðu þeir: Engar áhyggjur, kona góð, Gerhard þinn er á lífi, hann hefur fengið nóg að borða og er sofandi. Hefði þetta gerst á meðan hann gegndi herþjónustu hefði það verið miklu verra. Hann var rétt að ljúka lokaprófi og átti að fara til herskráningar á mánudag . .. Og þá gerðist það eftir hádegi á mánudag, að heimaliðið nær í mig og segir mér að fara til P á þriðjudag. Ég baka köku, fer í búðir og svo þegar ég kem til P segja þeir: Sagði ekki heimaliðið þér neitt um að hann hengdi sig. í nærbuxunum. Og þeir höfðu afhent honum blað og spurt hvort hann vildi ekki skrifa mér nokkrar línur, en hann neitaði. Hvernig gat hann gert mér þetta. Og ég fékk ekki að sjá hann, aðeins í stutta stund, fyrir útförina í fangelsinu. Eina, sem þeir geta látið mig hafa, er öskukerið." Útlit manns Kennari: Þú kemur alltaf í skólann í svo skítugum peysum. Skólastúlka: Fyrirgefðu, en mér finnst þetta móðgun við móður mína. Kennari: Eg á ekki við það, að peysurnar séu óþvegnar, en þú klæðir þig svo drungalegum litum. . Skólaslúlka: Af því ég er ljóshærð. Kennari; Ég vil, að nemendurnir í mínum bekk séu klæddir ljósum litum. Auk þess er hárið á þér hirðulaust. Skólastúlka: Ég greiði mér nokkrum sinnum á dag. Kennari: En skiptingin er ekki bein: Stadnr: Menntaskólinn í G. Tími: 233 árum eftir fráfall Friðriks Vilhjálms fyrsta Prússakonungs. Röö og regla Strákarnir og stelpurnar, sem höfðu sest á. hornbekkinn í mannauðu járnbrautarstöðinni, voru að koma af poptónleikum. Samræður þeirra fjöruðu brátt út. Eitt af öðru hölluðu þau höfði sínu að öxl þess, sem næstur sat. Fyrsta lestin átti ekki að fara fyrr en 4.46 um morguninn. Tveir brautarlögreglumenn og Elsass-hundur á undan þeim komu í dyragættina, gengu í áttina að bekknum og kipptu í þá, sem sváfu. „Annaðhvort sitjið þið bein eða farið út úr stöðinni. Hér verður allt að vera í röð og reglu". „Hvað áttu við með röð og reglu?" spurði einn strákanna, eftir að hafa sest upp. „Eins og þið sjáið, fundum við öll höfuð okkar aftur á eigin öxlum". „Ef þú ætlar að vera með einhvern derring við mig, sting ég þér inn, vinur. Skilurðu það?" Lögreglu- mennirnir héldu áfram eftirlitsferð sinni. Unga fólkið hallaði sér á hina hliðina.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.