Morgunblaðið - 29.11.1978, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 29. NÓVEMBER 1978
31
5 marka sigur fslendinga
í landsleik gegn Túnis
ISLENDINGAR léku sinn fyrsta landsleik í Frakklandi í gærkvöldi og
öttu þá kappi við Túnisbúa. Leiknum lauk með sigri íslendinga.
25 — 20, en staðan í hálfleik var 14 — 10 fvrir landann. í samtali við
Johann Inga. landsliðsþjálfara. í Frakklandi í gærkveldi, kom fram,
að hann væri eftir atvikum ánægður með leikinn, liðið hefði reynt
tvenns konar varnarleik og hefði það heppnast mjög vel, 6—0 vörn í
fyrri hálfleik og pýramídavörn í þeim síðari. Sagði Jóhann, að
pýramídinn hefði verið sérstaklega góður, því að sínu mati þyrfti 2—3
ár til þess að ná fullkomnum tökum á þeirri aðferð, en engu að síður
hefði landsliðið, gersamlega ósamæft, náð slíkum tökum á því, að
fyrstu 15 mi'nútur síðari hálflciks hefðu Túnisbúarnir aðeins skorað 4
mörk. Jóhann taldi að það væri mikið að þakka þeim Axeli og Ólafi II.
Jónssyni, en þeir eru vanir að leika pýramídavörn í þýsku
deildarkeppninni.
Gangur leiksins var í stuttu
máli sá, að Islendingar náðu
góðum leikkafla uppúr miðjum
hálfleiknum, náðu þá 4—5 marka
forystu sem liðið hélt síðan allt til
leikhlés. Framan af var hálfleikur-
inn hins vegar frekar jafn, meðan
liðin voru að fikra sig áfram og
kanna styrkleika mótherjans.
Staðan í hálfleik var 14—10.
í síðari hálfleik var títtnefnd
pýramídavörn reynd og tókst
framan af með afbrigðum vel og
náði íslenska liðið um tíma algerri
yfirburðastöðu, 22—13. íslend-
ingarnir slökuðu síðan ósjálfrátt á
undir lokin og tókst Túnismönnum
þá að minnka muninn nokkuð,
þannig að lokatölurnar urðu
25—20 eins og áður sagði.
Þeir Axel Axelsson og Ólafur H.
Jónsson voru fremstir í flokki
íslensku leikmannanna og var
samvinna þeirra með afbrigðum
góð oft og tíðum. Og það þó svo að
þeir kæmu seinna til liðs við liðið
heldur en efni stóðu til og því
ekkert tækifæri haft til að æfa
með liðinu. Axel skoraði 9 mörk í
leiknum, þar af 6 úr vítum. Ólafur
skoraði hins vegar 5 mörk, en
fiskaði mörg af vítunum sem Axel
skoraði úr. Jóhann Ingi sagði, að
nýliðarnir hefðu komið nokkuð vel
út úr leiknum, að vísu verið
nokkuð spenntir, eins og vænta
mátti. Að þessu sinni hvíldu þeir
Þorbjörn Jensson, Hörður Harðar-
son, Sigurður Gunnarsson og
Kristján Sigmundsson. Allir nema
Sigurður verða með í landsleikn-
um í kvöld gegn B-liði Frakklands.
Ólafur Benediktsson stóð lengst af
í íslenska markinu og stóð sig
mjög vel, Jens stóð einnig fyrir
sínu það sem hann fékk að vera
með.
Um lið Túnis ságði Jóhann, að
það væri alls ekki svo slakt, það
væri heldur ekki sérlega gott. í því
væru 2 góðar skyttur og liðið
freistaði þess að halda boltanum,
teygja á vörn andstæðinganna,
senda inn á línu og fiska þannig
víti. Þá sagði Jóhann að liðið
reyndi einnig mjög hraðaupp-
hlaup.
Mörk íslands skoruðu: Axel 9 (6
víti), Ólafur H. Jónsson 5, Páll
Björgvinsson 3, Þorbjörn G.,
Bjarni og Ólafur Jóns 2 hver,
Stefán og Hannes Leifsson eitt
mark hvor.
— gg.
• Viv Anderson, íyrsti blökku-
maðurinn sm leikur með aðal-
landsliði Fnglands.
hrósað
Lið Gunnars Einarssonar,
fyrrum Haukamanns, Aarhus
KFUM, hefur gengið mjög vel í
danska handboltanyum það sem
af er þessu keppnistímabili og í
síðasta leik sínum vann liðið
Kaupmannahafnarliðið Saga
með einu marki, 23—22. I
Berlinske Tidende er farið fögr-
um orðum um frammistöðu
Gunnars í leiknum og sagt m.a.,
að hann sé aldrei betri en þegar
mest á reyni.
— Anderson leikur með
ENSKI landsliðseinvaldurinn
hefur nú tilkynnt lið sitt, sem
mætir Tékkum í landsleik í
knattspyrnu í kvöld. Og hann
hefur gert 6 breytingar á liði sínu
írá síðustu landsleikjum Eng-
lendinga. Ber þar hæst, sem
margir höfðu spáð, að blökku-
maðurinn Viv Anderson leikur
sinn fyrsta landslcik og skipar
hann stöðu hægri bakvarðar.
Tvær breytinganna koma frekar
á óvart, en þær eru í því fólgnar,
að Peter Shilton stendur í marki í
stað Ray Clemence og annar
Forest-leikmaður, Tony Wood-
cock, leikur í stað Bob Latchford.
Þá hafa og þeir Trevor Brooking
og Fmlyn Ilughes misst stöður
síðar, Hughes sína til félaga síns
!
