Morgunblaðið - 18.11.1978, Side 1
48 SIÐUR OG LESBOK
264. tbl. 65. árg.
LAUGARDAGUR 18. NÓVEMBER 1978
Prentsmidja Morgunblaösins.
Orsakir flugslyssins á Sri Lanka:
Athyglin beinist að biluð-
um tœkjum og höggvindi
TALSMAÐUR stjórnarinnar á Sri Lanka, Samara-
singhe, sagði í gær að 79 hefðu lifað af flugslysið við
Katunyakeflugvöll á miðvikudag að því er segir í
AP-frétt frá Colombo í gær. Er þá tala látinna lægri en
áður hafði verið nefnt, eða 180. Samarasinghe sagði
einnig á blaðamannafundi í dag að aðflugsljós við
flugvöllinn hefðu verið óvirk, þegar flugvélin kom inn til
lendingar. Hann gat þess ekki hvers vegna og um
aðflugsgeislatæki sagði hann, að ekki væri betur vitað en
að þau hefðu verið í lagi. Hann gat þess að skömmu fyrir
slysið hefðu fjögur flugtök og lendingar átt sér stað á
flugvellinum.
Junius Jayewardene, forseti Sri Lanka, sem fyrirskipaði að fánar
skyldu dregnir í hálfa stöng eftir flugslysið. Hann er fyrrverandi
forsætisráðherra, leiðtogi staersta stjórnmálaflokksins og valdamesti
maður Sri Lanka.
Harðar deilur á þingi Sri Lanka:
Morgunblaðið leitaði álits
hjá sérfræðingum í flugmálum
sem gjörþekkja aðstöðu alla á
flugvellinum og töldu þeir
líklegustu skýringuna þá að
veðri, eins og þarna var, hefðu
fylgt rafmagnstruflanir og
tækin þá slegið út, en þau eru á
nákvæmnisspennu og slá sig
út, þegar spennan verður
annað hvort of lág eða of há.
Einnig mætti ráða það af þeim
fréttum, sem borizt hafa, að
aðflugsgeislinn hefði líka verið
óvirkur. Virtist flugvélin hafa
verið í eðlilegu aðflugi, þar til
hún hefði skyndilega misst
hæð og hrapað til jarðar vegna
höggvinds sem lýst var í
Morgunblaðinu í gær.
Ríkisstjórnin gagnrýnd
fgrir bilanir á tœkjum
Colombo, 17. nóvember. Reuter.
HARÐAR deilur risu á þingi Sri Lanka í dag þegar þingmenn stjórnarandstöðunnar
kröfðust þess að stjórnin rannsakaði fréttir um bilun í tækjum á Colombo-flugvelli
þegar DC-8 leiguflugvél Loftleiða fórst með 183 manns í flugslysinu á miðvikudag.
Rimman fylgdi í kjölfar
blaðamannafundar þar sem
talsmaður stjórnarinnar sagði
að Loftleiðaþotan hefði verið í
of lítilli hæð þegar hún steypt-
ist til jarðar á kókoshnetuekru
í lendingu.
Talsmaðurinn, G.P.
Samarasinghe, starfsmaður
landvarnaráðuneytisins, sagði
á blaðamannafundinum að
flugumferðarstjórar hefðu
varað flugstjórann við því að
hann flygi í of lítilli hæð en
vélin hefði hrapað skömmu
síðar.
Samarasinghe sagði að mik-
ilvægustu leiðsögutæki á flug-
vellinum hefðu verið í góðu
ásigkomulagi þegar slysið
varð. En hann sagði að lend-
ingarljósin hefðu verið í ólagi.
„Skyggni var gott og fjórar
aðrar flugvélar höfðu hafið sig
til flugs og lent rétt á undan
slysinu," sagði talsmaðurinn.
Stjórnin á Sri Lanka skýrði
frá því í dag að hún hefði
skipað sérstaka nefnd til þess
að rannsaka flugslysið.
Uppnámið í þinginu varð
þegar leiðtogi stjórnarandstöð-
unnar, Appapillai
Amirthalingham, sagði að
nefndin ætti að athuga blaða-
fréttir um að lendingartæki
flugvallarins hefðu verið biluð
þegar slysið varð.
Annar þingmaður stjórnar-
andstöðunnar, Halseem Ishak,
tók undir þetta og hvatti
rannsóknarnefndina til þess að
rannsaka blaðafréttir um að
tækin á flugvellinum hefðu
verið ófullnægjandi og biluð.
