Morgunblaðið - 18.11.1978, Blaðsíða 34
34
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 18. NÓVEMBER 1978
Jón Þ. Árnason:
Lífríki og lifshættir
„Við austanmenn lítum á Vesturlönd, sérstaklega Bandaríkin,
sem blindan risa. Vesturlönd gera sér ekki Ijóst — eða vilja ekki
horfast í augu við staðreyndina — hvað felst í viðbúnaði
Sovétríkjanna eða hver markmið Sovétríkjanna eru, og afhverju
baráttuaðferðir þeirra ráðast. “ ___
— PaulGoma.
Sáttahyggjan lagði hornsteininn> Rússneski andófsmaðurinn Wladimir Bukovskij hefir iýst vistarveru
sinni undir sósfalisma. Hún var þrjú skref að lengd, tvö skref að breidd, járnrimlar fyrir glugga, ekkert
salerni, engin þvottaskál, aðeins gægjugat á hurðinni og fellilúga til að rétta matarskammt inn um.
Bukovskij var rúm tfu ár f þrælkunarbúðum, fangelsum og geðveikrahælum.
Fjölhyggjaboð-
ar feigð réttarríkisins
Offjölgun í tilraunakrukku
Öllum gerla- og sýklafræðingum
er sú staðreynd kunn frá upphafi
námsferils síns, að sé gerlum eða
sýklum í tilraunakrukku gefin
nægjanleg næring og séð fyrir
súrefni, mun þessum örsmæð-
arverum fjölga með sprengihraða.
Fjöldi þeirra tvöfaldast á nálægt
20 mínútna fresti, unz mergð hans
er orðin klessa, sýnileg með berum
augum. Þegar þannig er komið,
tekur að draga úr fjölguninni,
örverurnar deyja úr eigin úrgangi.
I miðri þvögunni hafa dauðir og
deyjandi gerlar og sýklar þjappast
í hnapp; yngri og lífseigari tegund-
arsystkini hafa svipt þá næringu
og súrefni. Síðan lýkur fjölgun-
inni, fækkun tekur við og endar
niður við núll, nema því aðeins að
úrgangurinn hafi verið tæmdur úr
krukkunni jafnóðum.
Þetta er samlíkingardæmi, sem
lífverndarmenn grípa gjarnan til,
þegar þeir skýra núverandi stöðu
mannkynsins á jörðinni með hlið-
sjón af mannfjölgunar- og meng-
unarvandamálum þess. Einnig
mannkyninu fjölgar með sprengi-
hraða, þrátt fyrir að fleiri deyi en
fæðist, og eiturefnaafurðir hinnar
ofsalega tæknimögnuðu fram-
leiðslu þess hremmir dagvaxandi
fjölda fórnarlamba.
Eitrun og spilling lofts, láðs og
lagar eru ekki eingöngu hörmuleg-
ar afleiðingar tæknilegra fram-
leiðsluframfara. Ógnirnar hefjast
upp í annað veldi vegna hinnar
óvenjulega öru fjölgunar jarðar-
búa. Þær virðast helzt líkjast eins
konar afturkastsviðleitni náttúru-
ríkisins til þess að offjölgun keyri
ekki úr öllu hófi fram og ná þannig
aftur valdi á þróun, sem því er
vanþóknanleg og það getur ekki
liðið.
Ef hér er ekki kæruleysislega
farið að forsendum og því dregnar
rangar ályktanir, stendur hin
óhjákvæmilega heljarrefsing fyrir
dyrum. Þrátt fyrir að voldugar og
sterkar trúar- og stjórnmálahreyf-
ingar hafi ótæpileag hamrað á
þeim staðhæfingum um aldir, að
„maðurinn er kóróna sköpunar-
verksins" og „maðurinn er æðsta
skepna jarðarinnar" — reyndar
fer þeim ekki ómerku mönnum
fjölgandi, sem telja hann mestu
skepnu jarðarinnar — verður
þeirri staðreynd ekki hnikað, að
hann er síður en svo sjálfstæðari
andspænis náttúrulögmálunum en
aðrar lífríkistegundir. Þar af
leiðir, að samályktanir eiga fullan
rétt á sér að vissu marki.
