Morgunblaðið - 29.11.1978, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 29.11.1978, Blaðsíða 1
32 SIÐUR 273. tbl. 65. árg. MIÐVIKUDAGUR 29. NÓVEMBER 1978 Prentsmiðja Morgunblaðsins. , ,Málfr elsisbar- átta” hafin í Kína Teng vitnar um einingu og er ákaft hylltur Pcking — 28. nóv — Reuter — AP ALLT bendir nú til þess nú til pess aö valdabaráttan 1' Kína sé búin að ná hámarki sínu og að tekizt hafi einhvers konar sættir, en í dag var tilkynnt í Peking að í landinu væri hafin „málfrelsisbarátta með vel- þóknun hins vinsæla varaforscta Teng Itsiao Ping“. Hafa tugþúsund- ir flykkzt út á götur og torg til að fagna þessum boðskap í dag, en í borginni voru haldnir tveir geysi- fjölmennir útifundir. Kröfu um lýðræði og mannréttindi voru mjög hafðar í frammi á fundinum við mikinn fögnuð viðstaddra. í hvert skipti sem Teng var nefndur á nafn laust múgurinn upp fagnaðarópi, en áður en stjórnin lýsti málfrelsisbaráttuna hafna, hafði Teng birt yfirlýsingu um að- fullkomin eining ríkti innan forystu kommúnistaflokksins og að vegg- spjaldaherferðin væri til marks um það að í landinu ríkti jafnvægi, þar sem heilbrigt og eðlilegt væri að menn létu í ljós mismunandi skoðan- ir. Vestrænir fréttaritarar, sem voru á ferli i Peking, meðan á útifundun- um stóð, hafa það eftir fundarmönn- um, að hér sé um stórmerkan áfanga í sögu landsins að ræða, og að þess hafi lengi verið beðið með hinni mestu óþreyju að heyra slíkan boðskap frá Teng sjálfum. Útifundir hafa verið daglegt brauð í Peking að undanförnu, en aðsókn að þeim hefur mjög farið vaxandi síðustu daga, og náði hámarki í dag. Flestir söfnuðust saman þar sem mest er af veggspjöldum og þar sem mikið er um ræðuhöld. Þegar múgurinn hafði unað sér lengi dags við lestur veggspjalda og ræðuhöld var haldið á Torg hins himneska friðar, þar sem sáfnazt var saman við „Minnismerki píslarvottanna", sem reist var í minningu fallinna hermanna. Teng HsiaoPing. Löggjöf í íran sam- ræmd trúarkennmgum Teherean — 28. nóvember — Reuter HERFORINGJASTJÓRNIN, sem nú er við völd í íran, ákvað í dag að koma til móts við múhammeðs- trúarleiðtoga í landinu, og hét því að öll lagaákvæði sem brjóta í bága við trúarkenningar, skuli endur- skoðuð, og trúarleiðtogar hafðir til ráðuneytis þar um. Um leið birti stjórnin yfirlýsingu um að engar opinbcrar trúarathafnir yrðu leyfð- ar í íran, næstu tvo mánuði en þá ríkir heilög sorg meðal múhammeðstrúarmanna. Nær sorgartíminn hámarki 11. desember, en tilefnið er víg Er erfðaprinsinn f undinn í Kreml? Moskvu — 28. nóv. — Reuter. KONSTANTIN Sjernjenko. sem um tveggja áratuga skeið hefur verið nánasti samstarfsmaður Lconids Brezhnevs, varð í dag fullgildur meðlimur stjórnmálanefndar sovézka kommúnistaflokksins, og er hann nú talinn líklegasti arftaki Brezhnevs forseta og flokksleiðtoga Sovétríkjanna. Sjernjenko er 68 ára að aldri. en skyndilegur frami hans nú bendir ákveðið til þess að hann sé hinn útvaldi, að því er stjórn- málaskýrendur telja. Stjórnmálanefnd kommúnista- flokksins er skipuð 13 mönnum og er talin áhrifamesta stjórnmálastofnun í Sovét. Ákvörðun um skipun Sjernjenkos var tekin á fundi miðstjórnar flokksins í dag, og við sama tækifæri var tilkynnt um að Mazurov varaforsætisráðherra viki sæti sökum heilsubrests. Hann var einn yngsti stjórnmálanefndar- maðurinn, og er harðorð gagnrýni Brezhnevs á stjórnun í iðnaði höfð til marks um það að aðrar ástæður en vanheilsa liggi til þess að hann hverfur nú úr nefndinni. Mazurov hefur á undanförnum árum farið með yfirstjórn iðnaðarmála í Sovétríkjunum. Husseins, sem var sonarsonur spá- mannsins. Minnast múhammeðs- trúarmenn þessa atburðar á ofsa- fenginn hátt og er árlegur viðburður að þá komi til óeirða í Iran, en eftir átökin síðustu mánuði, þegar á annað þúsund manns hafa látið lífið, hafa menn kviðið því mjög að ófremdarástandið mundi enn versna á þessu tímabili. Óttazt er að bannið við sorgarat- höfnum muni hleypa illu blóði í trúarofstækismenn, frekar en orðið er, en í boðskap snum í dag, hafði forsætisráðherra herforingjastjórn- arinnar í hótunum, og sagði meðai annars, að ef settum fyrirmælum yrði ekki hlýtt mundi stjórnin gagnstætt vilja sínum verða að grípa til mjög alvarlegra aðgerða til að verja mannslíf, eignir og heiður þjóðarinnar. Síðasta vígið í Eritreu er f allið Nairóbí. 