Morgunblaðið - 29.11.1978, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 29.11.1978, Blaðsíða 10
10 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 29. NÓVEMBER 1978 Hvaö segja þeir um „kauprán“ ríkisstjórnarinnar? Hvaö segja þeir um „kauprán“ MORGUNBLAÐIÐ leitaði í gær til forystumanna í verkalýðshreyfingunni og spurði þá álits á frumvarpi ríkisstjórnarinnar um efnahagsaðgerðir 1. desember n.k. Einnig spurði Mbl. þá, hvort þeir teldu að nú væri um að ræða „kauprán44 af öðru tagi en fólst í efnahagsaðgerðum fyrri ríkisstjórnar og ef svo væri í hverju sá munur væri fólginn. Svör þeirra fara hér á eftin Umhugsunarefni að fólk greiði fyrir réttindi með kaupi sínu „Það er ósköp ljóst að með þess- um aðgerðum á að ræna okkur kaupi eina ferð- ina enn ok eins o(j svo oft, þe(íar ({erðar eru ein- hverjar ráðstaf- anir í efnahajís- málum þá -er byrjað á því að ráðast á launin," sa(;ði Björn Þórhallsson formaður Landssambands íslenzkra verzlunarmanna. „É}{ geri ráð fyrir því að launþegar vilji flestir bera einhverjar byrðar í sambandi við lausn efnahaj{smálanna en ég held að þeir vilji um leið sjá aðrar ráðaj{erðir uppi en bara þær að skerða launin. Um féláj(sle({ar aðgerðir er út af f.vrir sig allt }{ott o}{ blessað að sej{ja. Éj{ tel það hins vegar verulej{t umhugsunarefni, þej{ar stjórnyöld treysta sér ekki len}{ur til að setja löfíjyöf um félagsleg réttindi fólks án þess að fólkið fíreiði fyrir þau með kaupi sínu. Varðandi þessar aðgerðir og aðgerðir fyrri stjórnar tel ég engan stigsmun vera þar á. Ef til vili eru aðferðirnar ekki alveg þær sömu, en aðalatriðið er að fólkið fær ekki sitt samningsbundna kaup. Og vísitölubindingin var eitt aðalatriði kjarasamninganna þeg- ar þeir voru gerðir. Kauprán er umdeilanlegt orð. Pln það var notað á síðastliðnum vetri og í vor og ég tel fullkomlega réttmætt að nota það um þessar aðgerðir líka, þó ekki væri,Jiema til þess að fólki skildist hvað væri verið að gera.“ Launpegum seldir peirra eigin samningar „Þessar efna- hagsráðstafanir ríkisstjórnarinn- ar bera með sér að kommúnistar og kratar hafa skipt um skoðun frá því í vor,“ sagði Magnús L. Sveinsson vara- formaður Verzl- unarmannafélags Reykjavíkur. „Það fer ekki milli mála að þessar ráðstafanir munu skerða umsamin laun, þar á meðal laun lægst launaða fólksins, sem tekur laun á bilinu 143—170 þúsund krónur á mánuði. Enda þótt ég geri mér grein fyrir því að nauðsynlegt er að grípa til ráðstafana gegn verðbólg- unni þá hef ég stöðugt haldið því fram frá því ráðstafanirnar voru gerðar í febrúar sl. að ekki væri réttlætanlegt að skerða kjör þeirra sem taka laun samkvæmt lægstu launatöxtum. Vegna 3% skerðingar á launum sem réttlætt er með fyrirheitum um félagslegar umbætur vil ég benda á, að hiuti af þessum félagslegu þáttum, sem frumvarp- ið gerir ráð fyrir, eru atriði sem verkalýðshreyfingin hefur áður samið um og virðist sem núverandi ríkisstjórn ætli með því að selja launþegum sína eigin samninga. Ut af fyrir sig er enginn eðlismunur á