Morgunblaðið - 29.11.1978, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 29.11.1978, Blaðsíða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 29. NÓVEMBER 1978 + Faöir minn. GUNNAR ÞORSTEINSSON, hæstaréttarlögmaöur, lézt 18. þ.m. Útförin hefur fariö fram. Hrafnhildur Thorsteinason og fjölsk. \ + Eiginmaöur minn, ÁSMUNDUR DAVÍD GÍSLASON, Ásgarði 12, Keflavík, lést aö morgni 28. nóvember í Borgarsjúkrahúsinu. Jaröarförin veröur auglýst síöar. Fyrir hönd vandamanna. Lilja Siguröardóttir. Minning: Þórir Guðjón Jónsson Keflavík Vinnufúsasti, vinnusamasti, bestur drenfíur í raunum, Þórir Guðjón Jónsson, fóstri minn í uppvexti, er fallinn rúmlega hálf- áttræður. Hann varð bráðkvaddur við vinnu sína á Keflavíkurflug- vblli 20. nóvember sl. Þó mér yrði tregt um tungu við fréttina, kom hún mér ekki allskostar á óvart. Hann hafði gengið með dauðann í hjartanu um árabil og var oft ákaflega móður, en orðið uppgjöf þekkti hann ekki, nema kannski af bók. Þórir var Austfirðingur, fæddur 12. ágúst 1902, og sem athafna- maður haslaði hann sér völl á Seyðisfirði á árunum fyrir síðari heimsstyrjöldina og varð þar einn áræðnasti og umsvifamesti út- gerðarmaður og fiskkaupandi. Ég kom til hans á þeim árum, milli 1937 og 1940, á vegum ömmu minnar, Önnu Sveinsdóttur, sem hafði farið til hans ráðskona skömmu eftir að hún varð ekkja og þegar allt kom til alls var Þórir ekki síður fóstri minn; og þó frekar, því við vorum óskyldir. A Seyðisfirði hrundi útgerð og fiskverkun í rúst á stríðsárunum, en strax eftir stríðið var Þórir + Konan mín, móöir okkar og tengdamóöir ÞÓREY GUDLAUGSDÓTTIR, andaöist sunnudaginn 26. nóvember. Útför hennar veröur frá Fossvogskirkju, föstudaginn 1. desember kl. 3. Jón Konróósson, börn og tengdabörn. + Ástkær móöir mín og amma okkar, GUDNÝ JÓNATANSDÓTTIR, Kaplaskjólsveg 9, veröur jarösungin frá Fossvogskirkju fimmtudag 30. nóvember kl. 13.30. Birna Jóhannsdóttir, Valgaró Þór Guómundsson, Guóni Þór Guðmundsson. + ÞORSTEINN SIGURBJÖRNSSON, bókbindari, Garóastraati 36, andaöist í Heilsuverndarstöðinni 27. nóvember. Vandamenn. + Eiginmaður minn og faöir okkar, SKÚU SVEINSSON, vélstjóri, Borgarvegi 15, Ytri-Njaróvík, lézt mánudaginn 27. nóvember, í Sjúkrahúsi Keflavíkur. Hallfrióur Ásgeirsdóttir, Guórún Skúladóttir, Ellert Skúlason, Svavar Skúlason, Trausti Skúlason, Ásgeir Skúlason. + Fósturmóöir mín, HÓLMFRÍDUR SIGURÐARDÓTTIR, frá Vestmannaeyjum, Síóumúla 21, Reykjavík, veröur jarösungin frá Fossvogskirkju föstudaginn 1. desember kl. 10.30. Elín H. Guömundsdóttir. Fööursystir mín + FRÍDA Þ. GUÐMUNDSDÓTTIR, Sólvallagötu 2, veröur jarösungin frá Dómkirkjunni kl. 1.30 fimmtudaginn 30. nóvember. Þeim sem vildu minnast hennar er bent á líknarstofnanir. Karólína J. Léruadóttir. + Eiginmaöur minn, faöir okkar, tengdafaöir og afi, FRANS PÁLL ÞORLÁKSSON, fyrrverandi skipstjóri, Hæóargarói 34, veröur jarósunginn frá Fossvogskirkju í dag miövikudaginn 29. nóvember kl. 1.30 e.h. Þeim sem vilja minnast hins látna, er bent á Slysavarnafélag íslands. Arnheíóur Bergsteinsdóttir, Ragnar B. Henrysson, Kristján K. Pálsson, Ragnhildur Pálsdóttir, Bergsteinn Pálsson, Þórunn S. Pálsdóttir, Sigríóur Jónsdóttir, Kristín J. Guðlaugsdóttir, Guðbjartur Ágústsson, Hrönn Árnadóttir, Brynhildur E. Pálsdóttir, og barnabörn. + Útför móður okkar, MARÍU GUDMUNDSDÓTTUR, Ijósmóóur, Laugarnesvegi 