Morgunblaðið - 18.11.1978, Side 12
12
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 18. NÓVEMBER 1978
Vilhjálmur G. Skúlason
skritar um Ivt
Lyfjahandbókin
— Lyfjaform III
merkir að dæla eða þrýsta inn,
en önnur eru kölluð infundibilia,
sem merkir að hella inn (inn-
rennslislyf, dreypilyf). Þá er
flokkur, sem kallaður er pulver-
es parenterales, en það eru
stungulyf, sem af tæknilegum
ástæðum eru látin úti í duft-
formi og þarf því að leysa í
lausnarefni, áður en þeim er
dælt inn í líkamann.
Hylki (Belgir) er
það lyUaform, sem í lyfjaskrám
er kallað capsulae (í eintölu
capsula, sem merkir lítið box).
Hylki geyma í sér ákveðið magn
af lyfi og eru ætluð til inntöku.
Efni hylkisins er úr hæfu efni,
venjulega matarlími (gelatínu)
og getur það verið litað eða
ólitað. Oft koma ný lyf á markað
í formi hylkja vegna þess, að
Kostir og ókostir
stungulyfja
Kostir stungul.vfja umfram til
dæmis lyfjaform, sem gefin eru
í inntöku, eru margvíslegir.
Áhrif lyfsins koma mjög hratt í
ljós, enda þótt hægt sé með
ýmsum tæknilegum ráðum að
stjórna losun lyfs úr stungulyfi
þannig, að verkunartími verði
lengri, t.d. með því að nota
torleysanlega kristalla eða
jurtaolíur sem burðarefni í stað
vatns. Sum l.vf svo sem insúlín
verða óvirk í meftingargöngum
og það er þess vegna aðeins
hægt að gefa þau sem stungulyf.
Önnur lyf geta verið mjög
ertandi, þegar þau eru tekin í
inntöku, en verða gefin í stungu-
lyfjaformi án nokkurra óþæg-
inda fyrir sjúkling. Mikið magn
af vökva í æð getur verið
lífsnauðsynlegt til dæmis við
meðferð á losti eftir vökvatap og
blóðmissi, sem afleiðingu slysa
eða brunasára. Einnig hefur slík
lyfjagjöf reynst ómissandi við
meðferð smitsjúkdóma eins og
kóleru svo ekki sé minnst á
sjúkdómsástand, sem leiðir til
þess, að sjúklingur getur ekki
tekið till sín næringu á eðlilegan
hátt. Þá er hægt að gefa alla
orkugefandi næringarflokka
(prótein, fitu og kolhydröt) svo
og vítamín og steinefni í formi
stungulyfs.
En stungulyf hafa einnig
ókosti. Gjöf stungulyfs getur
verið óþægileg fyrir sjúkling og
þar sem lækni eða hjúkrunar-
fræðing þarf til þess að gefa
þetta lyfjaform, er þetta dýrt
lyfjaform og einnig eru kröfur
til stungulyfja fleiri en til
annarra lyfjaforma og það leiðir
til hærri framleiðslukostnaðar.
Mikillar aðgæzlu er þörf við
framleiðslu og gjöf stungulyfja
til dæmis, að ekki sé loft í
lyfjadælunni og ekki síður að
lífvænlegum örverum sé ekki
dælt í blóðrás, en það gæti haft í
för með sér drep, blóðeitrun eða
lifrarbólgu. Meginkrafa um
framleiðslu og gjöf stungulyfja
er því persónuleg snyrti-
mennska og hreinlæti.
Aðeins skal minnst á tvær
kröfur, sem gerðar eru til
stungulyfja umfram mörg önn-
ur lyfjaform og gerðar eru
vegna hins sérstaka notkunar-
máta þeirra. Þetta eru kröfur
um, að þau séu sæfð (steríl) og
tandurhrein (laus við pyrogena).
Fyrra orðið merkir að þau eiga
að vera laus við örverur (sýkla)
og smitefni þeirra. Þessu tak-
marki er reynt að ná með
sérstökum framleiðsluaðferð-
um, sem ekki verða ræddar
nánar hér, þar með taldri
svokaliaðri sæfingu, en helzta
sæfingaraðferðin er upphitun í
mettaðri"vatnsgufu við þrýsting,
sem er tvær loftþyngdir og
hitastig, sem er 120° í 20
mínútur. Þessi aðferð er kölluð
„autoklavering" og mætti að
sjálfsögðu kalla gufusæfingu á
íslenzku.
