Morgunblaðið - 18.11.1978, Page 29

Morgunblaðið - 18.11.1978, Page 29
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 18. NÓVEMBER 1978 29 smáauglýsingar — smáauglýsingar — smáauglýsingar — smáauglýsingar Munið sérverzlunina meö ódýran fatnaö. Verölistinn, Laugarnesvegi 82,, S. 31330. Peningabudda er í óskilum á Auglýsingadeild Morgunblaösins. Atvinna óskast Þrítugur maöur vanur verzlunar- störfum óskar eftir vinnu. Stúdentspróf. Sími 83453., kl. 4—7. Keflavík Til sölu 4ra herb. risíbúö á mjög góöum stað. Laus strax. Verö 8,5—9 millj. Útb. 5 millj. Eignamiðlun Suðurnesja, Hafnargötu 57, Keflavík, sími 3868. □ HELGAFELL 597811182 VI—5 Félagsvist — Félagsvist kl. 2 í dag í Ingólfskaffi, Alþýöuhúsinu. Gengiö inn frá Ingólfsstræti. Góö verölaun. Mætiö stundvíslega. Skemmtinefndin. StMAR 11798 og 195T3 Sunnud. 19.11 kl. 13.00 Grótta — Seltjarnarnes Róleg og létt fjöruganga. Fararstjóri: Þorgeir Jóelsson. Verð kr. 500.— gr. v/bílinn. Fariö frá Umferöarmiöstööinni að austan veröu. Feröafélag íslands. Bazar Kvenfélag Keflavíkur heldur sinn árlega bazar sunnudaginn 19. nóv. kl. 2 í Tjarnarlundi. Hafnarfjörður KFUM og KFUK Hverfisgötu 15 Æskulýössamkoma annaö kvöld kl. 20.30. Æskulýöskór syngur. Ungt fólk talar. Hugleiö- ing séra Jónas Gíslason. í KFUM ~ KFUK Almenn samkoma í húsi félaganna viö Amtmanns- stíg. Sunnudagskvöld kl. 20.30. Sr. Guðmundur Óli Ólafsson talar. Allir hjartanlega velkomnir. Heimatrúboðið Almenn samkoma aö Óöinsgötu 6 a á morgun kl. 20.30. Allir velkomnir. Fíladelfía Sunnudagaskólinn byrjar kl. 10.30. Sunnudagaskólar Fíladelfíu Njarövík kl. 11, Grindavík kl. 14. Muniö svörtu börnin. Öll börn velkomin. Kristján Reykdal. Handknattleíksdeild ÍR. Aöalfundur handknattleiks- deildar i.R. veröur haldinn í félagsheimilinu við Arnarbakka föstudagínn 24. nóv. 1978 kl. 20.00. Venjuleg aöalfundarstörf. Stjórnin. Hafnfirðingar Muniö sunnudagaskóla Fíla- delfíu í Æskulýösheimilinu kl. 10.30 á morgun. Allir velkomnir. Kvenfélag Hallgrímskirkju Basar félagsins veröur í dag 18. nóv. kl. 2. Tekið á móti kökum og munum frá kl. 10 í dag. Hjálpræðisherinn Sunnud. Kl. 10.00 sunnudagaskóli kl. 11.00 helgunarsamkoma kl. 20.00 bæn. kl. 20.30 hjálpræöissamkoma Philip Ridler talar. Allir velkomnir. ÚTIVISTARFERÐIR Sunnud. 19. nóv. kl. 13 Botnahellir, Hólmsborg, Rauöhólar. M.a. fariö í útilegu mannahellir og skoöuö falleg hringhlaöin fjárborg. Verö 1000 kr. Fararstjóri Jón I. Bjarnason. Brottför frá B.S.Í. benzínsölu. Frítt f. börn meö fullorönum. Þriðjudagur 21. nóv. kl. 20.30. Horntfranda-myndakvöld. í Snorrabæ (Austurbæjarbíó uppi). Aögangur ókeypis allir velkomnir. Frjálsar veitingar. Jón Freyr Þórarinsson sýnir litskyggnur. Útivist. 100 þús. kr. síma- kostnaður algengur Fréttabréf frá Hvanneyri llvanneyri, 10. nóv. 1978 Stórtíðindalítiö hefur verið hér um slóðir upp á síðkastið. Það er að sjálfsögðu gott, a.m.k. hvað snertir slysfarir og annað illt. Sumarumferðin gekk vel fyrir sig hér um héraðið, þannig minnsta kosti að ekki urðu hér banaslys eða alvarleg meiðsl á fólki svo mér sé kunnugt um. Tíðarfar Tíðin hefur verið umhleypinga- söm. Síðastliðinn mánuður hefur verið jafn leiðinlegur út í gegn eins og september var ágætur. Það hafa þó ekki verið frost eða snjór svo heitið geti og hafa þier bændur sem átt hafa grænfóður getað nýtt það til beitar alveg fram að þessu. Sláturtíðin