Morgunblaðið - 18.11.1978, Page 47
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 18. NÓVEMBER 1978
47
í$ leikur með tvo bandaríska
leikmenn á móti F.C Barcelona
STÍJDENTAR munu mæta tvíefldir
til leiks á móti spænska liðinu F.C.
Barceluna á miðvikudag. Banda-
ríski leikmaðurinn í röðum
stúdenta, Dirk Dunbar, er nú
kominn til landsins á ný cn hann
Handbolti
I>að er lítið á seyði í handknatt-
leiknum hérlendis um helgina.
enginn leikur í 1. deild, enginn í
2. deild. Eftirfarandi leikir eiga
þó að fara fram.
Laugardagur> Njarvík 2. deild
kvenna kl. 13.00, Njarvík — Þór
VE. Njarvík 2. deild kvenna kl.
14.00 Grindavík — Fylkir. Varmá
1. deild kvenna kl. 14.00 Breiða-
bllik — Þór AK. Varmá 3. deild
karla kl. 15.00 UBK — Njarðvík.
Akureyri 3. deild karla kl. 15.30
Dalvík — ÍA. Sunnudaguri
Njarðvík 2. deild kvenna kl. 13.00
ÍBK — Þór Ve. Njarðvík 3. deild
karla kl. 14.00 ÍBK — Afturelding.
Skagamenn
í maraþon ...
Akurnesingar hafa nú ákveðið að
hnekkja hinu nýsetta meti Keflvík-
inga í maraþonknattspyrnu innan-
húss. í dag klukkan 12.30 hefja tvö
lið leik í hinum 20x40 metra stóra sal
á Akranesi og verður spiluð knatt-
spyrna þar til kraftarnir þverra.
Eins og aðrir slíkir er leikur þessi
fjáröflunarleikur og verður veðbanki
og áheitasöfnun í fullum gangi
meðan á leik stendur.
meiddist iila í lcik eigi alls fyrir
löngu. Fór hann til Michigan, þar
sem læknar opnuðu á honum hnéð
og í' ljós kom að liðböndin voru ekki
slitin, eins og óttast var í fyrstu.
Eigi að si'ður voru meiðslin slæm og
þó að hann hyggist leika er það mál
manna að hann sé nokkru fjarri
sinum fyrri styrkleika.
Þá mun bandaríski leikmaðurinn
John Johnson sem leikið hefur með
Fram leika með IS í Evrópukeppn-
inni. Það vekur nokkra furðu að
hægt sé að fá lánaðan leikmann
aðeins til leikja í Evrópukeppni en
svo er það engu að síður, og hefur
FIBA, alþjóðasamband körfuknatt-
leiksmanna, samþykkt hann í leik-
inn. Johnson hefur æft með ÍS að
undanförnu og mun styrkja lið
þeirra mikið. Mbl. spjallaði við
Johnson í gær og innti hann eftir því
hvernig væri að fá tækifæri með IS á
móti svo frægu liði.
— Það er mér heiður að vera
valinn í lið IS fyrir þessa leiki, sagði
Johnson. — Þetta verður spennandi
og skemmtilegt viðfangsefni. Þá
verður stórkostlegt að fá tækifæri til
að leika með Dunbar en ekki á móti
honum. — Ég er sannfærður um að
við náum góðum leik og velgjum
þeim undir uggum. Allavega mun ég
gera mitt besta, sagði John.
Þjálfari ÍS, Birgir Örn Birgis,
sagði að vissulega væru mótherjarn-
ir sterkir, en engu að síður væru allir
möguleikar fyrir hendi á að sigra þá.
— Við munum reyna að koma þeim á
óvart og taka skyndisóknir, og leika
opinn leik, vera frakkir í sókninni. —
Við æfum nú tvisvar á dag og
munum leggja okkur alla fram að
standast þeim snúning.
Dirk Dunbar sagði að þrátt fyrir
meiðsli sín væri hann í ágætri
æfingu og það væri sér tilhlökkunar-
efni að mæta þessum atvinnumönn-
um. Það verður okkur ómetanlegur
styrkur að fá Johnson til liðs við
okkur. — Samvinna okkar á æfing-
um að undanförnu hefur verið
stórkostleg, hann fellur inní liðið
eins og flís við rass. Ég vona bara að
við fáum góðan stuðning frá áhorf-
endum, þeir geta hjálpað okkur
mikið.
Dómarar í leik ÍS og F.C.
Barcelona verða frá Englandi og
Skotlandi. Eftirlitsmaður á leiknum
af hálfu FIBA verður Bogi Þor-
steinsson. Óhætt- er að hvetja alla
körfuknattleiksunnendur til að sjá
leik ÍS og Barcelona á miðvikudag,
því að lið Barcelona er eitt það besta
í allri Evrópu.
- ÞR.
Blak um
helgina
NOKKRIR leikir fara fram í
íslandsmótinu í blaki um helgina,
réttara sagt á laugardaginn. Þeir
erui
Laugarvatn 1. deild karla kl.
13.00 Mímir — Laugdælir. Vest-
mannaeyjar1. deild karla kl. 16.00
Þróttur — ÍS. Vestmannaeyjar 2.
deild karla kl. 17.30 ÍBV - UBK.
Laugar 1. deild kvenna kl. 17.00
Völsungur — ÍMA. Glerárskóli 2.
deild karla kl. 13.00 KA — ÍMA.
Leiknir á hraðferð
niður í 3. deildina
Ármann vann Leikni mcð 29
mörkum gegn 15 þegar liðin
ma-ttust í' 2. deild íslandsmótsins
í handknattleik í gærkvöldi. Var
þetta 3. leikurinn í riið, þar sem
mótherjar Leiknis eru komnir út
í það að reyna að skora 30 mörk.
