Morgunblaðið - 18.11.1978, Qupperneq 25

Morgunblaðið - 18.11.1978, Qupperneq 25
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 18. NÓVEMBER 1978 25 •99 „Aöflugskerfí. flugvallarins ekki í lagi Stuttar fréttir í v-þýzkum og sœnskum fjölmiölum í FJÖLMIÐLUM í Svíþjóð og V-Þýzkalandi fer ekki mikið fyrir fréttum af flugslysinu við Neegambo-flugvöll á Sri Lanka. í Þýzkalandi er almennt sagt frá slysinu á þann veg að mikið óveður hafi verið er vélin fórst. Einnig hafa verið á kreiki fréttir um að aðflugskerfi flugvallarins hafi ekki verið í lagi og að flugvélar hafi átt í erfiðleikum við lendingu þar að næturlagi. í sænskum blöðum var t.d. greint frá slysinu inni í miðjum blöðum í Expressen og Afton- bladet á fimmtudag og bæði blöðin birta myndir af atburðin- um. I gærmorgun skýrðu Dagens Nyheter og Svenska Dagbladet frá slysinu á svipað- an hátt. Stuttar frásagnir voru lesnar í útvarpi og sjónvarpi. I stærri dagblöðum í V-Þýzka- landi er greint frá slysinu, en fréttir um það eru ekki á forsíðum blaða þar í landi. í Frankfurter Allgemeine Zeitung er ítarleg grein með mynd og þar segir að yfir 200 manns hafi látizt er leiguflugvél í eigu íslenzks flugfélags hafi farizt skömmu fyrir miðnætti á mið- vikudag í óveðri við lendingu á Colombó. Stutt grein er um slysið í Die Welt og sömuleiðis á baksíðu Suddeutsche Zeitung. BERLiNGSKi: T:TIDENDE ( iliB í *-m*»**fi4tt**t I)e offenUigt ausaílc skalsamles liiakíion 'MO |»íÞ m»ho*. IIoj í (}»«!* <» ■■■ I muxmmti '■ I II iil'M'IS i ll lllil |<ib Símamynd AP. Danska blaðið Berlingske Tidende skýrði frá flugslysinu í Sri Lanka á forsíðu í gær undir fyrirsögninnii „200 pílagrímar flugu inn í dauðannS Á forsíðu bandaríska stórblaðsins New York Times birtist ítarleg frétt um slysið á fimmtudag. Er fréttin ein af stærstu fréttum blaðsins þennan dag. 99 99 Ég hefaldrei séð neitt eins ömurlegt FrásögnNew York Times af slysinu „Frásagnir bandarískra blaða um flugslysið á Sri Lanka eru í meginatriðum lýsingar á því sem gerðist,“ sagði starfsmaður á skrifstofu Loftleiða í New York er Morgunblaðið hafði samband við skrifstofuna í gær. „Blöðin taka sérlega fram að þetta sé fjórða mesta flugslys sögunnar og annað mesta flug- slysið sem hefur orðið á Sri Lanka,“ sagði hann enn fremur. Hann sagði að ekki hefði orðið vart við minnkandi eftirspurn eftir ferðum með Flugleiðum eftir flugslysið. „Hringingar til skrif- stofunnar benda ekki til þess að svo stöddu að hér verði um nokkra breytingu að ræða hvað þetta varðar," sagði hann. í frásögn New York Times um slysið segir frá samtali við Kumar Nalathamby, kaupsýslumann í Negombo, sem fór á slysstaðinn og lýsti seinna því sem fyrir augu hans bar í símtali. „Þetta var hræðilegt, ég hef aldrei séð neitt sem var eins ömurlegt," sagði hann. „Líkin lágu eins og hráviði út um allt,“ sagði Nalathamby sem skýrði frá því að Loftleiðaþotan hefði fellt um koll um 20 kókos- pálmatré þegar hún þeyttist til jarðar og eldur kom upp í henni. Hann sagði að annar vængur flugvélarinnar hefði rekizt á eldhús í húsi nokkru á kókosekr- unni sem hún hrapaði á en engan á jörðu niðri hefði sakað. „Þetta var hræðilegt," sagði hann og benti á að þetta væri annað meiriháttar flugslysið á Sri Lanka á fjórum árum þar sem múhameðskir