Morgunblaðið - 18.11.1978, Page 37
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 18. NÓVEMBER 1978
37
HjörturL. Hannesson
Akranesi—Minning
í dag er jarðsunginn frá Akra-
neskirkju Hjörtur Líndal Hannes-
son. Hjörtur var fæddur 14. apríl
árið 1899 að Kópareykjum í
Reykholtsdal, sonur hjónanna
Ágústu Sigríðar Magnúsdóttur og
Hannesar Guðnasonar.
Á meðan Hjörtur var barn að
aldri, fluttpst foreldrar hans,
Ágústa og Hannes, að Stóruþúfu í
Miklaholtshreppi, en þar ólst
Hjörtur upp í faðmi fjölskyldu og
fagurrar sveitar. Börn Ágústu og
Hannesar urðu þrjú, Hjörtur, sem
í dag er kvaddur, Guðni, fæddur
1912, en hann lést 16. ágúst 1962,
og Þórey, sem fædd er 1918.
Hjörtur unni sveit sinni ávallt
mikið. Það var því engin tilviljun
að hann kaus að leiða brúði sína
þangað árið 1922, en það ár gekk
hann að eiga eftirlifandi konu
sína, Sigríði Einarsdóttur frá
Skáney í Reykholtsdal. Það urðu
vissulega straumhvörf í lífi
Hjartar giftingarárið hans 1922,
því þá hóf hann einnig búskap að
Stóruþúfu, en það ár brugðu þau
búi foreldrar hans Ágústa og
Hannes og fluttust til Akraness.
Að Stóruþúfu bjuggu Hjörtur og
Sigríður í tuttugu og fjögur ár. Á
þessum tuttugu og fjórum árum
stækkaði fjölskyldan og börnin í
Stóruþúfu uröu átta. Það segir sig
sjálft, að það hefur ekki verið
neinn leikur að framfleyta svo
stóru heimili, sem heimilið að
m
HADSTEN
HOJSKOLE
8370 Hadsten milli Árósa og
Randers 20 víkna vetrarnám-
skeið okt.—febr. 18 vikna
sumarnámskeið marz—júlí.
Mörg valtög t.d. undirbúningur
til umsóknar í lögreglu, hjúkrun,
barnagæzlu og umönnun. At-
vinnuskipti og atvinnuþekking
o.fl. Einnig lestrar- og reiknings-
námskeiö 45. valgreinar.
Biöjið um skólaskýrslu.
Forstander Erik Klausen, sími
(06) 98 01 99.
SKIPAUTGCRÐ RIKISINS
m/s Hekla
fer frá Reykjavík föstudaginn
24. þ.m. vestur um land til
Akureyrar og tekur vörur á
eftirtaldar hafnir: Patreksfjörð,
(Tálknafjörö og Bíldudal um
Patreksfjörð), Þingeyri, ísa-
fjörð, (Flateyri, Súgandafjörð
og Bolungarvík um ísafjörð),
Siglufjörð, Akureyri og Norður-
fjörð. Móttaka alla virka daga
nema laugardag til 23. þ.m.
Stóruþúfu var, en með eljusemi og
dugnaði tókst það vel þó að
búskaparhættir þess tíma væru
aðrir en við þekkjum í dag. Þá var
vélmenning ekki'komin til sögunn-
ar til að létta bústörfin. Þó störf
hjónanna í Stóruþúfu hafi á
þessum tíma verið erfið, kreppa
gengið yfir íslensku þjóðina og
fátækt almúgafólks mikil, þá efa
ég ekki, að á þessu tímabili áttu
hjónin í Stóruþúfu sína hamingju-
ríkustu daga. Þeirra hamingja og
ríkidæmi voru fólgin í stóra og
mannvænlega barnahópnum. Á
búskaparárum sínum að Stóru-
þúfu átti Hjörtur ávallt góða
hesta, og naut hann þess að fara
um fagrar sveitir Snæfellsness á
gæðingum sínum.
Þáttaskil urðu í lífi fjöl-
skyldunnar frá Stóruþúfu árið
1946, en það ár fluttust þau til
Akraness. Á þeim tíma snerust
atvinnuhættir á Akranesi fyrst og
fremst um sjó og sjósókn, og
vinnslu sjávarafurða. Hjörtur
sneri sér að þeim störfum og vann
við þau á meðan heilsan entist.
Skömmu eftir að móðurbróðir
minn, Hjörtur, og Sigríður fluttust
til Akraness byggðu þau húsið að
Vesturgötu 109 ásamt foreldrum
mínum, Árna B. Gíslasyni og
Þóreyju Hannesdóttur. Á þessum
árum var oft mannmargt og glatt
á hjalla á Vesturgötu 109. Ekki
skyggði það á gleðina að útsýni
þaðan var mikið, og mátti þaðan
sjá Snæfelisnesfjöllin sem eru því
fólki sem þar bjó á þeim tíma svo
mjög kær.
