Morgunblaðið - 12.11.1978, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 12.11.1978, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 12. NÓVEMBER 1978 61 Gunnar í Seljatungu; Ur sveitinni Eftir góða veðráttu sumarsins og stillta hausttíð fram um miöjan október hefir nú varað hér um- hleypingasöm veðrátta. Það er auðvitað ekkert fréttnæmt við það. Rétt eins og gengur og gerist í gegn um tíðina. — Nautpeningi var víða beitt fram undir s.l. mánaðamót og gott ef að mjólkur- kýr eru ekki látnar út ennþá hjá þeim allra snjöllustu, sem þá hafa átt góða grænfóðurbeit. , Ræktun grænfóðurs til beitar hefir aukist mjög hin síðari ár enda verðlagningu á útborgun mjólkurverðs hagað þannig að hvatt er til slíks til þess auðvitað að halda betri nyt í kúm að haustinu, en hér áður fyrr minnk- aði mjólk venjulega mjög mikið á haustdögum. Hitt er annað mál, að svo er illa komið í þjóðfélaginu, að öll framleiðsluaukning í landbúnaði er framleiðendum til bölvunar en eykur hinum skatthungruðu sem stýra framleiðslu og þjóðmálum hins vegar kjark til þess að koma óskabarni sínu, fóðurbætisskatti, á framfæri. Það er flott ráðstöfun að ætla með því að tryggja að bændastéttin hafi sambærileg lífskjör og aðrar vinnandi stéttir. Kvótakerfí til aðhalds framleiðsl- unni er auðvitað af allt öðrum toga og vel viðunandi í ljósi þeirra söluerfiðleika sem eru á vissum tegundum landbúnaðarframleiðsl- unnar. Uppskera í meðallagi Telja verður að heyfengur hafi hér um slóðir orðið allgóður, a.m.k. að fóðurgildi og í meðallagi að vöxtum. Víða spratt seint en margur hóf slátt á svipuðum tíma og oftast áður. Dilkar vógu víðast, þar til ég hefi haft spurnir af, svipað og á fyrra ári eða sums staðar eilítið meira. Garðávextir spruttu víðast mjög vel, einkanlega í moldarjarðvegi, en sala í garðávöxtum er um þessar mundir fremur dræm. Framkvæmdir Tenging sjálfvirks síma á hvert heimili mun merkast talið af framkvæmdum hér í sveitarfélag- inu á þessu ári, en slíkt samband komst hér á hinn 1. okt. s.o. Fyrir þremur árum, þegar hinar miklu vatnsveituframkvæmdir stóðu hér yfirr er kaldavatnsveita var lögð hér um Gaulverjabæjar- og Villingaholtshreppa og hluta Stokkseyrarhrepps, var síma- strengur lagður í vatnsveituskurð- ina, en tenging inná heimilin hófst svo á þessu ári og var lokið svo sem fyrr segir um mánaðamót sept.—okt. Ekki er annað að heyra en fólki falli vel hin nýju þægindi og þykja sem fjarlægðir milli manna hafi styst. Símaþjónusta var hér hins vegar góð í umsjá símstjórans ogg hans fjölskyldu, Guðjóns Sigurðs- sonar í Gaulverjabæ, miðað við það kerfi er gilti í þeim efnum. Sími var fyrst lagður hingað frá Selfossi árið 1935 að Gaulverjabæ eða nánar til tekið hinn 8. júní það ár, var 3 fl stöð opnuð þar og hafði Dagur Brynjúlfsson og hans fjól- skylda umsjón hans og gæslu alla tíð meðan þau bjuggu í Gaulverja- bæ. Síðan kom Magnús Þ. Öfjörð með sitt fólk að Gaulverjabæ og hafði símvörslu í sinni umsjón, og nú síðustu 23 árin, eins og áður sagði, Guðjón Sigurðsscfn. Síma- notendum fjölgaði hægt hér í sveitinni fyrstu 22 árin sem símstöðin var í Gaulverjabæ, eða aö mig minnir, að tveir bæir bættust við, síðan nokkrir rétt eftir 1950 og aðrir sem þá voru eftir enn síðar. Nú hefir hér verið breytt um, og skulu hérmeð fluttar þakkir til þess fólks sem fyrr og síðr annaðist símaþjónustu fyrir okk- ur. Stundaglöggt Qg erilsamt starf, lengst af lítið launað. Nokkrar framkvæmdir eru hér hjá einstaklingum í byggingu gripahúsa, og sveitarfélagið hefir hafið framkvæmdir við stækkun félagsheimilisins. Er ráðgert að ganga frá grunni þess í haust. Félagslíf Félagslíf er hér með hefðbundn- um hætti ef miðað er við hin síðari árin. Kvenfélag starfar raunar ætíö með svipuðum hætti, sjaldn- ast minna í einn tíman en annan, en félagið átti 60 ára starfsafmæli á s.l. vori sem það minntist á myndarlegan hátt með ungmenna- félaginu sem til sömu tíðar var 70 ára. Ungmennafélagið starfar allnokkuð, en unglingar nútímans hafa greinilega ekki þá innri þörf fyrir þann félagsskap sem ungl- ingar fortíðarinnar höfðu. . Bæði taka félög þessi nokkur þátt í stækkun félagsheimilisins þó að vera kunni að þátttaka þeirra verði í stækkuninni, ekki í sömu hlutföllum og þá er félags- heimilið var byggt í upphafi. Gunnar Sigurðsson. Húsmæðrafélag Reykjavíkur heldur hinn árlega basar sinn í dag, sunnudag, og hefst hann kl. 2 e.h. að Hallveigarstöðum. Margt góðra muna verður á boðstólum, þar á meðal jóladúkar, jólasvuntur, sokkar, vettlingar, púðar og prjónuð leikföng. — Myndin er af nokkrum félagskonum koma basar-munum fyrir. VIÐ LUMUM A LAUSN FYRIR ÞIC! Möguleikar svampsins eru óendanlegir og verðið mjög hagstætt. Hann fæst stinnur, mjúkur, léttur, og þungur og er fáanlegur með eða án áklæðis i fjölbreyttasta úrvali. Láttu sjá þig, við lumum á lausn sem hentar þér og þinum aðstæðum. Hvort sem er fyrir heimilið, ferðalagið, sumarbústaðinn eða vinnustaðinn. Lystadún húsgagnasvampurinn er efni til að spá í, af alvóru! SENDUM fPÓSTKRÖFU UM LAND ALLT. LYSTADÚN LYSTADÚNVERKSMIÐJAN, DUGGUVOGI 8. SÍMI 84655.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.