Morgunblaðið - 29.11.1978, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 29.11.1978, Blaðsíða 12
12 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 29. NÓVEMBER 1978 Hvaö segja þeir um „kauprán“ ríkisstjórnarinnar? MORGUNBLAÐIÐ leitaði í gær til talsmanna atvinnu- rekenda og spurði þá álits á frumvarpi ríkisstjórnarinn- ar um efnahagsaðgerðir I. des. nk. og kröfu ASÍ í sambandi við frumvarpið: — Svör þeirra fara hér á eftir. Árni Benediktsson, framkvæmdastjóri: „Of stór hluti laun- anna ferannað en beint í vasa launpega“ „Þó að éfí hafi að sjálfsöðgu ekkert á móti félagsleg- um umbótum finnst mér að of stór hluti laun- anna fari annað en beint í vas- ann,“ sasði Arni Benediktsson, framkvæmda- stjóri hjá frystihúsum SIS, aðspurður um efnahafísfrumvarp- ið og kröfugerð ASÍ í sambandi við það. „Mér finnst það vera vafasöm stefna að auka þetta en ef launþegahreyfingin óskar eftir slíku hlýtur það að stafa af því að hún vilji það og það er ekki mitt að segja til um það hvort verkalýðs- hreyfingin vill frekar fá launin í peningum en einhverju öðru.“ „Það dregur að sjálfsögðu veru- lega úr verðbólgu aö launa- hækkunin verður ekki nema 6,13% núna 1. desember í staðinn fyrir 14,13%. Sjávarútvegurinn er þannig staddur núna að hver launahækkun og hver fiskverðs- hækkun, sem leiðir í kjölfar launahækkunar leiðir nákvæmlega til hlutfallslegrar gengislækkunar, þannig að þetta hefur að þessu leyti aðeins þau áhrif að laun lækka minna og gengið lækkar minna og þar með verður verð- bólgan minni. Það kemur hins vegar ekki fram í lögunum hvert framhaldið verð- ur. Veröi það niðurstaðan að launin hækki ekki nema 5% hinn 1. marz n.k. hefur það einnig áhrif til þess að draga úr verðbólgunni í bili en það er óljóst ennþá hvort það gerir það til langframa. Það fer eftir því hvort verðbólgu- valdarnir sjálfir verða skildir eftir í kerfinu, m.a. eftir því hvernig þeim 3%., sem eiga að fara til félagslegra ráðstafana, verður varið og hvenær og hvernig fjáröflun verður til 2‘/2% niður- greiðslunnar og fleiri þátta, sem eru enn óráðnir að því er virðist. Þetta mál verður skoðað nánar á næstunni og það verður reiknað hvaða áhrif þessar ráðstafanir hafa á verðbólguna út næsta ár.“ Páll Sigurjónsson, formaóur Vinnu- veitendasambands íslands: „Lagaboð sett um atriöi, sem samið hefur verið um í frjálsum samningum?“ „Það er því miður staðreynd, að atvinnuvegirnir geta ekki tekið á sig neinar hækkanir eins og stendur ef forðast á rekstr- arstöðvun,“ sagði Páll Sigurjónsson formaður Vinnu- veitendasambands Islands í gær, aðspurður um efnahagsfrumvarp ríkisstjórnarinnar. Páll kvaðst að öðru leyti vísa til fréttatilkynningar Vinnuveitenda- sambandsins, sem birt er á bls. 2, nema hvað hann vildi sérstaklega taka fram, að í greinargerð með frumvarpinu væri gert ráð fyrir fjölmörgum lagaboðum um atriði, sem hiftgað til hefði verið fjallað um í frjálsum samningum og aðilar vinnumarkaðarins hefðu hingað til ekki viljað að löggjafinn fjallaði um. Væri hér m.a. um að ræða málefni lífeyrissjóða, fæðingarorlof, veikinda- og slysa- bætur, uppsagnarákvæði o.fl. Um svonefndan „kröfupakka" Alþýðusambands Islands kvaðst Páll ekki vilja tjá sig að svo komnu máli. Hjalti Geir Kristjánsson, form. Verzlunarráðs ísl.: „Frumvarpið bæði tímabundið og vafasamt viðnám gegn verð- bólgu“ Hjalti Geir Kristjánsson, formaður Verzlunarráðs