Morgunblaðið - 12.11.1978, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 12.11.1978, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 12. NÓVEMBER 1978 75 Jl .Wi John Travolta og Nancy Allen í mynd Brian De Palma, Carrie, sem Tónabíó sýnir. 4‘»l Kvikmyndavikur: Til hvers fyrir hvern í síðasta mánuði var haldin sérstök kynning á 3 rússneskum kvikmyndum í Laugarásbíói og í tilefni þess voru mættar til staðar tvær persónur, sem standa framarlega í rússneskri kvikmyndagerð. Hálfum mánuði síðar fárast HH 1 lesendabréfi í Vísi yfir því að hér séu ekki sýndar myndir frá Rússlandi („Þaðan koma bestu bíó- myndir í heimi“). Annaðhvort er að HH á sér fáa skoðanabræður, eða að þeir hafa allir verið á ferðalagi fyrir austan, því að á þær 5 sýningar, sem haldnar voru á rússnesku myndunum, voru aðeins seldir 157 miðar, eða rétt 30 miðar á sýningu. Hér kom- um við reyndar enn á ný að þeirri gamalkunnu stað- reynd (sem mig minnir að ég hafi bent á í sambandi við síðustu kvikmyndavikuna frönsku), að það eru ætíð uppi nægar raddir um að fá að sjá myndir frá sem flestum löndum, en fæstir virðast hins vegar hafa tíma til að sinna þessu áhugamáli sínu, þegar tækifærið gefst. Að vísu er skylt að geta þess, að auk þeirra 157, sem keyptu sig inn, var nokkurt slangur af boðsgestum að því er sögur herma. Og eftir því sem sömu sögur herma urðu boðsgestirnir nokkuð undrandi á því að sjá framan í hver annan — þeir áttu von á því að vera staddir á frumsýningu en ekki á fundi í Kaupmanna- samtökunum. Til hvers — og fyrir hvern eru þessar kvik- myndakynningar, hlýtur maður að spyrja og þetta á ekki aðeins við um áður- nefnda kvikmyndakynningu, heldur allar þær kvikmynda- vikur, sem hér hafa verið haldnar. Höfuðmarkmið þessara sýninga hlýtur að sjálfsögðu að vera að ná til sem flestra, í þeim tilgangi er reynt að kynna efni myndanna í blöðum, vekja utntal og láta vita rækilega, hvað stendur til. Síðan setj- ast viðkomandi aðilar niður, loka augunum og vona, að nú komi margir og allt fari vel. En það er vert að benda á það, að samtímis því að viðkomandi lönd eru að kynna það nýjasta í kvik- myndagerð sinni og kvik- myndalist hefur engum þeirra, svo ég viti til, dottið í hug að bjóða íslenskum kvikmyndagerðarmönnum til þessara sýninga. En hverjum stendur það nær en þeim að fá að kynnast hugmyndum kollega sinna? Spurningin er því sú, hvort þeir, sem að kvikmynda- vikunum standa, telji sig reka réttan áróður með því að hunsa þann hóp, sem málið er skyldast? SSP GRÉTAR Hjartarson, for- stjóri Laugarásbíós. var nýkominn frá Ameríku. þar sem hann hafði verið að huga að myndakaupum, þegar fundum okkar bar saman. Grétar sagðist hafa verið að leita eftir myndum til kaups utan við sinn venjulega dreifiaðila, Universal í London, en þeir geta aðeins boðið fram 14 myndir fyrir næsta ár, en Laugarásbíó þarf um það bil 30. í Bandaríkjunum hafði Grétar leitað eftir myndum hjá ýmsum smærri dreifi- aðilum, en hann sagði að þessi markaður væri ótrú- lega lélegur, amk. það sem hann hefði séð. En í soran- um leynist oft eitt og eitt gullkorn og þarna var m.a. að finna myndina Despair eftir Fassbinder og nokkrar þýskar teiknimyndir, sem Grétari tókst að semja um til sýningar. En það er eitt að finna myndirnar og ann- að að semja um þær. Grétar sagðist hafa orðið áþreifan- lega var við þá afstöðu hjá viðsemjendum sínum, að það tæki því nú varla að vera að semja sérstaklega um sölu fyrir par hundruð dollara norður á þennan heimsins útkjálka. Og svo vilja þeir helst fá góða, notaða kópíu, til að halda verðinu niðri! Þetta er