Morgunblaðið - 18.11.1978, Side 24
24 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 18. NÓVEMBER 1978
Sveitarfélögin — eða hrepparnir — eru elztu stjórnsýslu-
stofnanir í landinu; eldri en Alþingi hið forna.
Sveitarfélögin gegna enn í dag hliðstæðu hlutverki og fyrrum,
þó að viðfangsefnin séu fleiri, margþættari og viðameiri.
Sveitarstjórnir, kjörnar af íbúum viðkomandi staða, þekkja
gerst þarfir og staðhætti á heimavettvangi, og eru því betur í
stakk búnar til að mæta á hagkvæman hátt staðbundnum
samfélagslegum viðfangsefnum en einhverskonar miðstjórn í
fjörru landshorni. Heimakjörnar sveitarstjórnir tryggja og
æskilega valddreifingu í landinu.
Setja þarf gleggri skil milli viðfangsefna sveitarfélaga
annars vegar og ríkisvalds hins vegar. Per bezt á því að sem
flest staðbundin verkefni séu í höndum heimaaðila og að
saman fari stjórnun og fjármálaleg ábyrgð í hverju
viðfangsefni. Þar kemur tekjuskipting ríkis og sveitarfélaga
inn í myndina. Ef til vill fer bezt á því að sveitarfélögin sitji að
tekjusköttun en ríkið haldi sig við eyðsluskatta.
Þrátt fyrir kosti heimastjórnunar hefur samstarf sveitar-
félaga, bæði sveitarfélaga, sem landfræðilegar aðstæður
tengja, og sveitarfélaga almennt, reynzt bæði brýnt og
árangursríkt. Elztu starfandi landshlutasamtök sveitarfélaga,
Fjórðungssamband Norðlendinga, hafa starfað óslitið í 33 ár.
FSN samanstendur af 66 sveitarfélögum og 6 sýslufélögum í
báðum Norðurlandskjördæmum. — Starfsemi þess byggist í
senn á sögulegum grunni og samtíma nauðsyn. Engu að síður
þarf hún að vera í sífelldri endurskoðun, með hliðsjón af
breytilegum þörfum og þróun í þjóðfélaginu. Nýlega afstaðið
þing FSN ákvað að taka starf og skipulag sambandsins til
heildarendurskoðunar.
Höfuðverkefni þingsins voru tvö: verkaskipting ríkis og
sveitarfélaga og iðnþróun á Norðurlandi. Varðandi hið síðara
atriðið var m.a. rætt um stofnun undirbúningsfélaga, er kanni
einstök iðntækifæri — og hrindi í framkvæmd, ef vandleg
athugun sýni þau arðsöm og hyggileg. Fram kom á þinginu að
frumkvæði heimamanna væri nauðsynlegur undanfari
iðnþróunar og fjölbreyttari atvinnutækifæra í landsfjórðungn-
um. Fjölbreytt atvinnutækifæri, bætt félagsleg aðstaða og
aðlaðandi umhverfi í byggðakjörnum landshlutans væri síðan
forsenda þess að hann héldi hlut sínum í mannfjöldaþróun
næstu ára og áratuga.
Morgunblaðið sendir Fjórðungssambandi Norðlendinga
beztu óskir um heilladrjúg störf í tilefni af tuttugasta
fjórðungs þingi þeirra norðanmanna.
Utgefandí
Framkvæmdastjóri
Ritstjórar
Ritstjórnarfulltrúi
Fréttastjóri
Auglýsingastjóri
Ritstjórn og algreíðsla
Auglýsingar
hf. Arvakur, Reykjavík.
Haraldur Sveinsson.
Matthías Johannessen,
Styrmir Gunnarsson.
Þorbjörn Guðmundsson.
Björn Jóhannsson.
Baldvin Jónsson
Aðalstræti 6, sími 10100.
Aðalstræti 6, sími 22480.
Áskriftargjald 2200.00 kr. á mánuði innanlands.
I lausasölu 110 kr. eintakiö.
Fjórðungssamband
Norðlendinga
Birgir Isl. Gunnarsson:
Skipaviðgerð-
ir í Reykiavík
Um hendur þeirra, sem fást
við stjórnmál, rennur mikill
fjöldi af skýrslum og hverskon-
ar gögnum, sem auðvelda eiga
ákvarðanatöku. Ein slík skýrsla
liggur nú á borðum þeirra, sem
saeti eiga í hafnarstjórn Reykja-
víkur. Skýrslan ber nafnið:
„Skipaviðgerðir í Reykjavík".
Skýrslan er unnin í samræmi
við ákvörðun hafnarstjórnar frá
24. nóvember 1977 og var sú
samþykkt ítrekuð í borgar-
stjórn, þegar samþykkt var
stefnuskrá í atvinnumálum og
þá gert ráð fyrir, að þessari
athugun lyki á árinu.
