Morgunblaðið - 29.11.1978, Blaðsíða 14
14
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 29. NÓVEMBER 1978
Yitað var um
öryggisleysið
á flugvellinum
Eítirfarandi grein hirtist í nýútkomnu tölublaði brezka tímaritsins
„The Economist“ um flugslysið á Sri Lanka. bar sem þar kemur
ýmislegt fram, sem ekki hefur áður birzt hér í blaðinu varðandi
öryggismál á flugvellinum við Colombo, þykir rétt að greinin birtist
óstytt.
Loftferðayfirvöld á Sri Lanka
höfðu fengið aðvaranir um það
mörgum mánuðum áður en þota
Flugleiða fórst í fyrri viku að
flugstjórnartæki á Katunayake —
alþjóðaflugvellinum við Colombo
væru það óáreiðanleg að þau yllu
öryggisleysi á flugvellinum.
Fulltrúar annarra alþjóðaflugfélaga
skýra frá því að rétt fyrir slysið
mikla á miðvikudag hafi þrjú
meiriháttar siglingatæki flugvallar-
ins verið óstarfhæf.
Það mikilvægasta þessara tækja,
blindflugskerfið — rafeindageisli,
sem flugstjórinn fylgir í tækjum
sínum í flugstjórnarklefanum niður
að flugbrautarendanum — var
notað við þetta örlagaríka aðflug að
því er yfirvöld segja. En daginn sem
slysið varð hafði það farið úr
sambandi hvað eftir annað. Og
daginn eftir sagði flugstjóri hjá
Singapore-flugfélaginu að tækið
væri óöruggt.
Enginn ágreiningur er um það að
fjarlægðamælitækin, radíóvitinn og
aðflugsljósin, voru ónothæf. Skortur
á aðflugsljósum hafa torveldað
lendinguna, sem var að næturlagi og
í úrkomu.
Því er einnig haldið fram af
tæknimönnum, sem starfa fyrir
alþjóðaflugfélög á flugvellinum, að
blindflugskerfið hafi ekki verið
samstillt með aðstoð sérstaklega
útbúinnar flugvélar í rúmt ár.
Alþjóðareglur samdar í samráði við
alþjóða flugmálastofnunina mæla
svo fyrir að þess konar samstilling
skuli gerð á hálfs árs fresti.
Rúmlega 200 af 259 manns um
borð — pílagrímar á heimleið frá
Mecca — fórust. Sumum sem
komust af er ekki ætlað líf.
Þetta er í annað skiptið sem
bessi mynd birtist með greininni. en undir henni stendun Slysið, sem hefði ekki þurft að gerast.
alvarlegt slys verður í leiguflugi
með pílagríma á Katunayake —■
flugvelli. Frá því fyrra slysið varð, í
desember 1974, hefur margsinnis
verið farið fram á það við stjórn Sri
Lanka að tækjabúnaður flugvallar-
ins verði bættur og komið þar á
betri stjórn. Síðasta ábendingin var
frá International Aeradio Ldt.,
dótturfyrirtæki British Airways,
sem 30 önnur flugfélög eiga einnig
smærri hluti í.
Undanfarna 15 mánuði hefur
félag þetta staðið fyrir könnun á
flugvellinum og tækjabúnaði þar. í
maí skilaði það skýrslu þar sem
segir að fjarskiptakerfi og siglinga-
tæki á flugvellinum eigi það til að
bila, sérstaklega í rigningu, vegna
lélegs viðhalds og stjórnunar. Eini
Sri Lanka starfsmaðurinn, sem fær
er um að halda við fjarskipta- og
siglingatækjum er nú í Bretlandi á
námskeiði. Þá á Sri Lanka það
sameiginlegt með Indlandi og
Pakistan að margir lærðir flugum-
ferðarstarfsmenn þar hverfa úr
landi til mun betur launaðra starfa í
arabisku furstadæmunum við
Persaflóa.
Ratsjártækin voru í góðu lagi,
segir í skýrslu Aeradio, en kerfið er
illa skipulagt. Langdræga ratsjáin
Grátt er litur hversdagsleikans.
