Morgunblaðið - 29.11.1978, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 29.11.1978, Blaðsíða 28
28 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 29. NÓVEMBER 1978 GRANI GÖSLARI Hann ætlar sér að komast í Heimsmetabókina! Það kæmi sér vel núna að hafa rcipi til að halda sér í, heldurðu ekki? Á ég að pakka honum inn, eða vill ungi maðurinn heldur bara eyði- leggja hann strax? BRIDGE Umsjón: Páll Bergsson I>egar andstæðingur virðist hafa spilað óheppilega fyrir viirn sína er óþarfi að gora ráð fyrir. að hann hafi gert vitleysu. Skynsamlegra er að íhuga hvort spilamennska hans geti ekki verið eðlileg. Gjafari suður, allir á hættu. Norður S. D864 H. AK T. 9832 L. G108 Ycstur \ustur S. 9752 S. AG G. I)li>:,2 H.8763 l'. KG T. D107 L. 7(11 Suöur S. K103 H. G94 T. Áor>4 L. ÁKD L. 9532 Er garaan að byggja? „Frú Bryndís Schram fyrrum rektor varpaði fram þessari spurn- ingu við ýmsa húsbyggjendur í skemmtiþætti í sjónvarpi — að minnsta kosti skemmti frúin sjálf sér kostulega. Spurt var rétt eins og templari spyrði hvort gaman hefði verið á síðasta kendiríi, en þá hættir þeim við að setja upp meðaumkunarbros sem táknað gæti: Guð, ég þakka þér að ég er ekki eins og þessir menn. Nú get ég frætt rektor um að bygging er ungu, eignalausu fólki erfiði hið mesta og kostar það mikla sjálfsafneitun. Þannig er málum farið að dætur mínar tvær og tengdas.vnir hafa staðið í þessu bardúsi undanfarin þrjú ár. Ilafa þau fjögur sýnt mjkinn manndóm og staðfestu í þessum málum og eygja nú árangur erfiðis síns. Eg hef látið þau skynja aðdáun, þótt fyrirlitlegt sé í augum rektors. Annar tengdasona minna varð að selja sæmilegustu mublur við lágu veröi. Bæði var að þær voru til trafala í hálfkaraðri íbúð — sem þó þurfi að nýta — og svo var fjár vant. Ekki kallaði hann þó til blaðaljósmyndara til að festa það á filmu eins og þau rektorarnir á Isafirði (bæði hjónin hafa verið þar rektorar) gerðu við sinn búslóðaflutning, en þau voru þó ekki að selja sína búslóð. Rektorarnir — Bryndís og mað- ur hennar — tókust á hendur að byggja upp menntaskóla á ísafirði en sprungu á limminu í miðjum klíðum, líkt og bilaði maðurinn á Kleppi í þætti hennar, og þótti mesta gamanmál að, en hann missti fótanna að húsi sínu fokheldu. Vera má að Menntaskól- inn á Isafirði hafi verið lengra á veg kominn, kannski tilbúinn undir tréverk, þegar frú Bryndís hrökklaðist suður, þó vonandi ekki á Klepp. P.S. Eg set aðeins fangamark mitt undir pistil þennan. Frú Bryndísi Schram er heimilt að fá fullt nafn hjá Velvakanda, öðrum kemur það ekki við.“ • Andlegir ótíma- burðir? Bókaunnandi sendi eftirfar- andi línur og gerir að umtalsefni nýútkomna bók og hugleiðir ýmis- legt út frá henni: „í tilefni útkonui nýrrar bók’ar með miður smekklegu nafni, eftir ungan höfund, bið ég háttvirtan Velvakanda fyrir þessar línur. Ég spyr: Hvað er það sem ræður í fari nianna, sem virðast geta kinnroða- laust verðlaunað annað eins inni- hald og þetta? Er svo nokkur furða þótt lítt þroskaður æskulýðurinn leyfi sér eitt og annað miður heppilegt til andlegrar næringar, þegar hann verður var við þessi ólíkindi hjá fullorðnum forráðamönnum? „Hvað höfðingjarnir hafast að, hinir ætla sér leyfist það.