Morgunblaðið - 01.12.1978, Qupperneq 24

Morgunblaðið - 01.12.1978, Qupperneq 24
24 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 1. DESEMBER 1978 Þórarinn frá Stein- túni—Minning Fæddur 17. desember 1902. Dáinn fi. ágúst 1978. Það var í þá dajía, þejjar heimurinn var lítill og barnshug- urinn skynjaði hann allan, enda ekki lanjít Ströndina á enda frá Viðvík til Gunnólfsvíkur. Allt þar fyrir utan var á vissan hátt óraunveruleí't ofí minnti aðeins á sig með komu Runólfs pósts, læknisins frá Þórshöfn eða Vopnafirði ofí svo strandferðaskip- anna eða komu Færeyinfía á vorin, Þessi litla sveit bjó yfir marg- slungnum töfrum, sem fylltu harnshugann undrun. Náttleysi vordaganna með hoppandi lækjum og glöðum fuglaklið og skammdegi vetrarins ýmist með stjörnubjört- um náttum og norðurljósum eða iðulausri stórhríð og náttmyrkri voru hinar tröllauknu andstæður, sem mynduðu uppistöðuna í þess- um töfravef. En á milli komu stutt sumur með ólýsanlegri blómadýrð og haustin með hlýjum fjallaþey og litskrúði sölnandi gróðurs, og áður en vetur konungur gekk í garð komu göngurnar með réttar- dögunum, mesta tilhlökkun okkar barnanna næst jólum. Þetta var veröld okkar hinna ungu. Við áttum hana sameigin- lega og nutum hennar, enda bjuggum við flest við öryggi góðra foreldra eða annarra náinna skyldmenna, og svo nágranna í sveitinni, sem krydduðu tilveru okkar með komu sinni, og tóku á vissan hátt þátt í því að slá skjaldborg um okkur. Sumir, bæði karlar og konur, voru aldnir að árum, þreyttir eftir langan dag, en höfðu fengið að rækta séreinkenni sín. Aðrir voru á bezta aldursskeiði og voru því aðal máttarstólpar þessa litla samfélags, og svo komu þeir yngstu, fullir æskufjörs og lifðu í dagdraumum. Allt þetta góða fólk vakti athygli okkar og myndaði hið mislita talnaband, sem við höfðum daglega fyrir augum. Það sýndi okkur vinarþel, hver á sinn sérstæða hátt, ýmist með klappi á kollinn eða hlýlegu ávarpi, en gleðin var mest er við vorum leidd í búr eða eldhús ög húsmóðirin gaf okkur bita í munninn. Það er langt síðan þetta var. Sveitin er söm við sig, en það góða fólk, sem þá fyllti sveitina lífi og gaf okkur öryggi, er nú margt horfið, en lifir í minningunni. Hugurinn leitar heim til löngu liðinna daga, þegar kvaddur er góður vinur, frændi og sveitungi sem var ungur og glæsilegur maður á þeim tíma, sem ég vitnaði til. Hann var þá hugumstór, eins og hann átti kyn til. Þórarinn Valdimar Magnússon var fæddur í Stykkishólmi 17. desember 1902. Foreldrar hans voru Magnús Þórarinsson Hálf- dánarsonar bónda á Bakka í Bakkafirði og konu hans Hólm- fríðar Sigurðardóttur úr sömu sveit og Jórunn Sigríður Thorlaci- us dóttir Daníels Thorlacius alþingismanns og kaupmanns í Stykkishólmi og konu hans Ggð- rúnar Önnu Jósefsdóttur læknis á Hnausum. Hann fluttist kornungur með föreldrum sínum til Reykjavíkur, þar sem faðir hans stundaði um tíma rakaraiðn og svo heim í fæðingarsveit föður síns að Stein- túni í