Morgunblaðið - 29.11.1978, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 29.11.1978, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 29. NÓVEMBER 1978 25 + SÝNING. — Nunes Vais heitir einn frægasti ljósmyndari Italíu. Hann var alltaf áhugaljósmyndari <>k átti heima í Florenz (1856 — 1932). Myndasafn hans ku vera í sérflokki mynda og eru í því 20.000 myndir. — Að sögn blaða á Ítalíu hafa þessar myndir mikið sögulegt gildi, en þær spanna yfir seinustu ár 19. aldarinnar og fram á 20. öldina. — í Róm í höllinni frægu Palazzo Venezia hefur nú verið opnuð sýning á 200 myndum úr þessu merka safni. Laura dóttir Nunes ljósmyndara hefur haldið safninu saman. Ilún hefur nú gefið það alit ásamt öllum Ijósmyndaáhöldum föður síns til stofnunar í Rómaborg. Þetta er ein myndanna úr safni Vaisar. + SOTHBY. - Þessi mynd er tekin hjá fræg- asta uppboðsfyrirtæki norðan Alpafjalla og þó víðar væri leitað — hjá Sothby‘s í London. Ungi maðurinn á myndinni heldur á einni af konsert- fiðlum Yehudi Menuhins. Er þetta með eindæmum fágætt afbrigði af Joseph Guarneri del Jesus-gerð- inni, smíðuð 1739. Við- stöddum er hér sýnd fiðl- an áður en sjálft uppboðið hófst. — Var fiðlan slegin á 224.000 dollara, eða um 70 milljónir ísl. króna. Ekki er þetta þó dýrasta hljóðfæri í heiminum í dag, sölumetið er 230.000 doliarar. Leikskólinn Gefnarborg. Ljósm. Hreggviður Guðgeirsson. Leikskólanum lok- að vegna mikilla greiðsluörðugleika Garði, 27. nóv. UM N/ÉSTU mánaðamót verður leikskólanum í Garði lokað vegna fjárhagsörðugleika. Það er kven- félagið Gefn sem rekið hefir leikskólann undanfarin ár með styrk frá sveitarsjóði. Er nú svo komið að skuldir skólans eru orðnar svo miklar að kvenfélagið hefir sagt upp starfsstúlkunum og hyggst loka fram í miðjan janúar en opna þá aftur og þá aðeins eftir hádegi og með nýju fyrirkomulagi. Á sl. ári var biðlisti með börnum sem sótt höfðu um inngöngu í skólann og var þá tekin ákvörðun um að gera tilraun með að hafa opið á morgnana. Gekk það ágætlega í upphafi en undanfarna mánuði hafa börnin á morgnana aðeins verið 6—8 og segir það sig sjálft að þegar lög gera ráð fyrir að tvær stúlkur verði að vera í skólanum er um bullandi taprekst- ur að ræða enda þótt aðeins sé litið á launahliðina hvað þá rafmagns- og símakostnað og annan tilfall- andi kostnað. Sveitarsjóður hefir ætíð styrkt starfsemina og var gert ráð fyrir einni milljón kr. á síðustu fjár- hagsáætlun. Á þessu ári hefir sveitarsjóður greitt um 1,9 mill- jónir í skólann og er það eins og dropi í hafið og hefir aðeins nægt til að greiða laun starfsstúlkna að hluta. Þá má geta þess að skólanum er alltaf lokað á sumrin í einn mánuð og hefir tíminn verið notaður til að mála og dytta að leikskólanum, lagfæra leiktæki o.fl. I sumar voru engir peningar tit slíks og þarfnast skólinn því bæði leiktækja og viðhalds nú. Það skal tekið fram að sveitar- sjóður hefir alltaf greitt þá peninga sem kvenfélagið hefir vantað upp á til að greiða laun starfsstúlkna. Á morgun hefir verið ákveðinn fundur með for- ráðakonum kvenfélagsins og sveitarstjóra og verður þá væntan- lega tekin ákvörðun um framtíð Gefnarborgar en það er nafn leikskólans. Fréttaritari. Þessi bók veitir yfirsýn yfir helstu þætti og þróun íslenskra efnahagsmála síöustu áratug- ina, og skýrir hagfræöileg hugtök. 97 skýringarmyndir fylgja textanum. Bókin skiptist í 6 kafla sem heita: Hvaö er veröbólga? Viöskiptin viö út- lönd. Ostööug efnahagslíf. Fjármál hins opinbera. Vinnu- markaöur og tekjur. Þjóöar- framleiösla og hagvöxtur. Bók- in er upphaflega samin fyrir sjónvarp og var efni hennar flutt þar áriö 1978. Höfundarnir eru báöir háskólakennarar í hagfræöi og þjóökunnir fyrir ritgeröir sínar og aöra umfjöll- un um hagfræöileg efni. Almenna bókafélagið Austurstræti 18, — sími 19707. Skemmuvegi 39, — Kópavogi — sími 73055. efnahagsmál eftir Ásmund Stefánsson og Þráinn Eggertsson Aóalfundur Aöalfundur ÍR er í kvöld aö Hótel Loftleiöum (Leifsbúö) kl. 20.30. Venjuleg aðalfundar- störf. Stjórnin. Nauðungaruppboð Samkvæmt kröfu bæjarsjóös Kópavogs, skattheimtu ríkissjóös í Kópavogi, Landsbanka ísland, Guöjóns Steingrímssonar hrl., Verzlunar- banka íslands h.f., Útvegsbanka íslands og Jóns Finnssonar hrl. veröa eftirgreindar bifreiöir seldar á nauöungaruppboöi, sem haldiö veröur viö bæjarfógetaskrifstofuna í Kópavogi, aö Auöbrekku 57, miövikudaginn 6. desember 1978 kl. 16.00 Y-188 Y-451 Y-1011 Y-1776 Y-2356 Y-2387 Y-2660 Y-2871 Y-3734 Y-3843 Y-4485 Y-5076 Y-5091 Y-5478 Y-5602 Y-6568 Y-7138 Y-7351 Y-7459 Y-7600 Y-7660 Y-8171 G-12042 L-1086 R-16617 R-32220 og Volkswagen pick-up árgerö 1968, óskráö. Uppboðsskilmálar liggja frammi á skrifstofu uppboöshaldara. Greiösla fari fram viö hamarshögg. Bæjarfógetinn í Kópavogi.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.