Á grundvelli þekkingar, er
vísindunum er kunn af rannsókn-
um á dýraríkinu, telja náttúru-
fræðingar að mannkynsins hljóti
að bíða fækkun um % úr hámarks-
fjölda. Álit sitt styðja þeir dæm-
um um ofurfjölganir, sem þar hafa
endurtekið sig í sífellu með
þvílíkum ósköpum, og telja afar
ósennilegt, að mannkynið verði
eina undantekningin. En getur
annars hugsazt, að manneskjunni
lánist að fresta uppkvaðningu
örlagadóms síns til muna sakir
máttarafls vísinda- og tæknitaka
sinna? Eða mun hrap hennar
aðeins verða þeim mun hraðara og
dýpra, því hærra sem himinflug
hennar verður.
Þetta eru spurningar, sem tím-
inn einn getur svarað með óyggj-
andi hætti. Liðinn tími og fengin
reynsla hafa þó þegar gefið
gagnlega lærdóma, er varhugavert
gæti orðið að láta um eyru þjóta
eins og hverja aðra flokksyfirlýs-
ingu.
Vandamálin smáu og stóru
Fjarri fer, að ég hafi löngun til
að lítilsvirða nokkra heiðarlega
manneskju með þeirri sanngjörnu
tilætlunarsemi, að alit hugsandi
fólk játi vafningalaust, að stymp-
ingar út af tímakaupi og kaffitíma
verkafólks eða sölusorgir átöppun-
ariðnaðar í litlu og skrítilegu
lýðveldi, séu fremur lágkollsleg
umhugsunarefni í samanburði við
vandamál, sem að framan eru
reifuð. Hin fyrrnefndu koma strax
við persónuleg kaun tiltölulega
fárra, hin síðarnefndu bitna á
öllum, misjafnlega hart og fljótt.
Sameiginlegt er með flís og bjálka,
að þeim er enn yfirleitt ekki sinnt
eftir annarri reglu en að „svo skal
böl bæta að bíði annað meira." Sá
er hins vegar eðlismunur á, að
peningaþrasið vex og dafnar með
auknum afskiptum stjórnvalda, og
ættu eiginlega að vera virðulegum
yfirvöldum bæði ósamboðin og
ógeðfelld eins og líka var þær
aldir, þegar ríkisstjórnir gegndu
skyldum sínum, en framtíðarverk-
efnin verða því torleystari, þeim
mun tómlátari, sem forystulið
þjóða og ríkja reynist. Þetta
sannar, að afskipti og afskipta-
leysi eiga sér bæði sinn stað og
sinn tíma eins og allt annað í
tilverunni.
Nálega einu afskiptin, sem
réttarríkið ætti — nei, er skyldugt
til að hafa af peningaóværð
eiginhagsmunaseggja, sem er
ólæknandi, er sú að þvinga ribb-
alda til undirgefni við gildandi lög
og lögmætar ákvarðanir stjórn-
valda, er væru t.d. nauðsynlegar til
þess að hindra að bramlið hefði
hin allraminnstu áhrif á heilsu-
gæzlu og sjúkrahúsarekstur, ör-
yggismál og umferðarþjónustu,
mennta-, lista- og íþróttastarfsemi
o.fl. af svipuðu tagi. Og bókstaf-
lega allt tómlæti, öll vanræksla
réttarríkisins og yfirvalda þess
varðandi varðveizlu og vegsemd
náttúruríkisins ætti að vera víta-
verð, jafnvel refsiverð.
Sannarlega eru þetta engar
smápantanir. Til þess að unnt yrði
að sinna þeim með sóma, þarf
fjölmargt að breytast, m.a.s.
gjörbreytast. Það verður þegar af
þeirri staðreynd einni sér ljóst, að
aldrei hefir verið neitt hjáverk að
koma lífs- og sambúðarháttum
Paul Gomai Miklu valdi fylgir
mikil ábyrgð.
þjóðfélagsþegnanna í hnökralaust
horf. Af ásköpuðum óreiðu- og
sérdrægnishneigðum einstaklings-
ins leiðir, að „hið fullkomna
þjóðfélag" er og mun ævinlega
verða draumarugl. Hitt er á hinn
bóginn annað mál, að ef áherzla
yrði lögð á, að hinir ábyrgustu og
fórnfúsustu fengju sem víðtækast
athafnasvigrúm til að beita hæfi-
leikum sínum, ætti ekki að þurfa
að teljast nein tálsýn að gera sér
vel bærilegt þjóðfélag í hugarlund.
En lögagað þjóðfélag, að ógleymd-
um siðmenningarlegum samskipt-
um jarðarbúa allra, eru frumskil-
yrði þess, að heilbrigt, þroskað líf
eigi framtíð.