meira vesenið. Af hverju getur maðurinn ekki bara farið? Enda kemur í ljós, þegar betur er að gáð, að oftar er farin önnur leið til að ná í myndir til sýninga hérlendis. í mjög mörgum tilfellum kaupa Danir íslenska sýningarréttinn ásamt sínum eigin rétti, og síðan er samið við þá. An þess að fordæma þessa hefð, þá særir það óneitanlega þjóðerniskennd manns, að ennþá skuli finnast leifar af gamla einokunarhaftinu. En trúlega er þetta fyrirkomu- lag hagstætt að mörgu leyti. En hvað um það, Grétar hafði einnig verið í London skömmu áður og þar nældi hann í nokkrar myndir til sýninga. The Shout eftir Skolimowski, með Alan Bates, Susannah York og Dirk Bogarde í mynd Fassbinders Despair, sem er byggð á sögu eftir Nabokov. Um myndakaup, Fassbinder o.fl. John Hurt í aðalhlutverkum er vafalítið athyglisverðust þeirra mynda. Leikstjórnar- ferill Pólverjans Jerzy Skolimowski hefur bæði ver- ið litríkur og gloppóttur, en síðasta myndin, sem hér sást eftir hann er sennilega Deep Eitd. Af öðrum væntanleg- um myndum má nefna The Hiding Place (leikstj. James F. Collier) með Julie Harris í aðalhlutverki,' sem er fram- leidd af samtökum Billy Grahams og segir frá bar- áttu hollensku neðanjarðar- hreyfingarinnar við nasista á stríðsárunum. The Legacy (leistj. Richard Marquand) er sögð vera „a supernatural love story", hryllingsmynd með Katharine Ross, Roger Daltrey og Sam Elliott. Þá samdi Grétar einnig um kaup á „fjölskyldumyndinni" The Magic of Lassie. þar sem sá frægi hundur snýr sér aftur að kvikmyndaleik, eftir langa veru í bandarísku sjónvarpi, og á heimildar- mynd, sem nefnist „The Silent Witness“ um líkklæði Krists, og er að sögn all- merkileg. Kvikmyndanióursuóa: „Eitt stykki hamborgara með vestra takk” FYRIR um það bil ári minntist ég á náungann, sem ásamt mörgum öðrum stundar þá iðju að stytta og lagfæra bíómyndir, svo að þær falli að fyrirfram- ákveðnum tímamörkum í sjónvarpinu bandaríska. Þótti okkur þetta heldur hvimleið iðja, þar sem kvik- myndir, ekki síður en önnur listaverk, eiga að fá að njóta sín eins og höfundarn- ir skilja við þær. En við getum gleymt þessum til- tölulega meinlausu mönn- um í bili, því að nú er kominn fram á sjónarsviðið annar, sem er margfait vafasamari. Þessi náungi heitir Sherman Grinberg og hann ber m.a. ábyrgð á því að selja Continental Airlines þá hugmynd að sýna „mini“ kvikmyndir á stuttum flugleiðum. Þannig getur farþeginn t.d. séð 2 bíómyndir á 50 mínútum, sem Grinberg hefur klippt niður í 25 mínútur hvora um sig. „Hugmyndin er eins konar Readers Digest — kvikmyndanna," segir Grindberg, sem telur hug- myndir sínar nýjar og ferskar. En við skulum kynnast sjónarmiðum þessa gróðasjúka slátrara betur með því að vitna til ummæla hans í Action, málgangni. amerískra kvikmyndaleik- stjóra: „Það eru 1200 leik- stjórar að störfum,“ segir Grindberg, „heldur þú að þeir séu allir snillingar? Að þeir séu allir Fellini? Ég á ennþá eftir að sjá þá kvik- mynd, sem ekki þolir ein- hverja styttingu. Og ég skal veðja við hvern sem er, að ég get tekið hverja einustu mynd, sem nokkurn tíma hefur verið gerð, og stytt hana niður í 45 mínútur og allir munu elska myndina — og mér er andsk ... sama hver hefur gert myndina. En þetta fólk virðist trúa því í fúlustu alvöru, að það eigi enginn að snerta verk þeirra. Ef einhver gerir mynd, sem er tveir tímar og tuttugu og tvær mínútur, þá verður að sýna -hana þannig. Myndin getur verið full að eyðum, eins og þær eru flestar, Og hvað um aumingja ræfilinn, sem fjármagnaði þetta? Hann á þó rétt á því að fá sína peninga til baka, eða hvað?