Morgunblaðið - 12.11.1978, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 12.11.1978, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 12. NOVEMBER 1978 79 Umajón: Borgljót Ingölfmdöttir Pottréttur hirð- arinnar (Fyrir 4) 750 gr. beinlaust svínakjöpt í smábitum 250 gr. sveppir 35 gr. smjörlíki salt, paprika, 1 dl. vatn, lítil dós belgbaunir lítil dós niðursoðnir tómatar, 3 dl. rjómi. Kjötið brúnað, sveppirnir skornir í tvennt og aðeins brugðið í smjörlíki áður en þeir eru settir í pott með kjötinu. Kryddi dreift yfir, vatni og dálitlu af tómatsafa hellt yfir. Rétturinn látinn krauma í ca. 45 mín. og þá er tómötum, baunum og rjóma bætt í. Kryddið eftir smekk og sósan jöfnuð ef vill. Borið fram með rifnum osti, hrísgrjónum og franskbrauði. Haframjöls-döðlukaka Wi bolli sjóðandi vatn. 1 bolli haframjöl, Wi bolli hveiti, 1 tsk, natron, 1 tsk kanill. 1 tsk. niúskat. Vi bolli smjörlíki, 1 bolli sykur, 1 Jbolli ljós púðursykur, 2 egg, 1 tsk. vanilludropar, Vi bolli brytjaðar döðlur, 2 matsk. hunang, Va bolli brytjaðir val- hnnetukjarnar til skrauts, ef vill. Sjóðandi vatni hellt yfir haframjölið, hrært í með gaffli, látið standa í 40 mín. og kælt. Deigið er venjulega hrært deig, haframjölið látið í síðast ásamt hveitinu. Bakað í venju- legu smurðu formkökumóti við meðalhita. Sápur af ýmsu tagi Það er kunnara en frá þurfi að segja, að framleiðendur snyrti- og hreinlætisvara aug- lýsa nú unnvörpum, að vörur þeirra innihaldi eingöngu nátt- úruefni og eru sápur þá ekki undanskildar. í New York er verslun, Casswell-Massey heitir hún og er við Lexington Ave., sein í 200 ár hefur sérhæft sig í sápum og öðrum baðvörum, og þykir hafa hreint ótrúlegt úrval, eða yfir 100 tegundir. Þar eru á boðstólum hinar ólíkustu sápur, hvaðanæva að, og má nefna appelsínu- og gulrótarsápur frá Frakklandi, salat-sápu frá ítalíu, eggjasápu frá Belgíu, tómatsápu frá Spáni (sápan er eins og tómatur í laginu), mjólkursápu og engi- fersölsápu framleiddar í Banda- ríkjunum. Einnig erhægt að fá þarna sápur fyrir ýmsar húðtegundir, svo sem breska tjörusápu fyrir feita húð og möndlu-olíusápu fyrir þurra húð. Fjólusápurnar „Violetta di Parma" frá ítalíu og „Violettes de Toulouse" frá Frakklandi þykja sérstakar lúxusvörur. í búðinni er líka að finna sápu sem heitir aðeins „Number Six", eða Nr. 6, og hefur verið á boðstólum síðan á dögum Georgs Washington. Gerðar voru tilraunir með fimm aðrar sáputegundir fyrir hann, sem ekki líkuðu, en sú sjötta, eða Nr. 6, hlaut náð fyrir hans augum og hefur haldið upprunalegu nafni og velli síðan. Verö: 22" m/fjarstýringu frákr. 412.000- 26" m/fjarstýringu frá kr. 487.000.- Geriö samanburö á veröi Litsjónvarpstækin frá hinu heimsþekkta fyrirtæki RANK sem flestum er kunnugt fyrir kvikmyndir, en þaö framleiöir einnig alls konar vélar og tæki fyrir kvikmyndahús og sjónvarpsstöövar um allan heim, og þar á meoal er nýjasta vél sjónvarpsins á íslandi, sem sendir út kvikmyndir í lit. 'ónvarp radio Vitastíg 2 Reykjavík. Símar 25745 12870. Nýja saumavélin, sem gerir alla saumavimm auðveldari en áður: NECCHI Li NECCHI S1LTJK3 saumavélar eru búnar öllum kostum eldri véla auk ýmissa nýjunga. Með NECCHI SUXJKJ saumavél er unnt að sauma nánast hvaða efni sem er - allt frá þunnum teygjuefnum til þykkra gallabuxnaefna. NECCHI SILL7ICJ saumavélar eru búnar mynsturveljara með liteinkenni. Þetta einfalda fyrir- komulag gerir allar stillingar við val á saumgerð fljótlegri og öruggari en áður hefur tíðkast. NECCHI SILOia saumavélar eru með sérstökum búnaði, þannig að nálin hreyfist með því sem ncest fullum krafti áhvaða hraða sem er.Þannig er unnt að sauma jafnvel mjög þykk efni á litlum hraða. NECCHl SILTJia saumavél vegur aðeins um 12 kg með tösku og öllum fylgihlutum. Hún er því sérlega létt í meðferð og flutningi. ..... s ; Nákvcemt eftirlit við framleiðslu og sölu ásamt traustri þjónustu tryggja hámarksnotagildi NECCHI saumavéla. ...... ,,,..,„. ..... NECCHI SlLDia saumavélum fylgir nákvœmw leiðarvísir á íslensku uminothuhidg viðhá!tí.:\\ Utsölustaðir víða um land. Einkaumboð á íslandi: FALKIN N Suðurlandsbraut 8 - sími 84670 fiekking ífynsla Qonus Sendum bæklinga, ef óskað er

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.