Morgunblaðið - 29.11.1978, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 29.11.1978, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 29. NÓVEMBER 1978 Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Ritstjórnarfulltrúi Fréttastjóri Auglýsingastjóri Ritstjórn og afgreiðsla Auglýsingar hf. Árvakur, Reykjavik. Haraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. óorbjörn Guðmundsson. Björn Jóhannsson. Baldvin Jónsson Aöalstrætí 6, sími 10100. Aðalstræti 6, sími 22480. K aupsker ðingin ein er frágengin Frumvarp ríkisstjórnarinnar um kjaramál er eitthvert vandræðalegasta plagg, sem lagt hefur verið fyrir Alþingi. Það er vandræðalegt vegna þess, að „kaupránsflokkarnir“ tveir, Alþýðuflokkur og Alþýðubandalag, standa að því, — sömu mennirnir og lýstu því yfir fyrir síðustu kosningar, að almenn launakjör í landinu hefðu ekki áhrif á verðbólguna, heldur dygði pennastrik góðviljaðrar ríkisstjórnar til að setja „samningana í gildi". Og frumvarpið er vandræðalegt vegna þess, að í því er í rauninni engu slegið föstu öðru en því, að verðbótavísitalan skuli skert um 8%, en nýjar heimildir þurfti ekki til að auka niðurgreiðslur á vöruverði. Þannig þýtur annan veg í fjöllum nú í svörtu skammdeginu. Ástæða er til að rifja upp, að ríkisstjórnin þóttist hafa náð þeim tökum á efnahagsmálunum í september, að eftirleikurinn yrði auðveldur nú. En hinar köldu staðreyndir urðu þær, að verðbólguvöxturinn varð miklu meiri en hún hafði reiknað með eða sem svaraði 14,1% hækkun verðbótavísitölunnar. Þetta er staðfesting á því, sem Morgunblaðið varaði við þegar við myndun ríkisstjórnarinnar, að með aðgerðum sínum leysti hún engan vanda, heldur magnaði þann sem fyrir var. Loforðin eru létt sem fiður Kaupránsflokkarnir", sérstaklega Alþýðubandalagið, f reyna að láta líta svo út, sem engin kjaraskerðing felist í efnahagsráðstöfununum. Því er á loft haldið, að launþegar eigi að fá svo og svo mikið í staðinn, en flest er það létt í Vasa og tóm sýndarmennska. Þannig á að auka niðurgreiðslur, en standa undir þeim með hækkuðum álögum. Beina skatta á að lækka lítillega og meta til 2% skerðingar á laun, en svo á að standa undir þessum tekjumissi ríkissjóðs með enn meiri hækkun beinna skatta, sem á hinn bóginn stendur ekki til að bæta launþegum með hærra kaupgjaldi. Loks er gert mikið úr löngum loforðalista, þar sem tæpt er á margvíslegum félagslegum umbótum og er metið til 3% lækkunar á launum. Með samanburði við stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnarinnar kemur þó í ljós, að þar er ekki neitt nýtt á ferðinni. Heldur verður að líta svo á, að „ríkisstjórn vinnandi stétta" áskilji sér 3% lækkun á almennum launatekjum til þess að hrinda í framkvæmd þeim málum, sem hún hafði sjálf gefið fyrirheit um í stefnuyfirlýsingu sinni vikum og mánuðum áður. Fyrir þetta sendir Verkamanna- samband Islands ríkisstjórninni klökka þakkargjörð og þykir mikið til koma. Svo verður hver að vera sæll í sinni trú. En af fyrri reynslu er þó líklegra, að efndir ríkisstjórnarinnar láti á sér standa og launþegar fái lítið fyrir sinn snúð. Ný holskefla 1. marz Með efnahagsráðstöfununum nú er aðeins tjaldað til einnar nætur, og er þó eftir að reka niður tjaldhgelana, þar sem ríkisstjórnin hefur látið undir höfuð leggjast að afla fjár til að standa undir auknum útgjöldum ríkissjóðs. Hún