Bakkafirði (þ.e. Strönd), þar sem faðir hans gerðist bóndi. Hann naut föður síns aðeins stuttan tíma, því að hann dó er Þórarinn var 7 ára gamall. t Bróöir okkar, JÓN ÁRNASON, Kirkjuvegi 40, Kellavík, lézt miövikudaginn 29. nóvember í Borgarsjúkrahúsinu. y Systkini hins látna. t Konan mín, móöir okkar og tengdamóöir, ÞÓREY GUDLAUGSDOTTIR, Langholtevegi 13, andaöist sunnudaginn 26. nóvember. Útför hennar veröur frá Fossvogskirkju, í dag, föstudaginn 1. desember kl. 3. Jón Konráðsson, börn og tengdabörn. Útför ÖNNU HALLDÓRSDÓTTUR, Garöabraut 29, Akranesi, fer fram frá Akraneskirkju, laugardaginn 2. desember, kl. 13.30. Jón Einarsson og börn. t Eiginmaöur minn og faöir, JÓNATAN AGNARSSON, Faxabraut 33 D, Keflavík, veröur jarðsunginn frá Keflavíkurkirkju, laugardaginn 2. desember, kl. 2 e.h. Elísabet Halldórsdóttir, Kristjana Jónatansdóttir. t Hjartans þakkir fyrir auðsýndan hlýhug við andlát og útför, GUÐNÝJAR GUÐNADÓTTUR. Sigrún Guönadóttir. Móðir hans bjó áfram með börnin sín, fyrst í Steintúni en síðan í Höfn í sömu sveit. Þórarinn tók mikilli tryggð við æskuheimili sitt og kenndi sig við Steintún. Hann og systkini hans 2 nutu í æsku mikils kærleika og uppfræðslu móður sinnar en hún var glæsileg kona svo af bar. Skólaganga hans varð ekki mikil, því að í sveitinni var aðeins um stopula farkennslu að ræða, en hann mun hafa verið einn vetur í unglingaskóla á Vopnafirði og einn vetur í gagnfræðaskólanum á Akureyri. Hann var mjög vel greindur, námfús og bókelskur, svo að sjálfsmenntunin gaf honum drjúgan hlut. Hann las mikið alla sína æfi, og bókin var honum ætíð nærtæk, jafnvel þegar hann átti annríkast við einyrkjabúskap, og svo hefur dóttir hans tjáð mér að hann vildi hafa bók milli hand- anna jafnvel eftir að hann fékk ekki valdið henni vegna veikinda. Þórarinn giftist árið 1926 Sigur- björgu Sigurðardóttur Björnsson- ar fræðimanns frá Snæbjarnar- stöðum í Fnjóskadal og konu hans Hólmfríðar Jónsdóttur frá Stein- kirkju. Þau eignuðust 9 börn, 3 þeirra dóu í æsku og 2 dóu uppkomin, en 4 dætur eru á lífi og rækta með sóma ættarreitinn. Auk þess ólst upp hjá þeim dóttursonur þeirra, Þórarinn Sveinn Thorlacius. Sigurbjörg og Þórarinn bjuggu fyrstu árin í Höfn en lengst af í Steintúni á bernskuslóðum hans allt til ársins 1956, en þá brugðu þau búi vegna heilsubrests hans og fluttust til Reykjavíkur. Sem barn heyrði ég talað um það heima, að Þórarins biði mikið hlutskipti. Hann hafði erft tölu- verðar jarðeignir frá afa sínum Þórarni á Bakka og svo glæsilegur ungur maður sem hann var, þá hlyti hans að bíða sigurganga og víst er um það, að hvorki brast hann kjark né vilja til þess að svo mætti verða. En árin sem í hönd fóru voru mörg erfið og fóru þau Sigurbjörg og Þórarinn ekki varhluta af því. Þær eignir, sem hann hafði erft, gáfrt mjög lítið í aðra hönd svo að þeirra barnmarga heimili var fátækt, og sorgin sótti þau heim. En Þórarinn var góður heimilis- faðir og breiddi sig yfir fjölskyldu