Morgunblaðið - 29.11.1978, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 29.11.1978, Blaðsíða 32
Verzlid sérverzlun meö litasjónvörp og hljómtæki. Skipholtí 19 BUÐIN simi y 29800 |25 dagar' til jóla (fuill & &ilfur Laugavegi 35 MIÐVIKUDAGUR 29. NÓVEMBER 1978 Flugleiðir: Stefna að 160 sæta Boeing 727 árið 1980 Hugleiða kaup á annarri DC-10 breiðþotu á sama ári FULLTRÚAR írá Boeing-ílugvélaverksmiðjunum banda- rísku eru væntanlegir til landsins í næsta mánuði til þess að ræða við Flugleiðamenn um tækjabúnað nýrrar Boeing 727-200 flugvélar sem reiknað er með að komi til landsins í ársbyrjun 1980, en Boeing 727-200 er nokkuð stærri en þotur af gerðinni 727-100 sem Flugleiðir eiga nú. t>á eru Flugleiðir að kanna kaup annarrar DC10 breiðþotu á árinu 1980 beint frá Douglas-verksmiðjun- um, en engin ákvörðun hefur verið tekin í málinu ennþá, m.a. vegna þess að ekki er búið að leysa vanda Flugleiða í sambandi við flugmenn. Boeing 727 af 200-gerðinni tekur allt að 180 farþega í sæti, en Banaslys í Breiðholti ÞAÐ sviplega slys varð í Brcið- holtshverfi í gær.' að tveggja ára drcngur féll út um glugga í f jölbýlishúsi og lést. Slysið varð um miðjan dag í ga*r og lcnti dreng- urinn á steinpalli ofan við kjallara- dyr hússins. Ekki er hægt að greina frá nafni drengsins á þessu stigi. reiknað er með að 160 sæti verði í vélinni, sem verður aðeins fyrir farþegaflug. Hvor 727 þotna Flug- leiða nú tekur hins vegar um 129 farþega og þær eru jafnframt smíðaðar fyrir vöruflutninga, en reiknað er með að þegar nýjar vélar taka við af þeim þá verði þær eldri eingöngu notaðar í vöruflutn- inga milli landa. Eins og fram hefur komið í fréttum eru Flugleiðir nú að endurskipuleggja ýmsa þætti í starfi félagsins, m.a. endurnýjun flugvélakostsins og í viðbót við DC-10 breiðþotuna, sem félagið hefur fest kaup á, er nú verið að kanna möguleika á að kaupa aðra nýja DC-10 breiðþotu beint frá verksmiðjunum árið 1980, en ákvörðun í því sambandi mun þó fara eftir því hve fljótt tekst að leysa flugmannadeiluna innan Flugleiða. í sambandi við upp- stokkun þessara mála hjá Flug- leiðum um þessar mundir er gert ráð fyrir að á næstu vikum verði aðaláherzlan lögð á að leysa flugmannavandamálið. Margir gripu til regnhlífar á höfuðborgarsvæðinu í gær og munu sennilega gera aftur í dag þar sem spáð er áframhaldandi úrkomu. U6s">- Mbi. Emiiía. Spár um verðþróun næstu mánaóa: Verður 4% —6% „kauprán” 1. marz Flugslysið íColombo: Ofsarok og rigning á slysstað—logn við hinn brautarendann EITT af þeim atriðum sem miinn- um hefur ekki borið saman um í samhandi við flugslysið í Colomho á Sri Lanka er veðrið á slysstað. Flugturninn gaf upp logn. en veðurathugun fer fram þeim megin flugvallarins sem vélin ætlaði ekki að lenda á. Hins vcgar hafa upplýsingar ýmissa manna sem búa í námunda við slysstað- inn leitt allt annað 1 Ijós. M.a. hefur íslenzku og bandarfsku rannsóknarnefndinni borizt bréf frá leigubílstjé: a sem á heima 2—3 mflur frá slysstað. Ilann sagði f bréfi sínu að umrætt kvöld hefði hann með herkjum getað ekið hcim til sín fyrir ofsaroki og rigningu þar sem skyggni var ekkert. Tré fuku upp á svæðinu og hann gat ekki hlustað á útvarp fyrir truflunum. Slíkt veðurfar við brautarendann þar sem vélin ætlaði að lenda getur orsakað vindaskil sem ncfnast höggvindur og er hættulegur flugvélum í lítilli hæð, en þetta er eitt af þeim atriðum sem enn liggja ekki á Ijósu í samhandi við rannsókn málsins. SAMKVÆMT áætlun, sem Þjóðhagsstofnun hefur gert um þróun verðlags á næstu þremur mánuðum, er búizt við um 9% hækk- un. Ilins vejgar hefur Verzlunarráð Islands gert áætlun um þróun verðlags á þessu sama tímabili og komizt að þeirri niður- stöðu að verðlagshækkun fram til 1. marz verði um 11%. Svo sem sést af þessum tölum er þetta nokkuð minni hækkun en varð á því þriggja mánaða tíma- bili, sem nýliðið er, en á þeim tíma hækkaði verðlag um 14,12%, eins og komið hefur fram í útreikning- um Kauplagsnefndar á verðbóta- vísitölu