!
!
s
Nýtt brezkt lyfjahneyksli S
!
6 breytingar hjá enskum
hjá Liverpool, Phil Thompson, og
Brooking sína til Tony Currie hjá
Leeds. Fimm af köppunum sex,
sem misst hafa stöður sínar,
verma þó varamannabekkinn, en
liðið er annars þannig skipað.
Shilton (Forest), Anderson
(Forest), Cherry (Leeds), Watson
(Man. C). Thompson (Liverp.),
Wilkins (Chelsea), Currie
(Leeds), Coppell (Man. Utd.),
Woodcock (Forest), Keegan
(Ilamburger) og Barnes (Man.
C.).
Varamenn eru. Clemmence,
Neal og Hughes (allir Liverpool),
Mills (Ipswich) og Latchford
(Everton).
ÝMSUM er enn í fersku minni
eiturlyfjahneykslið meðal skoska
landsliðshópsins á síðasta sumri.
Þá var Willy Johnstone rekinn
heim með skömm, er hann .varð
uppvís að að hafa tekið inn
eitthvert örvandi lyf. Þetta virðist
vera einhver tíska meðal breskra
knattspyrnumanna, því að nú
hefur Stan Bowles af einhverjum
hvötum lýst því yfir, að hann neyti
daglega lyfja eins og Valíums og
amfetamíns. Þessar yfirlýsingar
eiga eftir að draga dilk á eftir sér,
þó ekki sé enn ljóst hver sá dilkur
verður. Knattspyrnusambandið er
að fjalla um málið, einkum þó þau
ummæli Bowles, að fjöldi leik-
manna stundi ólifnað þennan.
MAN ÉG ÞANN MANN
J , BÖKÍMUM ONAAKRI SKUGGSJÁ
Vinir Jóns Pálmasonar fyrrum
alþingismanns og ráðherra. pólitísk-
ir andstæðingar jafnt og samherjar,
lýsa eðliskostum hans vel í þessari
bók. Þeir minnast glaðværðar hans á
góðri stund, drengilegrar fram-
göngu hans er þjóðarsómi krafðist,
trygglyndis hans og vinsælda, sem
voru með cindæmum.
Veigamesti þáttur bókarinnar er
viðtal, sem Matthías Johannessen
átti við Jón, drög að ævisögu hans, en
aðrir, sem efni eiga í bókinni, eru.
Ágúst Þorvaldsson. Björn Bergmann
Brynhildur II. Jóhannsdóttir,
Iljörtur Kristmundsson, Emil Jóns-
son, Guðmundur Jónsson, Guðrún P.
Ilelgadóttir, Gunnar Thoroddsen,
Ilalldór Jónsson, Jóhann Hafstein.
Ingólfur Jónsson, Jónas B. Jónsson,
Magnús Þorgeirsson, Pétur Þ.
Ingjaldsson, Sigurður Bjarnason og
Þorsteinn Bernharðsson.
Jón á Akri var óefað í hópi svipmestu
og merkustu manna sinnar samtíðar
og þessi fagra og myndskreytta bók
mun verða aufúsugestur þeirra, er
muna þennan glaðbeitta þingskör-
ung og héraðshöfðingja.
Saga Einars Guðfinnssonar er
tvímælalaust ein merkasta ævi-
saga síðari tíma. Saga hans er
þróunarsaga sjómennsku, allt
frá smáfleytum til stærstu vél-
báta og skuttogara og saga
uppbyggingar og atvinnulífs í
elztii verstöð landsins.
Einar Guðfinnsson er sjómaður í
eðli sínu, öðlaðist þrek við árina
og vandist glimunni við Ægi á
smáfleytum. Af óbilandi kjarki
og áræði sótti hann sjóinn og af
sama kappi hefur hann stýrt
fyrirtækjum sínum, sem til fyrir-
myndar eru, hvernig sem á er
litið.
Saga Einars Guðfinnssonar á
vart sinn líka. Hún er sjór af
fróðleik um allt, er að fisk-
veiðum, útgerð og fiskverkun
lýtur, hún er saga afreksmanns,
sem erfði ekki fé en erfði dyggðir
í því ríkari mæli.
Jón Eiriksson
RABBAÐ VIÐ
LAGCA
*V' Einn virtasti sklpstjðfi tsieftska farskipa-
X flotans segtr tri sigltogum srm«Tt
i ^ meira «n hftlfrar flldar slðrfum
t ti' sjós. Harni e*t opínskér og
í \ skormofður og það er
sðlfubrago af Irásögnum hans
Hinn landskunni skipstjóri og
sævíkingur, Jón Eiríksson, rekur
hér minningar sínar í rabbformi
við skip sitt Lagarfoss. Þeir
rabba um siglingar hans og líf á
sjónum í meira en hálfa öld,
öryggismál sjómanna, siglingar í
ís og björgun manna úr sjávar-
háska, um sprenginguna ógur-
legu í Ilalifax og slysið mikla við
Vestmannaeyjar. Skipalestir
stríðsáranna og sprengjukast
þýzkra flugvéla koma við sögu
og að sjálfsögðu rabba þeir um
menn og málefni líðandi
stundar. sæfara, framámenn í
íslenzku þjóðlífi, háttsetta
foringja í her Breta og Banda-
ríkjamanna, en þó öðru fremur
félagana um borð, skipshöfnina,
sem með honum vann og hann
bar ábyrgð á.
Það er seltubragð af frásögnum
Jóns Eiríkssonar, enda ekki
heiglum hent að sigla með
ströndum fram fyrr á tíð eða
ferðast í skipalestum stríðsár-
anna.