Morgunblaðið - 12.11.1978, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 12.11.1978, Blaðsíða 30
78 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 12. NÓVEMBER 1978 BESTU KAUPIN í LITSJÓNVARPSTÆKJUM H 1 YLTING i I: vARPSTÆKJA Fyrstirá íslandi með eftirtaldar nýjungar: 33 OBí In Line myndlampinn frá Hitachi er nýjung sem gefur bjartari og skarpari mynd. 13 Sjálfvirkur stöövaleitari, með minni fyrir 16 rásir. ö Straumtaka í lágmarki, 75 wött á 20 tommur, 95 wött á 22 og 26 tommur, sem gerir FINLUX kerfið þad kaldasta á markaðnum. OSamskonar einingarverk er í öllum stærðum, sem auðveldar alla þjónustu. Q Hægt er að fá þráðlausa (Infra Red) fjarstýringu fyrir allar gerðir (einnig eftir á). öll FINLUX lltsjónvarpstækin hafa verið reynd í 24 tíma í verksm. og eru eingöngu í viðarkassa (Palisander, Hnotu eða hvítu). 20“ .... .... kr. 388.000- 22“ .... .... kr. 466.000- 26“ .... .... kr. 509.000- eéswíísö SIÓNVARPSBÚÐIN BORGARTÚN118 REYKJAVÍK SÍMI27099 Finlux ux Finlux lux Finluxl AÐRIR ÚTSÖUSTAOIR: Reykjavik: Radió & Sjónvarpsverkst. Laugav.147 Grindavík: Versl. Báran Selfoss: Höfn h/f. Vestmannaeyjar Kjarni s/f. Höfn Hornafirði: K A.S.K. Stöðvarfjörður Kaupfélag Stöófirðinga Eskifjörður: Versl. Ellsar Guónas. Seyðisfjörðun Stálbúóin Egilstaðir: Rafeind Vopnafjörður: Versl. Ólafs Antonssonar Húsavík: Kaupfél. Þingeyinga Akureyri: Vöruhús K.E.A. Dalvík: Ú.K.E Ólafsfjöróun Valberg h/f. Ólafsfjörður. Kaupfélagió Siglufjörður Ú.K.E. Sauðárkrókur. Kaupfél. Skagfirðinga Blönduós: Kaupfél. Húnvetninga Hvammstangl: Kaupfól. V-Húnvetninga Hólmavík: Risverslunin Bolungarvik: Radióv. Jóns B. Haukssonar Tálknarfjörður Kaupfél. Tálknafjaröar Ólafsvik:Tómas Guömundsson Finlux iniiiir mm :iniux Finlux Ffnlux Fiíiiux Saint-Paulia (Saintpaulia ionantha) Saint-pálíu þekkja ef- laust allir sem eitthvað fást við ræktun stofu- blóma. Hér á landi hefur hún um langt árabil gefið hýbýlum manna líf og lit jafnvel á ólíklegustu árs- tímum og hlotið fyrir það almenna aðdáun og vinsældir. Víkjum nú aðeins að nafninu. Það er ekki óal- gengt að heyra fólk nefna hana „Sánkti-Pálínu" eða eitthvað í þá áttina, en hvort hún þar með er talin til heilagra af þeim hinum sömu skal ósagt látið. Raunverulegt tilefni nafngiftarinnar er það að þó engan veginn sé það þjált í íslensku máli. Á Norðurlöndum er hún oft kölluð Usambra-fjóla og í enskumælandi löndum Afríkufjóla, hvorttveggja raunar rangnefni því að þó hún þyki minna tals- vert á fjólur er hún alls ekki þeirrar ættar, aftur á móti eru hin þekktu stofu- blóm Gloxinía og Fljúg- andi diskar í ætt við hana. Saint-paulia er allra snotrasta jurt, blöðin dimmgræn, þétthærð og mjúk viðkomu, blómin smágerð á fremur lágum legg. Algengasti liturinn er fjólublár, en til eru Þessi heitir NORSEMAN og ber einföld skærblá blóm. þýskur nýlendustjóri að nafni Walter von Saint- Paul Hillaire sem nálægt árinu 1880 var settur yfir landsvæði í Austur- Afríku fann jurt þessa þegar hann einhverju sinni var á ferð um Usambra-fjöll. Svo mjög hreifst hann af henni þar sem hún óx í stórum breiðum í daladrögum og skógi vöxnum hlíðum fjallanna að hann sendi nokkur eintök til Hannover í Þýskalandi, en þaðan hóf hún sigurför sína um lönd og álfur. Fræðimenn töldu jurt þessa þá óþekkta, var hún því kennd við nýlendu- stjórann og gefið nafnið Saint-Pauila og því nafni er hún oftastnær nefnd. Hér á landi hefur hún stundum verið nefnd POSTULABLÓM eða PÁLSBLÓM en hvorugt nafnið viljað festast við hana og Saint-pauliu nafnið því almennt notað fleirri litir m.a. bleikur og hvítur og einnig fyrir- finnast afbrigði með fyllt- unt blómum. Ekki er þessum jurtum vel við að vera í sterku sólskini móti suðri, en una sér þeim mun betur í vestur-eða austurgluggum og jafnvel inni í miðri stofu. Þær þurfa góðan hita sem æskilegt er að sé sem allra jafnastur því hitasveiflur eiga ekki vel við þær. Þá skal fara varlega í vökvun því mjúk blöðin geta fengið bletti undan vatnsdropum sem á þeim sitja. Er því talið best að setja vatn á undirskál og láta jurtina draga það til sín neðanfrá. Auðvelt er að fjölga jurtinni með skiptingu og eins með því að láta einstök blöð með stilki mynda rætur í mold, með þeirri aðferð tekst oft að fá nýjar plöntur á fá- einum vikum. Ums.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.