ís- lands, hafði eftir- farandi að segja er Mbl. innti eftir áliti hans á efna- hagsfrumvarpi stjórnarinnar og „kröfupakka“ASÍ „í júní í fyrra, þegar niðurstöður sólstöðusamninganna lágu fyrir, spáði Verzlunarráðið því, að verð- iag mýndi hækka um 75% frá 1. júní út samningstímabilið. Þessi spá er nú að rætast. Meginástæða þessarar verð- bólguöldu var sá óraunhæfi kaup- máttur, sem sólstöðusamningarnir vísitölubundu og síðan þá hefur á víxl hækkað laun og verðlag. Frumvarpi ríkisstjórnarinnar er ætlað að taka á þessum vanda. Frumvarpið er þó bæði tíma- bundið og vafasamt viðnám gegn verðbólgu. Því er ætlað að afstýra 27 milljarða launahækkun á næsta ári í skiptum fyrir 7 milljarða launahækkun á næsta ári í skipt- um fyrir 7 milljarða ný útgjöld ríkissjóðs, sem ekki rúmast á fjárlögum án niðurskurðar eða nýrra skatta, og lenda því senni- lega á endanum, sem skuldaaukn- ing hjá Seðlabankanum. Þegar svo langt er gengið, hefði verið hrein- legra að fella niður launahækkun- ina 1. desember, án útgjalda úr ríkissjóði, enda greiða landsmenn sjálfir útgjöld ríkissjóðs á endan- um. Ef frumvarpið verður samþykkt óbreytt, veitir það vissan gálga- frest, sem rennur út 1. marz. Þá er sennilegt, að viðfangsefnið verði 11% kauphækkun í stað þeirrar 5%., sem minnst er á í athuga- semdum frumvarpsins. Mismunur- inn, 6% , verður þá nýtt viðfangs- efni ásamt þeirri gengisbreytingu og fiskverðshækkun, sem virðist verða í upphafi næsta árs. Við- námið er því tímabundið. Vegna þessa frumvarps hefur A.S.I. að sjálfsögðu sett fram kröfur um meiri völd í þjóðfélag- inu, en það hefur nú þegar. A.S.Í. gerir sér Ijóst, að menn vilja fórna jafnvel allri kauphækkuninni 1. desember til að verðbólguholskefl- an fjari út. Ríkisstjórnin virðist hins vegar ekki ætla að nýta þann meðbyr, sem hún nú hefur til að afstýra launahækkuninni 1. desember án útgjalda úr ríkissjóði. Slík aðgerð væri þó verulegur sigur í baráttunni við verðbólguna og mundi styrkja atvinnulífið í landinu, sem nú er hættulega veikt.“ Kristján Ragnarsson, formaður LÍÚ: „Finnst undrum sæta að sjó- mannasamtökin skuli bera fram óskir í þessu formi“ „Mér finnst undr- um sæta að sjó- mannasamtökin skuli bera fram óskir í þessu formi við ríkis- stjórnina," sagði Kristján Ragnarsson for- maður LÍÚ, aðspurður um þau atriði „kröfupakka" ASÍ, sem lúta að sjómannasamtökunum og útgerðinni. „í kjarasamningunum í fyrra varð að samkomulagi að setja upp sérstaka nefnd til þess að kanna aðbúnað og hollustuhætti í fiski- skipum. Sú nefnd er um það bil að ljúka störfum og miðað við að samkomulag verði um þau atriði höfum við ekkert á móti því að þau atriði verði lögfest. En um önnur atriði svo sem fæðisgreiðslur, sem í dag eru háðar sérstöku sam- komulagi, um greiðslur í veikinda- og slysatilfellum, sem hingað til hefur verið samningsatriði, um frídaga, sem einnig hefur verið samningsatriði, öll þessi þrjú atriði hafa samtök sjómanna hingað til talið mál sjómanna og útgerðarmanna en ekki löggjafans. Ég teldi það stórfellda afturför í samskiptum aðila vinnumarkaðar- ins ef Alþingi fer að hafa íhlutun í mál eins og þessi, sem eru hrein kjaraatriði og á að fjalla um í kjarasamningum milli atriða. Hvað varðar greiðslur fyrir fæði er því þannig háttað í dag að áhafnadeild aflatryggingasjóðs fær 1,62% af andvirði útfluttra sjávarafurða og gengur þetta fé til greiðslu á