Ohugnaöurí
frjóum jarövegi
Ástand og horfur á síðasta
þriðjungi 20. aldar geta naumast
gefið nema ákaflega fátæklega
rökstyðjanlegar vonir um sigur
raunsýnna lífsviðhorfa, ef frá er
talið, að hagvaxtarvíman er smátt
og smátt að renna af Vesturlanda-
mönnum þótt seint sé, e.t.v. of
seint. T.d um limlestingar siðaðra
þjóðfélaga má nefna daglegar
fregnir, sem fyrir löngu eru
hættar að teljast tiltökumál, um
hroðaleg glæpaverk hvaðanæfa að,
linnulausan undirróður og hryðju-
verk GULAG-agenta í frjálsræðis-
ríkjunum og stöðugt undanhald
löggjafa, löggæzlu og dómsvalda á
Vesturlöndum gagnvart vinstriöfl-
um. Þegar við lesum eða heyrum
frásagnir af ómennum, sem ráðast
inn á heimili og svala fýsnum
sínum á varnarlausum börnum,
unglingum, gamalmennum og
jafnvel mál- og heyrnarlausum
konum, valda grandalausum veg-
farendum meiðslum eða fjörtjóni,
ræna og rupla jafnt um hábjarta
daga sem niðdimmar nætur,
o.s.frv., þá er ekki hægt að lá
neinum þó að spurt sé: Var þetta
bara skröksaga, sem mér var sögð,
að nútímamaðurinn væri steinald-
Illindi vegna
tímakaups
og kaf f itíma
Vesturlönd
svíf a segl-
umþöndum
til vinstri
Fornar
dyggðir í
banni
armanninum að öllu leyti fremri
að eðli og innræti?
Og við, sem þykjumst hugsa,
erum beinlínis skyldug til þess að
spyrja okkur sjálf og svara, hversu
langt slíkt geti gengið og hvað
okkur er leyfilegt að sýna ófremd-
inni mikla sáttahyggju. Ennþá
sárara er þó, að horfa upp á, að
þrælstjórnarríkjunum skuli hald-
ast uppi átölulaust að fangelsa,
pynta og myrða fjölda fólks sér til
yndisauka einvörðungu og í háð-
ungarskyni við alla gildandi al-
þjóðasamninga, sem stjórnvöld
þeirra hafa staðfest hátíðlega, og
bæta síðan gráu ofan á svart,
oftast af lygaástríðu einni saman,
með því að bera öðrum á brýn að
gera slíkt hið sama.
En það eru ekki aðeins svona
fréttir, sem blöð og tímarit eru
sprengfull af dags daglega, er
valda vaxandi áhyggjum. Miklu
algengari, en þó ekki jafn viður-
styggileg, eru misferli og afbrot, er
komast ekki á prent eða teljast
ekki fréttnæm íengur. Þ.á m. eru
búðahnupl og ýmsar aðrar auðg-
unarkúnstir, röskun heimilisfriðar
og tillitsleysi og yfirgangur í
umferðinni, sem að meira eða
minna leyti er liðið með bros á vör
og varla talið annað en brek.
Mörgum finnst svo furðu gegn,
að ófögnuðurinn eigi sér víðast
hvar málhressa formælendur.
Bókaútgefendur rusla frá sér
heimspekilegum doðröntum, þar
sem rembzt er við að réttlæta og
rökstyðja vinstriverknaði, og út-
varp notar barnatíma sína óspart
til að innræta ungum og óspilltum
hlustendum sínum, að ekkert sé
ljótt við að stela smáræði frá ríka
kaupmanninum vonda og verka-
lýðsfj andsamlega.
Það eru þess vegna engin
einsdæmi, að ástundunarsamir og
uppkomnir áheyrendur barnatíma
útvarpskomma, sem hafa gert
vonda kaupmanninum fjárafla-
heimsókn, verið staðnir að verki
og færðir fyrir dómsvöld, beri hinn
sósíalska barnalærdóm sinn, „eign
er þjófnaður", fyrir sig, og afbrot
þeirra séu þess vegna ekki annað
en „réttlát eignajöfnun". Vinstra-
fólk fagnar góðum árangri og
fjölhyggjufólk færir fram sín
sérstæðu rök gegn því að réttar-
ríkinu beri að refsa sekum, „því
að“, segir það, „refsingar bæta
engan." En hefir vitanlega aldrei
gefið gaum að þeirri staðreynd, að
betrun er aðeins eitt af fimm
meginmarkmiðum refsinga (næst
á eftir hefnd, bótaheimtu, varn-
aðarvíti og endurtekningarhindr-
un).