áformar að vísu að leggja margvíslegar, nýjar álögur á atvinnuvegina, þótt fyrir liggi, að þeir eru á engan hátt aflögufærir. Þvert á móti stendur reksturinn ýmist í járnum eða það hefur verið halli, þannig að launahækkanirnar 1. desember hljóta að fara beint út í verðlagið. Við þetta bætist svo sá sérstaki vandi, sem við sjávarútveginum blasir, þar sem yfirvofandi eru gífurlegar hækkanir á olíu. Það á svo eftir að koma í ljós, hvernig fiskverðsákvörðuninni 1. janúar verður háttað, en minna má á, að fiskverðið var ákveðið óeðlilega lágt 1. september, þannig að sjómenn hafa dregizt aftur úr í launum miðað við aðra. Þjóðhagsstofnun telur, að kaupgjaldsvísitalan muni hækka um 8—9% 1. marz, sem er sú almenna vöruverðshækkun í landinu, þegar niðurgreiðslum er sleppt. Líklegra er þó, að hækkanirnar verði enn meiri eða um 11%. Það er því allt í óvissu um, hvort ríkisstjórninni tekst að fá launþegahreyfinguna til þess að sætta sig við það, að aðeins 5% verðbótavísitölunnar komi til framkvæmda að þrem mánuðum liðnum, eins og yfirlýst stefnumið hennar er. MIKLAR UMRÆÐUR UM EFNAHAGSMALAFRUMVARPIÐ: Margar þverstæ inu og málflutnii — sagði Matthías Bjarnason MIKLAR umræður urðu í neðri deild Alþingis í fyrrakvöld um frumvarp ríkisstjórnarinnar um tíma- bundnar ráðstafanir til viðnáms gegn verðbólgunni. Forsætisráðherra fylgdi frumvarpinu úr hlaði en síðan tók Geir Hallgrímsson til máls, og hafa ræður þeirra beggja verið raktar hér í blaðinu. Hér fer á eftir útdráttur úr ræðum annarra þingmanna, sem til máls tóku í þessari umræðu« Kaupmáttur helzt Svavar Gestsson, viðskiptaráð- herra, gerði grein fyrir ýmsum sjónarmiðum Alþýðubandalagsins til frumvarpsins um efnahagsráð- stafanirnar. Hann minnti á í Ijósi þess samráðs sem tekizt hefði milli ríkisvalds og verkalýðshreyfingar með þessu frumvarpi að verkalýðs- hreyfingin hefði iðulega á lokastig- um gerðar almennra kjarasamn- inga fallið frá ýmsum kaup- hækkunarkröfum gegn því að fá fram ýmis félagsleg baráttumál sín, og um slíkt væri að ræða í þessu frumvarpi. Viðskiptaráðherra tíundaði síðan þær hugmyndir sem fulltrúar Alþýðusambandsins hefði reifað á samráðsfundum með fulltrúum ríkisstjórnarinnar, en þær voru raktar í Mbl. í gær. Einnig kvað hann fulltrúa BSRB nýverið hafa lagt fram ítarlegar hugmyndir þeirra samtaka um hinar félagslegu ráðstafanir og nefndi ráðherra þar á meðal tillögur BSRB um rétt félagsmanna bandalagsins til at- vinnuleysisstyrkja, um að svonefnd- ir biðreikningar yrðu sameinaðir lífeyrissjóðunum, húsnæðismál og samningsréttarmál. S.G. kvaðst hafa aflað sér upplýs- inga um það hjá kjararannsóknar- nefnd hvernig þróun kaupmáttar hefði verið og fengið reiknað inn í það áhrif þessa frumvarps. Ef miðað væri við að taxtavísitöluna 100 1. janúar 1971 á meðalverka- mannalaunum þá hefði hún verið 118,8 í september sl., 113,2 allt árið fram að því, en 115,8 í október, 112,4 í nóvember og áætlaður kaupmáttur í desember væri 119,3. Til saman- burðar nefndi S.G. að fyrstu sex mánuði ársins 1974 var þessi vísitala 116,7 stig. Sjónhverfingar Vilmundur Gylfason (A) fór hörðum orðum um frumvarpið. Hann kvað ráðstafanirnar sem í því fælust aðeins ná til þriggja mánaða, hér væri aðeins verið að fresta styrjöld því að nú væri fyrirsjáan- leg átök 1. marz á borð við þau sem áttu sér staö innan núverandi stjórnarflokka