Morgunblaðið - 29.11.1978, Blaðsíða 22
22
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 29. NÓVEMBER 1978
Sigurbjörg Sveinsdóttir
flugfregja — Minning
Kveðja frá félögum í Flug-
freyjufélagi íslands
í da(j kveðjum við góða vinkonu
ok félana, SÍKurbjörfíU Sveinsdótt-
ur, fluKÍreyju, sem lézt ásamt
mörjíum starfsfélögum sínum og
farþegum í hinu hörmulega flug-
slysi á Shri Lanka.
Didda hóf starf sem flugfreyja
hjá Loftleiðum í desember 1967 og
hafði því flogið í 11 ár.
Vina- og kunningjahópurinn var
stór, því að Didda var sérstaklega
blíðlynd og hlýleg stúlka og okkur
öllum, sem kynntumst henni, þótti
vænt um hana. I starfi hennar sem
1. flugfreyja kom það í hennar
hlut að hafa umsjón með störfum
um borð. Vandamálin, sem upp
komu, voru margvísleg og hafði
Didda sérstakt lag á því að leysa
þau á sinn rólega og blíða hátt,
þannig að allir fóru ánægðir frá
borði.
Henni var mjög annt um stétt-
arfélag sitt og starfaði hún í
trúnaðarmannaráði og siðar í
samninganefnd F.F.Í. og í þeim
störf.um var hún einlæg sem
annars staðar.
Didda var mjög söngelsk og tók
oft lagið í okkar hópi enda hafði
hún ljúfa og fallega rödd. Ekki gat
okkur komið til hugar, þegar hún
söng eitt af sínum eftirlætisljóð-
um „Hótel jörð“ eftir Tómas
Guðmundsson, að viðdvöl hennar
hér yrði svo stutt.
Tilvera okkar er undarlegt ferða-
lag.
Við erum gestir og hótel okkar
er jörðin.
Einir fara og aðrir koma í dag.
Því alltaf bætast nýir hópar
í skörðin.
kenndi okkur, að sá sem kallaður
er af jarðsviði færist innar í
föðurfaðm Guðs, nær hjarta hans
en moldarfjötrar okkar leyfa.
Sigurbjörg Sveinsdóttir flug-
freyja, var fædd 10. júlí 1941, barn
Ingibjargar Þorláksdóttur og
Sveins Jónssonar. Dáin slysadag-
inn 15. nóvember s.l.
Sigurbjörg, Didda, var ein þess-
ara vera sem gefa lífinu lit og
hlýju. Eg stóð í barnsskónum,
þegar eg k.vnntist henni fyrst, og
síðan hefi eg átt hana að vini.
Fyndi hún gleði við veg sinn, þá
bar hún blik hennar til mín —
hlátur og gleði, — gaf mér með
sér, og væri vegur minn þungur, þá
rétti hún fram hönd og hug til
hjálpar. Hún var því meir en
vinur, gefandi kærleikur á för,
gróblær vors við hlið okkar
margra. Fyrir það stend eg með
orðvana þökk mína í dag og hvísla
hana fram, er faðmur moldar lykst
um hinsta beð Diddu.
Mér verður hugsað til aldraðs
föður hennar, — hugsað til bróður
hennar, og þín vinar míns Eyþórs
og sonar ykkar Sveins, sem ber
mynd og mótun móður sinnar á vit
komandi daga. Styrki ykkur kær-
leikans Guð, leiði hann ykkur á ný
í sóllendur lífsins og þig, vinan,
um sumarlendur himna.
Dóra.
„Hún Didda er dáin, hún fórst í
nótt í lendingu á Ceylon". —
Þannig hljóðar hin kalda misk-
Flugfreyjur kvaddar:
Erna Haraldsdóttir og
Sigurbjörg Sveinsdóttir
En á þessari stundu finnst
okkur óhugsahdi, að unnt sé að
bæta í þessi skörð, sem hoggin
hafa verið í okkar hóp.
Nú kveðjum við Diddu, með
sömu orð í huga, sem við notum
alltaf í lok ferðar. En með þeirri
kveðju vonumst við alltaf eftir
endurfundum.