Hér er um ítarlega skýrslu að
ræða og hafði Hannes Valdi-
marsson, yfirverkfræðingur
hafnarinnar, umsjón með verk-
inu fyrir hönd hafnarstjóra.
Verður hér nú vikið að nokkrum
atriðum í þessari skýrslu.
Að loknum inngangskafla er
fjallað um fyrirtæki, sem starfa
að skipaviðgerðum í Reykjavík.
Þar kemur fram, að skipa-
viðgerðariðnaðinum í borginni
fer hnignandi. Bent er á að 1976
hafi 250 manns starfað hér við
skipaviðgerðir, en 1977 hafi
þeim fækkað í 225. Viðgerðar-
magn (þ.e. velta í krónum talin)
hafi á árinu 1976 verið 1800
millj. kr. og lækkað í 1650 millj.
kr. á árinu 1977 og er í báðum
tilvikum miðað við verðlag
ársins 1978.
Þessa hnignun rekja skýrslu-
höfundar til aukinnar sam-
keppni frá innelndum aðilum
svo og erlendis frá. Benda þeir á,
að skipulagsleysi ríki í þessum
iðnaði hér í borg. í Reykjavík
fyrirfinnist enginn einn aðili,
sem boðið geti upp á samræmda,
alhliða þjónustu á sviði skipa-
viðgerða. Utgerðaraðilar verði
að ganga milli fyrirtækja með
beiðni um slipptöku og viðgerðir
á hinum ýmsu sviðum. Tímataf-
ir og óþægindi af þessu og þar
með aukinn kostnaður leiði til
þess, að útgerðarmenn leita til
viðgerðarstöðva, þar sem þeir
fái betri þjónustu. I slíkum
viðgerðarstöðvum þurfi yfirleitt
aðeins að leita til eins
viðgerðarstjóra, sem skrái allar
viðgerðarþarfir og annist síðan
skipuiagningu viðgerða, hvort
sem það sé á sviði vélsmíði,
plötusmíði, rafvirkjunar,
málunar o.s.frv.
Þá benda skýrsluhöfundar á,
að verkstæði hinna ýmsu
viðgerðaraðila séu dreifð um
borgina og flutningur á mönn-
um og vélum valdi kostnaði. Þá
ríki skipulagsleysi á sjálfu
slippsvæðinu, Slippfélagið h.f.
hafi aðeins upptökur og máln-
ingu á sinni verkefnaskrá og
hafi þau verkefni forgang, en
önnur verkefni sitji á hakanum.
Þá víkja skýrsluhöfundar að því,
að vinnuafl í Reykjavík, t.d. á
sviði plötu og ketilsmíði, hafi
ekki haldist í hendur við vöxt
stálskipaflotans. Ofan á þessi
sérstöku vandamál í Reykjavík
bætist síðan hinn almenni vandi
skipaviðgerðarfyrirtækja í land-
inu, þar sem lánafyrirgreiðsla
við reksturinn sé léleg og
heimiluð álagning sé of lág.
Það er álit skýrsluhöfunda að
efla megi hlutdeild Reykjavíkur
í skipaviðgerðum að marki með
betri skipulagningu og sam-
starfi fyrirtækja án mikillar
fjárfestingar. Veruleg aukning á
markaðshlutdeild fáist hinsveg-
ar ekki nema með töluverðum
skipulagsbreytingum, þar sem
jafnframt öll aðstaða verði bætt
til muna frá því, sem nú er.
Heildarmarkaður skipaviðgerða
hér á landi yar árið 1978 12.754
millj. kr. Reykjavík hafði árið
1976 veltu að fjárh. 1800 millj.
kr. í þessari grein, en með
samstilltu átaki ætti að vera
unnt að auka þessa veltu í 3.500
millj. kr. og fjölga mannárum í
þessari grein í 350.
Til að svo geti orðið sé þörf
úrbóta á ýmsum sviðum, en
áherzlu beri að leggja á eftirfar-
andi:
— Samvinnu og samræmingu
milli fyrirtækja, annaðhvort
undir sameiginlegri yfirstjórn,
er sæi um skipulag viðgerðar-
þjónustu, eða með stofnun nýs
fyrirtækis, þ.e. viðgerðarstöðv-
ar.
— Aukningu vinnuafls í
greinum tengdum skipaviðgerð-
um með aðgerðum, sem bæta
vinnuskilyrði og gefa möguleika
á betri kjörum með vinnuhag-
ræðingu og auknum afköstum.
— Endurskipulagningu
vinnuaðstöðu.
Hér hefur í stórum dráttum
verið lýst þeim erfiðleikum, sem
skipaviðgerðariðnaður í Reykja-
vík á við að stríða. Enginn vafi
er á því, að það er rétt sem
skýrsluhöfundar segja, að brýna
nauðsyn beri til að auka sam-
vinnu milli þeirra fyrirtækja,
sem í þessari grein starfa, til að
nýta betur þá aðstöðu, sem fyrir
hendi er. Æskilegast er að
fyrirtækin sjálf taki frumkvæði
í því máli.