“ Suður var sagnhafi i j>reni gröndum og fékk út hjartatvist. Hann taldi slagi sína ufn leið og hann tók fyrsta slaginn í borðinu. Tveir á hjarta, tígulslagur og þrír á lauf þýddi að búa þurfti til þrjá slagi. Þar sem annar tígulslagur yrði of seint tilbúinn varð spaða- iiturinn að gefa þrjá slagi. Sagnhafi spilaði því lágum spaða frá borðinu en þegar austur tók strax á ásinn leit suður á hann með fvrirlitningu. Skelfing ertu vitlaus í spilinu, hugsaöi hann og lét þristinn. Austur spilaði hjarta og þegar safnhafi spilaði aftur spaðanum kom í ljós, að aðeins tveir slagir gátu fengist á litinn. Það var út af fvrir sig hagstætt að fá gosann í en innkomu vantaði til að taka jiriðja spaðaslaginn á drottning- una. Við því varð ekkert til bjargar og spilarinn náði aðeins átta slögum. I stað jiess að hugsa um austur hefði suður átt að hugsa um spilið. Væri ásinn einspil var ekkert hægt að gera. Kn jiað var sennilegra, að austur a'tti ÁG tvíspil og úr því svo var mátti vinna spilið með því að láta tíuna í ásinn. Austur niyndi eftir sem áður spila hjarta en jiá yrði eftir spaða á kónginn fyrir hendi svíningarstaða, D8 á eftir níunni, til að ná níunda slagnum. „Leikhús- morðið” — Unglingabók eftir Sven W ernström BÓKAÚTGÁFAN Iðunn gefur út „Leikhúsmorðið", unglinga- bók eftir Sven Wernström, sem er „einn virtasti og e.t.v. umdcildasti barna- og ung- lingahókahöfundur Svía", eins og segir í fréttatilkynningu frá útgefanda. Þýðinguna gerði Þórarinn Eldjárn. Þá segir í fréttatilkynningunni: I „Leikhúsmorðinu" segir frá því þegar Barbro og Tommi fá það verkefni hjá félagsfræði- kennaranum sínum að taka saman efni um Litla leikhúsið. Þau komast fljótlega á snoðir um ýmislegt sem bendir til þess að ekki sé allt með felldu í Litla leikhúsinu, og smám saman átta þau sig á, að verið er að undirbúa morð að tjaldabaki — morðið á Litla leikhúsinu. Sven Wernström hefur skrif- að mikinn fjölda bóka fyrir börn SVFiV wHVRinlta LOKHfJS MOUIHI) og unglinga, bæði ævintýri og raunsæilegar sögur sem gerast í nútímanum. Þær eiga þó allar sameiginlegt, að vera spennandi og fjörlega skrifaðar, auk þess sem Sven Wernström er einkar lagið að virkja gagnrýna hugsun lesenda sinna og er það e.t.v. einn megintilgangur bóka hans.“ „Stjörnu- stríð” - Skáldsaga George Lucas á íslenzku „Stjörnustríð", ein kunnasta vísindaskáldsaga, sem gerð hefur verið, er komin út á íslenzku hjá Bókaútgáfunni Iðunni. Höfundur er George Lucas. „Skáldsaga George Lucas hefur verið kvikmynduð og hafa myndin og, bókin farið slíka sigurför um allan heim að þess munu fá dæmi,“ segir í fréttatil- kynningu frá útgefanda. „Einn- ig hafa verið gefnar út bækur sem byggjast á kvikmyndinni. Þessi útgáfa Iðunnar er „Stjörnustríð“ í sinni uppruna- legu gerð og sú bók, sem taka kvikmyndarinnar byggist á, og er hún óstytt með öllu.“ í káputexta aftan á bókinni segir m.a.: „Logi lenti í meiri tvísýnu en hann hafði átt von á, þegar hann heyrði dularfull skilaboð prinsessu, sem var fangi ill- úðugs, voldugs herforingja. Logi vissi ekki, hver hún var, en hann fann, að hann varð að bjarga henni — fyrr en síðar, því að tíminn var harla naumur. Með hugrekki sitt eitt að vopni ásamt geislasverði því, sem verið hafði í eigu föður hans, lendir Logi í grimmilegasta geimstríði, sem háð hefur verið og á þá í höggi við öflugasta virki fjandamannanna, Helstirnið.“ Hersteinn Pálsson þýddi bókina sem er 237 bls.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.