Morgunblaðið - 18.11.1978, Side 21
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 18. NÓVEMBER 1978
21
Lundúnaborg í jólabúningi. Myndin er tekin fyrir
skömmu á hinni miklu verzlunargötu, Regent Street.
Verkföll í
Portúgal
Lissabon, 17. nóv. AP. Reuter.
EFNT var til víðtækra
skyndiverkfalla þriðja
daginn í röð í Portúgal í
dag, og virðist samstaða
ríkja um þessar aðgerðir
sem gerðar eru til að
leggja áherzlu á launakröf-
ur hinna ýmsu starfsstétta.
Verkföllin hófust á miðvikudag
þegar um 60.000 námamenn, póst-
menn og járnbrautastarfsmenn
lögðu niður vinnu í 24 klukku-
stundir. Á fimmtudag lögðu
rúmlega 300.000 starfsmenn
almannatryggingakerfisins og í
vefnaðariðnaði niður vinnu í
sólarhring, og um 200.000 starfs-
menn í málmiðnaði bættust í
hópinn í dag. Ennfremur lögðu um
30.000 starfsmenn brauðgerða
niður vinnu í dag, og er því allt
útlit fyrir að Portúgalir verði
brauðlausir um helgina.
Aðgerðir verkfallsmanna hafa
verið friðsamlegar ef undan eru
skildir smávægilegir árekstrar
lögreglu og verkfallsmanna í
Oporto í gær.
Veður
víða um heim
Akureyri 3 snjókoma
Amsterdam 10 skýjað
AÞena 20 heiðskírt
Berlín 7 skýjað
Brilssel 12 skýjað
Chicago S rigning
Frankturt 12 skýjað
Gent 4 heiðskírt
Helsinki 4 heiðskírt
Jóhannesarb. 21 sólskin
Kaupm.höfn 9 skýjað
Lissabon 17 sól8kin
London 13 heiðskírt
Los Angeles 20 heiðskfrt
Madríd 12 heiðskírt
Malaga 19 léttskýjað
Miami 27 skýjað
Moskva S heiðskírt
New York 9 rigning
Osló 6 heiöskírt
Palma, Maliorca 19 léttskýjað
París 12 sólskin
Reykjavík 1 él
Róm 10 heiðskírt
Stokkhólmur 5 skýjaö
Tel Aviv 19 heiöskírt
Tokyó 13 rigning
Vancouver 8 skýjað
Vínarborg 1 skýjað
Gerðardómur
í áfengisdeilu
Frá fréttaritara Mbl.
í Ösló í gær.
„ÞETTA er niðurlægjandi lyrir
þjóðina,"* segir Arbeiderbladet
um íerðir Norðmanna þessa
dagana til Svíþjóðar til þess að
kaupa kjöt og áfengi.
Svíar geta boðið nauta-, uxa- og
svínakjöt á miklu lægra verði en
fæst í Noregi og vegna vínþurrðar-
innar í Noregi hefur áfengissala
Svía í bæjunum meðfram landa-
mærunum aukizt um 170%.
Hins vegar hillir nú undir lausn
verkfalls starfsmanna norsku
áfengisverzlunarinnar og líkur
benda til þess að norska ríkis-
stjórnin muni á morgun, föstudag,
samþykkja skipun gerðardóms í
Rússar hafa reynt
nifteíndasprengju
Moskvu, 17. nóvember. AP.
LEONID Brezhnev, forseti Sovét-
ríkjanna, skýrði frá því í fyrsta
skipti í dag á fundi með banda-
rískum öldungadeildarmönnum
að Rússar hefðu gert tilraun með
nifteindasprengju en sagði að
þeir hefðu aldrei hafið fram-
ieiðslu á henni.
Aðstoðarmaður eins þing-
mannsins skrifaði niður orð for-
setans og staðfesti þar með
frásögn Thomas F. Eagletons
öldungadeildarmanns um klukku-
stundar fund forsetans og 12
öldungadeildarmanna.
Rússar hafa áður sagt að þeir
gætu smíðað nifteindasprengju en
þetta er í fyrsta skipti sem frá því
hefur verið skýrt að sprengjan
hafi verið reynd í Sovétríkjunum.
Samkvæmt því sem aðstoðar-
maður þingmannsins skrifaði nið-
úr sagði Brezhnev að hann vildi
gjarnan hitta Jimmy Carter for-
seta að máli, „en við ættum að
gera það þegar grundvöllur er
fyrir nýju samkomulagi, sem við
getum undirritað. Ef ekki mund-
um við hittast, tala og skilja."
