Morgunblaðið - 29.11.1978, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 29.11.1978, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 29. NOVEMBER 1978 17 ður í frumvarp- ngi stjórnarsinna feröinni enn ein bráðabirgðaráð- stöfunin. Hún fullyrti að almenn- ingur skildi við hvílíkan vanda væri að etja og þess vegna hefðu nú verið allar forsendur til að ráðast gegn meininu með samræmdri efnahags- málastefnu. Tíminn frá 1. septem- ber hefði ekki verið notaður en í von um að tíminn sem nú væri til stefnu yrði notaður betur myndi hún ekki greiða atkvæði gegn frumvarpinu. Hún fagnaði samvinnunni sem tekizt hefði við verkalýðshreyfing- una um lausn þessa máls, enda væri sú samvinna í reynd hornsteinn þessarar ríkisstjórnar og skoraði á ríkisstjórnina að sýna þann dug og kjark við að framkvæma greinar- gerðina, sem frumvarpinu fylgdi. Svikamylla Lárus Jónsson (S) gagnrýndi hvernig að þessu frumvarpi væri staðið af hálfu ríkisstjórnarinnar, Þarna væri um að ræða frumvarp um viðamikið mál en hvergi væri neitt að finna um það hvað það ætti að kosta ríkissjóð og hann vildi því kalla það allsherjar svikamyllu. Frumvarpið þýddi gífurleg útgjöld fyrir ríkissjóðs en í frumvarpinu væri hvergi stafkrókur um það hvað það þýddi í reynd og hvernig afla ætti tekna til að standa undir þessum útgjöldum, sem það hefði í för með sér. Beindi ræðumaður þeirri fyrirspurn til forsætisráð- herra hvort þess væri að vænta að stjórnarfrumvörp yrðu í framtíð- inni kynnt með þessum hætti. Lárus kvaðst hafa reynt að gera sér grein fyrir því hvað frumvarp ríkisstjórnarinnar þýddi í raun, og kvaðst hann ekki sjá betur en frumvarpið ásamt götum fjárlaga- frumvarpsins þýddi að afla þyrfti nýrra tekna að fjárhæð 15—20 milljarða króna, og kvaðst þing- maðurinn ekki sjá hvernig þetta mætti vera unnt nema ineð því að leggja á nýja skatta. Því beindi hann þeirri fyrirspurn til þing- manna Alþýðuflokksins, sem hefðu skrifað undir fjárlagafrumvarpið með fyrirvara vegna skattheimt- unnar þar, hvort þeir væru nú fallnir frá þessum fyrirvara. Kaupið ekki of hátt Kjartan Ólafsson (AB) sagði að athyglisvert hefði verið að hlýða á málflutning stjórnarandstöðunnar, sem annars vegar hefði deilt á ríkisstjórnina fyrir það að kaupið sem greitt yrði eftir 1. desember væri alltof hátt með tilliti til stöðu atvinnuveganna og hins vegar fyrir það að stjórnin væri með þessu frumvarpi að klípa utan af iaunum fólksins í landinu. Kvaðst hann vilja vita hvort sjálfstæðismönnum þætti kaupið eftir 1. desember of hátt eða lágt, því að það gæti varla verið hvort tveggja. KÓ vék að málflutningi Vilmund- ar Gylfasonar, sem hafi lýst þeim ágreiningi sem var milli flokkanna hvernig standa ætti að þessu frumvarpi. Hann taldi að hvorki væri unnt að finna hagfræðinga né stjórnmálamenn sem héldu því fram að hægt yrði að koma verðbólgunni á næsta ári lengra niður en í 35%, sem yrði þó að teljast töluverður árangur. KÓ taldi mikilvægt að sem allra flestir gerðu sér grein fyrir að það væri ekki kaupið hjá almennu verkafólki eða öðrum hópum hinna lægst launuðu í þessu landi, sem ylli verðbólgunni, eins og skilja mætti á sumum þingmönnum Alþýðuflokks- ins, og kvaðst vonast til að allur almenningur í landinu kenndi Alþýðubandalaginu um það í lengstu lög að kauphækkunin nú varð þó svo mikil sem raun ber vitni. Stjórnin fái starfsfrið Gunnlaugur Stefánsson (A) sagði nú tekizt á við viðskilnað fv. ríkisstjórnar. Hér væri fram komið frumvarp um bráðabirgðaúrræði 1. desemb. nk. en í greinargerð væru drög að framtiðarstefnumörkun í efnahagsmálum. Slík drög hefðu ekki séð dagsins ljós allt sl. kjörtímabil. Ekki mætti