Morgunblaðið - 29.11.1978, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 29.11.1978, Blaðsíða 20
20 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 29. NÓVEMBER 1978 atvinna — atvinna — atvinna — atvinna — atvinna — atvinna Hafnarfjörður Blaðberar óskast á Hvaleyrarholt (Hvamma). Upplýsingar í síma 51880. Keflavík Blaöburðarfólk óskast. Uppl. í síma 1164. Sveltur sitjandi kráka, en frjúgandi fær Qögur þúsund káH SértUboð í sex mántiði4.000.' króna spamaður Við bjóðum nú nýja og stækkaða VIKU (64 bls.) fyrir aðeins kr. 2.160 á mánuði í sex mánuði. Verð hvers blaðs er þá aðeins kr. 498. Á þessum 26 eintökum sparar þú þér kr. 4.000,— miðað við lausasöluverð. — Og þú færð VIKUNA senda heim til þín þér að kostn- aðariausu! VIKAN flytur efni fyrir alla fjölskylduna: Forsíðuviðtölin frægu, framhaldssögur, smá- sögur eftir íslenska sem erlenda höfunda, myndasögur fyrir börnin, bílaþætti, poppþætti, getraunir, heilabrot, draumaráðningarog margt, % margt fleira. f Sem nýja þætti nú má nefna: | ÆVAR KVARAN ritar um „Undarleg atvik“ ® Klúbbur íslenskra matreiðslumeistara kennir matreiðslu nýstárlegra rétta. Nákvæmar leið- beiningar í máli og myndum. Alít hráefni fæst í verslunum hérlendis. Og VIKAN birtir litmyndir úr Sumarmyndaget- raun DB og VIKUNNAR. Framundan eru svo PALLADÓMAR UM ALLA ALÞINGISMENNINA VIKAN er sífellt á neytendamarkaði með DAG- BLAÐINU, glaðvakandi, glögg og gagnrýnin. Af því njóta allir iesendur góðs. Hugsaðu þér bara: 26 eintök framundan og 4.000- aður! króna sparn- Gríptu símann, hringdu í 2 70 22 oa hafðu samband við áskrifendaþjónustu VIKUNNAR, og pantaðu hálfs árs áskrift. Áskriftarsími: 27022. Opið til kl. 10 öll kvöld nema laugardagskvöld er stækkuð „Tvíbytnan” — umdeild unglingabók í íslenzkri þýdingu „TVÍBYTNAN", unglingabók eftir danska höfundinn Bent Ilailer, er komin út í íslenzkri þýðingu Guðlaugs Arasonar, en útgefandi er Iðunn. I fréttatilkynningu frá útgef- anda segir m.a. um bókina, „Tvíbytnan" er verðlaunabókin í samkeppni sem bókaforlagið Borgen í Kaupmannahöfn efndi til árið 1976 um bækur handa unglingum. Verðlaunaveitingin og bókin ullu strax gífurlegum um- ræðum og deilum, sem hafa m.a. snúist um, hvort bókin ætti yfirleitt nokkurt erindi til unglinga. Margir vilja draga í efa, að sá raunveruleiki sem þar er lýst eigi sér hliðstæður í veruleikanum. Aðrir, þ.á m. höfundurinn, telja að ástandið sé í raun miklu alvar- legra. í „Tvíbytnunni" er sagt frá tveim drengjum, 12 og 15 ára gömlum, sambandi þeirra hvor við annan, foreldra og umhverfið, sem er verkamannahverfi í Kaup- mannahöfn. Þeir ákveða að „kaupa“ tvíbytnu og sigla til Svíþjóðar þar sem þeir ætla að byrja nýtt og betra líf. För þeirra misheppnast eftir afdrifaríkan sólarhring úti á hafi. Þeir standa andspænis þeirri staðreynd að ógerlegt er að flýja foreldra, félaga og hið ómannúðlega þjóð- félag sem þeir lifa í, þar sem ofbeldið gegnsýrir allt. En þeir bregðast við hvor á sinn hátt.“

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.