Við vottum eiginmanni, syni og
öðrum aðstandendum okkar
dýpstu samúð, en við trúum því að:
Ur okkar sárasta sviða,
sorta okkar lengstu nátta,
tómleik við dauðans dyr,
mun ást okkar endurvaxa,
ylhlýrri en fyr.
E.L. (Þýð. M.Á.)
Flugfreyjufélag íslands.
I dag er til moldar borinn
áttundi Islendingurinn, er fórst í
hinu sviplega flugslysi á Sri Lanka
15. nóvember 1978, Sigurbjörg
Sveinsdóttir, flugfreyja.
Aður hafa verið jarðsett þau:
Erna Haraldsdóttir, flugfreyja,
Ásgeir Pétursson, yfirflugstjóri,
Olafur Axelsson, deildarstjóri í
flugdeild, Þórarinn Jónsson, for-
stöðumaður flugdeildar, Guðjón
Rúnar Guðjónsson, flugmaður,
Ragnar Þorkelsson, flugvélstjóri,
Haukur Hervinsson, flugstjóri.
Stórt skarð hefur verið höggvið í
raðir þeirra, er að fluginu standa,
skarð er seint verðúr bætt.
Flugvirkjafélag Islands finnur
sárt til missis þessa fólks og vottar
öllum aðstandendum þess dýpstu
samúð í sorg þeirra.
Baldur Bjarnason.
Undarlega snögg og óvægin geta
þau orðið skilin í lífi okkar manna,
en kannske aldrei eins og þá þau
markast af skikkjufaldi dauðans. I
einni sviphendingu er það sem er
orðið það sem var. Við teygjum
fram hendur í leit — en finnum
aðeins tómið svalt, og köll okkar
og hróp deyja útí svarlaust rúmið.
Hví og hvers vegna? Hví áttu
dauði erindi við fólk á vorlendum
lífsins, hvers vegna við fólk sem
enn gengur með barminn fullan af
gjöfum? Eg kann ekki svar, en
leita huggunar í orði Krists er
Erna Haraldsdóttir og Sigur-
björg Sveinsdóttir flugfreyjur,
elskulegar vinkonur mínar og
samstarfsstúlkur eru látnar. Við
fórum allar í pílagrímaflugið
þriðja árið í röð. Mikið höfum við
öll misst við að þurfa að sjá á bak
því fólki sem þar fórst. Þær áttu
það sameiginlegt í starfi sínu að
sýna öllum sem hlut áttu að máli
innilegt viðmót. Sérstaklega voru
þær hjartahlýjar og innilegri
vinkonur var varla hægt að hugsa
sér. Langur tími leið og oft á milli
þess sem við hittumst, en alltaf
var eins og við hefðum hist í gær
og þeirra hlýja bros var einstakt.
Staðreynd verður ekki breytt. Er
ég þess fullviss að á ókomnum
leiðum með þeirra bros í vegar-
nesti sýnum við þeim og þeirra
aðstandendum sem okkar hug
þekkja mesta virðingu. Blessuð sé
minning þeirra.
Jóhanna Björnsdóttir.
Þær voru margar minningarnar
sem komu upp í huga minn á
leiðinni frá New York til Islands.
Ferð sem farin var til að kveðja
tvær vinkonur mínar hinstu
kveðju. Oft hafði ég flogið með
þeim þessa sömu leið, notið
umönnunar þeirra eins og aðrir
farþegar, og dáðst að hvað öll verk
fóru þeim vel úr hendi. Það var
sönn ánægja að horfa á þær ganga
um farþegarýmið, báðar stórglæsi-
legar og báru Loftleiðabúninginn
með miklu stolti. Eg kynntist
Ernu fyrst, við höfðum kannast
hvor við aðra í mörg ár áður, en
ekki verið um raunveruleg kynni
að ræða. Á áramótafagnaði hjá
Loftleiðum 1969 fórum við fyrst
virkilega að tala saman, og spurði
Erna hvort hún mætti gista hjá
mér í New York stoppum þegar
hún ætti ekki sérstakt erindi að
reka á Manhattan. Mér fannst hún
gera mér heiður með því að koma í
heimsókn og fór til New York með
tilhlökkun í huga. Erna kom oft og
ég fann fljótt að þarna var stúlka
sem var raunverulegur vinur vina
sinna og yndislegt að hafa nálægt
sér. Á þessum árum flugu Erna og
Didda oft saman. Erna talaði
mikið um Diddu, hvað henni líkaði
vel við hana og gott væri að vinna
með henni, og sagði að við
mættum til með að kynnast.
