Morgunblaðið - 18.11.1978, Page 23
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 18. NÓVEMBER 1978
23
Tillögur FÍI um frestun tollalækkana og iðnþróunaraðgerðir:
„Hagsmunir iðnaðarins
verði haf ðir í huga við
skráningu gengisins”
— ranglega skráð gengi kostaði iðnaðinn 4 milljarða á s.l. ári
í TILLÖGUM Félags íslenzkra
iðnrekenda um frestun tollalækk-
ana og mikilvægustu iðnþróunar-
aðgerðir, sem lagðar voru fram á
almennum félagsfundi í gær,
segir m.a. um gengiskerfið, að
aukin áherzla á útflutningsiðnað
og afnám hafta og innflutnings-
hindrana valdi því, að gengis-
skráning sé nú mjög þýðingar-
mikil fyrir iðnaðinn.
Því verði við ákvörðun um
skráningu gengisins hagsmunir
iðnaðarins hafðir í huga, sem og
sjávarútvegs. Ennfremur verði
unnið að því hið bráðasta að gera
nauðsynlegar leiðréttingar á
starfsskilyrðum atvinnuveganna,
og í því sambandi hafi bráða-
birgðaathugun leitt í ljós að
gengið sé ranglega skráð um sem
nemur 5% iðnaðinum í óhag,
vegna tilfærslna sjávarútveginum
í hag. En á síðasta ári nam því
beint tap iðnaðarins um 4
milljörðum króna.
Þá segir að hér á landi ríki mikil
tregða á að skrá gengið eftir
raunverulegum kostnaði við að
afla gjaldeyris. Þegar afkoman
rýrnar í sjávarútvegi vegna afla-
brests eða verðfalls á afurðum og
leiðrétting á gengi er orðin
nauðsynleg, er rík tilhneiging til
að grípa til sérstakra tilfærslna til
sjávarútvegsins, sem vonast er til
að komi að sömu notum og
gengisbreyting. Þessar tilfærslur
birtast í mörgum myndum og má
nefna að ekki er greiddur launa-
skattur af tekjum sjómanna,
sérstakar ívilnanir til handa
sjávarútvegi í formi aðstöðugjalds,
sérstök skattfríðindi sjómanna og
greiðari aðgang að lánsfjármagni
og á betri kjörum en stendur
iðnaðinum til boða.
í reynd komi þessar tilfærslur
sjávarútveginum að engu haldi, en
viðhaldi hins vegar niðurgreiðsl-
um á innflutningsverði með rangri
gengisskráningu. Það er því ráðist
gegn sjúkdómseinkenninu en ekki
sjúkdómnum sjálfum. Hliðin sem
snýr að iðnaðinum er enn dekkri.
Þessar aðgerðir gera það að
verkum, að gengið er sífellt
Frá lögreglunni:
ranglega skráð, sem endurspeglast
í lægri tekjum af útflutningi
iðnaðarvara og lakari aðstöðu
heimaiðnaðar, sem býr við harðn-
andi samkeppni erlendis frá.
Afleiðingin er því stöðugur mótbyr
fyrir iðnaðinn.
Hvað er til úrbóta? spyrja
iðnrekendur. Brýn nauðsyn er að
afnema þá mismunum, sem fram
kemur við álagningu launaskatts.
Launaskattur, sem nú er 3,5% er
ekki lagður á tekjur sjómanna. Til
að koma í veg fyrir mismunun
atvinnuveganna, sem endurspegl-
ast í óraunhæfri gengisskráningu,
verður að láta launaskattinn ná til
allra atvinnuvega eða að öðrum
kosti fella hann niður. Launa-
skattur sem næði til allra atvinnu-
veganna og tryggði sömu tekjur til
ríkissjóðs, þ.e. u.þ.b. 3%.
Ennfremur segir að sjávarút-
vegur og fiskvinnsla njóti sér-
stakra ívilnana í lögum um
álagningu aðstöðugjalda, þar sem
útgerðinni sé nú aðeins gert að
greiða einn þriðja hluta af því sem
iðnaðinum er gert að greiða og
fiskvinnslunni helming. Það sé því
nauðsynlegt að breyta lögum um
tekjustofna sveitarfélaga á þann
veg, að atvinnuvegirnir greiði
sama aðstöðugjald.
Um sveiflujöfnun, sem að mati
iðnrekenda er nauðsynleg, segir í
tillögunum, að nærtækasta leiðin
til að draga úr sveiflum í sjávarút-
vegi og þá jafnframt þjóðarbúinu í
heild, sé að beita verðjöfnunar-
sjóðum sjávarútvegsins í samræmi
við upprunalegan tilgang þeirra.
