Morgunblaðið - 18.11.1978, Síða 15

Morgunblaðið - 18.11.1978, Síða 15
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 18. NÓVEMBER 1978 15 Lelkllst eftir JÓHANN HJÁLMARSSON LÍFSIIÁSKI. Tryllir í tvoim þáttum eftir Ira Lovin. Þýðingt Tómas Zoöga. Leikstjórni Gísli Halldórsson. Loikmyndt Steinþór Sigurðs- son. Lýsingt Dani'ol Williamsson. Frumsýninj; hjá Loikfélagi Iíoykjavíkur 15. nóvember 1978. í leikskrá er tekin upp vörn fyrir þá tegund leikverka sem á ensku nefnist thriller. en Tómas Zoéga hefur nú gefið íslenska nafnið tryllir. Víst er þörf fyrir þess konar verk eins og annað skemmtiefni. Og ekki hefur sjónvarpið látið sitt eftir liggja eða kvikmyndaframleiðendur. En hvað er tryllir? Rithöfund- urinn Sidney Bruhl í Lífsháska lýsir honum þannig: „Lífsháski — tryllir í tveim þáttum. Eitt svið, fimm persón- ur. Krassandi morð í fyrsta þætti, óvæntir atburðir í öðrum þætti. Kaldhæðinn og skemmti- legur endir. Góð uppbygging, fínn texti, fyndið á réttum stöðum." Sigríður Hagalín og Guðmund- ur Pálsson. Sidney Bruhl er kunnur og vinsæll leikritahöfundur. Vin- sældunum má hann ekki glata. Nú ríður á að láta sér detta eitthvað snjallt í hug sem yrði kveikja að nýju verki. En andinn er honum ekki hliðhollur. Ungur nemandi hans í leikritagerð, Clifford Anderson, kemur hon- um til hjálpar. Þeir setja á svið leikrit í raunveruleikanum, þeas. skipuleggja morð. Smám saman verður þeim ljóst að morðið er reyndar heppilegt efni í leikrit. Anderson hyggst verða á undan Bruhl að nýta hug- myndina að leikritinu Lífs- háska, en sá gamli sér við honum. Fleiri virðast hafa áhuga á Lífsháska. Sjáandinn Helga Ten Dorp og lögfræðing- urinn Porter Milgrim eru í þeim hópi. Hér er barist um um peninga og frægð. Vettvangur atburðanna er heimili Bruhl hjónanna í Westport í Connecti- cut. Ira Levin er enginn viðvan- ingur í leikritagerð og einnig þekktur skáldsagnahöfundur. Hann var tvítugur að aldri þegar hann fékk Edgar Allan Poe verðlaunin fyrir sögu sína A Kiss before Dying (1954). Lífs- háski er meitlað verk samið handa þeim sem vilja æsandi efni, spenning á borð við það sem boðið er upp á í kvikmynd- um. Verkið er að mörgu leyti merkilegt fyrir þá innsýn sem það gefur í heim rithöfundar á Iljalti Rögnvaldsson, Ásdís Skúladóttir og Þorsteinn Gunnarsson. Tryllast áhorf- enaur í Idnó? borð við Levin, en Bruhl er fulltrúi hans. Aftur á móti er það of farsakennt, einkum undir lokin, til þess að það geti orðið annað og meira en afþreying eina kvöldstund. Leikstjórn Gísla Halldórsson- ar er með ágætum. Þó get ég ekki varist þeim grun að hann geri verkið of ærslafengið í gömlum Iðnóstíl og á ég þá einkum við túlkun Sigríðar Hagalín á Helgu Ten Dorp. Þorsteinn Gunnarsson náði góðum tökum á hlutverki Sid- neys Bruhl, leikur hans var í senn þrróttmikill og sannfær- andi. Hlutverk Myru Bruhl, eigin- konu rithöfundarins, var í hönd- um Ásdísar Skúladóttur. Þetta er vandasamt hlutverk. En Ásdís var þeim vanda vaxin. Hjalti Rögnvaldsson naut sín í hlutverki Cliffords Anderson. Þessi ákafi ungi maður boðar ósigur hins gamalreynda rithöf- undar sem er búinn