sína. Hann byggði upp á æsku- stöðvum sínum í Steintúni og breytti móum í ræktað tún og sleit þar kröftum sínum, uns hann varð að láta undan síga vegna veikinda. Og eftir að þau fluttust til Reykjavíkur misstu þau 2 börn sín uppkomin. En .lífsviðhorfi sínu lýsir hann í fyrstu kvæðabók sinni, þá lífsreyndur maður, meðal annars þannig: Ef við þekktum ekki myrkrið, sæjum við ekki sólskinið. Leiðir okkar Þórarins frá Stein- túni lágu ekki saman frá því ég fluttist unglingur úr fæðingarsveit okkar þar til fundum okkar bar aftur samán í Reykjavík 1964. Hann var þá kominn til bæri- legrar heilsu og vann hjá Olíu- félaginu h/f, sem hann gjörði eftir það meðan starfskraftar leyfðu og naut þar verðugs trausts. Nú var það ekki hinn hugum- stóri glæsilegi ongi maður sem ég mætti, heldur lífsreyndur maður. En viðmótið var hið sama, hlýtt handtak og brosmildi, og umfram allt ást til móður jarðar, íslenzkr- ar tungu og menningar þeirrar byggðar sem við áttum sameigin- lega. Og nú eftir að hann hafði orðið að láta undan síga við lífsstarf sitt og hafði orðið að horfast í augu við mörg vonbrigði í lífinu, þá brutust út hjá honum þeir eiginleikar, sem blundað höfðu með honum frá æsku, þ.e. skáldhneigð, tengd ást til íslenzkrar tungu og bókmennta og löngun til þess að tengja fortíð framtíð. Hann var áfram ungur í anda allt til síðustu stundar. Hann gaf út 3 kvæðabækur, Útfall 1964, Litir í laufi 1966 og Undir felhellum 1970, auk þess Sýnis- horn af úrvals ljóðum 48 norður- landahöfunda, sem hann kallaði tilraun til þýðingar 1975. Eg tel mig ekki færan um að dæma ljóðagerð Þórarins frá Steintúni, en í kvæðum hans kemur fram ást til landsins, tungunnar og almættisins, og víst er um það að mörg kvæða hans eru betur ort en margt af því, sem mikið er hossað í dag, og vel hefðu bókaútgefendur getað verið sæmd- ir af því að gefa út kvæðabækur hans, én hann varð að kosta það sjálfur. ' í ritdómum um fyrstu kvæðabók hans Útfall, segir Benedikt frá Hofteigi: „Blærinn á kveðskap Þórarins er framhald af allri íslenzkri lífsbaráttu, alvara, þrá, ábyrgð og viðleitni. Það eru kannski samstöfurnar, sem bera Þórarni vitni sem skáldi. „Ef við þekktum ekki myrkrið sæjum við ekki sólskinið". — Sorg —. „Hann rjálar og læðist við rúðuna mína, á rökkurskóm" — Hrímrósir —. Og Kristján skáld frá Djúpalæk, sem er sveitungi okkar, segir meðal annars: „Höfundur þessi kann allvel til ljóðagerðar og víða bregður fyrir skáldskap, sem er meira en hægt er að segja um þau mörgu ljóðasöfn, sem út koma um þessar mundir." Hér lýsa tveir þjóðkunnir menn skáldskap Þórarins frá Steintúni, og læt ég það nægja. En hann var meira en skáld. Hann hafði brennandi áhuga á því að varð- veita þjóðlega menningu og á þann hátt tengja fortíð nútíð og fram- tíð. Hann vann að söfnun og skrásetningu örnefna í sveit okkar, og einnig skráði hann nöfn á fiskimiðum á Bakkafirði, en öll þessi örnefni eru nú í mikilli hættu. Hann var því einn af þeim fáu sem gaf