Úr virkni verðjöfnunarsjóða
sjávarútvegsins hafi verulega
verið dregið á undanförnum árum
og þeir jafnvel orðið tæki í
höndum stjórnvalda til að fresta
réttri skráningu gengisins. Við
slíkar aðstæður hafi verið kynt
undir verðbólgunni. Slíkt verði að
fyrirbyggja og 'sé mjög áríðandi,
að taka upp raunhæfa notkun
þessara sjóða sjávarútvegi, iðnaði
og öðrum atvinnugreinum og
síðast en ekki síst öllum almenn-
ingi til hagsbóta.
Zontakonur hafa að undanförnu unnið að alls konar jólaskrauti og
bakað smákökur á basar sinn á sunnudag, en einnig safnað munum
á flóamarkað. Ljósm. Kristján.
Basar og flóamarkaður til
styrktar talmeinastöð
Reykjavíkurdeild alþjóðafé-
lagskaparins Zonta hefur um
langt árabil unnið að málefn-
um heyrnarskertra, m.a. með
styrkjum til sérhæfingarnáms,
tækjakaupum og almennum
stuðningi við heyrnarskert
fólk. Nú hefur félagskapurinn
ákveðið að einbeita sér að því
að styrkja væntanlega tal-
meinastöð, sem lög hafa verið
sett um. En talmeinastöð vant-
ar mjög tilfinnanlega, þar sem
hægt er að rannsaka talgalia.
og fá leiðrétta slíka galla,
einkum í börnum. áður en þeir
ná að festast.
Zontakonur eru að afla fjár til
tækjakaupa í slíka talmeina-
stöð. Og liður í því er flóamark-
aður og jólabasar, sem efnt er til
á Hallveigarstöðum á sunnudag-
inn kl. 2. Þar eru á boðstólum
alls konar notaðir munir og
fatnaður á flóamarkaðinum. Og
einnig margs konar jólamunir,
sem Zontakonur hafa unnið, svo
og smákökur.
Jóla- og
kökubasar
Kvenfélag Karlakórs Reykja-
víkur heldur sinn árlega jóla- og
kökubasar að Hallveigarstöðum
laugardaginn 18. nóv. kl. 2 e.h.
Margt góðra muna til jóla-
gjafa.
„Samkeppnisaðstaða hús-
gagnaiðnaðarins er til
sérstakrar athugunar”
— segir Svavar Gestsson viðskiptaráðherra
Lýst eftir vitn-
um að ákeyrslum
Slysarannsóknadeild lögregl-
unnar hefur bcðið Mbl. að lýsa
eftir vitnum að cftirtöldum
ákeyrslum.
Laugard. 4. nóv.
Ekið á bifreiðina R-58403,
Volkswagen fólksb., þar sem hún
stóð á Gullteigi á milli Hofteigs og
Laugateigs, kl. 16.00—19.15. Bæði
vinstri aurbretti dælduð og hliðár-
spegill brotinn.
Laugard. 11. nóv.
Ekið á bifreiðina R-39669,
Raunus fólksb., árg. '68, á bifreiða-
stæði við Asparfell 6 eða við
verslunina Kjöt og fisk við Selja-
braut á tímabilinu kl. 17.00 þ. 10.
nóv. — kl. 16.00 þ. 11. nóv. Hægra
afturaurbretti dældað.
Mánud. 13. nóv.
Ekið á bifreiðina Y-8140,
Peugeot station, á stæði við
stöðumæli á móts við hús nr. 33
við Snorrabraut á tímabilinu kl.
23.30 kvöldið áður til kl. 15.00 þ. 13.
nóv. Hægra framaurbretti og
ljósker skemmt.
Laugard. 11. nóv.
Ekið á bifreiðina R-37307,
Volkswagen fólksb., á bifreiða-
stæði fyrir framan hús nr. 58 við
Sörlaskjól á tímabilinu kl. 20.30
kvöldið áður til kl. 16.00 þ. 11.
Afturhöggvari og vélarlok
skemmt. Eftir ummerkjum á
staðnum er talið að tjónavaldur sé
af gerðinni Lancer, árgerð 1974.
„Á VEGUM iðnaðarráðuneytisins
er starfandi ákveðin samstarfs-
nefnd um iðnþróun og mér er
kunnugt að þar hefur verið rætt
um vandamál húsgagnaiðnaðar
ins í landinu og ennfremur er
gert ráð fyrir því í samstarfsyfir-
lýsingu stjórnarflokkanna að
gerðar verði ráðstafanir til þess
að styrkja samkeppnisaðstöðu
íslenzks iðnaðar með sérstökum
hætti og m.a. með frestunum
tollalækkana, sem eiga að taka
gildi frá næstu áramótum,“ sagði
Svavar Gestsson viðskiptaráð-
herra þegar Mbl. bar undir hann
þá áskorun þings Sambands
byggingamanna að hömlur yrðu
settar á innflutning á hverskonar
unnum trévörum.
