Morgunblaðið - 01.12.1978, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 01.12.1978, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐID, FÖSTUDAGUR 1. DESEMBER 1978 Frelsi, valdboó og félagsleg vandamál „Hvers virði ríkið er, það erþó, þegar öllu er á botninn hvolft, undir þvíkomið, hvers virði einstaklingarnir eru, sem myndaþað." Eflaust taka allflestir íslendingar undirþessa skoðun enska heimspekingsins John Stuart Mills. Við, lýðræðissinnaðir stúdentar við Háskóla íslands, erum íþeim hópi, enda er hér um að ræða grundvallarviðhorf, sem mótar almenna afstöðu okkar til þjóðmála. Við erum þeirrar skoðunar, að skýlaus mannréttindi og viðhaldþeirra séu eitthvert mikilvægasta markmið, sem hægt sé að setja stjórnsýslu og almennri skipan mannlegra samfélaga. Við teljum mannréttindi öllum mönnum til handa svo sjálfsagða kröfu, að hún þurfi ekki réttlætingar við. Það er frelsis- skerðingin hverju sinni, sem þarf með gildum rökum á réttlætingu að halda, ekki frelsið sjálft. Avarp frá Vöku, félagi lýðræðissinnaðra stúdenta, á 60 ára fullveldisafmæli íslendinga heldur miklu fremur sú afstaða (afstöuleysi?), bæði almennings ogyfirvalda, að stjórnvöldum beri ísíauknum mæli að útiloka mannleg vandamál með valdboði. Mannlífið er enginn dans á rósum. Það ætti okkur flestum að vera Ijóst. Hver einstaklingur verður oft á ævi sinni að horfast í augu við margs konar erfiðleika, sem lífið hefur í för með sér. Það er m.a. hlutverk ríkisvalds og lóggjafa að draga úr margvíslegri þjáningu og eymd með ýmsum hætti. En vandamál mannlegs lífs eru ekki öll „félagsleg vandamál", sem leysa ber á „félagslegum grundveIH".Þar er einnig um að ræða vandamál,sem hver og einn verður að taka sjálfstæða afstöðu til. Frelsið íþeirri stjórnmálalegu merkingu, sem við íeggjum í orðið, er alls engin trygging gegn öllum erfiðleikum mannlífsins. En frelsið er forsenda /jess, að hver og einn geti verið sinnar eigin gæfu smiður; að hver og einn geti og reyni að leysa sín vandamál á skynsamlegan hátt. En þrátt fyrirþað, þá teljum við samt, að mannréttindi séu nauð- synlegt skilyrði fyrir ýmsum sam- félagslegum einkennum, sem stuðla beri að. Má þá t.d. nefna; félagslegt öryggi, félagslegt réttlæti, frjálsa menningu, vöxt mannlegrar þekkingar, almennar framfarir, lýðræðislega stjórnskipun, ábyrgðarkennd og aðra siðléga afstöðu einstaklinga, mannúð og friðsamlega sambúð milli ríkja. Þótt mikilvægi mannréttinda sé almennt viðurkennt af yfirvöldum og almenningi í þeim lóndum, þar sem þau eru við iýði, þá er ekki þar með sagt, að þegnarnir geti ekki glatað þessum réttindum sínum, jafnvelþótt sú sé ekki ætlunin. Þessi staðreynd á einnig við um okkur Islendinga. Baráttan fyrir viðhaldi mannréttinda er ekki síður mikilvæg en baráttan við að koma þeim á. Sú barátta felst í stöðugri oggagnrýninni umræðu um mikilvægi frelsisins, ogþær hugsanlegu hættur, sem að því kunna að steðja hverju sinni. Þess vegna telur VAKA, félag Iýðræðissinnaðra stúdenta, það vel við hæfi á sextíu ára fullveldisafmæli íslendinga að vekja umræður um vanda frelsisins í nútíma þjóðfélagi, ogþá einkum mð tilliti til valdboða og sjálfsákvörðunarréttar. Afþessu tilefni hefur okkur verið gerð upp sú skoðun, að dómsdagur sé í nánd, vegna þess að áfengt öl fáist ekki í landinu eða vegna þess að tóbaksreykingar séu bannaðar í ieigubifreiðum. Hér er að sjálfsögðu um misskilning að ræða, efekki vísvitandi rangtúlkun. Kjarni málins er að sjálfsögðu ekki sá, að menn fái ekki áfengt öj á íslandi, A sama tíma verða þær kröfur æ háværari, aðyfirvöld útiloki hin ýmsu „félagslegu vandamál" með valdboði. Slík útilokun felst íþví, að bannaðir eru ísamfélaginu ýmsir hlutir eða atferli, sem kynnu að leiðaafsér vandamálin þó svo að þau geriþað alls ekki í öllum tilfellum. Þarmeðer ekki aðeins verið að útiloka vandamálin sjálf, heldur einnig verið að fækka þeim mógu- leikum, sem lífið hefur upp á að bjóða. Verið er að hefta frelsi okkar og draga úr fjöl' breytni mannlífsins. Verið er að svipta einstaklingana þeim möguleika að bregðast sjálfir við vandanum á skynsamlegan hátt, eða afstýra honum alveg. Eftirþví, sem valdboðum fjölgar, eftir því reynir minna á mannlega skynsemi og mannlega samvisku. Sjálfvirk löghlýðni kemur þá ístað sjálfstæðrar, siðferðilegrar afstöðu: undirgefni ístað umburðarlyndis og tillitssemi. Glati einstaklingurinn réttinum til að ráða fram úr málum sínum, þá glatar hann einnig hæfninni tilþess, því frelsi manna er forsenda fyrir þroska þeirra. Bregðast má við mannlegum vandamálum á tvenns konar hátt. Annars vegar með '•., .. mannlegri skynsemi hverju sinni, en hins vegar með lögboðinni útilokun. Vel má vera, að síðari leiðin sé stundum réttlætanleg, en veljum við hana alltaf, þá kemur aðþví fyrr eða síðar, að við hófum ekki um neitt að velja íþessum efnum. Aiistumki skíðapamdís ^ -Æk wm- hi'i notnr \tn\irS nm *5 ctaAi í A i icti irríalsi i Þú getur valið um 3 staði í Austurrísku Ölpunum, Kitzbúhel, Zell am Zee og St. Anton - einhver vinsælustu sktðalönd sem völ er á. Þú getur valið um viku eða tveggja vikna dvöl - á einum stað eða tveimur. Vikulegar brottfarir, á sunnudögum frá 7. janúar til 25. mars auðvelda þér að velja hentugan tíma. Snúðu þér til söluskrifstofu okkar, umboðsmanns, eða ferðaskrifstofu og fáðu litprentaða skíðabæklinginn og allar nánari upplýsingar. fwcfélac LOFTIEIDIR JF jMk tf Md 1M V MMNL Æ*>* mmm^mm^ ™ mt Imwmtmmy mr ^mmw mw wm wt

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.