Morgunblaðið - 12.11.1978, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 12.11.1978, Blaðsíða 2
50 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 12. NÓVEMBER 1978 Eftir tíu mínútur komu eftirlitsmennirnir aftur og köstuðu þeim út úr stöðinni. Úti var rigningarúði. Vísir stóru klukkunnar á turninum féll á tölustafinn einn eins og gúmmíkylfa. Afsökun Þegar hún fer til frökenarinnar í einkatíma í ensku hefur hún bækurnar í axlatösku úr grófgerðum segldúk, sem líkist hermannatösku og er með áletrunum á ensku. Einu sinni þegar hún var að koma úr enskutíma og kom í skólann tók umsjónarkennarinn eftir töskunni og kallaði hana fyrir sig. Hann taldi sig geta álitið, sagði hann, að sá, sem gengi um göturnar með tösku frá ameríska hernum um öxl væri að láta í ljós vissan stuðning, og sá stuðningur væri í ósamræmi við þann rétt að mega stunda nám í menntaskóla í sósíalísku ríki. Hélt hún að unnt væri að afsaka slíka framkomu með nokkru móti? Hun gaut til hans augunum, leit undan og þagði. Foreldrarnir voru kallaðir fyrir skólameistarann. Áletrunin á töskunni er þessi: Fótgb'nguliða-poki Notkunarregluri 1. Pokinn verður alltaf að vera í óreiðu. 2. Aðeins fvrir plötur — ekki bækur 3. Enga penna á botninn ¦4. Ekki sprengjur — aðeins ástarbréf 5. Berjist fyrir friði og deyið ekki nema úr ást. Skólafélagar Henni fannst, að fjöldinn, það er að segja skólafélagar hennar, ættu fyrir alla muni að sjá póstkortið, sem henni hafði verið sent frá Japan: Verslunargata í Tokyo að kvöldlagi. Hún fór með kortið í skólann og fjóldinn blés tyggjó-kúlur þegar hann leit þessa spennandi sjón. I frímínútunum veitti kennarinn henni áminningu. Einn í bekknum hennar hafði skýrt honum frá því, að hún hafi verið með áróður fyrir þjóðskipulagi kapítalista í húsnæði skólans. Óáreiðanlegt frumefni Mikael setti Biblíu í bókahilluna sína í iðnnema- garðinum. Ekki af því að hann væri trúaður, heldur af því að hann ætlaði loksins að láta verða af því að lesa bókina. Kennari hans benti honum hins vegar á það, að það væri ekki ætlast til þess að menn notuðu bókahillur sósíalískra fíarða undir Biblíuna. Mikael neitaði að taka Biblíuna úr hillunni. Hvaða iðnnemagarður er ekki sósíalískur, spurði hann, og þar sem hver iðTinemagarð- ur í sósíalísku landi væri sósíalískur og þar sem það væri auk þess ekki í verkahring kirkjunnar að þjálfa menn til starfa í efnaverksmiðjum, ályktaði hann að hefði kennarinn rétt fyrir sér gæti enginn hlotið þjálfun til starfa í efnaverksmiðju í sósíalísku landi, sem heimtaði að fá að setja Biblíuna í bókahillu í garði sínum. Þessi róksemdafærsla, sem hann setti fram í skjóli þess, að honum höfðu verið veitt Lessingverðlaun í tíunda bekk (ágætt í öllum greinum) varð til þess, að hann var kallaður fyrir skólastjórann. Biblían hvarf og Mikael hélt áfram að hugsa rökrétt. En frúin, sem kenndi samfélagsfræði, tók til þess ráðs að flokka hann með þeim frumefnum, sem ekki eru nefnd á frumefnatöflu Mendeleyevs og sem lýsa má með lýsingarorðinu „óáreiðanlegur". 