Sláturtíðin er nú að mestu liðin. Ekki fóru margir skorkkarnir í stjörnuflokkinn hjá K.B. í Borgar- nesi, aðeins 607 af 74.646 skrokk- um, sem fóru í gegnum sláturhúsið þar. Annars finnst okkur hér, að allt þetta tal um magurt og feitt kjöt sé hjálf barnalegt. Þeir sem til þekkja, vita, að bragðbezta kjötið er af feitustu skrokkunum og vöðvinn af mögru skrokkunum er þurr og ólystugur. Skólahald Þær breytingar hafa orðið í Reykholti, að Ólafur Þórðarson sem verið hefur skólastjóri á Suðureyri við Súgandafjörð hefur tekið við skólastjórn af Vilhjálmi Einarssyni nú í haust. Við Kleppjárnsreykjaskóla hef- ur frá upphafi (1961) verið skóla- stjóri Hjörtur Þórarinsson, Hann lét af skólastjórn nú í haust og Guðlaugur Óskarsson kennari við Hlíðaskóla hefur verið settur í embættið í hans stað. Á skólanefndarfundi á Klepp- járnsreykjum í ágúst var fráfar- andi skólastjórahjónum, þeim Hirti og Ólöfu Sigurðardóttur, færð bókargjöf í þakklætisskyni fyrir unnin störf öll þessi ár. Bændaskólinn á Hvanneyri er fullskipaður nú eins og áður. Eins og komið hefur fram í fréttum hefur verið unnið mörg undanfar- in ár að endurnýjun skóla- húsnæðis á Hvanneyri, en gömlu byggingarnar standa og verða nýttar eins og hægt er. Lokið er endurbótum á gamla skólastjórabústaðnum að utan og er nú unnið að lagfæringum innan dyra. Allmikil umræða hefur verið um embættismannabústaði að undanförnu. Það er því ekki úr vegi að geta þess, að skólastjóri Bændaskólans á Hvanneyri býr í eigin húsi, sem hann byggði á staðnum og þrír kennarar eru að byggja sér íbúðarhús. Þá búa frjótæknar Búnaðarsambands Borgarfjarðar í eigin húsum á staðnum. Andakílsskóli hefur verið starf- ræktur í leiguhúsnæði, sem Bændaskólinn á, fyrir börn á aldrinum 7—12 ára. Ákveðið hefur verið að byggja hús fyrir skólann hér á Hvanneyri og átti að hefja byggingarframkvæmdir nú í haust. Vegna þess hve dregizt Flóamarkaður Ananda Marga ANANDA Marga og systrasamtök A.M. halda flóamarkað að Lauga- vegi 42, 3. hæð, eftir hádegi sunnudaginn 18. nóvember. Flóamarkaðurinn er haldinn til þess að afla fjár til að greiða ferðakostnað jógakennara, sem von er á til landsins í byrjun desember. Þar á meðal er kvenjógi, sem dvelst hér í 2 vikur. Fundurum áfengismál í Keflavík Æskulýðsráð Keflavíkur, Afengisvarnanefnd Keflavíkur og Stúlkan Vík standa að opnum fundi um áfengismál í samkomu- sal Gangfræðaskólans í Keflavík kl. 2 í dag, laugardag. Frummælendur verða Vilhjálm- ur Ketilsson skólastjóri, Sigfús Kristjánsson tollvörður og Hilmar Jónsson bókavörður. Fundarstjóri er Tómas Tómasson forseti bæjar- stjórnar Keflavíkur. hefur að ganga frá teikningum o.fl. verður það ekki fyrr en næsta vor úr þessu. Sími og sjónvarp Síminn hefur verið talsvert til umræðu hér i sveit. Þykir mörgum dýrt að nota sjálfvirka símann, sem er hér i Andakíl og á tveim bæjum í Skorradal. Laus leg athugun hjá kunningj- um í grenndinni sýnir, að tölur eins og 30—70 þúsund eru ekki óalgengar um mánaðamótin sept.