Viö hjá PHILIPS höfum þess vegna spariklætt ryksugurnar okkar
í rautt, grænt og hvítt.
Hjá PHILIPS sameinum viö fallegt útlit og tæknilega fullkomnun.
PHILIPS ryksugan hefur mikinn sogkraft en er samt hljóðlát.
stór hjól og snúningstengsl ^mmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmm
gera hana lipra og hún I
er fyrirferðarlítil í geymslu. I
I
Falleg og fullkomin vél ^
gerir verkin auðveld. „
HAFNARSTRÆTI 3 — 20455 — SÆTÚN 8 — 15655
Fundin víkinga-
mynt í Ameríku
I>ondon, 28. nóvember — AP
GAMALL peningur, sem fannst í Maine-ríki í Banda-
ríkjunum, rennir stoÖum undir kenninguna um að
víkingar hafi fundið Ameríku á undan Kólumbusi, að því
er brezkur sérfræðingur segir. Þessi niðurstaða birtist í
mánaðarritinu „Coin and Medal Bulletin“, sem myntsala
Seabys í London gefur út.
Forstöðumaður myntsölunnar,
Peter Seaby, kveðst hafa rann-
sakað ljósmyndir af myntinni og
segir hana norræna, og senni-
lega slegna milli 1065 og 1080.
Hann segir hana svipaða mynt-
Mannrán
San Sebastian, Spáni.
28. nóvember. — AP.
TVEIR grímuklæddir
menn, sem talið er að séu
úr aðskilnaðarsamtökum
Baska, E.T.A., hafa rænt
fulltrúa spænska mennta-
málaráðuneytisins í borg-
inni San Sebastian á Norð-
ur-Spáni, að því er fjöl-
skylduheimildir herma.
Mannræningjarnir voru vopnað-
ir og ruddust inn á heimili
fulltrúans klukkan tíu á mánu-
dagskvöld. Héldu þeir fjölskyld-
unni þar á heimilinu til morguns,
en fóru þá á brott í bifreið
fulltrúans. Þriðji félagi mannræn-
ingjanna varð eftir til að gæta
þess að fjölskyldan gerði ekki
lögreglunni viðvart fyrr en hinir
voru hultir.
um, sem slegnar voru fyrir Ólaf
kyrra, son Hralds harðráða, sem
féll í orrustunni um Stam-
ford-brú á Englandi árið 1066.
Seaby segir, að myntin hafi
fundizt við Blue Hill-flóa í
Maine fyrir um 17 árum þegar
áhugamenn um fornleifafræði
voru að grafa í rusla'haugi
Indíána, sem er aldagamall, ef
ekki árþúsunda. Ekkert er vitað
um það hvernig Indíánar komust
yfir myntina. Hún gæti hafa
verið notuð til skrauts, þar sem
svo virðist sem gat hafi verið
borað á hana til að hengja hana
um hálsinn. Þetta þarf ekki að
þýða það að víkingar hafi átt
búsetu þarna, segir Seaby, held-
ur gæti hún hafa fundizt á líki
víkings.
Þvermál myntarinnar er tæp-
ur tveir og hálfur sentímetri. Á
framhliðinni er höfuð af dýri
með opinn munn, hvöss eyru og
sveran háls. Á bakhliðinni er
kross inni í hring. Engin áletrun
er sjáanleg.
Peningurinn hefur verið í
geymslu í ríkissafni Maine í
Augusta frá því hann fannst og
þar ranglega álitinn brezkur 12.
aldar peningur, segir Seaby.
Kína ofsóttir
London, 28. nóvembor. — AP.
SAMTÖKIN Amnesty
International (AI) sökuðu Kín-
verja í dag um að ba la allt andóf
gegn stjórninni niður með kerfis-
bundnum ofsóknum á hendur
andófsmönnum.
Væru andófsmenn beittir
félagslegu misrétti, og allt frá því
að kommúnistar komust til valda í
landinu árið 1949 hefðu andófs-
menn í Kína verið fangelsaðir,
pyntaðir og jafnvel líflátnir.
I skýrslu AI segir að niilljónir
kínverskra andófsmanna hafi ver-
ið ofsóttir frá 1949.