Morgunblaðið - 02.12.1978, Síða 2
2
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 2. DESEMBER 1978
Mesta seiðagegnd síð-
an rannsóknir hófust
VEGNA fréttar af rækjurannsóknum í ísafjaróardjúpi. þar sem ég
hafði eftir rækjuskipstjóra hér, að rannsóknaskipið Dröfn gerði ekki
kannanir á öðrum stöðum en þar sem mest væri af bolfiskseiðum og að
hægt væri að vinna rækjuveiðisvæði í Djúpinu þar sem engin bolfiskseiði
væru, hafði leiðangursstjórinn á Dröfn Hrafnkell Eiríksson
fiskifræðingur samband við mig og mótmælti, sem algjörlega
staðhæfulausum fullyrðingum skipstjórans og óskaði jafnframt eftir
að mega koma á framfæri niðurstöðum rannsóknanna. scm lauk 25.
þ.m.
I framhaldi af því átti ég viðtal
við Guðmund Skúla Bragason
forstöðumann útibús Hafrann-
sóknastofnunarinnar á ísafirði.
Hann sagði að seiðadráp rækju-
báta í ísafjarðardjúpi hafi verið
vandamál um margra ára skeið.
Til þess að gera sér ljósari grein
fyrir vandanum, hefur verið þróuð
aðferö til að meta tjónið af
seiðadrápinu í hlutfalli við
tekjurnar af rækjuveiðinni. Er þar
tekið tillit til aldurs seiða og
tegundar. í síðasta leiðangri r.s.
Drafnar fengust að jafnaði 396 kg.
'af rækju á togtíma, sem er um 90
kg. meira en meðalafli 7 rækju-
báta, sem tilraunir gerðu í Djúp-
inu 2.-6. nóv. s.l. Varpa Drafnar
er meðalstjór rækjuvarpa. í þess-
um góða rækjuafla rannsóknar-
skipsins voru að jafnaði 7866
þorsk- og ýsuseiði í hverri lest af
rækju, en viðmiðunartalan í þessu
tilfelli eru 3273 seiði. Að sögn
Guðmundar Skúla þekkja fiski-
fræðingar ekki til jafn mikillar
seiðagengdar í ísafjarðardjúpi frá
því skipulagðar rannsóknir hófust
en það var árið 1970. Klakið á
síðasta vori er það 4. besta frá
1970 hvað varðar þorsk og næst
besta hvað varðar ýsu. En hitastig
sjávar er nú mörgum gráðum
heitara en venjulega á þessum
árstíma.
Dröfn hefur farið í 4 rann-
sóknarleiðangra hingað í haust,
fyrst um mánaðamótin ágúst-sept-
ember, auk þess sem rækjubátar
voru við rannsóknir undir stjórn
Þeirra
eigin
orð
Guðmundur J. Guðmundsson
STEFNUBREYTING Alþýðuflokks og Alþýðubandalags og verka-
lýðsforingja þessara tveggja flokka varðandi vfsitölubindingu
kaupgjalds hefur vakið þjóðarathygli. í febrúar töldu þessir aðilar
visitöluskerðingu launa „kauprán". Nú telja þeir vfsitöluskerðingu
launa nauðsynlegan þátt í viðnámi gegn verðbólgu. Morgunblaðið
mun á næstunni birta nokkrar tilvitnanir í ummæli þessara aðila f
ræðu og riti, sem undirstrika þessa stefnubreytingu.
Fullar verðlagsbætur
eina vörn launafólksins
— sagði Guðmundur J. 23. júní
GUÐMUNDUR J. Guðmundsson,
formaður Verkamannasambands
íslands og varaþingmaður
Alþýðubandalagsins sagði 23.
júnf f tilefni af ársafmæii sól-
stöðusamninganna>
„Samningarnir bundu loks enda
á þriggja ára tímabil samfelldrar
kjararýrnunar. Kaupmætti launa
var lyft verulega, einkum lág-
launa. Tekin voru inn að nýju
ákvæði um fulla og óskerta
vísitölu, fullar verðlagsbætur skv.
vísitölu er eina vörn launafólks
gegn því, að verðbólgan rífi niður
kaupmáttinn. Full vísitala er líka
beinlínis vörn gegn óðaverðbólgu.
Reynslan sýnir, að því skertari
sem vísitalan er, þeim mun meiri
er verðbólgan. I samræmi við sína
verðbólgustefnu þurfti ríkisstjórn
framsóknar og íhalds auðvitað að
eyðileggja vísitöluákvæðin með
ítrekaðri lagasetningu. Þess vegna
eru samningarnir ekki í gildi. Þess
vegna þurfum við að setja þá í
gildi með því að koma ríkisstjórn-
inni frá.“
Okkur er full alvara í því
að styðja þessar aðgerðir
— sagði Guðmundur J. 28. nóv.
um 8% „kauprán”
GUÐMUNDUR J. Guðmundsson í
ræðu á Alþingi hinn 28. nóv. sl.:
„Kauphækkunin er 6,12%. Um það
þurfum við nú ekki að deila...