- okt. sl. Mjög algengt er, að símakostnaður sé það sem af er árinu um 100 þús., í fleiri tilfellum talsvert þar yfir. Sjónvarpssendir á Þjóðólfsholti við Ferjukot sendir okkur oft á tíðum lélega mynd. Svo slæm er hún stundum, að ekki er mögulegt að horfa á hana. Þá kemur það oft fyrir,, að þegar maður hefur komið sér notalega fyrir framan við skerminn hverfur myndin. Eg hef ekki horft á sjónvarp á hverju kvöldi síðan það fór í gang eftir sumarleyfin, en mér skilst að það hafi verið til þessa, um það bil 8—10 kvöld það sem af er, að útsendingin hefur verið viðunandi. Þá er mér kunnugt um það, að Borgnesingar kvarta sáran yfir lélegum útsendingum. Borgarfjarðarbrúin Það virðist nú augljóst að skeyti núverandi samgönguráðherra verður til þess að enn dregst að umferð verði hleypt yfir Borgar- fjarðarbrúna. Eftir er að steypa landstöpul Borgarnesmegin og er nú talað um, að það verði ekki fyrr en 1980 sem farið verði að nota brúna. Þó svo að þessi brúargerð hafi átt sér marga andstæðinga þykir okkur hér efra óskynsamlegt að spara til hennar úr. því sem komið er og höldum því fram að sem fyrst eigi að koma brúnni í gagnið. Rjúpan Ekki fer mikið fyrir blessaðri rjúpunni hér á þessu hausti. Glöggir menn, t.d. Kristleifur á Húsafelli, hafa sagt mér þá. ákveðnu skoðun sína, að álag á stofninn hér sé of mikið. Það er samdóma álit flestra, að aðgeröa sé þörf. Menn hugga sig nú þessa dagana við það, að vegna óhag- stæðs tíðarfars fyrir rjúpna- skyttur sleppi nokkrar rjúpur og sé því möguleiki á að henni fjölgi aðeins næsta ár, ef tíðarfar helzt óhagstætt til veiði. — Ófeigur. Kvennasveit leikur hér HINGAÐ til landsins er komin hljómsveitin „The Feminist Improvising Group" í boði Gall- erís Suðurgötu 7 og tónlistarfé- lags Menntaskólans við Hamra- hlíð. Hún mun halda tvenna tónleika, laugardaginn 18. nóv- ember kl. 16 í Menntaskólanum við Hamrahlíð og sunnudaginn 19. nóvember kl. 16 í Félags- stofnun stúdenta. Miðaverð er kr. 2000. Hljómsveitina skipa eingöngu kvenmenn, enda stofnuð sem andsvar við því karlveldi sem ríkir innan tónlistarheimsins. Áður en þær stofnuðu þessa hljómsveit höfðu þær haft fá tækifæri til að koma fram á sviði improviseraðrar tónlistar, eins og segir í frétt frá þeim, sem halda tónleikana. En frá því að hljómsveitin fra stofnuð í októbermánuði á síðasta ári hafa þær haldið fjölda tónleika í Bretlandi og víða í Evrópu svo sem í Hollandi, Svíþjóð, Dan- mörku og Frakklandi og alls staðar hlotið góðar viðtökur. Sjávarútvegsráðherra á aðalfundi LÍÚ: Loðnuaflinn á vetrar- vertíð gæti f arið í 750 þúsundlestir — ef engar aflatakmarkanir verða settar ÚTREIKNINGAR, sem Kjartan Jóhannsson sjávarútvegsráð- herra hefur látið gera, sýnir að afli íslenzku loðnuskipanna á komandi vertíð getur farið í 750 þúsund lestir ef engar aflatak- markanir verða settar. Fiski- fræðingar hafa lagt til að saman- lagður afli á symar- og vetrarver- tíð fari ekki yfir eina milljón lestir en afíinn á sumar- og haustvertíðinni er orðinn 435 þúsund lestir nú þegar. Ráðherra skýrði frá þessum útreikningum á aðalfundi LÍÚ í gær en Páll Jensen verkfræðingur hefur gert þessa útreikninga. Um niðurstöðurnar sagði ráðherrann: „Niðurstöður athugunarinnar eru í stuttu máii þessar: (1) Ef miðað er við svipaðar gæftir og veturinn 1977 þ.e. ógæftir 20 af 80 vertíðardögum yrði vertiðaraflinn að líkindum milli 700 og 750 þúsund tonn. (2) Ef miðað er við ógæftavetur á borð við veturinn 1978 þ.e. ógæftir í 32 daga af 80 vertiðar- dögum, þá yrði vertíðaraflinn að líkindum á bilinu 600—650 þúsund tonn. Þetta má lika orða þannig, að í fyrra tilvikinu næðist t.d. 450 þúsund tonna mark á tæplega 50 dögum, en í hinu síðara á rúmum 50 dögurn."

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.