Morgunblaðið - 12.11.1978, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 12.11.1978, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐID, SUNNUDAGUR 12. NÖVEMBER 1978 53 Kambódíu með jöfnu millibili. Þar var yndislegt fólk, Ijúft og elskulegt í framkomu. Þao var að bjástra í sínum daglegu önnum, virtist lifa fábrotnu og fremur einföldu lífi. Hvergi varð maöur var við neinar sérstakar andstaaður, enda bar framkoma fólksins vott um Það. Mér eru minnisstæðir litlu bátarnir, sem Þetta fólk var að f lytja á hrísgrjónin sín í fallegum körfum. Allt var slétt og fellt é yfirborðinu. En svo fór Þetta að breytast. Það byrjadi í andrúmsloftinu. Einhver ókyrrð fór að gera vart við sig. Fólkið var fariö að flýta sér. Það var ekki jafn vingjarnlegt og áður. Svo fór ég að taka eftir pví að undir hrísgrjónakörfunum í bátunum var farið að glytta í eitthvað, sem ekki átti heima Þar, eitthvað sem hafði* ekki verið Þar áður og atti ekki að vera Þar. Það voru byssur. Vélbyss- ur. Andrúmsloftið var gjörbreytt — Það, sem áður hafði verið friðsam- legt og hlýlegt var nú orðið ógnÞrungið. Fólkið hrætt, tortrygg- ið, ruglað í ríminu. Maður fann að Það var eitthvað í aðsigi. Og núna vitum við hvernig ástandið er í Þessu landi. Ég hugsa að Þegar maður Þekkir land og Þjoð eins vel og ég Þekki Kambódíu Þá hljóti svona harmleikur að fé miklu meira á mann en ella. — Argentína er annað land, sem ég hef fylgzt niið með. Nú eru mörg ár síðan ég kom Þar fyrst, en Þratt fyrir herforingjastjórnina og allt hennar brölt Þá er Það nú svo undarlegt að fólkið, sem maður rekst Þar á á förnum vegi, virðist heldur ánaegðara en Það var áður en byltingin var gerð. Þarna er allt í föstum skorðum og prátt fyrir takmarkað frelsi og ýmiss konar óaóma, sem éreiöanlega é aér stað á bak við tjöldin, Þá er eins og fólkið sé öruggara með aig. Eínræois- stjórnir eru auövitað slæmur kostur — bölvanlegur — Það getur ekki veriö álitamál, en kannski eru Þær stundum skárri en stjórnleysi, öngÞveiti, sem af Því leiöir og öryggisleysi hins almenna borgara, segir Dalton Baldwin. Við víkjum að tónlistinni og hlutverki undirleikarans, sem eðli málsins samkvæmt verður ekki miðpunktur, enda Þótt hann gegni litla garð ekki síðra hlutverki en sá, sem aöstoðarinnar nýtur, auk Þess sem stundum er haft á orði að góðír undirleikarar séu eins sjaldgæfir og svartir svanir. — Ég hef dálítið átt við Það aö leika einleik á píanóið, en nú er langt um liðið síðan ég hef borið Það við. Mér lætur langtum betur að vinna með öðrum — eg hef mikla Þörf fyrir að vera með fólki. Það er misjafnt hvað á við menn, en með Því að leika undir annan tónlístar- flutning, sérstaklega söng, Þé finn ég aldrei til einmanaleika. Ég sé ekki eftir Því að hafa farið inn á Þessa braut, mér finnst ég hafa fundið minn rétta tón og Það er endalaust hasgt að breyta til. Sumir halda kannski að Ijóðasöngvrrnir, sem hafa orðið mitt sérsvið, séu takmörkunum héöir, að ekki sé hægt að Þroskast sem listamaður með Því að binda sig að mestu við Þá. En Þetta er misskilningur. Undirstöðuatriðin kann maður utan að, en túikunin er aiitaf ný. Hún motast af óteljandi Þáttum, og hún verður samspil Þeirra, sem flytja tónlistina saman. Með Því að takmarka sig eru meiri líkur á Því að manni miði eitthvað fram á leið, — Þá er betur heegt að hlúa að Því sem maður er með í höndunum, og ég aðhyllist Þá skoðun, að hver maður eigi að rækta sinn litla garð, eins vel og kostur er. Þá verður heimurinn kannski einhvern tíma betri, sagði Dalton Baldwin. — Á.R. Niðri við iioíii kúrðu sendlingar á bauju. Ljósmyndir Páll Steingrímsson. Séð út í Gróttu á flóðinu. Snjófölin teiknaði nyjan svip FYRSTA snjófölin teiknaði svip á landið einn daginn fyrir skömmu og Þá sprett- ur pað fram í nýjum kjól par til einhver lœgöin gengur yfir landiö á ný. Þessar myndir voru teknar í Vesturbœnum í Reykjavík og úti við Gróttu á Seltjarnarnesi, svipmyndir frá fyrstu snjófölinni í haust. \ * ^fcfc-. * •¦' 1 . r ......'ijgSSS* -*«æff if 'isSS ;sösb*=~SI SHSawaWkl Wt r:.: ...... - - '' HBBHHi^ |H .^M '+JÆP&r.-'-ÆL ?*v9&£msm \ummm Míf ..-í.ítíí'I/ •*! Ingólfur lét sér hvertd bregða þrátt fyrir hvítu slæðuna. Krummi hafði hljótt um sig þar sem hann sat á ljósastaurnum í vetrarbyrjun. Þessi var ekkert kuldakreistulegur á svipinn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.