Morgunblaðið - 12.11.1978, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 12.11.1978, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 12. NÓVEMBER 1978 65 Mjólkurfræðingur hefur raunar lengi kunnugt hvernig gera má vín úr mjólk.. verið það • (SJÁ: Landbúnaður) Peuta geroist iíka . . . Siðbót í sjónvarpinu Hvorki tóbak né áfengi verður haft um hönd á Italíu frá næstu áramótum að telja — þ.e.a.s. í sjónvarpinu. Heilbrigðismálaráð- herrann þar syðra hefur tekið af skarið og tilkynnt þeim hjá sjónvarpi ríkisins að frá og með 1. janúar megi menn hvorki sjást lyfta glasi á skerminum né neyta tóbaks. Bannið nær jafnt til viðtals- og skemmtiþátta sem leikrita hverju nafni sem nefnist og jafnvel kvikmynda. Stóryröi verdlögð Ef forystumaður frjálslyndra á þinginu í Bonn fær ráðið, þá fer það að kosta starfsbræður hans dýrt þegar þeir eru að kalla hver annan ónöfnum í þingræðum sínum. Þingmaðurinn vill að deildar- forseti hætti að setja ofan í við sökudólgana þegar honum finnst orðbragðið gerast ein- um of gróft og sekti þá í staðinn um ein daglaun fyrir hvert vítavert skammaryrði, eða sem svarar tæpum 26 þúsund íslenskum krónum. Af þessu tilefni tóku þingfrétta- ritarar sig til fyrir skemmstu og könnuðu hverjar séu algengustu glósurnar þegar þingmennirnir í Bonn eru í essinu sínu. Kemur á daginn að þeim er sem öðrum tamast að kalla andstæðinga sína lygara þegar þeim hitnar í hamsi. En „nautheimsk blaðurskjóða" er líka vinsæl svívirðing á þessum slóðum. Fáein sýnishorn önnur eins og þingfréttaritararnir hafa samviskusamlega tíundað þau: hræsnari, lýðskrumari, götustrákur, svikahrappur, falsspámaður, slagsmálahundur, vandali, skopfígúra og — jólasveinn! Glæsileg framtíð Sættir hafa nú tekist milli forráðamanna New York Times og 550 kvenna sem starfa hjá blaðinu og sem drógu það fyrir dómarann fyrir sex árum og kröfðu það skaðabóta á þeim grundvelli að kvenþjóðin ætti ekki samskonar framavon í þjónustu þess og karlþjóðin. Samkvæmt samkomulaginu greiðir blaðið stefnendum samtals 235.000 dollara í bætur og skuldbindur sig að auki meðal annars til þess að ganga svo frá hnútunum að fjórðungur ritstjórastólanna verði skipaður konum innan fjögurra ára. Eftirhreytur Verkamenn sem unnu við gröft í Spandau í Berlín, komu á dögunum niður á æði óhugnanlegar minjar frá dögum nasistanna. Þeir fundu sex málmhylki sem reyndust vera fimm tommur á lengd og tvær í þvermál. Við athugun kom í ljós að í þeim var bráðdrepandi eiturgas og að hér var raunar komið sýnishorn af tólunum sem nasistarnir notuðu við fjöldamoröin í útrýmingar- búðum sínum. Kaþólskir og kommar Albönsk stjórnvöld voru að vanda ekkert að flýta sér með heimsfréttirnar þegar kaþólskir eignuðust enn nýjan páfa (mynd) né lá þeim nein ósköpin á að draga sínar ályktanir af úrslitum páfakjörsins. Hins- vegar voru þau ómyrk í máli þegar þau fóru af stað og tóku til við að útskýra fyrir sauðsvörtum almúganum hverslags maður Jóhannes II væri. Niðurstaða albönsku stjórnarherranna eins og hún var kynnt fyrir þjóðinni í útvarpinu í Tirana: Það var „samsæri vestrænna kapítalista og sovéskra endurskoðunarsinna" sem réði vali hins pólska páfa. Páfagarður er nefnilega „miðstöð þess undirróðurs