Morgunblaðið - 29.11.1978, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 29.11.1978, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 29. NÓVEMBER 1978 11 ríkisstjórnarinnar? Hvaö segja þeir um „kauprán“ ríkisstjórnarinnar? Hvaö segja stjórnin að nokkru leyti samþykkt óskir verkalýðshreyfingarinnar. Við getum deilt um hvað mikil kjarabót er yfirleitt með þessum félagslega þætti, því þetta er erfitt að mæla, en niðurfelling eftir- vinnu í áföngum, lagfæring á lögunum um uppsagnarfrest og greiðslur í slysa- og veikindatil- fellum eru spor í rétta átt. Verkalýðshreyfingin telur betra að við völd sé ríkisstjórn sem skiptir þjóðarkökunni og taki tillit til okkar vilja, en okkur fannst mikið skorta á það hjá fyrrverandi ríkisstjórn. Munurinn felst í samráðunum „Ég á ekki gott með að sætta mig við þessar ráð- stafanir, því ég tel að þeir sem minnst hafa launin geti ekki fórnað neinu, eins og frum- varpið þó ætlar þeim,“ sagði Þór- unn Valdimarsdóttir formaður Verkakvennafélagsins Framsókn- ar. „Ég er auðvitað eins og aðrir uggandi um ástand efnahagsmála og vildi gjarnan fá meiri vissu fyrir því, en í frumvarpinu felst, að nú verði tekizt á við vandann en ekki látið sitja viö eina bráða- birgðalausnina enn. Sá er munurinn varðandi þessar ráðstafanir og þær sem fyrri ríkisstjórn framkvæmdi, að nú hafa verið höfð meiri samráð við verkalýðshreyfinguna og meira af upplýsingum hefur borizt til aímennings um þann vanda, sem við er að glíma.“ • Félagslegu umbæturnar mesti óvissuþátturinn „Ég get fallizt á þessar aðgerðir vegna þess að í 60-70% verð- bólgu þurfum við 60—70%' launa- hækkun til að halda kaupmætt- inum og ég hef áhyggjur, ef ekki tekst að vinna verðbólguna niður," sagði Guð- mundur Þ. Jónsson formaður Landssambands iðnverkafólks. „Út af fyrir sig tel ég aldrei heppilegt að verið sé að kraka í gerða samninga, en ég minni á þau tímamót nú að samningar áttu að renna út 1. desember. Þeim hlutanum sem ekki kemur til útborgunar í kaupi á nú að mæta með niðurgreiðslu á vísitölu, skattalækkunum og félagslegum úrbótum. Verkalýðshreyfingin hefur áður samþykkt niðurgreiðsl- ur og það hefur gerzt áður að félagslegar úrbætur komi í stað beinnar launahækkunar. Mesti óvissuþátturinn í þessum aðgerð- um eru félagslegu framkvæmd- irnar, en ég hef enga ástæðu nú til að ætla annað en að við þann hluta verði staðið. A þessum aðgerðum og aðgerðum fyrri stjórnar er því sá reginmunur að í vetur var vísitalan bara helminguð og enn- fremur voru ýmsar álögur skertar, þannig að þær ráðstafanir voru hreint kauprán." Kaupmátturinn veröi tryggður — segir Benedikt Davíðsson — Samband byggingarmanna ályktaði mjög í sömu veru og frumvarp ríkis- stjórnarinnar gengur, á þingi okkar fyrir skömmu og við leggjum áherzlu á að kaupmáttur- inn sé tryggður eins og samið var um, en sem minnst með verðbólgu- hvetjandi aðgerðum. — Mín umsögn um frumvarpið er því heldur jákvæð, enda fylgi efndir í sambandi við þær yfirlýs- ingar sem gefnar hafa verið, sagði Benedikt Davíðsson, formaður Sambands byggingarmanna. BSRB mótmælir skerðingu á umsömdum kaupmætti launa Kristján Thorlacius for- maður Banda- lags starfs- manna ríkis og bæja sagði það augljóst að kjaraskerðing- in nú væri mun minni en sú sem gerð hefði verið fyrr á árinu. Nú kæmi til frádráttur vegna skattalækkana og niðurgreiðslna. Að öðru leyti vísaði Kristján til ályktunar, sem gerð var á fundi stjórnar BSRB í gær með atkvæðum allra fundarmanna. Ályktunin er svohljóðandi: „Vegna fram komins stjórnar- frumvarps um tímabundnar ráðstafanir til viðnáms gegn verðbólgu, mótmælir stjórn B.S.R.B. því eindregið, að gild- andi kjarasamningum sé ennþá breytt með lögum og þannig skertur umsaminn kaupmáttur launa. Stjórnvöld virðast ekki sjá önnur ráð til að draga úr óðaverðbólgu en minnka kaup- mátt launa. Stjórn B.S.R.B. telur, að ráðstafanir af þessu tagi hafi þó alltaf reynst skammgóður verm- ir og ekki dugað til lækningar verðbólgunnar. Stjórn B.S.R.B. bendir á þá staðreynd, að íslenska þjóðin hefur á nokkrum áratugum endurbyggt svo til allan húsa- kost landsmanna og byggt upp flest atvinnutæki sín og orku- ver. Þessi gífurlega fjárfesting hefur skapað auknar þjóðartekj- ur og bættan þjóðarhag, en jafnframt leitt af sér óðaverð- bólgu og