við myndun stjórn- arinnar 1. september, og nú 1. desember. Vjlmundur taldi með þessum efnahagsaðgerðum einungis verið að lögbinda um 40% verðbólgu í landinu á næsta ári. Þetta væri því í litlu samræmi við þær aðgerðir, sem Alþýðuflokkurinn hafi viljað grípa til til að ráðast gegn verð- bólguvandanum, en flokkurinn hafi þó ekki átt annars úrkosti en að ganga að þessum aðgerðum, því ella hefði ný holskefla dunið yfir í ljósi þess að forsætisráðherra hafi verið búinn að lýsa yfir að yrði frumvarp- ið ekki samþykkt innan ríkis- stjórnarinnar í þeirri mynd sem nú lægi fyrir myndi allri vísitölu- hækkuninni 14% hleypt út í verð- lagið. V.G. lýsti tillögum þeim er Kjartan Jóhannsson hefði lagt fram í ríkisstjórninni um lögbindingu 4% kauphækkunar á 3ja mánaða fresti, sem hefði þýtt um 20% kauphækk- un á ári, og verið raunhæft vopn í þeirri yfirlýstu stefnu ríkis- stjórnarinnar að ná verðbólgunni niður fyrir 30% á næsta ári. Þau pólitísku mistök hafi hins vegar verið gerð að þessari leið var hafnað. Framsóknarflokkurinn hafi yfirleitt ekki haft uppi nein úrræði til lausnar vandanum svo að innan ríkisstjórnarinnar hafi verið tekizt á um tillögur Alþýðuflokks og Alþýðubandalags, og óraunhæfar tillögur Alþýðubandalagsins hefðu orðið ofan á eftir að forsætisráð- herra hafi snúizt á sveif með þeim, hvað sem um slík vinnubrögð mætti segja. V.G. vék að ýmsum þáttum frumvarpsins. Hann kallaði þá grein frumvarpsins, er lýtur að félagslegum aðgerðum, hreina sjón- hverfingu því að þessi þáttur væri illmetanlegur og væri til þess eins að bjarga Alþýðubandalaginu út úr slagorðafarganinu — Samningana í gildi — frá því í vor, en hann kvaðst ekki taka þátt í slíku. Hann dró stórlega í efa að unnt væri að vinna með Alþýðubandalagsmönnum við erfiðar efnahagsaðstæður í þjóð- félaginu, eins og nú væru, og sagði að fyrir utan ráðherra Alþýðuflokks virtist fjármálaráðherra vera eini maðurinn sem vildi í reynd reyna að ráðast gegn verðbólgunni. Vilmund- ur kvaðst þó mundu styðja frum- varpið enda þótt það væri hallæris- Plagg. Breitt úr blómabeði Matthi'as Bjarnason (S) vék aðallega að ræðu viðskiptaráðherra og lýsingu hans á hinuin félagslegu aðgerðum sem í frumvarpinu ætti að felast. Svavar hafi breitt úr blómabeði sínu og stráð rósum um allan þingsal, svo að Matthías kvaðst naumast muna eftir öðru eins. Hann kvað margt andstætt í frumvarpinu og eins í því sem fram hefði komið í máli talsmanna ríkisstjórnarinnar. I öðru orðinu töluðu þeir um margvíslegar félags- legar aðgerðir, sem að sjálfsögðu kostuðu verulegar fjárhæðir en í hinu orðinu væri talað um aðhald og niðurskurð ásamt auknum álög- um á atvinnureksturinn, sem þó lægi fyrir að berðist í algjörum bökkum. M.B. rakti síðan hvernig komið væri fyrir einstökum undir- stöðuatvinnuvegum. M.B. fór nokkrum orðum um þá áráttu núverandi ráðherra ríkis- stjórnarinnar að hvenær sem þær kæmu fram á almannafæri og hermt væri upp á þá að ástandið væri ekki nógu gott í þessu eða hinu málinu, þá létu þeir jafnan í minni pokann á samri stundu og lofuðu öllum að lagfæra mál þeirra. Það lofaði ekki góðu um allt aðhaldið þegar ráðherrarnir sjálfir hefðu hvorki dug né þrek tii að koma til dyranna og segja fólkinu að það væru ekki til peningar fyrir þessu. M.B. taldi líka, að á ýmsum sviðum félagsmála væri nú þegar æði langt gengið í kröfugerð. Hann