“ Og í samræmi við þennan hugsunarhátt er flugfélögin aðeins byrjunin. „Ég hef verið að nokkrum fundum hjá McDonalds — matsöluhringnum, og þeir hafa mikinn áhuga á því að sýna svona stuttar myndir. Þeir eru með geysimikil viðskipti í hádeginu, en minna á kvöldin, svo þeir vilja hressa upp á skemmti- legheitin með kvöldmatnum. En meðaltími hvers við- skiptamanns inni á veitinga- húsinu er ekki nema xk klst. Það mundi þannig passa fyrir hann að horfa á eina af styttu bíómyndunum mínum, meðan hann snæðir kvöldverðinn." En Grinberg er á því, að myndamáltíðar- samningur við McDonalds sé bara dropi í hafið miðað við myndasamning við fínni matsölustaði með vínveit- ingar: „Sláum því til dæmis fram,“ segir hann og þagnar, dramatískt, „að einn slíkur staður borgaði 50 dollara á viku fyrir svona filmu á kassettu, sem sýnd væri í gegnum sjónvarpskerfi þeirra og að við hefðum 1.000 slíka staði, sem er bara smámál — þá horfum við á 5 milljón dollara tekjur!" En hvað um rétt höfundanna, hafa þeir ekkert um það að segja, að myndir þeirra séu framreiddar með hamborgurum og brenni- víni? Grinberg, sem hakkaði The Poseidon Adventure niður í 15. mín. 8 mm kvikmynd til heimilisbrúks, sér ekkert nema fíflalega þvermóðsku í umhyggju leikstjóranna fyrir verkum sínum. „Kvikmynd er eins og pappírsblað í ritvél rit- höfundarins," segir hann. „Það er hægt að þurrka út, klippa til og endurraða og leika sér með það.“ Sem betur fer eru margir ósam- mála hr. Grinberg, enda er þetta, sem ég hef hér vitnað til, 'eitt það lágkúrulegasta, sem ég hef séð á prenti um kvikmyndir. Ef Bandaríkja- menn hafa ekki hug í sér til að kveða svona labbakúta niður og gróðasjónarmiðið eitt fær að „grassera", bitn- ar það að lokum á allri kvikmyndaframleiðslu. I þessu sambandi er rétt að minna á sögu, sem Howard Hawks, sem alltaf barðist gegn því að myndir hans yrðu styttar, sagði um eitt slíkt atvik. „Forstjórar kvik- myndaversins báðu mig að fljúga til Chicago og líta á biðröð, sem náði í kringum eitt kvikmyndahúsanna. Ég spurði hvað þetta ætti eigin- lega að þýða. Þá kom svarið: „Horfðu bara á biðröðina! Ef þú klippir 45 mínútur úr myndinni, þá gætum við náð aukasýningu!" Hawks hryllti við hugmyndinni og sagði að myndin yrði ólýsanlega vond, ef slík stytting yrði gerð. En peningahljóðið var svona léttvægum röksemd- um yfirsterkara og myndin var stytt um 45 mín. „Bið- röðin hvarf eins og dögg fyrir sólu,“ sagði Hwaks hlægjandi, „alveg ótrúlega hratt. Þegar gróðinn snar- minnkaði svona, var úr- klippta efnið aftur sett inn í myndina og biðraðirnar mynduðust á ný.“ Líklegt er, að ef Hr. Grinberg fær að halda uppteknum hætti við að framreiða grillaðar, djúp- steiktar og niðursoðnar bíó- myndir með sinnepi og sósu á McDonalds, þá fái neytandinn slíka klígju, að hann hætti að fara í kvik- myndahús. Og til hvers ætti hann að fara þangað, ef hann veit að hann á það í vændum að þurfa að troða myndinni niður með ham- borgaranum sínum einhs’ern daginn. Ef þetta telst „eðli- leg þróun“, þá er ég farinn. SSP. P.S.: Hugsið ykkur annars, ef förum að hafa myndir með kvöldmatnum, þá verður þess stutt að bíða, að framleiddar verða sérstakar myndir, sem hæfa hverjum rétti. Það verður t.d. alltof æsandi að borða Tornados með spennandi vestra eða hryllingsmynd. Málið yrði sjálfsagt leyst með sérstök- um „myndamatseðli“ í ætt við vínlistann og fólk mundi smám saman venjast á (eftir ábendingum þjónanna) að velja ákveðnar tegundir mynda með ákveðnum mat og sýna þannig þekkingu sína á kvikmyndum!

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.