fæðiskostnaði á fiski- skipum en mismunandi mikið eftir úthaldi og stærðum skipa. Nú eru þetta 1396 krónur á mann á dag fyrir skip yfir 131 rúmlest, 1046 krónur fyrir skip 12—130 rúmlest- ir og 653 krónur fyrir skip undir 12 lestir. Þetta nægir í langflestum tilfellum til greiðslu á fæðiskostn- aði en hins vegar greiða sjómenn það sem umfram er, ef fæði er óvenjulega dýrt. Um þetta hefur verið ágætt samkomulag og því þykir okkur furðu sæta að þessar óskir séu nú fram komnar." Aðspurður kvaðst Kristján ekki vilja tjá sig um efnahagsfrumvarp ríkisstjórnarinnar en vísaði til fréttatilkynningar Vinnuveitenda- sambands íslands, sem birt er á bls. 2 í blaðinu í dag. MÓÐIR MÍN — húsfreyjan Fyrra bindi þessarar bókar seldist mest allra bóka okkar á síðasta ári. Hér er að finna eftirtalda fimmtán nýja þætti um nýjar mæður skráða af börnum þeirrat Sólveig Þórðardóttir frá Sjöundá eftir Ingimar Jóhannesson, Jóhanna Kristín Jónsdóttir frá Alfadal eftir Jóhannes Davíðsson, Steinunn Frímannsdóttir frá Helgavatni eftir Iluldu Á. Stefáns- dóttur, Hansfna Benediktsdóttr frá Grenjaðarstað eftir Guðbjörgu J. Birkis, Björg Þ. Guðmundsdóttir frá Höll eftir Sigurð S. Haukdal, Hlíf Bogadóttir Smith frá Arnarbæli eftir Sigríði Pétursdóttur, Svanhildur Jör- undsdóttir frá Syðstabæ eftir Guðrúnu Pálsdóttur, Aðalbjörg Jakobsdóttir frá Húsavík eftir Guðrúnu Gisladóttur, Jakobína Davíðsdóttir frá Hrísum eftir Davíð Ólafsson, Sigríður Jónsdóttir Bjarnason eftir Hákon Bjarnason, Ásdís Margrét Þorgrímsdóttir frá Hvítár- bakka eftir Þorgrím Sigurðsson, Kristín Sigurðardóttir frá Skútustöðum eftir Hall Hermannsson, Þórdís Ásgeirs- dóttir frá Knarrarnesi eftir Vernharð Bjarnason, Dóra Þórhallsdóttii frá Laufási eftir Þórhall Ásgeirsson og Grethe Harne Ásgeirsson eftir Evu Ragnarsdóttur. Móðir mín — Húsfreyjan er óskabók allra kvennai ömmunnar, mömmunnar, eiginkonunnar og unnustunnar. Hver þáttur bókarinn- ar er tær og fagur óður um umhyggju og ljúfa móðurást. / minningu hennar, sem eldinn fól aó b/eldi og blós i glæóurnar aó morgni, hennar, sem breytti ull i fat og mjólk i mat, sem einatt var fræóandi og uppalandi og allan vanda leysti i önn og erli dagsins - hlverþáttur þessarar bókar er tær og fagur óóur um móóurást. SKUGGSJÁ BHM mótmælir þaki á veröbótunum „Að því er varðar ASÍ þá er sá munur á þessu kaupráni og því fyrra að nú er ASI sum- part ábyrgt fyrir þessari ríkisstjórn og því í aðstöðu til að semja um atriði, sem þeir geta metið. En að því er varðar BHM og ég hygg fleiri samtök, sem ekki eru í aðstöðu til að hafa áhrif á gang þessara mála, þá er munurinn á þessu kaupráni og því fyrra enginn,“ sagði Jón Hannesson formaður launamálaráðs Bandalags háskólamanna. Að öðru leyti vísaði Jón til bréfs, sem hann og Valdimar Kr. Jónsson, nýkjörinn formaður BHM, hafa sent Ólafi Jóhannes- syni forsætisráðherra, en það bréf er svohljóðandi: „Bandalag háskólamanna mótmælir vinnubrögðum ríkis- stjórnarinnar, að ekkert samráð skuli haft við BHM, þrátt fyrir fögur orð um samráð við aðila vinnumarkaðarins og hefur ítrekuðum beiðnum launamála- ráðs BHM um fund með ráð- herranefnd þeirri. sem falið var að hafa samráð við aðila vinnu- markaðarins ekki verið sinnt. Þá vill bandalagið einnig mótmæla því harðlega, að enn skuli gert ráð fyrir þaki á verðbætur, þótt almennt sé nú

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.