... niðurgreiðslur hafa ekki verið
af verkalýðshreyfingunni almennt
afsagðar, þó það megi færa rök að
því hvernig tekna til þeirra sé
aflað... Það hefur ár eftir ár verið
samið um beina skatta í kjara-
samningum. Það er ekki nýtt
atriði... Okkur er full alvara í því
Verkamannasambandið, sem lýsir
sig reiðubúið til að styðja þessar
aðgerðir. . . Ég er ákaflega
ósmeykur við að koma fram fyrir
mína félaga með þessa réttinda-
löggjöf. Það er fráleitt að tala þar
um einhver 3% fyrir t.d. opinbera
starfsmenn. Að vísu var nú
einhver sérstök yfirlýsing í sam-
bandi við það, þá er meginhlutinn
af þessum tillögum réttindi, sem
þeir hafa og ég sé enga ástæðu til
að láta lægst launaða fólkið vera
afskipt í, en þessar félagslegu
úrbætur geta í mörgum tilfellum
verið^mikið meira en 3%. í öðrum
tilfellum geta þær verið minna...
Ég býst við að ég mundi vilja hafa
þessar aðgerðir töluvert öðru vísi
en þær eru...“
Guðmundar Skúla í nóvember-
byrjun.
Guðmundur Skúli sagði að
ekkert hafsvæði við Island væri
betur rannsakað en Isafjarðardjúp
og fullyrti hann að engin veiði-
svæði væru undanskilin í þessum
skipulögðu rannsóknum. Þá vildi
hann taka fram, að þeir vísinda-
menn, sem að rannsóknunum hafi
staðið hin síðari ár, hefðu engu
minni þekkingu á Djúpinu en
rækjusjómenn, auk þess sem þeir
nytu fulltingis frábærs skipstjóra
á r.s. Dröfn Inga Lárussonar frá
Hnífsdal.
Clfar.
Rækjubátarnir á Isafirði bíða enn leyfis að mega hefja
veiðarnar og í baksýn sér á Dröfn sigla út áleiðis til
rannsóknastarfa í Arnarfirði.
Ljósm. Ulfar
Brotizt inn á heimili
Valdimars Bjömsson-
ar og stohð borðbúnaði
BROTIST var inn á heimili
hjónanna Guðrúnar og Valdimars
Björnssonar í Minncapolis í
Bandaríkjunum íyrir nokkru og
stolið þaðan miklum vcrðmætum
í ýmiss konar silfurborðbúnaði
og fleiri munum.
í samtali við Mbl. sagði Valdi-
mar Björnsson að þau hjónin
hefðu brugðið sér frá að morgni
dags til að kjósa og verið að
heiman í ríflega klukkustund og
húsið þá verið mannlaust. Hefði
verið horfið ýmislegt af borðbún-
aði úr silfri, Georg Jensens silfur
frá Danmörku, sem þeim hafði
áskotnast, jólaskeiðar sem þau
höfðu safnað í 34 ár og silfurkanna
og ýmislegt fleira verðmæti.
Valdimar sagði að 3 menn væru í
haldi og hefðu tveir þeirra játað á
sig sakir, en sá þriðji, sem var
handtekinn nokkru á eftir hinum
hefði ekki viljað segja neitt fyrr en
hann hefði fengið samband við
lögfræðing sinn. Valdimar sagði
að tekizt hefði að hafa upp á hluta
af því sem stolið var, m.a. Georg
Jensens silfrinu, en það heföi
uppgötvast þegar reynt var að
bjóða það fram til sölu. Þá sagði
hann að teknar hefðu verið gull-
dósir með loki, sem nafn hans var
grafið á, og hefðu þær fundizt án
lokanna.
Valdimar Björnsson sagði að
nokkuð mikið hefði verið um
innbrot og stuldi af þessu tagi allt
síðan í júlí í sumar. Munirnir voru
allir vátryggðir.
Bandarísk skýrsla:
Skuggalegt útlit
í fiskidnaðinum
m Ol
Washington, 1. desember. AP
BANDARISKA verzlunarráðuneyt-
ið sagði í dag að verðbóiguáhrifa
launasamninga, sem voru undirrit-
aðir 1977, hafi gætt með fullum
þunga í íslenzku efnahagslifi á
þessu ári.
Ráðuneytið segir að gert sé ráð
fyrir því að raunveruleg aukning
þjóðartekna verði um 4 af hundraði.
