Morgunblaðið - 29.11.1978, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 29.11.1978, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 29. NÓVEMBER 1978 3 Stjórnarþingmenn deila: „Látið litla fólkið í friði... ” — sagði utanríkisráðherra um upphlaup A Iþgðuhandalagsins Deilt um störfá Keflavíkurflugvelli ALÞÝÐUBANDALAGSMENN gerðu harða hríð að Benedikt Gröndal, utanríkisráðherra. í Sameinuðu þingi í gær vegna viðleitni hans til að koma í veg íyrir verulegan samdrátt í störfum íslendinga á Keflavíkurflugvelli. Benedikt sagði það skyldu sína að verja atvinnuöryggi launafólks á Suðurnesjum — innan ramma gildandi varnarsamnings. Alþýðubandalaginu væri nær að ráðast að hinum stóru fyrirtækjum en láta litla fólkið í friði. Karl Steinar Guðnason (A) sagði gjörð ráðherra í samræmi við vilja verkafólks á Suðurnesjum og að upphlaup andstæðinga vestræns samstarís af þessu tilefni væri óþolandi. Hneyksli ef satt er Kjartan Ólafsson (Abl) kvaddi sér hljóðs utan dagskrár á Alþingi í gær vegna fréttar í ríkisútvarpinu þess efnis, að Benedikt Gröndal, utanríkisráð- herra, hefði óskað eftir því við sendiherra Bandaríkjanna á Islandi, að ákvörðun bandar- ískra stjórnvalda um fækkun starfsfólks á vegum hersins — þ.e. að ráða eigi aðeins 1 í stað hverra 5 er láti af störfum — komi ekki til framkvæmda á Keflavíkurflugvelli. Kjartan Ólafsson spurðist fyrir um: 1) Hvort þessi frétt væri rétt, 2) Ef svo væri, hvort málið hefði verið rætt og afgreitt í ríkisstjórn og 3) Hver skýring væri tiltæk á slíkri beiðni. Ef satt er frá sagt er hér á ferðinni hið versta hneyksli, sagði fyrirspyrjandi. Þúsund manns í störfum Benedikt Gröndal, utanríkis- ráðherra. sagði það rétt, að hann hefði borið fram mótmæli við sendiherra Bandaríkjanna. Málið hefði borið á góma á ríkisstjórnarfundi í morgun. Ráðherrar Alþýðubandalagsins hefðu látið bóka mótmæli — en að öðru leyti stæði gjörð sín í þessu efni. Með tilvísun til ákvæða í viðbótarsamningi um varnar- mál þess efnis, að ekki mætti grípa til aðgerða, er haft gætu óheppileg áhrif á íslenzk efna- hagsmál, sem og hefðar, hefði hann borið fram þessi mótmæli. Þarna væru við vinnu tæplega 1000 manns. Með tilliti til atvinnuástands á Suðurnesjum hefði það verið álit sitt og starfsmanna varnarmáladeildar ráðuneytisins, að framkvæmd framangreindrar ákvörðunar gæti haft óheppileg áhrif á hag fjölda fólks og byggðarsvæða. Eg vona að ég fái þessari ákvörðun hnekkt, sagði ráðherr- ann. Hitt er annað mál að rétt Kjartan Renedikt HjörleHur Ólafsson. Gröndal. Guttormsson. Karl Steinar er að stuðla að annars konar atvinnuuppbyggingu á Suður- nesjum. Bókuð mótmæli Hjörleifur Guttormsson, orkuráðherra. sagði að utan- ríkisráðherra hefði gert þessi mál að umræðuefni á ríkis- stjórnarfundi í morgun. Beiðni hans til bandaríska sendiherr- ans hefði komið ráðherrum Alþýðubandalagsins gjörsam- lega á óvart. Þeir hefðu bókað mótmæli í ríkisstjórninni. Þar kæmi fram að þeir væru andvíg- ir vinnubrögðum og stefnu utanríkisráðherra í þessu efni. Bregðast ætti við fyrirhuguðum samdrætti í atvinnu íslendinga á Vellinum þann veg að tryggja hlutaðeigandi þjóðnýt störf. Þessi ákvörðun um samdrátt ætti að vera okkur fagnaðarefni. Hvern veg verður við brugðist, spurði hann, ef valdhafar í Washington ákveða að leggja varnarstöðina niður? Gæti ekki lakari verið Kjartan Ólafsson (Abl) sagði að frammistaða utanríkisráð- herra gæti ekki lakari verið. Ég ber fram hörðustu mótmæli fyrir hönd okkar Alþýðubanda- iagsmanna. Það er ekki við hæfi að utanríkisráðherra gangi við betlistaf á fund sendiherra Bandaríkjanna til að skapa atvinnufyrirtæki, sem íslenzk stjórnvöld eiga sjálf að tryggja. Eftir væri að sjá, hve bænheitur ráðherrann hefði verið. Bar Kjartan fram fyrirspurn til forsætisráðherra og krafðist svars við framhaldsumræðu, hvort gjörðir utanríkisráðherra væru í samræmi við stefnu ríkisstjórnarinnar í þessu efni. Látið litla fólkið í friði Benedikt Gröndal (A) sagðist aldrei hafa átt betlistaf. Hann hefði kallað sendiherra Banda- ríkjanna upp í ráðuneyti sitt. Þar hefði hann borið fram mótmæli af framangreindum ástæðum og í framangreindum tilgangi til að forða snöggum og óheppilegum áhrifum á atvinnu- öryggi hundraða manna. Hann sagði að kommúnistar ættu fremur að snúa bröndum sínum að hinum stóru fyrirtækjum, sem tengjast veilinum, en láta litla fólkið í friði, hina almennu launþega, er þangað sæktu störf sín. Ég tel það skyldu mína að verja þetta fólk, innan ramma gildandi varnarsamnings. Alþýðubandalagið má mín vegna sniðganga staðreyndir málsins. Óvinir vestrænnar samvinnu og verkafólks Karl Steinar Guðnason (A) sagði að Alþýðubandalagið hefði fórnað kröfunni um brottför hersins á grundvelli stjórnar- samstarfsins. Utanríkisráð- herra var skylt að halda óbreyttri umsaminni stöðu Keflavíkurflugvallar. Það er fyrirlitlegt sjónarmið hjá Al- þýðubandalagsmönnum að ganga gegn viðleitni utanríkis- ráðherra, og stefna fólki í atvinnuleysi á Suðurnesjum. — Suðurnes vóru í eina tíð, jafnvel meðan margfalt fleiri ístending- ar störfuðu á vellinum, vaxtar- broddur íslenzks atvinnuiífs. Nú hafa aðstæður breytzt. Vissu- lega þarf að bregðast við þeim breytingum einnig með öðrum hætti. En verkafólk á Suður- nesjum styður gjörð utanríkis- ráðherra og hvatti til hennar. Það er óþolandi að óvinir vestrænnar samvinnu og verka- fólks á Suðurnesjum skuli hér og nú gera aðför að utanríkis- ráðherra með þeim hætti sem orðinn er. grænn hraun ár, þeir fölna ekki og geta ( tærir Fvrir utan þessa nýjung hefur PHI litsjónvarpstæki að sjálfsögðu til að bei álla aðra kosti góðs tækis, sein áralöng tækniforusta PHILIPS tryggir. larki sem ;ir framleiðendur 10AX IN-LINE

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.