84, fer fram frá Fossvogskirkju fimmtudaginn 30. nóvember kl. 3. Guómundur Björgvinsson, Soffía Björgvinsdóttir, Ósk Blow. + Jaröarför BERNHARÐS VILMUNDSSONAR veröur 30. nóvember kl. 2 eftir hádegi frá Þjóökirkjunni í Hafnarfiröi. Fyrir hönd vandamanna Guóný Baldursdóttir. + Þökkum vottaöa hluttekningu og vlnsemd vegna fráfalls, FRIDJÓNS M. STEPHENSEN. Anna Oddadóttir, Þuríður Friöjónadóttir, Rafn Guömundaaon, Ólafur Stephenaen, Ólafía Gunnaradóttir, Guólaug Stephenaen, Einar Bjarnaaon, Floai Ólafaaon, Lilja Margeiradóttir. + Þökkum hlýhug við fráfall og útför eiginmanns míns, fööur okkar, tengdaföður og afa TOMASAR TÓMASSONAR ölgeróarmanna Agnea Tómaaaon Tómaa Agnar Tómaaaon Jóhannea Tómaaaon Þórunn Árnadóttir Róaa Sveinadóttir og barnabörn + Þökkum auösýnda samúó og vináttu viö andlát og jaröarför móöur okkar, tengdamóöur og ömmu. VALGERDAR EINARSDÓTTUR, Hávallagötu 39. Ellen Siguróardóttir, Björn Þorláksson, Guórún Þóróardóttir, Einar Þorláksson, börn og barnabörn. Hjólbarðaverkstæðið Reykjavíkurvegi 56, Hafnarfirði. Lokað vegna jaröarfarar fimmtudaginn 30. nóvember. búinn að hasla okkur öllum völl við búskap á stóru túni í Keflavík. Nú er þar albyggt. Þórir var ákafamaður við vinnu og bar þess merki. Síðustu 25 árin eða svo gekk hann haltur eftir að hann datt út af brimbrjótnum í Sandgerði og þegar hann byggði ofan á húsið númer 92 við Hringbraut í Keflavík féll hann ofan á steinstétt, handleggsbraut sig á hægri hendi og tognaði á hinni. Bataákafi hans varð til að þessar kárínur urðu honum skammur hemill. Nú verð ég að játa, að ég var of vandabundinn hinum látna til að geta skrifað um hann eftirmæli, sem mark verður tekið á af fræðimönnum. Ég get ekki annað en vottað honum þökk mína og minna, einkum telpnanna minna, sem ég veit að hann leit ævinlega á sem afabörn sín. Þórir var vinsæll í vinnuhópi. Viðbrögð vinnufélaga hans á „Vellinum" bera þess ljósast vitni, þeir hafa lagt sig alla fram til að gera ömmu minni, sem nú er nýorðin 90 ára og hefur allt til þessa séð um heimili þeirra Þóris með reisn og höfðingsskap, áfallið sem léttast. Þeir hafa óbeðnir séð til þess að hún þurfti ekkert angur að reyna umfram það, sem ekki varð hjá komist. Vinnufélögum Þóris votta ég þakklæti mitt og hennar. í lok þessa spjalls sé ég ekki með eigin augum, heldur í óljósri minningu, föður Þóris, Jón, og móður hans, sem hann byggði yfir hús og hélt hana í, áður en ég man til, en sem er kallað „Þórunnar- kofi“ í endurminningum Hjálmars Vilhjálmssonar. Hnappagylltum fógetum verður á, þegar þeir lýsa sér óviðkomandi fólki og fyrirgefst hérmeð. Grétar Oddsson. Forstaða Islands- deildarinn- arí NewYork auglýst „Þessi auglýsing er tilkomin vegna þess að ráðningarsamning- ur núverandi forstöðumanns skrifstofunnar, Stefáns Richters, er útrunninn,“ sagði Lúðvík Iljálmtýsson framkvæmdastjóri Ferðamálaráðs er Mbl. spurði hann um auglýsingu ráðsins þar sem starf forstöðumanns eða konu fyrir Landkynningarskrif- stofu Islands í New York er auglýst laus til umsóknar. Islandsdeildin er rekin sem sérstök deild í sameiginlegri iandkynningarskrifstofu Norður- landanna en henni var komið á fót fyrir tilstuðlan Norðurlandaráðs. Greiðum við íslendingar 1% af sameiginlegum kostnaði og laun forstöðumanns deildarinnar en auk hans starfar þar ritari í hálfu starfi.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.