í síðari hluta skýrslunnar er
fjallað um hvernig bæta megi
aðstöðuna og er þá komið að
þætti borgarinnar í málinu. Er
gerð grein fyrir nokkrum
valkostum í þeim efnum, en það
mál verður að bíða annarrar
greinar.
Gleymum ekki
Lettlandi
Ihugum Islendinga skipa Eystrasaltslöndin sérstakt rúm.
Meðal þeirra er Lettland sem varð lýðveldi 18. nóvember
1918 eftir langa áþján erlendra þjóða: Þjóðverja, Pólverja, Svía
og Rússa. Lettland var innlimað í Sovétríkin 1940.
Það sem einkennir Eystrasaltsþjóðirnar er sterk þjóðleg
menning með útsýn til allra átta og hneigð til lista og
bókmennta. Athyglisverð voru ljóð skáldanna sem komu fram í
sjónvarpsþáttunum nýlega. Þau sönnuðu að erfitt reynist að
buga frelsisvilja þjóða. Ljóðið er enn ein helsta landvörnin.
Skáldin töluðu að vísu í gátum og gripu til táknmáls, en fyrir
kunnuga var ekki torvelt að skilja boðskap þeirra.
Samkvæmt nýjustu fréttum hafa verið hert tökin á skáldum
og menntamönnum í Eystrasaltslöndunum, en samskipti
þeirra við fulltrúa Sovétvaldsins hafa oftast verið örðug og
stundum blóði drifin. Margir Lettar eru landflótta. Einn þeirra
er skáldið og þýðandinn A.G. Irbe sem sýnt hefur íslenskum
bókmenntum áhuga. Hann býr í Svíþjóð og skrifar hugleiðingu
í Morgunblaðið í dag í tilefni sextíu ára afmælis lýðveldisins
Lettlands.
Þjóðir heims mega ekki gleyma Lettlandi og örlögum þess.
Þau minna okkur á hvert hlutskipti smáþjóðar getur orðið.
Lettar urðu leiksoppar nasista og kommúnista, enda hníga rök
sagnfræðinga að því að Hitler og Stalín hafi samið um Letta í
valdatafli sínu.
Andvaraleysi er enn sem fyrr mesta hætta smáþjóða
samanber þau lönd þar sem kommunistar hafa náð
undirtökum.
Samdráttur í ullariðnaði
í UMRÆÐUM á fundi
Ú tf lutningsmiðstöðvar
iðnaðarins, sem haldinn
var með sölu- og fram-
leiðsluaðilum í ullariðnaði
á Hótel Esju fyrir skömmu,
kom fram m.a. að sam-
dráttur hefði orðið í út-
flutningi á íslenzkum
ullarvörum á þessu ári. Er
það vegna árstíðabundinn-
ar framleiðslu á íslenzku
ullarvörunum og breyttra
markaðshorfa erlendis.
Fundinn sóttu 66 manns
víðs vegar að af landinu.
Rætt var um erfiðleika í iðn-
aðinum vegna samdráttar í
viðskiptum við Sovétríkin á yfir-
standandi ári, og nauðsyn þess að
aðlaga sig breyttum markaðsað-
stæðum.
Vandamál í þessari grein iðn-
aðarins skapast af árstíðabund-
inni framleiðslu, en íslenzka ullar-
varan er nær eingöngu seld sem
vetrarfatnaður. Framleiðslutíma-
bil á vörunni nær frá apríl til
nóvemberloka. Skapast af því
dautt tímabil frá desember tjl
marz og veldur miklum fjárhags-
legum erfiðleikum. Töldu fundar-
menn, að leysa bæri þetta vanda-
mál sameiginlega, og kom fram, að
það væri hægt með því að auka
fjölbreytni í framleiðslu. Þannig
væri hægt að hanna sumarfatnað,
og með því gera prjóna- og
saumastofum kleift að framleiða
meira á lengri tíma og þannig
lengja framleiðslu- og sölutímabil
vörunnar.
Á fundinum kom einnig fram, að
markaðshorfur í vestrænum lönd-
um væru góðar og búast mætti við
áframhaldandi söluaukningu á
íslenzkum ullarvörum á næsta ári.
Jafnframt var bent á, að aukning-
in gæti aðeins átt sér stað með því
að opna nýja markaði og auka
kynningu og söluátak. Einnig yrðu
gæði vörunnar að vera fyrsta
flokks og voru sölustjórar sam-
mála um, að gæði íslenzku ullar-
vörunnar hefðu farið batnandi.
rra naustiunai uniutnmgsmíðstöðvar
framleiðsluaðila á Hótel Esju.
iðnaðaríns og