I næstu ferð sem þær flugu
saman til New York komu þær í
heimsókn. Vissi ég þá strax að
þarna hafði ég eignast aðra
hjartans vinkonu. Árin liðu og oft
komu þær í litlu íbúðina í South
Ozone Park, þá var alltaf glatt á
hjalla, margt að spjalla og þegar
gott var veður setið í sólbaði.
Oteljandi voru líka þeir greiðar
sem þær gerðu mér og samstarfs-
fólki mínu á Kennedy-flugvelli.
Stundirnar voru margar og góðar í
félagsskap þeirra tveggja í New
York, íslandi og með Ernu í Puerto
Rico og Stokkhólmi.
Finnst mér ég vera mikil
gæfumanneskja að hafa átt vin-
áttu þeirra, og báru þær svo
sannarlega sólskin inn í mitt líf og
annarra. Þær hlökkuðu til að fara
í pilagrímaflugið. Vera í áhöfn
saman og herbergisfélagar. Báðar
höfðu gaman af að sjá nýja staði í
heiminum og áhuga fyrir að vinna
vel fyrir sitt félag. Það að þær áttu
ekki afturkvæmt er mikil sorg
fyrir alla, en fullvissan um að
þeim líður vel í sinni nýju tilveru
gerir sorgina léttari. Svo kveð ég
þær vinurnar mínar, og þó ég eigi
ekki eftir að sjá þær mæta oftar
hressar og kátar tilbúnar fyrir
flugið mun ég sjá þær í huga mér
og vita að þær vaka yfir okkur
öllum. Ástvinum Ernu, Diddu og
annarra starfsfélaga sem létu lífið
saman votta ég mína innilegustu
samúð.
Ingunn Ilallsdóttir.
unnarlausa staðreynd gegnum
símann . morguninn eftir hið
hörmulega flugslys er átta íslend-
ingar og fjöldi Indonesa týndu lífi.
Það er erfitt að lýsa þeim
tilfinningum sem slíkt reiðarslag
vekur. Bitur örlögin fylla hug
okkar sárum trega sem er næstum
óbærilegur. Minningarnar vakna
hver af annarri um elskulega
frænku og vinkonu, um ótal
hugljúfar samverustundir allt frá
bernskudögum okkar, er við áttum
heima í sama húsi hér í Reykjavík.
Það er erfitt að sætta sig við þá
hugsun að eiga aldrei framar að
mæta hennar hlýja brosi og milda
viðmóti sem henni var svo eigin-
legt.
En ekkert fær breytt því sem nú
er orðið og við ástvinir hennar
stöndum hnípnir og fáum ekki
skilið þau válegu rök.
Didda, eins og hún var jafnan
kölluð, var fædd í Reykjavík 10.
júlí 1941 og var því 37 ára er hún
lést. Foreldrar hennar voru Ragn-
heiður Ingibjörg Þorláksdóttir,
móðursystir okkar, er þetta ritum,
sem látin er fyrir allmörgum árum
og Sveinn Jónsson fyrrum bifreið-
arstjóri á Bifreiðastöð Reykjavík-
ur. Hann dvelst að Ási í Hvera-
gerði og syrgir nú dóttur sína
hniginn að aldri. Didda ólst upp
ásamt bróður sínum Sverri við
mikið ástríki foreldra sinna og er
skólanámi lauk stundaði hún
verslunarstörf um tíma.