aðgerðum þessarar ríkisstjórnar og þeirrar fyrri. Rán er rán, hvernig sem það er framkvæmt og það sem snýr að launþegahreyfingunni er að í báðum tilfellum er kaupgjaldsvísi- talan skert. Og enda þótt nú sé talað um að bæta það upp með niðurgreiðslum á vöruverði og félagslegum umbótum þá er það mjög mikil blekking, þar sem slíkar ráðstafanir verða ekki greiddar með öðru en beinum og I óbeinum sköttum hins almenna launamanns." Fullar verðbætur hefðu átt að koma á lægstu launin „Ég hef alltaf talið og tel enn að verkalýðshreyfing- in eigi að beita sér fyrir því að lágmarkslaun sé tryggð lífvænleg en svo er ekki nú. Ég tel til dæmis laun á bilinu 145—170 þúsund krónur á mánuði alls ekki lífvæn- leg laun og fólk með þetta kaup hefði skilyrðislaust átt að fá fullar bætur nú,“ sagði Aðalheiður Bjarnfreðsdóttir formaður Starfs- stúlknafélagsins Sóknar. „Ég tel að þeir sem betri hafa launin eigi að bíða um sinn meðan verið er að leiðrétta hlut hinna. Því miður hefur þetta sjónarmið átt erfitt uppdráttar innan verkalýðs- hreyfingarinnar. Um þær ráðstafanir sem eiga aö koma á móti þeim prósentustigum, sem ekki verða greidd beint, vil ég hafa sem fæst orð meðan ekki er séð, hvernig þær koma endanlega út. Með þessu er ég þó ekki að efast um efndir en ég bendi á að í raun og veru sömdum við um breytingar á húsnæðismálunum í samningun- um 1977 en þær eru ekki komnar til framkvæmda. Munurinn á þessum aðgerðum og þeim fyrri er í mínum augum sá að nú er yfirlýst að þetta sé gert í samráði við forystumenn verka- lýðshreyfingarinnar en fyrri aðgerðir voru gerðar þvert á þeirra vilja.“ Sé ekki annað en kaupmáttur- inn hraoi niður „Ég er nú orð- inn langþreyttur á því að gengið sé á gerða kjara- samninga,“ sagði Bjarni Jakobsson formaður Iðju, félags verk- smiðjufólks. „Þetta frumvarp virðist gefa til kynna að ríkisstjórnin sé þeirrar skoðunar að launamálin séu meginorsök verðbólgunnar. Auð- vitað höfum við öll áhyggjur af verðbólgunni en ég mótmæli þeim skilningi að launin séu hennar meginorsök. Varðandi niðurgreiðslur vil ég benda á það að þær niðurgreiðslur, sem þessi ríkisstjórn setti á í upphafi síns ferils hafa ekki orðið til að lækka vísitöluna og ég býst ekki við að frekari niðurgreiðslur 1. desember breyti þar um. Um skattalækkanirnar vil ég ekkert segja að svo stöddu, en varðandi það sem segir um félagslegar umbætur, þá finnst mér það of losaralegt til þess að hægt sé að meta, hvað raunverulega er á ferðinni. Ég sé nú ekki mun á þessum ráðstöfunum og þeim, sem fyrri ríkisstjórn beitti sér fyrir, annan en þann, að mér sýnist þessi ríkisstjórn ætla að taka minna tillit til láglaunafólks en þó var gert í febrúarlögunum, þó slæm væru. En alvarlegast þykir mér að ég fæ ekki annað séð en að kaupmátt- urinn hrapi nú niður.