2. Kvöld nokkurt var Mikael kallaður inn í varðmanns- stofu verksmiðjunnar. Borgaralega klæddur maður lagði fyrir hann skjal, þar sem einhver „ég" skuldbatt sig til að fara ekki til höfuðborgarinnar á meðan Heimsmót æskunnar stæði yfir og bað hann að skrifa undir skjalið.'Hvers vegna? spurði Mikael. Maðurinn horfði á hann, eins og hann hefði ekki heyrt spurninguna. Hann ætlaði í frí, á meðan Heimsmót æskunnar væri haldið, sagði Mikael, og undir rúmi hans væru splunkunýir fjallgönguskór, sem hann hefði svo sannarlega ekki fengið sér til að klifra upp í sjónvarpsturninn í Berlín. Hann yrði erlendis á meðan Heimsmót æskunnar stæði yfir. Úr því svo er, sagði maðurinn, gæti hann skrifað undir; og hann lagði kúlupennann, sem lá við hliðina á blaðinu, yfir það þvert. En hvers vegna? spurði Mikael. Þetta orðalag væri eins og játning um eitthvert saknæmt athæfi. Hann vissi ekki til þess, að hann þyrfti að játa á sig nokkra sekt. Nema hvað einu sinni hefði hann næstum ferðast á puttanum með Volskwagen með Vest- ur-Berlínar-númerum. Þá hefði lögreglan spurst fyrir um hann í skólanum. En sér fyndist, að það gæti ekki leitt til þess, að hann ætti að undirrita yfirlýsingu um, að hann mundi ekki fara til Berlínar'á sama tíma og Heimsmót æskunnar færi þar fram. Hver ástæðan væri, sagði maðurinn, það væri ekki hér til umræðu. Það sem hér væri um að ræða væri undirskrift hans. En það verður að gefa einhverja ástæðu, sagði Mikael. Það sem yrði að gera og hvað ekki, sagði maðurinn, færi alveg eftir þeirri staðreynd, að í þessu landi færu verkamenn og bændur með óll völd. Þess vegna væri best fyrir hann að vera ekki með neitt múður. Mikael fór að verða hræddur um, að ef til vill yrði honum bannað að ferðast á puttanum til Tatra-fjalla í Tékkóslóvakíu, hann kyngdi því svari sínu, að hann teldi þessi síðustu orð hótun, og skrifaði undir. Tveim dögum áður en fríið byrjaði var nafnskírteinið tekið af honum og honum var gefið bráða- birgða-skírteini, sem bannaði honum að yfirgefa Alþýðulýðveldið Þýskaland og í því fólst ósýnileg ábending: Óáreiðanlegt frumefni. 3. Með staðarlýsingar Tatra-fjallanna í höfðinu og fjallgónguskóna á fótunum hélt Mikael af stað til Eystrasaltsins. Þar sem það yrði erfitt fyrir hann að ferðast á puttanum frá Z tók hann lestina til K. Þegar hann steig á brautarpallinn í K með gítarinn um öxl, bað eftirlitsmaðurinn hann um skilríki. „Aha," sagði brautarlögreglumaðurinn þegar hann sá skilríkin og bað hann að koma með sér. Hann var afhentur tveimur venjulegum lögreglumönnum, sem fóru með hann á lögreglustöðina. „Taktu allt upp úr!" Hann tók allt upp úr. „Pakkaðu því aftur niður!" Hann pakkaði því aftur niður. „Skrifaðu undir þetta!" í annað sinn undirritaði hann yfirlýsinguna þar sem einhver „ég" skuldbatt sig til að fara ekki til höfuðborgarinnar á meðan Heimsmót æskunnar stæði yfir. Um miðnætti var hann látinn laus. Næsta morgun — Mikael hafði tekið sér stöðu við veginn til að ná í bíl — kom eftirlitsbíll og stöðvaði við hlið hans, óbeðinn. „Skilríkin, takk!" Skömmu síðar var Mikael aftur í lögreglustöðinni. „Taktu allt upp úr!" Hann tók allt upp úr. „Pakkaðu því aftur niður!" I þetta sinn var farið með hann í klefa, þar sem aðrir voru fyrir. Lítill hópur gítarleikara, sem bannað var að sækja Heimsmótið. Þeir höfðu verið teknir við að syngja lag eftir Wolf Biermann eða slagorð eins og: „BÍÐIÐ EKKI BETRI TÍMA!" Nafn hans var hrópað. „Hvert fer ég nú?" „Svissneska grúppu vantar gítarleikara," sagði lögreglumaðurinn, hæðnislega. Hann fór með hann til baka til Z. Tónleikarnir voru haldnir í héraðsstóð alþýðulögreglunnar. „Svo þú ætlaðir að fara til Berlínar." „Ég ætlaði að fara til Eystrasaltsins." Lögreglu- maðurinn kippti af honum hárbandinu. „Ef þú reynir að Ijúga aftur skal ég sýna þér svart á hvítu í hverju vald verkamanna og bænda felst!" Tekin var mynd af Mikael (bæði með og án hárbands) og honum sleppt. Til þess að vekja ekki að nýju grun um að hann ætlaði til