Morgunblaðið - 29.11.1978, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 29.11.1978, Blaðsíða 30
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 29. NÓVEMBER 1978 30 r í i „Hef ekkert vit á fótbolta“ — Ég sel ekki getrauna- seðla. hcldur kem ég þeim á framfæri fyrir ungan vin minn. sem hins vegar selur fyrir Ilrannara. Sölumennska mín nær ekkert út fyrir vinnustofuna og það er aðal- lega ég sjálf sem kaupi seðlana — sagði Lillý Tryggvadóttir. sem tippar fyrir Mbl. að þessu sinni. Hún vinnur á Ljósritunarstofu Sigríðar Zoega. Ilún hefur tippað næstum frá upphafi og keypti sína fyrstu seðla af Bjarna nokkrum Felixsyni, sem á þeim árum þótti efnileg- ur seðlasölumaður. Hún hefur einu sinni unnið til peninga í gctraununum, hún segir nú frá. — Það var líklega árið 1972, að ég fékk 11 rétta. Það voru fleiri sem náðu sama árangri, en enginn var með 12. Eg fékk í minn hlut 22 þúsund krónur og fór þá í siglingu til Norður- landanna. Peningarnir nægðu rétt fyrir farinu. Ef ég tæki upp á því að vinna aftur, gæti ég vel hugsað mér að fara til Þröstur end- urkjörinn ÁRSÞING íþróttabandalags Akraness Var haldið í síðustu viku. Bar þingið vott um gróskumikið starf sambandsins á sl. starfsári. Þróstur Stefánsson var einróma endurkjörinn formaður IA fyrir næsta ár. SPA LILLYAR: Arsenal — Liverpool x Aston Villa — Coventry 1 Bristol — Derby x Everton — WBA x Ipswich — Leeds x Man. Utd. — Norwich 1 Middlesbrough — Tottenh. x Nott. Forest — Chelsea 1 QPR — Bolton x Southampton — Birmingham x Wolves — Man.City x Burnley — Luton 1 Englands og sjá þar leiki. Og þá helst leiki með Arsenal og/eða Liverpool, en Arsenal hef ég ávallt haldið með. Liverpool hef ég haft í bak- höndinni. — Ég hef ekkert vit á fótbolta, en finnst ákaflega gaman að horfa á þann enska og ég hef alltaf eitthvað til að hlakka til á laugardögum. Og ég hef alltaf verið mikið fyrir öll spil og þess vegna tók ég upp á því að tippa. — Ég var með 9 rétta síðasta laugardag, á sama tíma og 20-vinningamaðurinn ykkar var bara með 6. Annars er ég yfirleitt með 7—8 rétta. Seðill- inn næsti er mjög erfiður, sennilega sá erfiðasti í vetur. Það er rétt, gestur Mbl. í síðustu viku hlaut aðeins 6 rétta, en ennþá hefur enginn af gestum Mbl. fengið fleiri en 7 rétta. Þetta þarf auðvitað að laga og er unnið ötullega að því. Einn liður í því starfi er að láta Lillý Tryggvadóttur spá nú ~ Kg. • John Hudson lék frábærlega vel með KR í írlandi um síðustu helgi. Ilann var vinsælastur allra leikmanna mótsins. enda var hann óstöðvandi í öllum leikjunum og var langstigahæstur í mótinu. (Ljósm. gig) KR hreppti 3. sætið í Irlandi John Hudson „maöur mótsins“ Leiörétting SÚ VILLA slæddist inn í frétt af KSÍ-þingi í gær að Gísli Már var sagður Gíslason. Það er rangt, Gísli Már er Ólafsson. Er hann beðinn velvirðingar á þessum mistökum. Getrauna- spá M.B.L 3 ■c JD C 3 ac 3 Sunday Mirror Sunday People Sunday Express News of the world Sunday Telegraph SAMTALS Arsenal — Liverpool i X X X X X Aston Villa — Coventry X 1 1 1 1 1 Bristol C. — Derby i 1 1 X 1 1 Everton — WBA i 1 X X X X Ipswich — Leeds i 2 2 2 X 2 Man. Utd. — Norwich i 1 X 1 1 1 Middlcsbr. — Tottenh. X X 2 2 X 1 Nott. Forest — Chelsea 1 1 1 1 1 1 QPR - Bolton 1 1 1 1 1 X Southampt. — Birmingh. 1 2 2 2 2 2 Burnley — Luton 1 1 i 1 1 1 Körfuknattleikslið KR tók um helgina þátt í körfuknattleiksmóti í Dublin á írlandi, svo kölluðu Roy Curtis-móti. Er skemmst frá því að segja, að liðið stóð sig frábærlega vel og hreppti 3. sætið í mótinu auk þess sem liðið „átti áhorfendur" og var John Iludson greinilega í miklu uppáhaldi hjá þeim og fór ekki á milli mála að hann var vinsælastur allra leikmanna mótsins. Hann var hreint stórkostlegur í öllum Ieikjunum og var langstigahæsti leikmaður mótsins, skoraði 164 stig í 5 leikjum eða 32,8 stig að meðaltali í leik, auk þess sem hann lék vel í vörn og hirti aragrúa frákasta. Iludson var þó ekki einn um að standa sig