Morgunblaðið - 29.11.1978, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 29.11.1978, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 29. NÓVEMBER 1978 29 VELVAKANDI SVARAR Í SÍMA 0100KL 10—11 FRÁ MANUDEGI ÍJJAJTVOi-Ua'iJ If Er tíöarandinn virkilega orðinn svona brenglaður? Nei. Bók- menntasmekkur þjóðarinnar er heilbrigðari en aðeins nokkurra manna sem koma saman til þess að dæma um bækur. Dómnefnd eru menn, sem sitja á rökstólum og dæma um það sem þeim er trúað fyrir af öðrum eða að þeir eru sjálfskipaðir. Það hvílir á þeim ábyrgð. Þeir ættu fremur að hjálpa og leiðbeina ungum höfund- um en kynda undir eldinum sem getur skaðbrennt þá. „Dómnefnd" eru menn sem mega ekki koma fram að hætti andlegra ótíma- burða. Þjóð okkar þarfnast já- kvæðra viðhorfa á bókmenntasvið- inu ekki síður en í viðskipta- og hversdagslífinu. Hún þarfnast atkvæðamanna sem virða lög Guðs og fara eftir þeim og hún á þá marga góða. Við þurfum að geta miðlað hvort öðru af nægta- og vizkubrunnum heilbrigðra^ lifs- skoðana, se'm hafa Guðs orð að leiðarljósi. Við ættum að taka höndum saman og standa vörð um heilbrigða íslenzka menningu og virða viðleitni þeirra sem vilja vera heiðarlegir á verðinum, þótt þeir við það ntissi einhvern tíma spón úr askinum sínum í þessu annars stutta jarðlífi. S.K." • „Metverðs- kjaftæði?“ „Vegna margendurtekinna fregna urn metsölur íslenskra fiskiskipa á ísuðum fiski erlendis langar mig að ræða aðeins um tilefni þessara fregna. Ef lagt er til grundvallar einungis verð pr. kíló, þá er hægt að setja met með lítinn afla og lélega veiðiferð. Hins vegar ef notuð er enska reglan, það er að segja, hversu mikið verð- mæti skipið hefur aflað pr. dag í veiðiferðinni, þá fellur fyrri reglan strax. Ef hinsvegar er notuð reglan um hæsta heildarverð, þá fellur fyrri reglan oftast en hin stenst oftast. Reglan pr. kíló er fundin upp af hlaðamönnum og fréttamönnum, sem gera sér ekki grein fyrir fjárhagslegri afkomu veiðiferðarinnar, heldur vilja frétt, eða vilja vekja athygli á skipi, sem ekki hefur koniist í fréttir fyrir mikinn afla. Mig hefur lengi langað að vekja athygli á þessu metverðskjaftæði, en ekki talið það fært vegna minnar eigin þátttöku sem fiskimaður. Nú á ég ekki lengur hagsmuna að gæta og þess vegna læt ég eftir mér að vekj;f athygli á þessari skoðun minni. Markús Guðmundsson." Þessir hringdu . . . • Hvert var tilefnið? Svanhildur Thorsi — Mig langar að forvitnast um það hjá Guðrúnu Jacobsen, sem skrifað hefur í Velvakanda nýlega tvö bréf, þar sem hún gerir að umtalsefni unglinga í Voga- hverfi í Reykjavík, af hvaða tilefni þessi skrif hennar eru sprottin. Mér finnst það ekki koma nógu skýrt fram hvers vegna hún tekur sér penna í hönd og skrifar, og hún notar ýmis stór orð. Ég hefi átt börn í Vogaskóla og hefi ekki haft undan einu eða neinu að kvarta og þau ekki átt í neinum vandræðum í skólagöngu sinni. Og þar sem hún ræðir um yfirkennarann heitinn þá er ég alls ekki viss um að hann hefði óskað eftir að allt félagslíf innan skólans legðist niður. SKÁK Umsjón: Margeir Pétursson A Olympíuskákmótinu í Buenos Aires kom þessi sérkennilega staða upp í skák þeirra Giardellis. sem tefldi fyrir B sveit Argentínu, og Jamiesons. Ástralíu, sem hafði svart og átti leik. ... Bf8+?, 37. Hxf8+! - Hxf8, 38. Hxf8+ — Kxf8, 39. Df5+ með ágætum jafnteflismöguleikum). 37. Bxd2 — HbG+ og hvítur gafst upp, því það eru aðeins þrír leikir eftir í mátið. Nákvæmara var að vísu 37. ... Hd8+!, því þá eru aðeins tveir leikir í mátið. • „Húsið á öðrum tíma?“ Kona nokkur sem á fjölsk.vldu og fer yfirleitt á skíði eða stundar aðra útiveru á sunnudögum óskaði eftir, að því yrði komið á framfæri við sjónvarpið hvort ekki væri hægt að sýna framhaldsþáttinn nýja, „Húsið á sléttunni“, á öðrum tíma. Sagði hún að hér væri um að ræða gott sjónvarpsefni, kannski eitt af fáu sem væri sérlega skemmtilegt fyrir börnin og þau gætu horft á án þess að bíða tjón af, niiklu fremur lært af því, þarna væri kennt hvernig fara ætti vel að fólki. Kvað konan það ekki rétt að hafa þetta efni á þeim tíma sem e.t.v. helzt gamla fólkið horfir á sjónvarp, það þyrfti vart að læra góða siði, þar sem það kynni þá nú þegar. HÖGNI HREKKVÍSI evá;i \jie AÐ H/VNN MAFi VZW& bNANGUe'- S\G€A V/öGA í t/LVtítAK/ /ví/ö VAMTAZ m um. vs/'oTo) , \iVA% Éá J( ní /1m bví/$09\ m a<z vim vm \ \ v/ONOVf <bO£GA, \JÁÍG UúM/ Ingimarsskóli 1948 30 ára gagnfræðingar frá Ingimarsskóla, útskrif- aðir 1948, hafa ákveðiö að hittast í Þjóðleikhús- kjallaranum föstudaginn 1. des. kl. 19.00 og rifja upp gamlar endurminningar. KópavGgskaupstaðir K! Byggingalánasjóður Kópavogs Auglýst er eftir umsóknum um lán úr bygginga- lánasjóöi Kópavogs. Skilyrði, fyrir því aö lánbeiöanda veröi veitt lán úr sjóönum eru þessi: A Aö hann hafi verið búsettur í bænum a.m.k. í 5 ár B Aö íbúðin fullnægi skilyröum húsnæöismála- stjórnar um lánshæfi. C Aö umsækjandi hafi aö dómi sjóösstjórnar brýna þörf fyrir lánsfé til þess aö fullgera íbúö sína. Umsóknum skal skila á þar til geröum eyöublööum sem fást á bæjarskrifstofunni í Kópavogi. Umsóknarfrestur er til 15. des. n.k. Bæjarritarinn í Kópavogi. iW AMERISKUR WWm KULDAKLÆÐNAÐUR FYRIR VINNU A mföm og leik mk Hetta Úlpa Buxur Samfest- ingur meö hettu I , Sendum í p6«5tkröfu f ÍÁmi Olafssor* & Cd! tf 40088

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.