Börn þeirra Hjartar og Sigríðar
eru Magnes Signý, dáin 1970, hún
var gift Gunnari Guðnasyni;
Hannes, kvæntur Þorgerði Bergs-
dóttur; Einar, kvæntur Oddbjörgu
y
y
y
yi
y?
*>?
y:?
m
y:-,
y?
y>
y?
m
y':
m
*
HÓTEL BORG
í fararbroddi í hálfa öld
í hádeginu bjóöum viö upp á
Hraöborðið
sett mörgum smáréttum,
heitum rétti, ávöxtum og
ábæti, allt á einu verði. Einnig
erum við með nýjan sérrétta-
seðil með fjölbreyttum rétt-
um. Það er þetta sem hinir
vandlátu velja.
Hraðbordið styttir matartímann og þú
færö Þér aftur og aftur á diskinn.
Síödegiskaffiö.
Það er þægilegt aö líta við á Borginni og slappa af
yfir kaffibolla í hjarta bæjarins.
Kvöldverður
framreiddur frá kl. 18. Leikhúsgestir, byrjið
ánægjulega leikhúsferð meö kvöldverði af okkar
glæsirétta matseðli. Framreiöum einnig hraðborð-
iö vinsæla fyrir hópa.
Um kvöldið
Dansleikur Alþýðubandalagsins í Reykjavík,
Flóatríóið leikur (ásamt Dísu).
S: 11440 Hótel Borg S: 11440
Notalegt umhverfi.
Ingimarsdóttur; Þorsteinn
kvæntur Sigfríði Geirdal; Sigríður,
gift Birni Sigurbjörnssyni; Þórey,
gift Guðmundi Þorsteinssyni; Jón,
' kvæntur Brynrúnu Vilbergsdóttur,
og Áslaug, gift Bjarna Árnasyni.
Þegar börnin þeirra Hjartar og
Sigríðar voru uppkomin og farin
að heiman var íbúð þeirra á
Vesturgötunni orðin of stór og
seldu þau því hana og fluttust í
lítið en hlýlegt hús að Kirkjubraut
50 á Akranesi. I því litla húsi er nú
mikið tóm þegar Hjörtur er
farinn.
Eins og að framan segir var
Hjörtur Líndal Hannesson fæddur
að yori. Það má segja að það vor
hafi fylgt honum öll hans æviár.
Hjörtur var einn af vormönnum
Islands. Hjörtur lifði það að sjá
vorið koma yfir íslensku þjóðina
og búskaparhætti breytast frá því
sem þeir höfðu verið um aldir
áður, og í það horf sem við
þekkjum í daag.
Mesta gæfa í lífi Hjartar var
hans góða eiginkona sem var
honum svo sterk stoð í gegnum
lífið. Sigríður er einstök dugnaðar-
kona, sem alltaf er glöð og
viðmótshlý, og hefur alltaf átt
eitthvað til að miðla öðrum og
rétta þeim hjálparhönd sem þurft
hafa.
Sigga mín, við vottum þér og
börnum þínum samúð oþkar.
Eðvarð L. Árnason.
Leidrétting-
ar þörf á
launum fyrir
ákvædisvinnu
EFTIRFARANDI ályktun var
samþvkkt á þingi Sambands
byggingarmanna um síðustu helgii
„8. þing S.B.M. vekur athygli á
að á undanförnum árum hefur
reikningstala ákvæðisvinnu lækkað
um 25—30%, miðað við viðmiðunar-
taxta. Einnig bendir þingið á að
veruleg skerðing hefur átt sér stað á
álagsliðum á öðrum la-unakerfum á
undanförnum árum og nemur sú
skerðing allt að 60%.
Þingið álítur að hér sé leiðrétt-
ingar þörf og tryggja beri í næstu
kjarasamningum, að mælingatölur
ákvæðisvinnu fái sömu hækkun og
viðmiðunartaxtarnir.
Þá felur 8. þing S.B.M. fram-
kvæmdastjórn sambandsins, að
leita eftir því við viðsemjendur sína,
að hlé það, sem væntanlega verður
nú á beinum kaupdeilum, verði
notað til þess að leggja allt kapp á
að ljúka samningu ýmissra kjara-
ákvæða, sem ekki vannst tími til við
gerð síðustu kjarasamninga, þegar
fyrsti sameiginlegi kjarasamningur
S.B.M. var gerður.“
GAMLA BIO
Sími 11475
frumsýnir
VETRARBÖRN
Ný dönsk kvikmynd meö ísl. texta gerö
verðlaunaskáldsögu DEA TRIER MÖRCH.
Leikstjóri: Astrid Henning-Jensen.
Sýnd kl. 6 og 9.
eftir
Happdrætti Sjálfstæðisflokksins
Dregið í kvöld
Afgreiðslan í Sjálfstæðishúsinu, Háaleitisbraut 1,
er opin í dag til kl. 22.00.
Sími 82900.
Greiðsla sótt heim ef óskað er.