Brezhnev lýsti einnig fyrirJacob
Javits öldungadeildarmanni
„djúpstæðum tilfinninguni" sínum
um frið og Salt-samning sem bæði
Rússar og Bandaríkjamenn ættu
að stefna að. Hann vitnaði í þau
orð Carters á blaðamannafundi að
dregið hefði úr spennunni í
sambúðinni við Rússa og sagði:
„Eg er sammála því.“
Valdatöku hersins
krafizt í Madrid
Madrid, 17. nóvember. AP.
NÝ ALDA óeirða og verkfalla
lamaði athafnalíf í Baskahéruðum
NorðurSpánar í dag og reiðir
hægrimenn skoruðu á herinn að
taka völdin f sfnar hendur.
Vinstrisinnuð verkalýðsfélög og
vinstrisinnar sökuðu lögregluna um
að hafa drepið og sært saklausa
vegfarendur í baráttu sinni fyrir
útrýmingu aðskilnaðarstefnu Baska
og lokuðu verksmiðjum, bönkum og
verzlunum. Lögreglan beitti gegn
þeim reyksprengjum og gúmmíkúl-
Spenna jókst bæði í Madrid og í
Baskahéruðunum þegar aðskilnaðar-
hreyfing Baska, ETA, tilkynntu að
þeir hefðu ráðið af dögum dómara
sem heldur tryggð við Franco, einum
sólarhring áður á götu í Madrid og
þar með framfylgt „réttlæti bylt-
ingarinnar".
Þrjú þúsund hægrimenn hvöttu
herinn til þess að steypa Adolfo
Suarez forsætisráðherra við útför
dómarans og hrópuðu nafn Francos.
„Franco, Franco, Franco." í fram-
haldi af útförinni munu
Franco-sinnar halda fjöldafund í
Madrid á sunnudag til að minnast
andláts Francos fyrir þremur árum.
I San Sebastian barðist lögregla
við 1.000 vinstrimenn eftir götumót-
mæli 12.000 vinstrisinna í tólf
Baskaborgum gegn drápi 54 ára
gamallar konu og árás lögreglu á
þrjá vegfarendur sem særðust.
Mótmælaverkföll í Guipuzcoa-héraði
voru nær 100% árangursrík að sögn
lögreglunnar.
Tvær útvarpsstöðvar hættu út-
sendingum og eitt dagblað hætti
útgáfu. Ríkisútvarpið í San Sebasti-
an rauf venjulega útsendingu og iék
sígilda tónlist.
málinu þannig að verkfallsmenn
verða nauðugir viljugir að sam-
þykkja þann launataxta sem
nefndin ákveður.
En á meðan aka á hverjum degi
milli 50 og 100 rútubílar og miklu
fleiri einkabílar yfir landamærin
til Svíþjóðar troðfullir af Norð-
mönnum sem vilja ódýrt kjöt og
eru aðframkomnir af brennivíns-
leysi.
Heimastjórn fyrir
Grænland samþykkt
Kaupmannahöfn, 17. nóvember . AP
DANSKA þingið samþykkti í dag lög sem veita Grænlandi heimastjórn 1. maí á
næsta ári — svo framarlega sem 40.000 íbúar þessarar stærstu eyjar heims greiða
atkvæði með því í þjóðaratkvæðagreiðslu snemma í janúar.
Dagskrá grænlenzka út-
varpsins var strax rofin til að
segja frá fréttinni að sögn
fréttaritara Mbl. í Julianeháb,
Henrik Lund. Upplýsingaher-
ferð fer nú fram í útvarpi og
blöðum um heimastjórnina,
segir hann, og verður aukin á
næstunni. I svipinn vilja Græn-
lendingar almennt heimastjórn
en einnig er að finna efasemdar-
menn og andstæðinga, segir
hann enn fremur.
Fulltrúar landstjórnar Græn-
lands fylgdust með hinni sögu-
legu atkvæðagreiðslu danska
þingsins og samþykkt var með
124 atkvæðum gegn 24 að binda
enda á 250 ára nýlendustjórn
Dana.
Einu andstæðingar heima-
stjórnarinnar voru þingmenn
lengst til hægri og vinstri, en í
frumvarpinu er gert ráð fyrir að
ríkisstjórn Dana og væntanleg
heimastjórn Grænlendinga taki
í sameiningu ákvarðanir um
nýtingu málma, olíu og annarra
náttúruauðlinda.