fjármálameinsemdir, sem nauðsynlegt er að snúast gegn. Þjóðin á nú um það að velja að draga um sinn úr hinni öru fjárfestingu og taka allt efna- hagskerfið föstum tökum eða slaka á eðlilegum kröfum um sambærileg lífskjör og fólk býr við í nágrannalöndum okkar. Launafólk krefst þess, að stjórnvöld velji fyrri kostinn. Því skorar stjórn B.S.R.B. á ríkisstjórn og Alþingi að hefjast þegar handa um áætlunargerð til lengri tíma, er hafi það markmið að draga úr verðbólgu, tryggja kaupmátt launa og forgangsverkefni í framkvæmd- um, er ekki þola bið. Verði ekki brugðið skjótt við um breytingu á íslensku efna- hagslífi, þá munu bráðabirgða- ráðstafanir þær, sem í frv. felast, reynast haldlitlar og ný verðbólguvandamál hlaðast upp.“ „Enginn greinarmunur gerður á pví hvort kjaraskeröing kemur frá hægri eða vinstri stjórn“ „Rafiðnaðar- menn gera eng- an greinarmun á því hvort kjaraskerðing kemur frá hægri eða vinstri stjórn, þeir líta sömu augum á að- gerðina hver sem framkvæmir hana,“ sagði Magnús Geirsson formaður Rafiðnaðarsambands íslands. Að öðru leyti vísaði Magnús til ályktunar um kjaramál, sem samþykkt var samhljóða á 5. þingi Rafiðnaðarsambandsins um s.l. helgi, en þar segir m.a. svo um það ástand, sem nú blasir við í kjaramálum: „5. þing Rafiðnaðarsambands íslands mótmælir öllum hug- myndum um að leysa yfirstand- andi efnahagsvanda á kostnað verkafólks og krefst þess að kaupmáttur launa verði tryggð- ur. Þingið lýsir andstöðu við öll áform um breytingar á ákvæðum gildandi kjara- samninga um verðtryggingu launa. Jafnframt varar þingið alvar- lega við þeim fyrirætlunum ríkisvaldsins að framkvæma stórfelldan samdrátt í fjárfest- ingamálum svo sem við virkjun fallvatna og dreifikerfi raf- veitna, sem hljóta að leiða til verulegs atvinnuleysis meðal rafiðnaðarmanna. Augljóst er, að verkalýðs- hreyfingin verður nú sem fyrr, að vera við því búin að heyja baráttu til varnar lífskjörunum. Það er skoðun þingsins að við núverandi aðstæður komi ekki til greina að framlengja samningum og hvetur því aðildarfélög RSI til þess að hafa samninga lausa fyrst um sinn.“ Skemmtilegir austfirskir þættir um menn og máfefni. SKUGGSJÁ Hér er að finna skemmtilega þætti um menn og málefni. Þáttur er um Blöndalshjónin á Hallormsstað og hið merka lífsstarf þeirra, um séra Ólaf Indriðason, skáldklerkinn í Kolfreyjustað, föður þeirra Páls alþingismanns og skálds og Jóns ritstjóra, um hagleiks- manninn Karl Guðmundsson myndskera, langur þáttur um Sigfús Sigfússon þjóðsagnarit- ara og sérstæða háttu hans, um Sigurjón í Snæhvammi, um Fransmenn á Fáskrúðsfirði, um vin málleysingjanna, séra Pál Pálsson á Hörgslandi, um Magnús Guðmundsson frá Star- mýri o.fl. Af Héraði og úr Fjörðum er þjóðleg bók og hún er líka bráðskemmtileg. Jóna Sigríður, sem hér segir sögu sína, er kjarnakona og engri annarri k»nu lík. Hún lenti snemma í hrakningum og átti oft eríiða vist, en bugaðist aldrei þótt á móti blési, bauð erfiðleikunum birginn og barðist ótrauð sinni hörðu baráttu. Það var ekki fyrr en góðhestarnir hennar. Gullfaxi og Ljómi, komu til sögu, að lífið fór örlitið að brosa við Jónu Sigríði. Á þessum hestum ferðaðist hún um landið þvert og endilangt, um byggðir og öræfi, og lenti í margvíslegum ævintýrum og mannraunum. Frægust er hún fyrir útilegur sínar á Stórasandi, Kili og Kaldadal, og sú var mannraunin mest er hún átti átta daga útivist, matarlaus og svefn- laus, í hríð og foraðsveðri norðan undan Langjökli, — og þegar hún bjargaðist hélt hún blaðamanna- fund í Álftakróki. Það er öllum hollt að kynnast lífsréisu Jónu Sigríðar, frægustu hestakonu landsins. Þú hefur þann mátt, innra með þér, að geta læknað sjálfan þig, bæði á sál og líkama. Þetta er stórfróðleg bók og nytsöm og hverjum manni hollt að kynna sér efni hennar. Hún segir frá undraverðum tilraunum á lækningamætti hugans, en rannsóknir hafa staðfest trú höfundarins á það, að Guðs- krafturinn er til staðar í hverjum manni til að endurvekja og styrkja hug og líkama. Rannsóknir Harold Sherman eru taldar merkustu sannanir fyrir þeirri undraorku, sem í huga mannsins býr og hann segir frá þessum rannsóknum sínum, birt- ir sögur af árangursríkum lækningum og gefur þeim, sem lækninga þarfnast, holl og nyt- söm ráð.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.