Það er engin spurning hvar
sigurinn hafnar, en ef mörkin
verða 30 þá lítur það skemmtileg-
ar út. KA og KR tókst að skora 30
mörk, en Armenningar náðu því
ekki, mest vegna bráðlætis í
síðustu sóknarlotunni, en þá létu
þeir verja hjá sér 3 skot í röð,
skot úr slæmum færum. Það er
varla nokkur vafi, að vörn
Leiknis hefði gaiopnast cf Ár
menningar hefðu verið þolinmóð-
ir. Staðan í hálfleik var 11 — 7.
Eins og venjulega, höfðu Leikn-
ismenn í fullu tréi við mótherja
sína fyrstu 10 mínúturnar. Þannig
var staðan 2—2 eftir 10 mínútna
leik. En þá skoruðu Ármenningar
3 mörk í röð og hélst sá munur að
mestu til hálfleiks, að víu var hann
þá orðinn 4 mörk.
Frestanir
SVEITAGLÍMU íslands, sem
fram átti að fara að Laugum
þessa helgi, verður frestað um
eina viku sökum ófærðar. Þá
varð einnig að fresta leik KR og
Þórs í 1. deild kvenna í hand-
knattleik. Leika átti í Höllinni,
en ekki reyndist flugfært frá
Akureyri.
Friðrik skoraði 12 mörk gegn Leikni.
Leikmenn virtust hressir í byrj-
un síðari hálfleiks, en þá tókst
þeim að skora eigi færri en 2 mörk
í röð. Þá þótti Ármenningum nóg
komið og skoruðu því næst 9 mörk
gegn 2 og náðu yfirburðastöðu. Þá
gripu Leiknismenn til þess ráðs að
taka tvo Ármenninga, þá Björn
Jóhannesson og Friðrik Jóhanns-
son, úr umferð, með þeim árangri
að Leiknir skoraði enn 2 mörk í
röð. Síðan sprakk blaðran, lokin
voru ein allsherjar leikleysa,
sóknarlotur sem stóðu að meðal-
tali í um 10 sek, hraðaupphlaup og
mörk hjá Ármenningum, 29 tals-
ins þegar upp var staðið.
Mikið bar á Friðrik Jóhannssyni
í liði EÁrmanns, enda skoraði
hann 12 mörk, ekkert úr vítaköst-
um. Einnig voru Óskar Ásmunds-
son og Björn Jóhannesson sterkir.
Hafliði Pétursson var nú með
Leikni að nýju, en er nokkru fjarri
fyrri styrkleika. Nafni hans Krist-
insson var einna skárstur Leiknis-
manna, en það verður að segjast
eins og er, að eins og sakir standa
á þetta lið lítið erindi í annarri
deild, svo langt er það að baki
jafnvel lakari liðum deildarinnar.
Það eina sem spurt er um fyrir-
fram um leiki Leiknis er hve stórt
ætli þeir tapi nú. Og annað hvert
lið skorar 30 mörk.
Mörk Ármanns: Friðrik
Jóhannsson 12, Björn Jóhannesson
7 (2 víti), Óskar Ásmundsson 4,
Jón Ágústsson og Einar Þórhalls-
son 2 hvor, Grétar Árnason og
Haukur Haraldsson eitt hvor.
Mörk Leiknis: Guðmundur
Kristinsson 5, Hafliði Kristinsson
4 (1 víti), Hafliði Kristinsson 3,
Örn Guðmundsson, Jón Ólafsson
og Diðrik Ólafsson eitt hver.
— Kg-
I
I
]
• Bjarni Gunnar Sveinsson (t.v.) er hæstur vexti leikmanna IS. Á A
honum mun mikið mæða í fráköstum í leiknum á miðvikudag. ^
1
!
Docherty
enn í klandri
FRÉTTIR frá Englandi í fyrradag skýrðu frá því,
að einn litríkasti framkvæmdastjóri ensku knatt-
spyrnunnar, Tommy Docherty, hefði verið settur frá
störfum sínum hjá Derby, til bráðabirgða a.m.k.
Að undanförnu hefur
Docherty verið í málaferlum við
einn af fyrrverandi leikmönnum
sínum, Willy Morgan, leikmann
með Bolton, vegna meiðyrða
þess síðarnefnda í fjölmiðlum.
Fyrir rétti mun Docherty hafa
farið með heil reiðinnar ósköp
af lygum og hann hefur viður-
kennt það. Hann á því ekki
einungis yfir höfði sér að borga
háar sektir fyrir ljúgvitni,
heldur einnig hugsanlega að
verða settur frá störfum hjá
félagi sínu, Derby County. Hann
hefur verið settur í viku bann
hjá æðsta ráðinu hjá Derby,
meðan það fjallar um hvort reka
beri kappann eður ei.
Docherty hefur löngum verið
talinn snjall framkvæmdastjóri
en hann hefur að sama skapi
löngum verið talinn málglaður í
meira lagi. Síðasta félag
kappans var Manchester Utd. og
þar gerði hann góða hluti. En
svo fór hann að húa hjá
eiginkonu nuddarans og það
þótti ósæmilegt. Hann var
rekinn.
Nú er ekki fráleitt, að
enn eitt hneykslismálið kosti
hann atvinnuna. Eitt má þó
bóka og það er að ef Derby lætur
hann fara, verður hann ekki
atvinnulaus lengi, til þess er
maðurinn allt of góður stjóri.