Framfaraflokkur Mogens
Glistrups vildi ekki veita fáum
íbúum Grænlands „sérstök for-
réttindi" sem flokkurinn sagði
að aðrar danskar eyjar eins og
Borgundarhólmur sem Glistrup
er ættaður frá gætu alveg eins
krafizt. Smáflokkar vinstri-
sósíalista kröfðust þess að
Grænlendingar fengju sjálfir
umráðarétt yfir náttúruauðlind-
um sínum.
En mikill meirihluti þing-
manna óskaði Grænlendingum
velfarnaðar með fyrirkomulag
sem svipar til heimastjórnar
þeirrar sem Færeyingar hafa
haft í 30 ár. Samþykkt frum-
varpsins bindur enda á sex ára
undirbúningsstarf og oft heitar
umræður Dana og Græn-
lendinga.
En runnið hafa tvær grímur á
marga Grænlendinga í sam-
bandi við heimastjórnina eftir
því sem hún hefur færzt nær,
þótt yfirleitt sé talið að hún
verði samþykkt.
Jörgen Fleischer, ritstjóri
eina raunverulega fréttabíaðs-
ins, sem fyrstur manna vakti
máls á heimastjórnarhugmynd-
inni upp úr 1970, varaði við því í
vikunni að Grænlendingar væru
ekki undir heimastjórn búnir.
Grænlandsdeild AA-samtak-
anna hvetur eindregið til þess
að heimastjórninni verði frestað
þar til Grænlendingar hafi
sigrazt á áfengisvanda sínum.
Inuit-flokkurinn, sem er lítill
en athafnasamur, vill ekki
heimastjórn þar sem Græn-
lendingar fái ekki umráðarétt
yfir náttúruauðlindum sínum,
ekki rétt tii að segja sig úr
Efnahagsbandalaginu og ekki
fyrirheit um fullt sjálfstæði í
fyrirsjáanlegri framtíð.
Þetta gerðist 18. nóvember
ERLENT
1976 — 27 teknir af lífi í
Eþiópíu fyrir meint samsæri.
1970 — Kínverjar skipa
sendiherra í Moskvu — 31 árs
fjandskap lýkur með stjórn-
málasambandi Vestur-Þjóð-
verja og Pólverja.
1%2 — Frakkar tryggja De
Gaulle hreinan meirihluta í
þingkosningum.
1942 — Arás fallhlífaher-
manna Bandamanna í Túnis.
1937 — Fasistasamsæri i
afhjúpað í París.
1936 — Þjóðverjar og ítalir
viðurkenna stjórn Francos.
1935 — Gripið til efnahags-
legra refsiaðgerða gegn ítölum.
1903 — Bandaríkin semja við
Panama um lagningu Panama-
skurðar
1830 — Þjóðþing í Belgíu lýs-
ir yfir sjálfstæði.
1666 — Frakkar taka
Antigua, Vestur-Indíum, af
Bretum — Skotar sigraðir í
orrustunni í Pentland-hæðum.
1626 — Péturskirkjan í Róm
vígð.
Innlenti Sjómannafélagið
Báran stofnað 1894 — Bar-
daginn í Suðurgötu (Viðureign
fylgismanna Olafs Friðriks-
sonar og lögreglu) 1921— D.
Hannes Finsen Stiftamtmaður
1892 — Matthías Jochumsson
1920 — Guðmundur Magnússon
skáld 1918 — Dr. Björn Bjarna-
son frá Viðfirði 1918 — Annað
ráðuneyti Hermanns Jónas-
sonar 1941 — ASÍ endurskipu-
lagt 1940 — F. Páll Zóphónías-
son 1886 — Svavar Guðnason
1909.
Orð dagsinsi Ekkert er eins
raunaleg sjón og ungur böl-
sýnismáður nema gamall bjart-
sýnismaður — Mark Twain,
bandarískur húmoristi
(1835-1910).
Veiðibanní
Eystrasalti
Kaupmannahofn. 17. nóv. Reuter.
DÖNSK yfirvöld tilkynntu í
dag bann við þorskveiðum í
Eystrasalti og kemur það í
beinu framhaldi af þorskveiði-
banninu í Norðursjó í ágúst
s.l.
Danskir fiskveiðimenn hafa nú
einungis leyfi til að veiða þorsk í
Kattegat og Skagerak, milli Dan-
merkur, Svíþjóðar og Noregs.
Talið er að bannið muni valda
verulegum verðhækkunum á
þorski á næstu mánuðum og aé
ekki verði hægt að anna eftir-
spurn.