Árið 1967 hóf hún flugfreyju-
starf hjá Loftleiðum og gegndi því
æ síðan með mikilli prýði. Didda
var falleg stúlka og góð og auk
þess gædd mörgum eiginleikum
sem nutu sín mætavel í flugfreyju-
starfinu, enda mat hún starf sitt
mikils og hlífði sér hvergi þegar á
hana var kallað til flugs.
Gæfuspor var stigið þegar Sig-
urbjörg giftist 21. apríl 1962
eftirlifandi eiginmanni sínum Ey-
þóri Þorlákssyni, góðkunnum tón-
listarmanni frá Hafnarfirði.
Bjuggu þau í farsælu hjónabandi,
fyrst í Reykjavík en fluttust síðar
til Hafnarfjarðar. Tónlistin var
þeim sameiginlegt áhugamál og
gleðigjafi og störfuðu þau saman á
þeim vettvangi einkum á Spáni á
fyrstu samvistarárum sínum, en
þar hafði Eyþór dvalist áður við
nám og störf. Tóku þau ástfóstri
við land og þjóð og dvöldust þar
tíðum í sumarleyfum sínum og
voru bæði mælt á spænska tungu.
Þau Sigurbjörg og Eyþór eignuð-
ust einn son, Svein, sem var
fermdur á síðastliðnu vori.
Þeirra feðganna er missirinn
mestur þegar ástkær eiginkona og
móðir er kvödd með svo sviplegum
hætti. Aldraður faðir, og bróðir
hennar Sverrir sakna nú elskaðrar
dóttur og systur.
Við og fjölskyldur okkar vottum
aðstandendum hennar öllum inni-
lega samúð og biðjum þeim
huggunar og blessunar Guðs.
Blessuð sé minning Sigurbjarg-
ar Sveinsdóttur.
Af eilífðarljósi bjarma ber,
sem brautina þungu Kreiðir.
Vort líf, sem svo stutt og stopult er,
það stefnir á æðri leiðir.
Ok upphimin feKri en auKa sér
mót öllum oss faðminn breiðir.
E.B.
Erla og Bóbó.
I dag verður til moldar borin frá
Fríkirkjunni í Hafnarfirði Sigur-
björg Sveinsdóttir flugfreyja.
Fregnin um hið skyndilega og
ótímabæra fráfall hennar kom
sem reiðarslag, enginn fyrirvari,
öllu lokið.
Með fáeinum fátæklegum orðum
vil ég minnast hennar og allrar
vinsemdar og tryggðar, er hún
auðsýndi mér ogfjölskyldu minni í
þau mörgu ár, sem við höfðum átt
samleið.
Sigurbjörg var fædd 10. júlí
1941. Hún ólst upp í foreldrahús-
um við Grettisgötu í Reykjavík.
Foreldrar hennar voru Sveinn
Jónsson, fæddur 1882 að Torfa-
stöðum í Fljótshlíð, fyrrum bif-
reiðastjóri á B.S.R. Hann dvelst nú
á elliheimili í Hveragerði. Móðir
hennar var Ingibjörg Þorláksdótt-
ir, fædd 1899 að Tjörn í Tjörnesi,
hún lést í nóvember 1966.
Didda, eins og hún var ávallt
kölluð, gekk til náms í Barnaskóla
Austurbæjar og síðar í Gagn-
fræðaskóla verknáms. Sumarið
1957 dvelst Didda við nám í
Lýðháskóla í Svíþjóð.
Didda átti sér mörg áhugamál.
Þeir sem hafa komið á heimili
þeirra hjóna, hljóta að hafa veitt
athygli þeim fögru hannyrðum
sem það prýða. Ljóð voru henni
einkar hugleikin og fór hún létt
með að læra þau utanbókar.
Einnig var söngur ofarlega á lista.
Þetta kom sér vel seinna, þar sem
hún starfaði sem söngkona um
margra ára skeið, með ýmsum
danshljómsveitum hér og erlendis.
Um haustið 1959 tekur hún þátt í
revíu-skemmtun, sem haldin var í
Sjálfstæðishúsinu við Austurvöll.