“ Óskir verkalýðshreyfingarinnar samþykktar Við urðum ókvæða við þegar fráfarandi ríkis- stjórn skerti hálfa launa- hækkun bóta- laust, sagði Jón Kjartansson for- maður Verka- lýðsfélags Vest- mannaeyja, og settum fram kröfur um samning- ana i gildi. Ýmsir flokkar tóku upp þá kröfu og hefur nú verið deilt nokkuð á þá fyrir að svíkja kosningaloforð. — Ég tel öðruvísi að farið nú en í tíð ríkisstjórnar Geirs Hall- grímssonar því þá var tekin bótalaust launahækkunin en bráðabirgðalögin lagfærðu dag- vinnutekjur en skertu eftirvinnu og næturvinnutekjur og er eftir- vinnan nú um 13,5% miðað við dagvinnu og næturvinnan 45—46%. Þessi stjórn sem nú situr lætur okkur fá hluta launa- hækkunar í niðurgreiðslum, af- námi söluskatts af nokkrum nauðsynjavörum. Við í verkalýðs- hreyfingunni höfum bent ákveðið á að við værum fullt eins til viðræðu um aðrar leiðir en fleiri verðlausar krónur í launaumslagið og á ráðstefnu ASÍ í desember 1975 var sett fram 14 atriði og þeim beint til þáverandi ríkis- stjórnar til athugunar, leiðir er leiða skyldu til kauphækkunar, en þeim var hafnað. Sama sagan var uppi er sólstöðusamningarnir voru samþykktir, en nú hefur ríkis- Þetta er bók fagurkerans á sviði skáldskapar og telst til bókmenntalegra tíðinda. Hér má lesa um Ingvar Ingvarsson og dætur hans, Bjögga í Fojaldinu og brúar- mennina í Árvogum, frúna í Miklagerði og leiðina í Munaðarnes, konuna, sem beið eftir bréfi frá Boston, litlu stúlkuna, sem fékk púpu í sálina, postulíns- koppinn á Flatey og slysa- tilburðinn í Kaupmanna- höfn og loks Sigvalda garð- meistara, dásemdina rauð- hærðu og austanstrákinn. Rautt í sárið eru listilega sagðar sögur á fögru kjarn- miklu máli, enda er Jón Helgason landskunnur frá- sagnarsnillingur. Þorleifur Jónsson dregur hvergi af sér í frásögn sinni. Svið minninga hans spannar allt ísland, 70 kaflar um menn og málefni, þar á meðal þjóðkunna stjórnmálamenn og aðra framámenn, en einkum þó það, sem mestu varðar, alþýðu manna, ís- lenzkan aðal til sjós og lands. Þorleifur kemur vel til skila stjórnmálaafskiptum sínum og viðskiptum við höfuð- f jendurna, krata og templara. Hann er tæpitungulaus og hreinskilinn og rammíslenzk- ur andi litar frásögnina frá upphafi til loka. Skálateigsstrákurinn Þorleif- ur Jónsson er margfröður og afspyrnu skemmtilegur. Hver sem les frásögn hans verður margs vísari um mannlíf á íslandi á öldinni, sem nú er að líða. JÖHANNES -UDFJGI STRÁKURINN ÞORLEIFUR JONSSON HELDUR SÍNU STRIKI Magnús Magnússon fffc ffl ÆýI IjlD t3jj tO*! ttu tta oa ■ ffl. ffl ;g ffl ffl 11 Voru þingmenn meiri skörungar og reisn Alþingis meiri fyrr en nú? Upprisa alþingismanna svarar þessu að nokkru, en þar er að finna mannlýsingar 55 alþingis- manna og ráðherra eftir háðfuglinn Magnús Storm. Þessar mannlýsingar hans einkennast af fjörlegum stíl og fullkomnu valdi á kjarn- góðu, hnökralausu máli og margar eru þær stórsnjallar, einkum hvað varðar hið bros- lega í fari viðkomandi. Bregð- ur þá fyrir á stundum dálítið meinlegri hanini. Magnús Stormur bjó Upprisu alþingismanna undir prentun stuttu fyrir andlát sitt og sjálfur mun hann hafa talið marga þessara palladóma meðal þess bezta, sem hann lætur eftir sig á prenti.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.