sagði sögu af brezkum vinstrikrataráðherra, sem farið hefði með heilbrigðismál og beitt sér fyrir því að allir áttu kost á ókeypis gervigómum. Þessu hafi þó orðið að hætta, því að sjómenn sem sigldu til Austurlanda hafi jafnóðum selt gómana þar dýrum dómi. M.B. tók undir með Vilmundi að mjög vafasamt væri að rósaflokkur- inn væri yfirleitt hæfur í ríkis- stjórn og ekki væri heldur ofmælt hjá V.G. að þverbrestur væri kominn í stjórnarsamstarfið þvers- um og langsum. Hins vegar væri það rangt með farið, sem ýmsir stjórnarsinnar héldu fram, að Morgunblaðið og sjálfstæðismenn sætu um líf þessarar ríkisstjórnar. Bæði Morgunblaðið og sjálfstæðis- menn vildu endilega að rikisstjórn- in yrði sjálfdauð, jafnvel þótt það kynni að taka eitthvað lengri tíma. Fíkniefnaneytendur 50% verðbólgu Jón Baldvin Ilannibalsson (A) kvað sjálfsagt að fara að beiðni forsætisráðherra um að halda ekki uppi löngu málþófi um frumvarpið — vandinn væri að vísu stór en frumvarpið gæfi hins vegar ekki tilefni til mikilla orðalenginga. Hann kvað þó ástæðu til að samfagna ríkisstjórninni með þann árangur að sumir aðilar vinnu- markaðarins skyldu lýsa yfir stuðn- ingi við þessar aðgerðir. Þessir aðilar gerðu sér grein fyrir því að krónutöluhækkun væri engin trygg- ing fyrir því að kaupmáttur héldist, og afstaða þessi væri ábyrg og hrósverð svo langt sem hún næði. Ymsir aðilar innan verkalýðshreyf- ingarinnar vissu að boginn væri nú spenntur til hins ítrasta, svo að ekkert mætti út af bera til að stefnt væri í voða því atvinnuöryggi sem allir ábyrgir verkalýðsleiðtogar legðu allt kapp á að viðhalda. JBH kvað ekki þurfa að fara í grafgötur með það að atvinnuveg- irnir stæðu mjög illa um þessar mundir, og vart unnt að nefna þann atvinnurekstur sem gæti talizt aflögufær til að taka á sig þyngri álögur en þegar væri. Varðandi frumvarp ríkisstjórnarinnar sagði JBH að þar lægi engan veginn fyrir hvernig staðið yrði við ýmis þau loforð, sem þar kæmu fram og mörg atriði frumvarpsins réðust í raun réttri ekki fyrr en Alþingi hefði fjallað um fjárlagafrumvarpið og lánsfjáráætlunina. JBH sagði að sjálfstæðismenn deildu nú hart á Alþýðuflokkinn fyrir að hafa látið undan síga með stefnumáí sín í þessu frumvarpi. í þessu fælist töluverð mótsögn, því að sjálfstæðismenn, sem tekið hefðu í öllum meginatriðum undir sjónar- mið alþýðuflokksmanna, hefðu sjálfir aldrei látið á þessa stefnu reyna í samstjórn sinni með fram- sóknarmönnum, enda kvað JBH ítarlegt áíit svonefndrar verðbólgu- nefndar mesta áfellisdóminn um efnahagsmálastefnu þeirrar ríkis- stjórnar. JBIl sagði að tíminn þar til samræmd efnahagsstefna yrði að liggja fyrir væri ekki lengri en fram að afgreiðslu fjárlaga. Það lofaði hins vegar ekki góðu ef stjórnmála- menn þyrðu ekki annað en að lofa fólki gulli og grænum skógum. Ekki væri unnt að venja þessa þjóð af fíkniefnaneyslu 50% verðbólgu nema til kæmu harðneskjulegar aðgerðir sem næðu til allrar þjóðar- innar. Þáð væri ekki hægt að benda á neinn einn syndasel í þessum efnum — braskaralýðinn, sem ætti að bera allar byrðarnar af þessum ráðstöfunum. Slíkur málflutningur væri í engum tengslum við raun- veruleikann. Samráðið er hornsteinninn Jóhanna Sigurðardóttir (A) lagði áherzlu á að hér væri á MIKLAR UMRÆÐUR UM EFNAHAGSMÁLAFRUMVARPIÐ:

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.