vel enda hefði liðiö ekki náð svo góðum árangri ef svo hefði verið. Liðið lék sem ein heild og var góður varnarleikur aðals- merki liðsins. Astæðulaust er að nefna einstaka leikmenn, þeir stóðu allir fyrir sínu og vel það, en ekki vcrður hjá því komist að minnast á Jón Sigurðsson, sem sýndi snilldar- mm At-ri'/. -m sra þið fljúgíð í vcstur til New York Búiðá lúxus hóteli í tveggja manna herbergi, með eða án eldunaraðstöðu, ^ ~ eða í hótelíbúð. O Qo X f % Svo suöur á sólarstrendur Florida. Snæðið safaríkar amerískar steikur. (Með öllu tilheyrandij. Flatmagið á skjannahvítri Miami ströndinni eða buslið í tandurhreinum sjónum. Islenskur fararstjóri verður að sjálfsögðu öllum hópnum til halds og trausts. Næstu 3ja vikna ferðir verða« 14. desember, 4. og 25. janúar, 15. febrúar, 8. og 29. mars. Búið er á Konover hóteli, Konover íbúðum eða í Flamingo Club íbúðum. Um margskonar verð er að ræða. T.d. getum við boðið gistingu í tvíbýlisherbergi á hótelinu í 3 vikur, og ferðir, fyrir kr. 331.000.- en ódýrari gisting er einnig fáanleg, búi t.d. 4 saman í stórri íbúð. Fyrir börn er verðið rúmlega helmingi lægra. FLUGFÉLAG LOFTLEIBIR ISLAMDS Nánari upplýsingar: Söluskrifstofur okkar Lækjargötu 2 og Hótel Esju, sími 27800, farskrárdeild, sími 25100, skrifstofur okkar úti á landi, umboðsmenn og ferðaskrifstofur. takta og lék sennilega betur en nokkru sinni fyrr fyrir KR og er þá mikið sagt. Liðin, sem tóku þátt í mótinu, voru 8 og var þeim skipt í tvo riðla. KR lék í riðli með enska liðinu Team Fiat, irska liðinu Marian og skoska liðinu Paisley. Lék KR alla leiki sína í riðlinum á laugardaginn. Fyrsti leikurinn var gegn Team Fiat, sem eru enskir bikarmeistarar. KR-ingar léku mjög vel og höfðu undirtökin lengst af og sýndu oft snilldartakta. Skömmu fyrir leikhlé höfðu þeir t.d. 12 stiga forystu, 34:22, en í leikhléi var staðan 40:36, KR í vil. Englendingarnir reyndust hins vegar sterkari í síðari hálfleiknum og sigruðu 85:71. Stigahæstir í leiknum voru Hudson með 34 stig og Einar Bollason og Jón Sigurðsson með 12 stig. Næst lék KR gegn írska liðinu Marian og sigraði KR örugglega með 78 stigum gegn 69, eftir að staðan í leikhléi hafði verið 38:31, þeim í vil. Stigahæstir voru Hudson með 33 stig, Jón Sig. með 15, Einar 12 og Kolbeinn Pálsson 10. Síðasti leikurinn í riðlinum var gegn skosku bikarmeisturunum Paisley, en þeir eru um þessar mundir efstir í skosku deildakeppn- inni. Þrátt fyrir að þreytumerki væru farin að sjást á KR-liðinu lék liðið frábærlega vel. Skotarnir voru mjög harðir og fljótir, en KR-ingar gáfu ekkert eftir og sigruðu 90:78, eftir að hafa haft yfir í leikhléi 42:40. Hudson skoraði 30 stig, Einar 20 Jón og Kolbeinn 10 hvor og Birgir Guðbjörnsson og Gunnar Jóakims- son 8. Á sunnudeginum lék KR í undan- úrslitum gegn enska liðinu Team Ziebart, sem álitið var sigurstrang- legast í keppninni. Meðal leikmanna liðsins voru tveir Bandaríkjamenn og einn Kanadamaður. Var auðséð að þeir áttu von á því að KR-ingarnir yrðu auðveld bráð. KR-ingar náðu hins vegar að sýna enn einn toppleikinn og í leikhléi höfðu þeir forystu, 38:37. Englendingarnir sýndu í síðari hálfleik, að þar voru engir aukvisar á verðinni og þeir sigruðu í leiknum með 87 stigum gegn 76. Hudson skoraði 28 stig, Einar 18 og Jón Sig, 16. Þaö voru örþreyttir KR-ingar sem léku við skoska liðið Boroughmuir á sunnudagskvöldið um 3. sætið í mótinu. Samt lék liðið mjög vel í fyrri hálfleik og hafði í leikhléi 17 stiga forystu, 51:34. Þessi mikli munur nægði KR til sigurs, en Skotarnir söxuðu jafnt og þétt á forskotið allan síðari hálfleikinn. Lokatölur voru 83:77 og 3. sætið KR-inga. Hudson skoraði að þessu sinni 39 stig, Einar 15, Gunnar Jóakimsson 10 og Jón Sig. 8. Sigurvegarar í mótinu urðu Team Ziebart, en þeir sigruðu Team Fiat í æsispennandi úrslitaleik með 52 stigum gegn 51, í leik, þar sem góður varnarleikur sat í fyrirrúmi.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.