éinblína á launaþátt efnahagsvandans. Og ríkisstjórnin gæti ekki sett fram stefnu í kjaramálum án samráðs við laun- þegafélögin. GSt sagði vanda atvinnuveganna misjafnan. Sjávarútvegur og fisk- vinnsla stæðu höllum fæti, a.m.k. í sumum landshlutum. Annar rekst- ur stæði vel, t.d. innflutningsverzl- un, milliliðaverzlun og þjónustu- greinar. Þær þyldu nokkrar byrðar og ná yrði til verðbólgugróðans. GSt sagði Alþýðuflokkinn hafa mikil áhrif innan ríkisstjórnarinn- ar. Þau áhrif kæmu m.a. fram í stefnumótun til lengri tíma og í féjags- og hagsmunamálum laun- þega. Viðnám gegn verðbólgu er kjarabót, sagði hann. Alþingi á að tryggja að byrðar komi réttlátlega niður í þeirri viðleitni. Þá munu launþegafélögin ekki láta sitt eftir liggja. Ég vil gefa ríkisstjórninni eðlilegan umþóttunartíma, ekki máske mjög langan, en eðlilegan, til að marka breytta frambúðarefna- hagsstefnu. Ekki ánægður með allt Eðvarð Sigurðsson (Abl) sagði, að ef verðlag þróaðist hömlulaust væri vandi á höndum. Verkalýðs- félög vildu hamla gegn siíkri óheillaþróun, en áréttaði, að kaup- gjald launafólks væri ekki bölvald- urinn í þessu efni. Síðan vék ESig að frumvarpi ríkisstjórnarinnar. Rétt væri að meta niðurgreiðslu vöruverðs til jafns við krónuhækk- un launa. Fjármagn til þeirra yrði þó að taka af þeim, er mest hefðu þolið. Skattalækkun á láglaun væri rétt að meta á sama hátt — en miklu varðaði, hvern veg það fyrirheit yrði efnt. Erfiðara væri að meta félagslegar umbætur til beinna launa, þó þær væru óneitan- lega líka kjaraatriði. — Slíkt væri þó allajafna gert í öllum kjara- samningum. Ekki væri því að leyna að félagslegar umbætur væru eftir á kaup og því að hluta framlag launþega tii viðnáms gegn verð- bólgu. En grundvallaratriðið er að varðveita kaupmátt launanna og atvinnuöryggið. ESig sagði að kaupmáttur hefði lækkað í stjórnartíð Geirs Hall- grímssonar. Engu að síður hefði yerðbólgan aukizt. Hann taldi áhrif febrúarlaga og maíákvarðana á yfir- og næturvinnúkaup hafa komið verst við verkafólk. Ef stjórn G.H. hefði verið áfram við völd (samstjórn Sjálfst.fl. og Framsókn- arfl) væri nú búið að afnema verðbótaþátt launa, sagði hann, enda hefði það verið stefna vinnu- veitenda — og sjaldan væri breitt bil milli stefnu þeirra og forystuliðs Sjálfstæðisflokksins. ESig sagðist ekki ánægður með allt í frv. og greinargerð núv. stjórnarflokka. Nefndi hann til ákvæði í greinargerð um 5% hámark peningahækkunar launa 1. marz nk. sem væri varhugavert. Sama máli gegndi um kaflann um nýja visitöluviðmiðun og tillögugerð þar um fyrir 15. febr. nk. Verðbóta- þáttur launa væri mikilvægur þáttur kjarasamninga. Hér væri um viðkvæmt mál að ræða. Ekki mætti setja vísitölunefnd undir þvílíkan þrýsting, sem væri í þessari grein- argerð. Ég vara við að gera þennan þátt að einhverju aðalatriði í því, sem framundan er, sagði ESig. Þá vék ESig að ræðu Vilmundar Gylfasonar (A). Tillaga hans um 3.6% kauphækkun nú hefði falið í sér meiri kjaraskerðingu en verið hefði í febrúarlögum fyrri ríkis- stjórnar. V.G. kenndi Alþýðubanda- laginu um, að þetta hafi ekki tekizt. Það væri rétt hjá honum. Minnti hann V.G. að höfundur kjörorðsins „Samningana í gildi“ hefði verið Björn Jónsson, forseti ASÍ. Líf þessarar stjórnar kann að velta á stuðningi verkalýðshreyfingarinn- ar. Hún verður að haga sér í samræmi við það. Ríkisstjórnin lifi enn um sinn Albert Guðmundsson (S) sagði að þessi sundurleita ríkisstjórn yrði að lifa enn um sinn. Það fæli í sér mestar líkur á því að þjóðin mæti veikleika slíkrar ríkisstjórnar rétt og nauðsyn meirihlutastjórnar Sjálfstæðisflokksins í náinni fram- tíð. AG sagði heildarlaunagreiðslur í landinu, að viðbættum launum bænda og sjómanna vera um 340 milljarða. 