kjarasamninga. Þá má og benda á að samkvæmt greinargerð með ráðstöfunum ríkisstjórnar- innar, sem birzt hafa í formi lagafrumvarps á Alþingi er þess látið getið að ríkisstjórnin stefni að því að kaupgjald hækki ekki hinn 1. marz næstkomandi um meira en 5%. Það þýðir í raun að ríkisstjórnin verður að eyða með niðurgreiðslum eða öðrum hætti 4 til 6 vísitölustigum, en í niður- greiðslum kostar eyðing á hverju stigi hátt á þriðja milljarð króna og lætur því nærri að þetta markmið ríkisstjórnarinnar geti kostað hana í auknar niðurgreiðsl- ur 10 til 15 milljarða króna úr ríkissjóði. Fiskiþing ekki hlynnt ríkisút- gerd á togur um A NYAFSTÖÐNU Fiskiþingi flutti Kjartan Jóhannsson sjávar- útvegsráðhcrra ræðu þar sem hann m.a. ræddi um þann mögu- leika að ríkið eignaðist fáeina togara og notaði þá til aflajöfnun- ar um landið. Fiskiþing tók hins vegar ekki undir þessar hug- myndir ráðherrans og í ályktun segir að Fiskiþing telji ríkis- útgerð togara varhugaverða og * Agreiningur milli st jórnarflokka: Eru hærri verðbæt- ur bannaðar eða ekki? Hækkun tryggingabóta ekki í samræmi vtö verðbólguaukningu miðlun hráefnis milli vinnslu- stöðva geti farið fram á annan og hagkvæmari hátt en með ríkisútgerð. Þingið fól stjórn Fiskifélagsins að kanna með hvaða hætti mætti stofna til upplýsingamiðstöðvar, sem annast gæti fyrirgreiðslu við dreifingu hráefnis meðal vinnslu- stöðva þegar hráefnisframboð væri umfram afkastagetu á til- teknum stað eða svæði. Stjórnin skal hafa samráð við hagsmunaað- ila í þessu máli og skila áliti sínu fyrir 1. maí á næsta ári. Þá beinir þingið því til Alþingis og ríkisstjórnar að eins fljótt og kostur sé verði gerðar vegabætur milli útgerðar og vinnslustaða. Þar sem öruggar samgöngur eru mikilvægur þáttur þeirrar við- leitni að samhæfa veiðar og vinnslu og að tryggja vinnslu fiskafla eins fljótt eftir löndun og frekast má verða. Þingmenn Sjálfstæðis- flokksins munu greiða atkvæði gegn 1. grein „kaupráns“ frumvarps ríkisstjórnarinnar, sem lagt var fram á Alþingi í fyrradag en láta stjórnar- sinnum eftir að bera ábyrgð á lagasetningunni að öðru leyti enda 1. grein frv. þarflaus, 2. og 3. grein eiga ekki heima í lögum og stjórnarflokkarnir ósam- mála um hvernig skilja beri 4. grein, segir í áliti minnihluta fjárhags- og viðskiptanefndar Neðri deildar, sem lagt var fram á Alþingi í gær. í nefndarálitinu kemur eftir- farandi m.a. fram: • Fyrirheit um samráð við aðila vinnumarkaðar hefur reynzt fánýtt hjal. Fulltrúar ASÍ. BSRB. Vinnuveitendasam- bands og Verzlunarráðs höfðu lítið eða ekkert af þessum ráðstöfunum að segja fyrr en þær lágu fyrir í frv. — formi. Fulltrúar vinnuveitendasam- bands voru kallaðir á einn fund fyrir u.þ.b. sex vikum og fulltrúar ASI á tvo til viðbótar. i Agreiningur er milli stjórnar- flokkanna um það, hvort í frv. felst bann við greiðslu ha:rri verðbóta eða ekki. Fulltrúar Vinnuveitendasambands telja það hindandi en fulltrúar BSRB og ASÍ ekki. i Engar upplýsingar hafa feng- ist um áform ríkisstjórnarinn- ar um lækkun skatta á lág- tekjufólki og hækkun skatta á öðrum. • Engar upplýsingar hafa feng- izt um fyrirhugaðar auknar álögur á atvinnureksturinn. • Ekki hefur verið upplvst hversu miklu fé ríkisstjórnin hyggst verja á næsta ári til „félagslegra umhóta". • Niðurgreiðslur vöruverðs eru komnar á það stig. að það skekkir alla verðmyndun í þjóðfélaginu. • Ekki er gert ráð fyrir lág- launahótum eins og í íebrúar- lögunum. • Ilækkun bóta almannatrygj?- inga er ekki í samræmi við verðbólguaukninguna. Synjað um varðhald SAKADÓMUR Rcykjavíkur synj- aði í gær ósk Rannsóknarlög- reglu ríkisins um gæzluvarðhald yfir manni þeim, scm grunaður er um svik í samhandi við kaup á húseign i' Reykjavík, og skýrt var frá í Mbl. í gær. Rannsóknarlög- reglan hcfur óskað eftir sérstök- um úrskurði um synjun, en ef hann verður kveðinn upp, hefur saksóknari heimild til þess að kæra hann til Hæstaréttar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.