28. nóvember. — AP. STJÓRNARIIERINN í Eþíópíu hefur á ný náð á sitt vald bamum Karen í Erítrcu. Að því er næst verður komizt er þetta síðasta vígi aðskilnaðarsinna. eh stjörn- arherinn hefur sctið um það mánuðum saman. Karen er í um það bil 90 kflómetra fjarla'gð frá Asmara. hiifuðborg héraðsins. Fregn þcssi hefur verið staðfcst af aðskilnaðarsinnum. Talsmenn aðskilnaðarsinna í Erítreu halda því fram að 13 sovézkir hershöfðingjar hafi stjórnað sókninni í héraðinu, en reynast upplýsingar herforingja- stjórnarinnar í Eþíópíu eiga við rök að styðjast, má líta svo á að 17 ára baráttu aðskiinaðarsinna fyrir sjálfstæði Erítreu sé lokið. Héraðið var lengi vel ítölsk nýlenda, en Haile Selassie keisari innlimaði það í Eþíópíu árið 1960. Er sóknin haf- * in í Uganda? Naíróbí — 28. nóvembcr — AP FREGNIR hafa borizt af því að fjölmennt lið frá Tanzaníu. skipað stjórnarhermönnum og úgandísk- um útlögum. sé nú komið langt inn í Uganda. og nálgist óðum borgina Masaka en þaðan er greiður vegur að Kampala. höfuðborg iandsins. Er haft eftir ónafngreindum ráðherra i stjórn Amíns, sem hingað til hefur verið tekið mark á, að innrásarliðið hafi komið hermönnum Amíns að óvörum. Að sögn ráðherr- ans er nú hart barizt, og hafa hundruð óbreyttra borgara þegar látið lífiö eða særzt. Alvarlegur ágreiningur V ar- siárbandalagsins og Rúmena Vínarborg — 28. nóv. — AP—Reuter Alvarlega hefur nú skorizt f odda með stjórnum Rúmeníu og annarra Varsjárbandalagsríkja, og eru horf- ur á að stjórnir Sovétríkjanna, Tékkóslóvakíu, Ungverjalands, Austur-Þýzkalands, Búlgaríu og Póllands kalli sendiherra sína í Búkarest heim. Er haft eftir áreiðanlcgum heimildum að ástæð- an sé óánægja með stefnu Ceausescus forseta Rúmeniu í hermálum. Á fundi leiðtoga bandalagsins í Moskvu í síðustu viku lýsti hann því yfir að Rúmenar mundu ekki auka fjárframlög til hermála, að her Rúmeníu hlítti aðeins fyrirmælum sinnar eigin ríkisstjórnar en ekki Varsjárbandalagsins, auk þess sem forsetinn neitaði að undirrita sam- eigirilega yfirlýsingu Varsjárbanda- lagsríkjanna, þar sem friðarumleit- anirnar í Miðausturlöndum voru fordæmdar. Fullyrt er að undanfarna daga hafi verið gerðar ítrekaðar tilraunir til að telja Ceausescu hughvarf og sveigja hann að vilja Sovétstjórnar- innar og Varsjárbandalagsins, en árangurslaust. Mynd þessi var tekin á leiðtogafundi Varsjárbandalagsins í Moskvu í síðustu viku, þar sem saumað var að Ceausescu Rúmeníuforseta (sjá frétt annars staðar á síðunni). Annar frá hægri í fremstu röð er Konstantín Sjernjenko, sem hefur nú hlotið sess í innsta hring hins sovézka stjórnkerfis, og spáð er æðstu völdum að Brezhnev gengnum. Fregn þessi er höfð eftir áreiðan- legum heimildarmönnum í Búkarest, og er það talið styðja orðróminn um brottför sendiherranna, að hvorki hafa ríkisstjórnir þeirra né stjórn- völd i Rúmeníu viljað staðfesta hana né vísa á bug. Fyrstu fregnir af þessum atburðum bárust til Belgrad, þar sem háttsettir embættismenn eru mjög áhyggjufullir um fram- haldið. Athygli vekur fréttaflutningur hinnar opinberu fréttastofu Rúm- eníu í dag, en þar er frá því greint, að Ceausescu hafi borizt mikill fjöldi skeyta og stuðningsyfirlýsinga frá félagasamtökum og einstaklingum í landinu. „I stuðningsyfirlýsingunum kemur ótvírætt fram samþykki allrar þjóðarinnar við málflutning Ceausescus forseta varðandi stöðu sósíalistaríkisins Rúmeníu á Moskvu — fundinum," sagði í frásögn fréttastofunnar í dag, og er þar vitnað til fyrrnefnds leiðtogafundar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.