8% eftirgjöf þar af næmi 24 til 27 milljörðum. Mismunur eftirgjafar og bóta, sem lofaðar væru, næmi 10 milljörðum króna. Það væri „kauprán“ stjórnartillög- unnar. Þannig kefðu „pólitískir stjórnendur" verkalýðsleiðtoga lát- ið þá snúa vopnum gegn sjálfum sér. AG sagði Alþýðuflokkinn taka afstöðu gegn þessu stjórnarfrum- varpi í orði en styðja það á borði. Hvað rekur Alþýðuflokkinn tii að taka afstöðu gegn sannfæringu sinni? Af hverju kemur hann ekki fram með stefnumið sín í frum- varpsformi og lætur reyna á, hvort þingfylgi er fyrir þeim? Hvað er að óttast við það að valkostirnir komi fram? AG sagði það koma spánskt fyrir sjónir að telja atvinnuvegi ékki þola hærrá kaupgjald en áforma samt að stórhækka skatta á þá. Ef atvinnu- vegirnir þola meiri skatta, því mega þá ekki launþegar njóta þeirrar greiðslugetu í hærra kaupi? Eða er e.t.v. meiningin að velta nýrri skattabyrði yfir í verðlagið — til að hamla „gegn“ verðbólgu? AG sagði ríkisstjórnina ekki hafa haft samband við aðila vinnumark- aðarins. Eða teljast vinnuveitendur ekki lengur til þeirra? Hver er afstaða vinnuveitenda til framkom- ins frv.? AG gerði samanburð á verkalýðs- foringjum og atvinnurekendum. Hver er t.d. munurinn á mér og Guðmundi J. Guðmundssyni, spurði hann. Búum báðir í einbýlishúsi, eigum báðir bíl, erum báðir sæmi- lega til fara og báðir hér í þingsölum. Ókunnugir, sem hér kæmu inn, sæju lítinn mun á okkur, myndu naumast greina á milli hver væri „bandittinn", ef slá má á léttari orðastrengi. AG vék í lokaorðum sínum að 30% reglunni og skerðingarákvæð- um um verzlunarálagningu í gengis- lækkunartilfellum. Hvers vegna ná þessi skerðingarákvæði ekki til ríkisvaldsins sjálfs, spurði hann. Bæði söluskattur og vörugjald ieggjast á hærra grunnverð vegna gengislækkunar. Hefur þessi álagn- ing ríkisins ekki sömu verðhækkun- aráhrif og álagning þeirra, er bera kostnað við flutning vöru til lands- ins og dréifingu hennar? Á hin frjálsa atvinnustarfsemi alltaf að sitja við hið lakara borðið? Ellert B. Schram, alþm.: kjarasamninga, ef veita á verð- bólgunni viðnám. Þetta var fyrir kosningar kallað kauprán, en heitir núna kjarasáttmáli. Það kom nefnilega fram í ræðu Vilmundar að kjarasáttmáli, skv. skilningi Alþýðufl., kæmi engan veginn í veg fyrir lög- bindingu launa. I öðru lagi er það eftirtektarvert, að Alþýðu- bandalagið heldur enn fast í þá kenningu, að hægt sé að gera hvorttveggja í senn, að hækka laun í krónutölu, og draga stórlega úr verðbólgu. Slíkar kenningar kallar Jón Baldvin Hannibalsson grútarbræðslu- hagfræði! - O — Sjálfstæðisflokkurinn hefur gagnrýnt verkalýðsforystuna fyrir.tvískinnung, og víst er það rétt, að önnur voru viðbrögðin, þegar fyrri ríkisstjórn breytti gerðum kjarasamningum með lögum. Þá voru einskis metnar félagslegar ráðstafanir, svo sem auknar niðurgreiðslur, hækkað- ar barnabætur og tillitsemi við ,Ofyrirgefanleg pólitísk mistök” Það var fróðlegt að hlýða á umræður um efnahagsráðstaf- anir ríkisstjórnarinnar á mánu- daginn. Frumvarp það sem ríkisstjórnin hefur lagt fram heitir „timabundnar ráðstafanir til viðnáms gegn verðbólgu". Nafn frumvarpsins segir raunar alla sögunæ Hér er um bráða- birgðaráðstafanir að ræða, sem stjórnarsinnar viðurkenndu með einum eða öðrum hætti. Forsætisráðherra orðaði það svo, að þetta væru „stutt skref“, Eðvarð Sigurðsson og Kjartan Ólafsson lýstu því yfir, að samþykki þeirra við frumvarpið byggðist á fyrirvörum um efnd- ir, sem enginn veit enn hverjar verða og Jón B. Hannibalsson taldi í rauninni frumvarpið ekki þess virði að um það