Morgunblaðið - 12.11.1978, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 12.11.1978, Blaðsíða 20
68 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 12. NÓVEMBER 1978 Sjötugur: Guðjón Sigurðsson bakara- meistari á Sauðárkróki Eítirfarandi afmælisgrein Harðar Pálssonar á Akranesi um Guðjón Sigurðsson bakarameist- ara á Sauðárkróki cr endurprent- uð vegna mistaka sem urðu við uppsetningu grcinarinnar hér í blaðinu. Einn besti vinur minn og velgerðarmaður frá æskudögum mínum á Sauðárkróki, Guðjón Sigurðsson bakarameistari, er sjötugur í dag. Á þessum tímamót- um í lífi hans langar mig að færa honum og fjölskyldu hans alúðar- þakkir fyrir áratuga vináttu og tryggð og þá ekki síst ómetanlega aðstoð og leiðsögn á æskuárum mínum. Þegar ég var að alast upp á mölinni á Króknum var ekki auðvelt fyrir unga drengi að fá vinnu 0(j þaðan af síður að komast í iðnnám. Því varð það hlutskipti margra að leita fyrir sér um atvinnu, iðnnám eða aðra mennt; un fjarri heimkynnum sínum. I raun og veru var það blóðtaka fyrir staði á borð við Sauðárkrók að missa unga fólkið af þessum sökum burt, því að margt af því ílentist annars staðar. — Og enn í dag ef nauðsynlegt að sveitar- stjórnir og yfirvöld gefi gaum að því hversu mikilvægt er að skapa ungu fólki góð skilyrði til starfs og mennta heima fyrir. Það var lán mitt á þessum dögum að Guðjón bauð mér að koma til sín og nema bakaraiðn. — Guðjón var og er enn mikill fagmaður. Keennsla hans og leiðsögn var með ágætum og hefur reynst mér heilladrjúg. Hin ríka tilfinning hans fyrir faginu hlaut að seytla inn í þá sem með honum Unnu. Hann var afar duglegur og ósérhlífinn og atorka hans hreif aðra með til starfs og dáða. Handtök hans voru örugg og nákvæm þó að hann vildi láta hlutina ganga og kynni betur við að menn létu hendur standa fram úr ermum. Guðjón Sigurðsson fæddist að Mannskaðahóli á Höfðaströnd. Foreldrar hans voru hjónin Guð- björg Sigmundsdóttir frá Bjarna- stöðum í Unadal og Sigurður Sveinsson frá Þrastarstaðagerði á Höfðaströnd. — Hann nam bakaraiðn hjá Snæbirni Sigur- geirssyni bakarameistara á Sauðárkróki, stundaði framhalds- nám í Kaupmannahöfn, kom síðan aftur heim og tók við forstöðu Sauðárkróksbakarís sem hann hefur stjórnað síðan. En Guðjón hefur haft fleiri járn í eldinum. Hann er mikill félags- málamaður og vegna góðrar greindar voru honum falin marg- vísleg trúnaðarstörf fyrir bæjar- félagið. Hann var og er einarður sjálfstæðismaður og einn skelegg- asti málsvari flokksins sem ég hef haft kynni af. Hann átti sæti í bæjarstjórn Sauðárkróks í áratugi og var lengst af forseti bæjar- stjórnar og í bæjarráði. Hann taldi ekki eftir sér sporin fyrir bæjarfélagið og mörg eru þau framfararmálin sem hann beitti sér fyrir. — Minnist ég þess sérstaklega þegar hitaveitufram- kvæmdir voru á döfinni á Sauðár- króki hversu mikið hjartans mál honum var að hafist yrði handa við þær og þeim lokið. Þurfti mikla bjartsýni til í fátæku bæjarfélagi að ráöast í slíkt stórvirki sem hitaveita var á þeim árum. Sauðkræklingar eiga þeim mönn- um, sem forgöngu höfðu um þá framkvæmd, miklar þakkir að gjalda. Löngum hefur verið leitað til sveitarstjórnarmanna um marg- víslega fyrirgreiðslu fyrir ein- staklinga og félög. Var Guðjón þar síður en svo undantekning. Fjöldi manna leitaði til hans, nærri því að segja hvenær sem var sólar- hringsins, og var hann óþreytandi að leiðbeina mönnum og greiða úr margs konar vandamálum og skipti hann engu hvaða stjórn- málaskoðanir þeir höfðu er til hans leituðu. Ekki taldi hann eftir sér tímann sem í þetta fór, jafnvel þótt klipið væri af stuttum hvíldarstundum. Ekki er hægt að skrifa svo grein um Guðjón