Revían hét „Eitt lauf“. Þar komu
margir fram til að skemmta. Þar á
meðal var Eyþór Þorláksson gítar-
leikari, sem um margra ára skeið
hafði verið við gítarnám og seinna
hljóðfæraleik á Spáni. Einmitt þar
hófust þeirra kynni, sem höfðu
mikil áhrif á framtíð hennar. Þau
hafa nú verið gift í sextán ár.
Fljótlega fór hún með Eyþóri til
Spánar. Barcelona hét borgin. Þar
voru kunningjar margir og góðir
pg líka innilegir eins og mörgum
Islendingum mun vera kunnugt
sem hafa kynnst Spánverjum.
Didda, sem þá mælti ekki á
spænska tungu, sýndi þar hvað
hún átti létt með að læra, því á
ótrúlega skömmum tíma varð hún
vel mælandi á spænsku, jafnframt
því að skrifa og lesa málið.
Það yrði langur listi, ef ætti að
telja upp allar þær ferðir, sem þau
hjónin hafa farið til Spánar, en um
margra ára skeið unnu þau yfir
sumartímann á Spáni, en á íslandi
á vetrum.
Oft varð Mallorca fyrir valinu.
Um sumarið 1961 störfuðu þau í
Puerto De Polliansa, en koma
heim og starfa þann vetur í
Þjóðleikhúskjallaranum. Það var
þar sem undirritaður kynntist
Diddu og upp frá því verið náinn
og einlægur kunningsskapur, sem
aldrei féll skuggi á. Næst fara þau
til starfa í Paguera og enn seinna
til að leika og syngja á Hótel
Comodoro. Síðast störfuðu þau svo
á hinum þekkta skemmtistað
Titos, í Palma.
Hér hafa þau starfað á ýmsum
stöðum og oftar en.einu sinni á
hverjum stað, eins og til dæmis á
Röðli, Sigtúni og í Þjóðleikhús-
kjallaranum.
Veturinn 1964 í febrúar fæddist
þeim sonur. Hann var nefndur
Sveinn í höfuðið á afa sínum.
Sveinn hefur ávallt verið með í
þeim ferðum, sem þau hafa farið
síðan.
Dídda sækir um starf hjá
Loftléjðum sem flugfreyja haustið
1967. Hún var ráðin 10. desember,
og hefur hún því starfað sem
flugfreyja í hartnær 11 ár.
Af þessum hugleiðingum má sjá,
að Didda hefur upplifað ýmislegt á
svo stuttri ævi, enda kunni hún frá
mörgu að segja í vinahópi.
Didda var prúð í framkomu, fríð
og glæsileg og vakti hvarvetna
athygli þar sem hún fór. Allir þeir
sem kynntust henni munu nú að
leiðarlokum kveðja hana með
innilegu þakklæti fyrir góða, en
allt of stutta samfylgd.
Við hjónin sendum öldruðum
föður, bróður hennar Sverri, og
öðrum nákomnum ættingjum og
sérstaklega vinum okkar Eyþóri
Þorlákssyni og syninum Sveini,
hjartanlegar samúðarkveðjur.
Blessuð sé minning hennar.
Trausti Th. Óskarsson.
Einn áf þeim flugliðum okkar
sem við nú þurfum að sjá af er
Sigurbjörg Sveinsdóttir flug-
freyja. Hún hafði starfað hjá
Loftleiðum í um það bil 11 ár og nú
síðustu árin sem 1. flugfreyja. Hún
var einkar glaðvær og elskuleg
stúlka sem alltaf var jafn ánægju-
legt og gott að starfa með. Þær
voru ófáar langferðirnar yfir
Atlantshafið sem hún gerði okkur
þægilegar með sínu hlýja viömóti
og kaffisopa. Það var oft áberandi
í lok ferða með Sigurbjörgu að
ánægðir farþegar gengu frá borði.
Við sendum eiginmanni, syni og
öðrum ættingjum okkar dýpstu
samúðarkveðjur.
Féflag Loftleiðaflugmanna.