„Því miður hefur ríkisstjórnin
ekki fallist á það að fresta þessum
tollalækkunum," bætti Svavar við,
„eins og við ráðherrar Alþýðu-
bandalagsins lögðum til á fundi
hennar í gær en. í staðinn er
ætlunin að grípa til annarra
aðgerða sem hafa ámóta áhrif á
stöðu iðnaðarins í landinu gagn-
vart erlendri samkeppni. Þar eru
auðvitað mörg mál til skoðunar og
ég vil ekki taka einstaka mál útúr
en ég vil láta það koma fram af
þessu tilefni að samkeppnisað-
staða einstakra iðngreina er til
sérstakrar athugunar. Ég á von á
því að ríkisstjórnin ræði þetta
nánar í næstu viku en ráðherra-
fundur Fríverzlunarbandalagsins
verður haldinn í Genf í næstu viku
og þá vænti ég þess að ég geti
skýrt frá meginatriðunum, sem við
ætlum að grípa til, til þess að
styrkja íslenzkan iðnað.“.
Blaðamenn í mynda-
getraun í sjónvarpi
Nýr þáttur, sem ber heitið
Myndgátan. hefur göngu sína í
sjónvarpinu í kvöld kl. 21.00. Er
um að ræða spurningaþátt sem
Aðalfundur LÍÚ:
Fagnar endurskoðun
kaupgj aldsvísitölu
FRUMVARPI um hækkun vaxta
var harðlega mótmælt á fundi
LÍÍl og í ályktun fundarins er
bent á að vextir af rekstrarlánum
til útgerðar hafi ríflega tvöfald-
ast frá því um mitt ár 1977. Þá
segir að veruleg hækkun fisk-
verðs sé óhjákvæmileg um ára-
mót. Fundurinn fagnar þeirri
endurskoðun, sem nú fer fram á
kaupgjaldsvisitölunni, sá hluti
ályktana LÍÚfundarins, sem
fjallar um þessi efni, fer hér á
eftir'
„Aðalfundur L.Í.Ú. mótmælir
harðlega framkomnu frumvarpi
um hækkun vaxta og bendir á, að
vextir af rekstrarlánum til út-
gerðar hafa ríflega tvöfaldast frá
því um mitt ár 1977.
Þá bendir fundurinn á, að
frekari hækkun vaxta, samfara
aukinni verðbindingu lána Fisk-
veiðasjóðs, muni gera nýsmíðar
skipa og breytingar og aðrar
endurbætur á skipum fjárhagslega
óframkvæmanlegar í framtíðinni.
Aðalfundur L.I.Ú. fagnar þeirri
endurskoðun, sem nú fer fram á
kaupgjaldsvísitölunni og þeim
skilningi, sem forystumenn verka-
lýðshreyfingarinnar virðast hafa á
verðbólguhvetjandi áhrifum
hennar. Fundurinn vonar að sá
árangur náist úr framangreindri
endurskoðun, að mjög verulega
dragi úr þeirri víxlhækkun launa
og verðlags, sem framar öðru hafa
orsakað verðbólguna á undanförn-
um árum.
Framangreindar upplýsingar
um hinn geigvænlega hallarekstur
flotans, sem óhjákvæmilega mun
fara vaxandi vegna síhækkandi
kostnaðar sýna fram á það, svo
ekki verður um villst, að veruleg
hækkun fiskverðs er óhjákvæmi-
leg um n.k. áramót.“
blaðamenn í Reykjavík taka þátt
í, og í kvöld leiða saman hesta
sína blaðamenn Vísis og Alþýðu-
blaðsins annars vegar og Morg-
unblaðsins og Dagblaðsins hins
vegar. Þættirnir verða á dagskrá
sjónvarpsins næstu fimm laugar-
dagskvöld.
Myndgetraunin er með þeim
hætti að sjónvarpsáhorfendur í
heimahúsum geta verið jafn virkir
þátttakendur og keppendur í
sjónvarpssal. Getraunin höfðar
fremur til sjónminnis og athyglis-
gáfna en sérþekkingar. Leikurinn
byggist upp á myndum. í fyrsta
lagi er um að ræða almennar
spurningar. í öðru lagi svokallaða
myndgátu þar sem málshættir eru
faldir í myndgátum. Loks er um að
ræða svokallaðar samstæður, en
þar ræður sjónminnið miklu um
árangurinn. Vægi myndgátanna
með málsháttunum er það mikið í
stigakeppninni að ráðið getur
úrslitum í keppni blaðanna.
En sjón er sögu ríkari og
leikreglur skýra sig bezt sjálfar
þegar þátturinn er hafinn.
Stjórnandi þáttanna er Egill
Eðvarðsson, en þau Ásta R.
Jóhannesdóttir og Þorgeir Ást-
valdsson sjá um kynninguna.