En ráðherrann Gamini
Dissanayke veittist harkalega
að þingmönnunum, kallaði þá
„götusópara" og sakaði þá um
að gera sér mat úr harmleikn-
um í pólitísku skyni.
Samband rofn-
aði og eldhaf
steig upp
SAMARASHINGE sasði á blaða
mannafundinum í gær. að flusí-
vélin hefði komið inn til lending-
ar um hálftólfleytið að kvöldi
miðvikudags að staðartíma og
að fiugturninn hefði fylgt henni
í radar frá því hún var í 90
miina fjarlægð frá flugvellinum.
Lendingarheimild hefði verið
gefin með þeim fyrirmælum að
halda 650 feta hæð að tveggja
mílna fjarlægð frá flugvellinum.
Starfsmenn flugturnsins hefðu
siðan séð að flugvélin var komin
of lágt og þá gefið flugstjóranum
fyrirmæli um að hækka flugið, en
þá hefði sambandið við vélina
skyndilega rofnað og mennirnir í
flugturninum séð stíga upp eld-
haf sem gaf til kynna að vélin
hefði hrapað til jarðar. Samara-
shinge lagði áherzlu á að stjórn-
völd á Sri Lanka hefðu ekki
komizt að neinni niðurstöðu um
orsakir slyssins.
Magnús Norðdahl flugstjóri
sagði í samtali við Mbl. í gær, að
af þessari frásögn mætti ráða að
starfsmenn flugturnsins hefðu
fylgzt með flugvéiinni í ratsjá frá
því hún var í 90 miina fjarlægð.
Magnús sagðist ekki vita til þess
að hæðarradar væri í þessum
flugturni og því hefðu starfs-
menn þar ekki getað fylgzt með
hæð flugvélarinnar í ratsjá,
heldur aðeins gefið flugstjóran-
um stefnu og öryggishæð að
tveggja mílna fjarlægðinni. Eftir
það virtust þeir hafa séð með
berum augum að flugvélin hefði
misst of mikla hæð og aðvarað
flugstjórann um það, en sam-
bandið þá rofnað.
Flugstjórinn hefur aftur á móti
augsýnilega gert sér grein fyrir
hættunni, þar sem hann gaf
hreyflunum fullt afl rétt áður en
slysið varð.
„Þorpsbúar rœndu eigum
farþega DC-8 þotunnar
Margir látnir héldu á kóraninum
ÞEGAR björgunarsveitir komu á vettvang eftir
flugslysið á Colombo-flugvelli höfðu þorpsbúar af
svæðinu rænt eigum fórnarlambanna, þar á meðal
teppum, peningum, úrum og öðrum verðmætum að
því er segir í frásögn Lundúnablaðsins The Times af
slysinu í gær.
„Margir farþeganna, sem voru
látnir í sætum sínum, héldu á
vasaútgáfum af Kóraninum og
perlufestum," segir í
frásögninni sem er frá frétta-
ritara blaðsins í Colombo.
„Slysið hefði orðið jafnvel
ennþá meira ef flugvélin hefði
rekizt á flugeldaverksmiðju
rúmlega 50 metra frá slysstaðn-
um,“ segir hann.
Hann segir að þeir sem af
lifðu eigi líf sitt því að þakka að
flugvélin brotnaði í þrjá hluta
áður en eldurinn læsti sig um
hana.
Enn fremur segir fréttaritari
The Times að á undanförnum
vikum hafi nokkrum flugvélum
með múhameðska pílagríma
verið beint til annarra flugvalla
vegna skorts á eldsneyti í
Colombo, en íslenzka flugvélin
hafi fengið lendingarleyfi.
„Flugvælin var beðin að bíða
þangað til önnur flugvél væri
farin af flugvellinum og síðan
stöðvuðust öll fjarskipti ...
Mikil rigning, þrumuveður og
eldingar hömluðu björgunar-
starfinu ...“
The Guardian var einnig með
ítarlega frásögn af slysinu í gær
en mjög svipaða þeirri sem
birtist í The Times.
Flugslysið vakti mikla athygli
brezkra fjölmiðla.. Strax um
morguninn var sagt frá því í
útvarpsfréttum og um hádegis-
bil voru birtar kvikmyndir í
sjónvarpi, teknar skömmu eftir
slysið.
Evening Standard gerði
frásögn af slysinu að stórri
forsíðufrétt og Evening News
var einnig með frásögn af því.
Sama máli gegndi með morgun-
blöðin í gær og þau birtu auk
allítarlegra frásagna af slysinu
ljósmyndir af slysstað og flug-
vélarflakinu.