Morgunblaðið - 29.11.1978, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 29. NÓVEMBER 1978 5
„Fjöldamargir reiðubúnir
að starfa undir merkjum
5jálfs tœðisflokksins9 9
— segir Björg Einarsdóttir nýkjörin formaður Hvatar
EINS og sagt var frá í Morgun-
hlaðinu 1 gær var aðalfundur
Ilvatar. félags sjálfstæðiskvenna
í Reykjavík, haldinn sl. mánu-
dagskvöld og var Björg Einars-
dóttir kjörin formaður. með 169
atkva'ðum en fráfarandi for
maður. Jónfna Þorfinnsdóttir
hlaut 109 atkvæði. Meðstjórnend-
ur voru kjörnir Hulda Valtýs-
dóttir (176 atkv.), Margrét
Einarsdóttir (169), Erna Ragn-
arsdóttir (159), Klara Hilmars-
dóttir (152), Kristín Sjöfn Helga-
dóttir (150), Þórunn Gestsdóttir
(148), Jóna Sigurðardóttir (122)
og Valdís Garðarsdóttir (116).
Morgunblaðið hafði í gær sam-
hand við Björgu og Jónínu. en
Jóni'na kvaðst ekki hafa annað að
segja um úrslitin en það að
skýrsla fráfarandi stjórnar hefði
borið vott um gróskumikið starf
á árinu. Björg Einarsdóttir sagði
í samtali við Mbl. að Hvöt, sem
samnefnari kvenna í röðum
sjálfstæðismanna í Reykjavík og
nágrenni. hefði mikilsverðu hlut-
verki að gegna í starfi Sjálf-
stæðisflokksins.
„Kosningar á borð við þær, sem
fram fóru hjá Hvöt sl. mánudag,“
sagði hún, „eru oft túlkaðar sem
að einhver öfl innan stjórnmála-
flokks takist á. Vissulega gæti svo
verið, en það verður hver og einn
að skoða slíka kosningu, aðdrag-
anda hennar og úrslit, eftir eigin
upplagi og hyggjuviti.
Mín skoðun er, að hér hafi fyrst
og fremst verið fólk að leita sér að
vettvangi til samstarfs um þau
málefni, sem það vill berjast fyrir.
í ljós hefur komið að fjöldamargir
eru reiðdbúnir til starfa undir
merkjum Sjálfstæðisflokksins og
þeim þarf að veita tækifæri til að
nýta tíma sinn og orku í
félagslegu og flokkslegu starfi.
Íslenskar konur hafa á hendi
þekkingu og reynslu og þeirra
bíður óhjákvæmilega vitundar-
vakning til að skynja sig sem
virka þegna í nútímasamfélagi.
Björg Einarsdóttir
Jafn réttur og jöfn staða karla og
kvenna er samfélagslegt markmið,
sem var lögfest hér á landi í tíð
seinustu ríkisstjórnar undir for-
ystu þáverandi félagsmálaráð-
herra. Grunntónn þeirrar laga-
setningar er samhljóma stefnu
Sjálfstæðisflokksins um valfrelsi.
Hjá Hvöt, félagi sjálfstæðis-
kvenna í Reykjavík, hefur jafnan
„Gróskumikið
starfá seinasta
starfsári”
- segir Jomna
Þorfinnsdottir
verið blómlegt félagsstarf og þar
eru nú meira en þúsund konur á
félagaskrá, sem margar hverjar
búa yfir ómetanlegri reynslu úr
því starfi. Innrn vébanda félags-
ins er því fágætt tækifæri fyrir
konur til að vinna saman, miöla
þekkingu og koma hugsjónum
sínum og hugmyndum á framfæri.
Átaks er þörf til að virkja fólk
til starfa og nú er að hefjást
handa. Þegar fólk gengur hreint
til verks og skiptir um forystu í
félagi getur það verið tilraun þess
til að koma hreyfingu á hlutina,
leit að nýjum hugmyndum og nýju
fólki til að framfylgja þeim.
Tíminn leiðir síðan í ljós, hvort
slík tilraun tekst.
Til stjórnarstarfa hjá Hvöt
hefur valist áhugasamur hópur^
sem hefur fullan hug á að
bregðast ekki því trausti sem
honum var sýndur á aðalfundin-
um.“
Þaulúthugsaður barnafatnaður
Einfaldar smellur Hentugar klammur Gallinn stnkkar Tvötaldur styrkleiki á Þvottavélin skilar gallan- Öryggi barnsins framar öllu í umferöinni.
sem börn ráöa við. fyrir lúffurnar. meö barninu. hnjám og olnbogum. um sem nýjum.