Morgunblaðið - 12.11.1978, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 12.11.1978, Blaðsíða 19
MORGUNBLADIÐ, SUNNUDAGUR 12. NÖVEMBER1978 67 ingar sem fyrir hendi lægju, bentu til að varasamt væri að treysta á eldi í flotkvíum yfir veturinn við Vesturland og algjörlega útilokað við Norður- og Austurland. Nú gerðist það hinsvegar að aðilar á Fáskrúðsfirði lögðu út á þá braut að vera með flotkvíaeldi á firðinum 1975, sem að vísu hefur skilað afar hægum vexti á laxin- um. Gæti það hafa verið sérstök heppni að þessi tilraun fór ekki verr en raun varð á. Auðvitað er það ljóst, að meginmálið er ekki það, hvort að unnt sé að halda fiski lifandi í flotkví, heldur hitt að vöxtur fisksins sé það góður að útkoman verði hagstæð þegar upp er staðið, og úthaldið skili hagnaði. Regnbogasilungs'- eldi í Færeyjum I sumar bárust hingað fréttir um athyglisverða starfsemi í fiskeldi í sjó í Færeyjum. Stöð sú, sem hér um ræðir, er rekin af hinu opinbera í Færeyjum og mun rekstur hennar hafa staðið í járnum hin síðari ár. Stöðin hóf starfsemi sína á vegum lands- stjórnar árið 1970 með regnboga- silung frá Danmörku, sem upphaf- lega hafði komið sem hrogn frá Danmörku árið 1967. Framleiðsla stöðvarinnar hefur verið sem hér segir: 1971 8 tonn, 1973 18 tonn, 1974 27, 1975 39, 1976 95 tonn og 1977 89 tonn. Verðlag á regnboga- silungi afhentum í Kaupmanna- höfn á miðju þessu ári var um kr. 1 þúsund íslenskar fyrir hvert kíló eða fyrir fiskinn sjálfan um kr. 600 hvert kíló, þegar búið var að draga frá kostnað við pökkun og fryst- ingu hans og fleira. Varð því verðmæti framleiðslunnar árið 1977 milli 50-60 millj. ísl. króna. (I íslenskum fjölmiðlum var nefndur milljarður ísl. kr. í sambandi við sölu á regnbogasil- ungi þessum!). Ákveðið hefur verið að hætta við regnbogasilungseldið í Færeyjum og taka upp laxeldi í staðinn. Er það skiljanlegt, þegar. verðlag á þessum tveimur tegund- um er borið saman. Mikill hugur er í Færeyingum á þessu sviði og: eru, auk þessarar ríkisreknu eldis- stöðvar, þrír aðilar með laxeldi í sjó í undirbúningi. Framtíðarhorfur I upphafi greinar þessarar var vikið að því mikilvæga ákvæði íslenskrar löggjafar er legði bann við laxveiði í sjó. Slökun eða breyting á þeirri stefnu má ekki gerast. Tryggja þarf svo sem kostur er, að ákvæði þetta sé virt í einu og öllu og má í því sambandi þakka fyrir þær aðgerðir, sem Landhelgisgæslan stóð fyrir á s.l. sumri. Hlú þarf að þeim kjarna, sem fyrir hendi er í fiskeldi, styðja meir, en gert hefur verið hingað til með fjárframlögum, tilrauna- og rannsóknarstarfið í Kollafirði, og treysta og efla eftir föngum eldisstöðvarnar almennt með auknum stuðningi hins opinbera, t.d. með fjárhagslegri fyrir- greiðslu í formi hagstæðra lána. Fjölga þarf eldisstöðvum úti á landsbyggðinni þannig að fisk- eldisstöð sé í hverjum landsfjórð- ungi, er skaffað geti seiði af fiskstofnum frá þeim landshluta. Gera þarf tilraunaeldisstöð ríkisins í Kollafirði kleift að vinna að tilraunum með laxeldi í sjó í nágrenni Kollafjarðar, eins og ætlunin var að gera á sínum tíma, en fjármagn fékkst ekki til þeirrar, framkvæmdar. Augljóst er hvað það er hagkvæmt að gera slíka tilraun með stöðina að bakhjarli; gönguseiði hæf til sjávargöngu, þjálfaða starfskrafta og reynslu í fiskeldi. Við slíka framkvæmd, sem hér er rætt um, fengist góður samanburður á afréttaraðferðinni (fiskrækt í hafinu) og fiskeldi í sjó. Sumir telja hafbeitina hafa yfir- burði í þessu efni. Það muni betur borga sig að framleiða gönguseiði og sleppa til sjávar og endur- heimta laxinn eftir frjálsa dvöl í sjónum, en vera með hann í kostnaðarsömu eldi allan tímann. Með fyrrgreindum tilraunum fengist úr því skorið hvor aðferðin væri betri. Einar Hannesson. sjonvorp eru meira I hvert tæki af hinum nýju gerðum Luxor sjónvarpstækja eru nú eingöngu notaðir transistorar, sem þýðir ekki aðeins minni orku notkun, minni hita og skjóta upphitun, heldur miklu minni viðgerðarþjónustu. falleg mynd 22ja tommu tæki kostar aöeins kr. 446.000.- á fæti. L - Þegar þú nýtur ánægju af sjónvarpi hlustarðu jafnt og horfir á og til þess að vera viss um að eyrað sé jaf n ánægt og aug- að, hefur hvert Luxor- tæki bestu gæða há talara að styrkleika ekki rninni en 5 vött og sum tæki senda jafnvel sömu gæði og bestu hljómtæki með tveggja hátalara- kerfi. •/; Önnur atriði sem vert er að minnast á af nýjungunum eru innbyggð-myndastiliing sem tryggir bestu gæði, Ijósi á baki sem gerir myndina skírari og þreytir ekki augun, einfalt stjórnborð og inn- stunga fyrir segulband, auka hátalara og heyrnartæki. Komið og sjáið LUXOR

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.