sér tíma til og taldi það nokkurs virði að leggja stein í eina af þeim vörðum, sem vísa eiga veginn inn í framtíðina óg um leið sýna hvaðan við komum. Hann eignaðist marga kunn- ingja hér syðra bæði meðal vinnufélaga, sem kgnnu vei að meta glaðværð hans og frásagnar- Minning: Jónína Hólmfríð- ur Sigurðardóttir Í dag er borin til moldar Hólmfríður Sigurðardóttir, sem lézt á Landakotsspítala hinn 24. nóvember síðastliðinn, 81 árs að aldri. Hólmfríður eða Fríða eins og hún var alltaf kölluð fæddist á Norðfirði hinn 30. júlí 1897 en fluttist ung ásamt foreldrum sínum og systkinum til Vest- mannaeyja, þar sem hún ólst upp hjá frænda sínum í Nýborg. Um leið og hún gat, þroska síns vegna, fór hún að vinna fyrir sér og þá aðallega sem vinnukona eins og algengt var um ungar stúlkur í þá tíð. Ung að árum kynntist Fríða manni sínum, Ottóníusi Arnasyni frá Eskifirði, sem þá var sjómaður í Eyjum. Keyptu þau lítið hús, Brekastíg, þar sem þau bjuggu allt til hinnar örlagaríku nætur hins 23. janúar 1973, þegar þau urðu að yfirgefa eyjarnar vegna gosins. Fríða og Ottóníusi varð ekki barna auðið, en þau tóku og ólu t Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúö og vináttu viö fráfall og útför móöur minnar, tengdamóöur og ömmu, GUÐLAUGAR BJARNADÓTTUR, Gnoöarvogi 40. Erlendur Kristjánsson, Kristín Gunnarsdóttir, Erla Margrát Erlendsdóttir, Kristján Erlendsson. t Þökkum af alhug öllum vinum fjær og nær, sem með gjöfum, skeytum, blómum og bréfum hafa hundruðum saman veitt okkur af ótæmandi lindum samúöar og elsku í minningu, INGIBJARGAR ÞÓRÐARDÓTTUR í Sólheimum 17, Reykjavík. Árelíus Níelsson, Þóróur Árelíusson, Ásdís Guðmundsdóttir, María Árelíusdóttir, Steinar Berg Björnsson, Rögnvaldur Árelíusson, Sæmundur Árelíusson, Hildur Jónsdóttir, Ingvar Árelíusson, Janis Walker. og ömmubörnin öll. upp frá tveggja ára aldri frænku Ottóníusar, Elínu Guðmundsdótt- ur, sem nú býr í Reykjavík. Hjá henni og ungum syni hennar, Otta, bjuggu þau í eitt ár eftir gosið eða þar til Rauði Krossinn úthlutaöi þeim húsnæði hér í borg. Ottóníus andaðist fyrir þremur árum en Fríða hélt heimili áfram, þar til fyrir nokkrum vikum að hún var flutt á sjúkrahús, þaðan sem hún átti ekki afturkvæmt. Ég hef þekkt Fríðu frá því að ég man eftir mér, enda var hún og þau hjónin bæði nágrannar og góðir vinir foreldra minna. Fríða var einstök persóna, hún var mikill mannvinur, og hjálpfús- ari og elskulegri konu hef ég aldrei kynnzt. Hún kvartaði aldrei en var sífelit að hugsa um að gera öðrum greiða, allt til hinzta dags. Að eðlisfari var hún dul og orðfá en mjög fróð og kunni frá mörgu að segja, einkum uppvaxtar- og búskaparárum sínum í eyjunum, sem hún unni mjög og hefði aldrei yfirgefið, hefðu ekki örlögin hagað því þannig til. Dóttur hennar og barnabarni votta ég samúð mína, við söknum hennar öll og þökkum henni fyrir samveruna. Blessuð sé minning hennar. Ilalla Gísladóttir.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.