Berlínar ákvað hann að ferðast fyrst á puttanum í austur og síðan niður með Oder að ströndinni. í F hitti hann vörubílstjóra, sem bauðst til að aka honum næsta morgun vel norður fyrir breiddargráðu Berlínar. „Hálf-átta fyrir framan brautarstöðina." Klukkan hálf átta var stöðvartorgið blátt af bláum skyrtum og flöggum. Ungt fólk safnaðist saman til að fara á Heimsmót æskunnar í Berlín. Umsjónarmaður með band um handlegginn spurði hann, hvort hann tilheyrði fimmtíu-manna-hópi. „Sýnist þér það?" Umsjónarmaðurinn kom til baka með tvo braut- ar-lögreglumenn. „Skilríki!" Mikael neitaði að fara með þeim. Hann útskýrði málið. Hann grátbað. Þeir tóku hann á milli sín. Klefi í járnbrautarstóðinni. Yfirheyrslur. Lögreglan ráðlagði honum að kaupa miða með hraðlest til baka. Hann mótmælti. Hann hefði rétt til þess að eyða fríi sínu hvar sem honum væri það heimilt samkvæmt skilríkjunum. Hann þyrfti ekki að fara alla leið til Z, sagði lögreglan, það væri nóg að hann kæmi sér til D. En ef hann sýndi mótþróa yrðu þeir að láta héraðs-alþýðulögregluna vita og þá mundi hann ekki sleppa auðveldlega. Tveir lögreglumenn og hundur fylgdu honum að farmiðasölunni og síðan að lestinni. „Ef þú ferð úr lestinni áður en hún kemur til D verður þú handtekinn!" Hvar sem lestin stöðvaði voru eftirlitsmenn með hunda. I D biðu tveir lögreglumenn eftir honum að skipuðu honum að kaupa strax miða til Z og taka næstu lest. Hann gafst upp. Á brautarpallinum í Z beið hann þangað til lögreglumennirnir komu til hans. Eftir að hafa borið myndina í passanum saman við andlitið á honum, afhentu þeir honum skilríkin aftur. „Þú mátt fara." „Hvert?" spurði Mikael. Arfur Veyna þess hve hún hayar sér oft einkennileya nær hún ekki alltaf þeim dranyri, sem búast veröur vió af nemanda í ædri skóla. (SkAlankýjxlu .10. júní 1972) Einu sinni — aðeins einu sinni — hef ég harmað, að martröðin sem sækir á mig hvað eftir annað með æ skemmra millibili, og er um það, að ég sé enn í skóla, er ekki annað en draumur. Heimaverkefnið hennar var ritgerð um efnið: „Hvers vegna við verðum að lesa Göthe með gagnrýni — lýst með dæmi" og kennarinn hafði sagt, að áhersla væri lögð á orðin „með gagnrýni". Þetta var ritgerð, sem mig hefur mjög langað til að skrifa. Sem dæmi hefði ég valið samtalið við Eckermann, sem snerist meðal annars um unga Englendinga og unga Þjóðverja, þar sem Göthe segir: „Blessun einstaklingsfrelsisins, vitundin um það, hvað heitið Englendingur þýðir og mikilvægi þess meðal annarra þjóða, er greinileg þegar hjá börnum — svo að menn umgangast þau með miklu meiri virðingu og þau þroskast á mun hamingjusamari og frjálsari hátt, bæði meðal fjölskyldunnar og í skólum, en tíðkast hjá okkur Þjóðverjum ... í landi okkar miðast allt við það að temja blessað unga fólkið nógu snemma og bæla allt sem því er eðlilegt, allan frumleika og allan gáska niöur, svo að lokum eigum við ekkert annað en smásálir." Ég hefði lagt áherslu á orðin „með gagnrýni". Björn Bjarnason Þýddi «a ATLAS SNJÓHJÓLBARÐAR Eigum fyrirliggjandi hina eftirsóttu Atlas snjóhjólbarða í flestum stærðum. Veró: 560X15 15.800 — C 78X14 18.010.— C78X15 18.250.— E 78X14 19.265.— 078X15 21.700— F 78X14 20.110.— H78X15 25.430.— G 78X14 21.190.— 750X16 32.000.— Öll með hvítum hring. SMIÐJUVEGI 32-34 - 200 KOPAVOGI - SÍMAP,: 44880-43988 „Á næstu grösum" ~^^MATSTOFAN „Á NÆSTU GRÖSUM" LAUGAVEGI 31, 3. hæð. Opið frá 11—2 og 6—10 alla virka daga Sunnudaga frá 6—10

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.