og moldvörpu- starfsemi sem beint er gegn framfarasinn- uðum þjóðum". Og loks: kaþólska kirkjan hefur á undanförnum áratugum ekki einungis lagt blessun sína yfir styrjaldar- rekstur fasistanna og yfirgang Bandaríkja- manna í Asíu heldur studdi hún dyggilega við bakið á Sovétmönnum þegar þeir réðust inn í Tékkóslóvakíu! Ofmikið afþví stóra Eftir mótmælaölduna sem reis á Bretlandi á dögunum vegna fyrirhugaðs dráps á 6.000 selum, er kannski von að mönnum þætti það lýsa talsverðri dirfsku þegar því var hreyft í breskri sjónvarpsdagskrá að liklega væri óhjákvæmilegt að fella 50.000 fíla á einu bretti. Það er réttur helmingur þeirra hundrað þúsund fíla sem nú eru á ferðinni í Luangwa þjóðgarðinum í Zambíu og eru á góðum vegi með að leggja hann í auðn. Friðun þeirra hefur haft í för með sér gífurlega offjölgun, og er nú svo komið að mati kunnugra að þeir eyðileggja vænar 50 fermílur af skóglendingu þarna á hverju einasta ári. „Feiknstórar spildur eru engu betur farnar en hrikalegustu vígvellir fyrri heimsstyrjaldar," segir sjónarvottur. „Þær eru þaktar barkarlausum trjábolum og af grasi sést ekki stingandi strá.“ að hefur færzt mjög í vöxt í Bandaríkjunum undan farin ár, að unglingar og börn fremdu hroðalega glæpi, og það svo að varla þykir fréttaefni lengur þótt krakki um fermingaraldur m.vrði mann. Yfir- völdum hefur orðið ráðafátt við þessum óhugnaði. Lög um afbrot unglinga hafa verið næsta væg, því að þau voru flestöll sett í þann tíð er fátítt var að unglingar fremdu alvarlega glæpi. Börn yngri en 16 ára hafa ekki verið dæmd til fangelsisvistar heldur send á betrunarhæli og sjaldan setið þar lengi, en oft hefur þeim verið sleppt strax aftur og það jafnvel hvað eftir annað.. Það hlaut þess vegna að reka að því, þegar afbrot unglinga jukust svo mjög, að farið yrði að krefjast þess að refsingar yrðu hertar. Og nú fyrir skömmu setti dómstóll í New York fordæmi sem valdið getur miklu í þessum efnum. Þar kom fyrir rétt 13 ára gamall drengurf Robert Davis, sakaður um hlutdeild í morði og var farið með hann samkvæmt nýsettum lögum þar sem kveðið er á um það að allir eldri en 12 ára skuli taldir fullorðnir fyrir lögunum þegar um er að ræða alvarleg afbrot. Var hann sendur í venjulegt fangelsi að bíða þar þess að réttarhöld hæfust í máli hans. Davis er fyrsti unglingurinn, er kemur fyrir rétt sakaður um alvarlegan glæp eftir að fyrrnefnd lög voru sett. En lög þessi eru hin ströngustu í Bandaríkjunum. Samkvæmt þeim skal farið með alla eldri en 12 ára fyrir rétti eins og fullorðnir færu, svo sem fyrr sagði, svo fremi re.vndar að þeir séu sakaðir um alvarlega glæpi: rán með vopnavaldi, nauðgun, almenn gagnrýni; almenningi var sem vonlegt er farið að blöskra að unglingar komust upp með morð og fengu í mesta lagi eins eða háifs annars árs betrunarvist fyrir. Mál Robert Dayis, sem áðan var nefndur, er þannig vaxið, að hann vék sér, -ásamt félögum sínum tveim á líkum aldri, að ungum manni á neðanjarðarbrautarstöð og heimtaði af honum peninga. Maðurinn neitaði og skaut þá einn drengurinn hann til bana. Félagar Davis komust undan og leitar lögreglan þeirra enn. Er talið að Ungu ódœðis- menn- irnir missa „ sér rétt- indin “ morðtilræði — allt