Sigurðsson að ekki sé minnst á störf hans fyrir Leikfélag Sauðárkróks. Svo sem flestum er kunnugt hefur leiklist verið stund- uð á Króknum í rúm 100 ár. Hefur þar komið við sögu fjöldi fólks og ber þar hátt nafn Guðjóns. Hann hefur verið virkur þátttakandi í störfum Leikfélagsins í marga áratugi og farið þar með fjöldann allan af hlutverkum. Væri gaman- leikrit sett á svið þótti ómissandi að Guðjón færi með eitt aðalhlut- verkið. Minnisstæður er hann mér í mörgum hlutverkum en þó man ég hann best sem Jón bónda í Gullna hliðinu. Um skeið var það fastur liður í skemmtanalífinu á Sauðárkróki að leika revíur sem Guðjón hafði samið, stundum ásamt nokkrum vinum sínum. Farið var þar gamansömum orð- um um bæjarlífið á Króknum og dregnar upp skopmyndir sem mörgum eru enn í fersku minni. Sýningar þessar voru u mjög vel sóttar og lífguöu gráan hversdags- leikann. Guðjón Sigurðsson hafði gott eyra fyrir hljómlist og söng um áratugaskeið í Kirkjukór Sauðár- króks og í karlakór meðan hann starfaði. Hann lét þau orð falla að þeim stundum, sem hann átti með söngfélögum sínum, væru bundnar ljúfustu endurminningar hans. Enn fremur starfaði Guðjón í Rótarýklúbbi Sauðárkróks. Iðnaðarmannafélaginu og Ung- mennafélaginu Tindastóli. I öllum þessum félögum og mörgum fleiri var hann starfsamur og drjúgur liðsmaður. Það er ókleift að minnast Guðjóns Sigurðssonar svo að ekki sé getið heimilis hans. — Hann er giftur Ólínu Björnsdóttur frá Skefilsstöðum, einhverri ágætustu dugnaðarkonu sem ég hef kynnst. Heimili þeirra hefur ætíð verið mjög stórt og þar afar gestkvæmt. Frú Ólína hefur alla tíð haft með höndum veitingastarfsemi og jafn- an verið fengin til að standa fyrir veislum á Sauðárkróki ef mikils hefur þótt við þurfa. Sem dæmi um dugnað hennar og ósérhlífni vil ég geta þess sem ég veit af tilviljun að það hefur verið venja hennar að ganga ekki til náða á Þorláksmessukvöld heldur vinna alla nóttina enda í mörg horn að líta á þeim bæ fyrir jólin. Vafalaust hefur hún svo gengið síðust heimilisfólksins til hvildar á jólanótt. Ég kynntist heimili Guðjóns og Ólínu mjög náið þar sem ég borðaði þar öll námsár mín. Heimilisbragurinn var að mörgu leyti sérstæður, sjaldan færra en tylft manna við borðið og fjörugar og andaríkar samræður krydduðu góðar máltíðir. Trúlegt þykir mér að kynni mín af þessu heimili hafi að nokkru mótað mig ungan og verið mér gott veganesti. Ég endurtek þakkir mínar til þeirra hjóna og árna þeim allra heilla og Guðs blessunar á ókomn- um ævidögum. Hbrður Pálsson. Slátrað 47 þús. f jár hjá K.Þ. á Húsavík Húsavík 10.11. TÍÐARFAR hefur verið mjög gott í haust og hagstætt bændum en gæftir hafa þó verið heldur óstöðugar til sjávarins. Göngur gengu vel en fé er óvíða komið á gjöf. Hér hefur engan snjó sett niður það sem af er vetri, aðeins má merkja smá fannir í giljum. Hjá Sláturhúsi K.Þ. var slátrað í haust um 47 þúsund fjár og reyndist fé vel til frálags. Meðal- þungi dilka var 14,6 kg eða sami og sl. ár, en þá voru skrokkarnir vegnir með nýrnarmörnum, sem ekki er gert nú svo útkoman er nú betri. í dag eins og undanfarna daga er hægviðri, bjartviðri, en nokkuð kalt. Fréttaritari. Kynntu sér meng- unar- og slysa- varnir í áliðnaði RAGNAR Halldórsson forstjóri ísals og yfirtrúnaðarmaður verk- smiðjunnar, Örn Friðriksson, sóttu nýlega fund í Noregi um umhverfisverndunarmál, slysa- og mengunarvarnir í áliðnaði. Fundur þessi var haldinn að tilhlutan norrænna álframleiðenda. Á fund- inum voru ræddar ýmsar nýjungar á þessu sviði, sem væntanlega verða teknar upp hjá ísal í einhverjum mæli á næstunni. Litio barn ».**«¦< sjónsvid

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.