Síðara orðið merkir, að þau
skulu vera laus við efni, er valda
hækkun á líkamshita, þegar
þeim er dælt inn í líkamann og
eru lífræn efni, sem sýklar,
einkum svokallaðir Gram-nei-
kvæðir sýklar, gefa frá sér.
Þessi efni hafa verið kölluð
tandurkveikjur (af tandur =
eldur) á islenzku og er bein
þýðing á erlenda orðinu pyrogen
(af pyretos = sótthiti og sögninni
gennao = mynda, framleiða, búa
til.
Að lokum skal minnst á
latnesku heiti þessa lyfjaforms,
en þau eru samheitið parenter-
alia, sem er samsett úr orðunum
para, sem merkir framhjá og
enteron, sem merkir þarmur.
Sem sagt framhjá þörmum og
höfðar til þess að það er ekki
tekið í inntöku. Viss stungulyf
eru kölluð iniectabilia, sem
tæknileg framleiðsla þeirra er
að sumu leyti einfaldari en
annarra lyfjaforma, þar eð hægt
er að blanda lyfi saman við
hjálparefni og mæla það síðan í
hylkin án nokkurrar formeð-
höndlunar. Þetta gefur hylkjum
oft betra geymsluþol en öðrum
lyfjaformum. Á hinn bóginn er
vélvæðing við hylkjaframleiðslu
ekki eins fullkomin og við
töfluframleiðslu og eru hylki
þéssvegna að öðru jöfnu dýrari
en töflur.
Hægt er að framleiða forða-
hylki á hliðstæðan hátt og
forðatöflur og er þá notað
sérstakt orð í nafngift til þess
að gefa það til kynna. Dæmi:
Caps. Penbritin (penbritinhylki)
og Caps. Abalgin Retard (abal-
gínforðahylki).
Skammtar er það lyfja
form, sem í lyfjaskrám er kallað
dosipulveres (af dosis = skammt-
ur og pulvis í fleirtölu pulveres::
duft, púlver). Skammtar eru lyf
í duftformi, sem er ætlað til
inntöku. Búið er um ákveðið
magn af lyfi í hylki (skammta-
bréfi) úr pappír eða öðru hæfu
efni. Skammtar eru dýrt lyfja-
form, sem nú er fremur lítið
notað. Þó getur þetta verið mjög
handhægt lyfjaform, ef æskilegt
er að hræra lyfið í duftformi í
barnamat eða graut handa
öldruðum, sem eiga erfitt með
að kyngja töflum. í lyfjabúðum
eru skammtar töluvert seldir án
lyfseðils, t.d. aspirínskammtar,
blöðrubólguskammtar. Dæmi:
Dosipulveres ferrosi tartratis
0,25 g, ferrótartratskammtar,
0,25 g (járnskammtar).
Pillur innihalda lyf í
skömmtuðu magni og eru ætlað-
ir til inntöku. Þær eru alltaf
cúlulaga.
Pillur hafa ekki mikla þýð-
ngu lengur vegna þess, að
’ramleiðsla þeirra er í flestum
ilvikum miklu erfiðari en fram-
eiðsla taflna. Töflur hafa því
comið í þeirra stað. Á hinn
jóginn hafa pillur mikla sögu-
ega þýðingu. Elztu pillufor-
ikriftir, sem sögur fara af, má
-ekja til fornra egypzkra papýr-
usræma frá því um 1550 fyrir
Krists burð, sem kallaðar eru
Pap.vrus Ebers. Þessar ræmur
fann þýzki vísindamaðurinn
Georg Ebers árið 1872 í Luxor
(El-Aksur), sem var höfuðborg
hins forna Egyptalands. Sem
dæmi um gamla pilluforskrift er
eftirfarandi: „Malakít (basískt
kopar karbónat) er mulið í fínt
duft og elt með brauðdeigi.
Gerið úr þessu þrjár pillur, sem
eru gleyptar með sætu öli“.