væri rætt. Svo skammt næði það. - O - Ræða Vilmundar Gylfasonar var sú eftirtektarverðasta. Hann taldi frumvarpið sjón- hverfingar, sem engan vanda leystu, en lögbindi 40%. verð- bólgu á næsta ári; ófyrirgefan- leg pólitísk mistök, sem Alþýðu- flokkurinn styddi eingöngu til að forðast þá hótun forsætisráð- herra, að ella færu 14% kaup- hækkun út. Það hvein hressilega í Vilmundi, enda sátu þingmenn Alþýðubandalagsins dreyrrauð- ir undir yfirlýsingum hans þess efnis, að Alþýðubandalagið væri ófært til að stjórna á erfiðleika- tímum, en léti berast fyrir loforðaglamri einu saman. Framsókn afgreiddi Vilmund með þeim ummælum, að sá flokkur hefði yfir höfuð að tala engar skoðanir, og tillögur forsætisráðherra væru yfirskilvitlegar! - O - Reiðilestur Vilmundar yfir samstarfsflokkunum lýsir vel bróðurþelinu í ríkisstjórninni, en er þó fyrst og fremst sprottinn af þeirri staðreynd, að Aiþýðuflokkurinn er gjörsam- lega áhrifalaus í ríkisstjórninni og verður að sætta sig við loðnar yfirlýsingar í greinagerðum með frumvörpum. Það dugar vita- skuld skammt í stjórnmálum að lýsa yfir gremju sinni í ræðum og bókunum, en greiða síðan atkvæði með „ófyrirgefanlegum pólitískum mistökum". Alþýðuflokkurinn vildi láta lögbinda kauphækkanir út allt næsta ár. Þetta vildi Alþýðu- bandalagið ekki fallast á. Hvort- tveggja er athyglisvert. I fyrsta lagi sú viðurkenning Alþýðu- flokksins að óhjákvæmilegt sé að skerða kjör og grípa inn í iáglaunafólk og tryggingarþega. Hvert mannsbarn sér og skilur, að með þessum lögum er verið að grípa inn í gerða kjarasamninga með lögum, enda kvaðst Vilmundur ekki láta sér detta í hug að mótmæla þeirri staðreynd, aðeins til að bjarga andlitinu á Alþýðubandalaginu. Vitaskuld er það löðurmann- legt þegar verkalýðsforingjar láta stjórnast af flokkspólitísk- um hagsmunum. Þetta hefur reyndar verið lengi ljóst, m.a. þegar Verkamannasambandið hafði bein afskipti af stjórnar- mynduninni í haust. En nú ætti landslýður allur að átta sig á þeirri staðreynd, að það eru fleiri en kapitalistarnir hjá íhaldinu, em telja sig knúna til að grípa inn í gerða kjarasamn- inga og skerða launin. - o - Hitt er annað, að efnislega hefur Verkamannasambandið tekið lofsverða afstöðu, og það er ástæðulaust að gagnrýna launþegasamtök fyrir að meta félagslegar umbætur eða aðrar kjarabætur til jafns við hækkað kaup í krónutölu. Gallinn er hinsvegar sá, að þessar bráðabirgðaráðstafanir eru engin trygging fyrir slíkum kjarabótum. Eðvarð Sigurðsson benti réttilega á, að ekki er unnt að meta félagslegar umbætur til fjár, og enn er ekki vitað um tekjuöflun ríkissjóðs, annað en að lagðir skulu á fjárfestingar skattar, veltuskattar, hátekju- og eignaskattar. Gleðileg upp- talning að tarna. Á sama tíma á þó að lækka almenna tekju- skatta og sjúkratryggingagjald, hvernig sem endar eiga að nást saman með því bæði að hækka og lækka skatta. Talað er um að endurskoða eigi allan ríkisrekst ur og fjárfestingar, en Kjartan Ólafsson kvað það ekki konia til greina að skera niður verklegar framkvæmdir eða félagslega þjónustu á vegum ríkisins. Á sama tíma og gæta á aukins aðhalds og sparnaðar, eru síðan sett fram loforð um félagslegar umbætur, sem kosta auðvitað sitt þegar upp verður staðið. - o - Þannig eru allir endar lausir Verkalýðshreyfingin afsalar sér kauphækkun, stefnt er að stór aukinni skattheimtu, fjárlög stefna í greiðsluhalla og stjórnarsinnar segja af sér forsætisembættinu allt vegn;: ráðstafana til þriggja mánaða, sem engan vanda leysa. Það er von að ungir, reiðir menn kalli þetta „ófyrirgefanleg pólitísk mistök".

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.