að fá nóg af starfi sínu. Guðmundur Pálsson lék lög- fræðinginn Porter Milgrim. Frá höfundarins hendi er þetta veigalítið hlutverk, en segja má að Guðmundur hafi ráðið vel við það, að minnsta kosti framan af. Leikmyndin var fagmannlega gerð af Steinþóri Sigurðssyni. Lýsing Daníels Williamssonar var eins og best verður á kosið. Og þá er eftir að sjá hvernig þetta leikrit sem Tómas Zoega kallar trylli í vandaðri og hressilegri þýðingu sinni á eftir að orka á íslenska áhorfendur. Verkið er samið handa lífs- þreyttum Bandaríkjamönnum og á eflaust erindi hingað líka. Bamasaga „Dvergurinn með rauðu húfuna", eftir Ingólf Jóns- son frá Prestsbakka, heitir stutt saga fyrir yngstu börnin sem er nýkomin út. Þórir Sigurðsson mynd- skreytti. Bókaútgáfan Fróði gefur út. HÁÞRÝSTI- VÖKVAKERFI SérhæfÓ þjónusta. AÓstoÓum vió val og uppsetningu hvers konar háþrýstibúnaóar. ITURDLLA Tannhjóladælur = HÉÐINN = VÉLAVERZLUN-SIMI: 24260 LAGER-SÉRFANTANIR-WÓNUSTA Bókauppboðí Klausturhólum Klausturhólar, listmunauppboð Guðmundar Axelssonar, efnir til 48. uppboðs fyrirtækisins í dag, laugardag. Seldar verða bækur af ýmsu tagi frá 18.—20. öld. Uppboðsskrá, sem blaðinu hefur borist, skiptist í flokka eftir efni: Ymis rit, ljóð, gamlar tilskipanir, blöð og tímarit, þjóðsögur og sagnaþættir, trúmálarit, fornrita- útgáfur, æviminningar og ævi- skrár, saga lands og lýðs. Á uppboðinu er mikið um ættarskrár og æviminningar, þ.á m. Ævisaga Bjarna Pálssonar eftir Svein Pálsson, Leirá 1800, Alþingismanntal Jóhanns Kristjánssonar, Rvík 1906, Strandamenn eftir sr. Jón Guðna- son, Ættir Austfirðinga eftir Einar Jónsson o.fl., Hver er maðurinn? eftir Brynleif Tóbías- son, Ævisaga Gissurar Þorvalds- sonar, Rvík 1868, Ævisaga Péturs biskups eftir Þorvald Thoroddsen, Rvík 1908. Alls verða seld á uppboðinu 150 númer, marggt af því bækur frá þessari öld, sem fágætar eru orðnar. Má þar m.a. nefna Nogle bemærkninger om en Gruppe algebraiske flader eftir dr. Olaf Daníelsson (doktorsrit hans), Heilög kirkja eftir Stefán frá Hvítadal (frumútgáfa), Voga Einars Benediktssonar, Kvæði Stefáns Ólafssonar I—II, Fjölni I—IX, ljósprent, Eir I—II, tímarit um lækningar, Verðandi, Kaupmh. 1882, Gest Vestfirðing I—V árg., Tímarit Jóns Péturssonar I—IV, Kh. 1869—1873, þjóðsögur og munnmæli eftir Jón Þorkelsson, Rvík 1899, Þættir úr Árnesþingi I—II eftir Skúla Helgason, Ijós- prentaðan Grallara frá Hólum 1594, Jómsvíkingasögu ok Kytlínga, Kh. 1828, Lýðveldis- hátiðina 1944, Alþingishátíðina 1930, Tyrkjaránið á íslandi 1627, Rvík 1906-09, Annála 1400—1800 Bókmenntafélagsins, Alþingis- bækur I—VI og Menn og menntir I—IV eftir Pál Eggert Ólason, Rvík 1919-1926. Uppboðið hefst laugardag kl. 2 eftir hádegi. I mMtmJí 1-_ LITIO PQrll hefur iítið sjónsvid jWyil Nú um helgina sýnum viö skápasamstæður á sérstakri sýningu í verslun okkar, laugardag kl. 9—17 og sunnudag, kl. 14—18. Komið og kynniö ykkur hina fjölmörgu mögu- leika, sem samstæöurnar hafa fyrir heimili jafnt sem vinnustað. KRISTJfiO SICGEIRSSOn Hf. LAUGAVEG113, REYKJAVÍK, SÍMI 25870

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.