Gríski læknirinn Hippokrat-
es, sem var uppi á 5. öld fyrir
Krist, lýsir pilluframleiðslu
þannig, að efnin skuli steytt og
elt og úr massanum skuli mynda
pillur með fingrunum. Pillur
voru sem sé framleiddar úr
mótanlegum massa, sem var
skipt í litla parta og hver partur
síðan gerður kúlulaga. í megin-
atriðum er þetta sú aðferð, sem
til skamms tíma hefur verið
notuð við pilluframleiðslu og
notuð er ennþá, þegar þær eru
framleiddár í litlu magni.
Rómverski læknirinn Plinius,
Guðmundur Magnússon fræðslustjóri:
Skólinn og alþjóða-
ár barnsins 1979
Margar hugmyndir hafa komið
fram um verkefni þjóðarinnar á
alþjóðaári harnsins 1979.
Hvert á að vera hlutverk skól-
ans? I hinum öru þjóðfélagsbreyt-
ingum síðari ára hefur hið talaða
orð verið á sífelldu undanhaldi
með þeim afleiðingum, að fjöldi
barna er ill-talandi við upphaf
skólagöngu.
Börn hafa verið einangruð og
afskipt. Við höfum ekki í öllu hinu
títtnefnda lífsgæðakapphlaupi
haft tíma til að tala við þau og
leggja þannig grundvöll að málfari
þeirra og málþroska.
Og skólinn hefur ekki fengið
rönd við þessu reist.
Þessari þróun verður að snúa
við. Það þarf að samræma megin-
reglur í framburði málsins, ætla
nægan tíma til lestrar og fjöl-
breytilegrar framsagnar, gefa út
leiðbeiningar og handbækur og
halda námskeið og fræðslufundi
fvrir foreldra og kennara, alla
kennara.
Þennan þátt móðurmálsins, hið
talaói orð. á að rækta í allri
kennslu.
Guðmundur Magnússon
Hefjum hid
talaða orð
til vegs og
virðingar
á ný
Hér er vissulega verk að vinna.
Að minni hyggju ætti skólinn að
taka frumkvæðið í sínar hendur og
hefja þetta göfhga framtíðarverk-
efni á alþjóðaári barnsins 1979.
Myndarlegt átak í þessum efn-
um mundi að sjálfsögðu kosta
eitthvert fé, en þó fyrst og fremst
skilning og vilja. Einnig má
spyrja, hvort hér sé ekki á ferðinni
meira nauðsynjamál í uppeldis-
málum þjóðarinnar en kennsla
erlends tungumáls í 10 ára bekkj-
um með fullri virðingu fyrir
danskri tungu.
Fræðsluráð Austurlandsum-
dæmis samþykkti nýverið á fundi
sínum tilmæli til menntamálaráð-
herra að taka þessi mál til
gaumgæfilegrar athugunar. Á
þeim sama fundi kom fram sú
athyglisverða hugmynd, að það
væri verðugt verkefni í tilefni
barnaársins „að gefa börnunum
foreldra sína aftur". Þetta er
margslungin hugmynd. Hún falur
það m.a. í sér að tryggja eðlileg og
nauðsynleg samskipti barna og
foreldra í gjörbreyttu þjóðfélagi
nútímans. Andlegur þroski barn-
anna krefst þess, og þá ekki síst
málþroskinn. Sú þróun yrði ein
styrkasta stoðin í baráttunni fyrir
betra og fegurra talmáli. Og
fagurt tungutak er höfuðprýði
sérhvers manns.
Tillitssemi
kostar
ekkert
Nýjar barna-
bækur frá Idunni
Tvær nýjar Emmu-bækur
eftir Gunnillu Wolde eru
nýlega komnar út hjá
Iðunni. „Emma fer í leik-
skóla“ segir frá fyrsta degi
Emmu í leikskólanum. Hún
er alls ekki sátt við að fara
þangað, en gerir það fyrir
ömmu og litla bróður, sem
líka á að vera þar, en í
annarri deild. Hin bókin,
„Emmu finnst gaman í
leikskólanum", segir frá
nýjum vinum, sem Emma
eignast og einum degi í
skólanum.
Þá eru komnar út tvær
bækur um Kalla og Kötu
eftir Margret Rettich, og
eru bækurnar um þau syst-
kin þá orðnar sjö talsins.
Höfundur semur bæði
textann og teiknar mynd-
irnar. Bækurnar heita
„Kalli og Kata eignast
garð“ og „Kalli og Kata
verða veik“.
Bækurnar allar eru
prýddar fjölda litmynda.
Þýðinguna gerði Þuríður
Baxter.