á rétt rúmri viku. Hafði hann ekki þekkt neinn þessara manna en rekizt á þá á neðanjarðarbrautarstöðvum og héimtað af þeim fé en hótað að skjóta ef þeir neituðu. Hann hafði reyndar skotið cort sem þeir urðu við kröfunni eða ekki. Hann náðist fljótlega og var leiddur fyrir svokallaðan fjölsuyldurétt. Var hann hinn brattasti er hann var teknn, hótaði að drepa 7< ögregluþjónana, og síðan dómarann er í réttar- salinn var komið. Meðan hann sat í gæzluvarðhaldi hótaði hann ennfremur að reka samfanga sinn einn á hol. Hitt málið kom upp í júlí í sumar og þá tók steininn úr. Þá myrti 13 ára drengur annan tveim árum eldri fyrir þá sök eina að sá stóð glottandi á götuhorni. Morðinginn var tekinn umsvifa- laust, en það fékk lítið á hann. Aðspurður fyrir réti kvaðst hann hafa hleypt af skotinu til að „7urrka giottið af fésinu" á fórnarlambinu. Það var allt og sumt. Rlæpum unglinga í Bandaríkj- unum hefur fjölgað tvöfalt á við glæpi fullorðinna frá því 1960 og það er almennt álitið, að það sé að miklu leyti að kenna of mildum lögum. Auk þess hafi mildi lag- anna stuðlað að því að unglingar fremdu alvarlegri afbrot en ella. Lögreglan í stórborgum í Banda- ríkjunum kannast enda vel við það, að afbrotaunglöingar hælast um glæpi sína og segjast geta gert hvað sem þeim sýnist, því að þeir fái svo létta dóma hvort eð sé. En það er til frekara dæmis um það hve forhertir þessir krakkar geta orðið, að ekki alls fyrir löngu réð fullorðinn byssubófi í New York morð og þvíumlíkt. Samkvæmt þessum lögum má nú orðið dæma 12 ára krakka í lífstíðarfangelsi (dauðarefsing tíðkast ekki í New York-fylki). Munu do mstólar nú ekki lengur líta svo á að afbrota- unglingar undir 16 ára aldri séu óábyrgir gerða sinna og sé uppeldi og slæmum aðstæðum að kenna um afbrot þeirra, og þeir þarfnist fyrst og fremst réttrar leiðsagnar, góðs aðbúnaðar og umhyggju. Hér eftir verða þessir krakkar taldir ábyrgir og dæmdir samkvæmt því. Má segja að þetta sé all-hastarleg hugarfarsbreyting. En yfirvöld töldu sig tilneydd að breyta lögunum. Olli því hávær og það hafi verið annar þeirra sem skaut manninn. Það varð þó ekki til þess að milda saksóknara neitt, þótt sýnt væri fram á það að Davis mundi ekki hafa hleypt af skotinu. „Hér er um ótvírætt morð að ræða“, sagði hann. Seinustu tvö morðin sem ungl- ingar yngri en 16 ára frömdu og komu til kasta dómstóls meðan gömlu lögin giltu voru jafnvel enn hroðalegri en það sem Davis og félagar hans frömdu, og hafa þau án efa ráðið úrslitum um laga- breytinguna. Annað málið var þannig vaxið, að 15 ára piltur, WUIL—IE Bosket að nafni, myrti tvo menn og sýndi tvo 13 ára stráka til að drepa fyrir sig einn keþpinaut sin í „starfi“ og tóku 7eir það umsvifalaust að sér fyrir hóflega þóknun sem þeir fengu með skilum að unnu verki. „Afbrotaunglingar nú að dögum eru öllu lengra komnir en þeir voru þegar ég var að hefja störf“ sagði dómari nokkur í New York, „hér áður fyrr stálu þeir sælgæti úr stórverzlunum, en nú leggja þeir stund á rán, morð, og nauðganir, — og gera þetta svo vel að þeir standa fullorðnutn alveg á sporði...“ Það hlaut að koma að.því að snúizt vrði til varnar. - JOYCE EGGINTON

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.