pilagrímar frá Indónesíu hefðu átt hlut að máli að því er segir í frásögn New York Times af slysinu. Blaðið bendir enn fremur á það að að undanförnu hafi birzt í blöðum í Colombo kvartanir frá flugmönnum um lendingartæki flugvallarins. Tekið er fram í frásögn New York Times að þetta er fyrsta flugslys í 30 ára sögu félagsins. Washington Post greindi frá flugslysinu á fimmtudag og föstu- dag og var forsíðumynd blaðsins á föstudag frá slysstaðnum. Fréttir af slysinu voru þó ekki ítarlegar fyrst í stað og var gefið í skyn að greint yrði áfram frá atburði þessum eftir því sem fréttir yrðu ljósari. Þá var sagt frá slysinu í útvarpi og sjónvarpi og hafa fréttir verið lesnar öðru hverju á fimmtudag og föstudag. Nokkur blaðanna fóru rangtmeð staðreyndir Affrcttaflutningi fjölmiðla íFrakklandi FYRSTU fréttir í Frakklandi af flugslysinu á Sri Lanka komu í útvarpsstöðvum snemma morguns á fimmtu- dag. Síðan birtust fréttir í 99 200 pílagrímar flugu inn í dauðann Segir í fyrirsögn íBerlingske Tidende 99 — FLUGVÉLIN hrapaði um einum kflómeter áður en hún náði flugbrautinni skömmu fyrir miðnætti á miðvikudag og plægði 400 metra leið á kókosakri, brotnaði í þrennt og eldur kviknaði í henni. Þannig segir m.a. í frétt á forsfðu Berlingske Tidende í gær og birtar eru tvær myndir af slysinu. Fyrirsögn greinarinnar eri „200 pflagrímar flugu inn í dauðann“. í Politiken er mun styttri og þess getið að flugfélagið hafi frétt á 2. síðu og þar sagt frá því í mörg ár flogið með pílagríma að flugvélin hafi verið í eigu til og frá Mekka. í Berlingske íslenzka flugfélagsins Flugleiðir Tidende segir hins vegar að flugvélin hafi verið í eigu íslenzks leiguflugfélags. Haft er eftir einum þeirra, sem komust af, að flugturninn hafi verið að stjórna vélinni til lendingar er slysið varð, en flugmanninum skjátlast um vegalengdina að brautarendan- um. Haft er eftir skoðunar- manni, sem athugaði svæðið, að skyldi ótrúlegt sé að nokkur komast af úr slysinu. Ekstrablaðið birti strax á fimmtudagsmorgun frétt um slysið, en þar gætir nokkurrar ónákvæmni og er m.a. talað um slysið sem þriðja mesta flugslys sögunnar. Ástæða ónákvæmn- innar er trúlega sú að nákvæm- ar fréttir lágu þá ekki fyrir. síðdegisblöðunum. á forsíðu France Soir. en einnig í La Croix og í síðdegisútgáfu Le Monde. Að sögn heimildar- manns Morgunblaðsins í París var stuðst við staðreyndir málsins í þessum fréttflutn- ingi. nema í Le Monde. Þar var sagt að vélin hefði verið ætluð 200 farþegum og látið var að því liggja að ofhleðsla hefði því getað valdið slysinu. Þessi fréttaflutningur er rak- inn til fréttamanns ÁFP-frétta- stofunnar í Colombo og kom þetta einnig fram í frétt um slysið í morgunblaðinu Le Matin de Paris í gærmorgun. Frétta- stofan hefur lofað að leiðrétta þenna-n leiða misskilning við alla aðila, sem fengu frétta- skeytið og Le Monde hefur lofað að birta leiðréttingu. Á fimmtudagskvöldið voru lesnar fréttir um slysið í tveim- ur fönskum sjónvarsstöðvum og birtar ljósmyndir af vettvangi. Þá voru allítarlegar fréttir og að því er bezt varð séð réttar fréttir í dagblöðunum L’Aurore og L’Humanite og í bandaríska blaðinu International Herald Tribune, sem gefið er út í París.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.