Bent er á að gert sé ráð fyrir
verðbótum í júní-samningunum 1977
og samningunum við öpinbera
starfsmenn í október 1977.
Kauphækkanir sem af þeim leiðir
segir ráðuneytið að áætlað sé að hafi
numið 44 af hundraði 1977 og muni
nema álíka miklu 1978.
Ráðuneytið segir þetta í skýrslu í
riti sínu fyrir bandaríska kaupsýslu-
menn og útflytjendur, Business
America, dagsettu 4. desember. Það
Stórmarkaður opn-
ar á Vestfjörðum
Isafirði, 1. des.
í DAG opnaði Ljónið sf. vöru-
markað í nýbyggingu fyrirtækis-
ins inná Skeiði. Verzlunarhús-
næðið er 1.000 fermetrar að
grunnfleti en að auki er 400
fermetra gólfrými á efri hæð. Á
vörumarkaðinum eru á boðstól-
um matvörur og hrcinlætisvörur,
búsáhöld, skófatnaður og leik-
föng, en gert er ráð fyrir að bæta
við vöruflokkum á næsta ári.
Verið er að ganga frá rúmgóðum
bflastæðum við húsið. en á þessu
svæði er ætlað að rísi verzlunar-
og iðnaðarhverfi.
Verkfræðistofa Sigurðar
Thoroddsen teiknaði húsið, bygg-
ingarmeistari er Ásgeir Karlsson,
raflögn annaðist Straumur hf., en
kæli og frystibúnað Póllinn. Þá sá
Rörverk hf. um pípulagnir.
í viðtali við blaðið sagði
Kristján Sigurðsson, einn af eig-
endum fyrirtækisins, að megin-
áherzla yrði lögð á sölu daglegrar
neysluvöru og verðlagi stillt í hóf.
Þá er lagt mikið uppúr hraðri
afgreiðslu og eru í upphafi fimm
gjaldkeraborð í gangi.
Eigendur Ljónsins sf. eru auk
Kristjáns, Sigurður Sv. Guð-
mundsson, Guðmundur Sigurðsson
og Heiðar Sigurðsson, en hann er
jafnframt framkvæmdastjóri
fyrirtækisins. — tllfar.
segir að tilraunir íslenzkra stjórn-
valda til að halda verðlaginu í
skefjum hafi að mestu leyti verið
árangurslitlar og að verðbólguþrýst-
ingur, sem nokkuð hafi dregið úr frá
því síðla árs 1975 og fram á mitt ár
1977, hafi farið að fá byr undir báða
vængi.
Eftirspurn og rauntekjur jukust,
segir ráðuneytið, en eftir hækkun á
fiskverði erlendis í nokkur ár hafi
fiskverðið farið að lækka með þeim
afleiðingum að viðskiptakjörin hafi
versnað nokkuð.
Hallinn á þjóðarbúskapnum hafi
sýnt nokkurn bata, en jókst síðan
þannig að hann samsvaraði 2,6 af
hundraði heildarþjóðartekna á árinu
1977. Hann hafði numið 1,7 af
hundraði 1976.
Arðsemi fiskiðnaðarins rýrnaði
síðla árs 1977 og erfiðleikarnir
jukust um allan helming við 13%
hækkun á fiskverði í janúar 1978,
segir ráðuneytið.
Það segir að til þess að reyna að
hefta hækkun rauntekna 1978 hafi
ríkisstjórnin hækkað skatta síðla árs
1977. Hún hafi einnig ákveðið að
draga úr lántökum erlendis, sem hafi
verið orðnar svo miklar að það hafi
valdi mörgum stjórnendum ís-
lenzkra efnahagsmála áhyggjum.
„Horfurnar í fiskiðnaðinum undir-
stöðu þessa einhæfa efnahagslífs,
eru en skuggalegar," segir ráðuneyt-
ið. „Ráðstafanir sem nýja ríkis-
stjórnin hefur gert til að draga úr
aðsteðjandi erfiðleikum frystihús-
anna eru í bezta falli til bráða-
birgða."
Skólavörðustígur 14:
Samkomulag náðist
um riftun samninga
SAMKOMULAG náðist í gærdag
um að húsakaupin varðandi hús-
eignina að Skólavörðustíg 14 í
Reykjavík gengju til baka og
náðist munnlegt samkomulag milli
kaupanda og seljanda um að
kaupsamningnum yrði rift. Sagði
Bergur Guðnason lögmaður hús-
byggjandans að gengið yrði frá
nánara skriflegu samkomulagi
eftir helgina, og með því að
samkomulag þetta hefði náðst félli
húsbyggjandinn þ.e. seljandinn frá
kæru sinni.