Morgunblaðið - 02.12.1978, Page 5
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 2. DESEMBER 1978
5
Anna Júlíana Sveins-
dóttir syngur á Há-
skólatónleikum í dag
Fyrstu Iláskólatónlcikar vetr-
arins vcrða haldnir lauKardaginn
2. dcscmbcr í Fclagsstofnun
stúdcnta við Ilrinsbraut. Tónleik-
arnir hcfjast ki. 17. Aðttanjíur er
iillum hcimill og kostar 1000 kr.
Anna Júlíana Sveinsdóttir syng-
ur lög eftir Mozart, Schubert,
Schuniann, Brahms, Jónas Tómas-
Anna Júlíana Svcinsdóttir
son og Arna Björnsson við undir-
leik Guðrúnar A. Kristinsdóttur.
Verkið eftir Jónas Tómasson
nefnist Kantata III (Hækur ok
tönkur) og er samið við þýðinKar
eftir Helt;a Hálfdánarson á jap-
önskum ljóðum; verður það frurn-
flutt á tónleikunum.
Anna Júlíana Sveinsdóttir hóf
sönttnám árið 1970 í Múnchen í
Þýzkalandi. Kennarar hennar voru
Joseph Metternich, Lieselottu
Lorsch og Rudolf Bautz. Hún
stundaði einnig almennt tónlistar-
nám við Richard Strauss Kon-
servatorium og Staatliche Hoch-
schule fúr Musik Múnchen. Haust-
ið 1974 flutjist hún til Kölnar og
var við Staatliche Hochschule fúr
Musik Rheinland, þar sem hún
lauk söngkennaraprófi í fyrra.
Síðasta vetur starfaði hún við
óperuna í Aachen ok sönK hlutverk
i óperunum Öskubusku eftir
Rossini, Tiefland eftir Alhert,
Macbeth eftir Verdi og Revisor
eftir Efík, einnig í söngleiknum
Fiðlarinn á þakinu.
Tónleikarnir 2. desember eru
fyrstu opinberu tónleikar Önnu í
Reykjavík.
(Fréttatilkynning).
Málm- og skipasmiðir styð ja
aðgerðir ríkisst jórnarinnar
MIÐSTJÓRN Málm- og skipa-
smiðasambands Islands hefur á
fundi sínum 29. nóvember 1978
fjallað um frumvarp til laga um
tímabundnar ráðstafanir til við-
náms gegn verðbólgu, sem ríkis-
stjórnin lagði fyrir Alþingi 27.
nóvember s.L, og í því tilefni gert
svohljóðandi samþykkt:
Miðstjórn Málm- og skipasmiða-
sambands Islands ítrekar þá
afstöðu samtaka verkafólks, sem
oft hefur verið sett frarn áður, m.a.
í samþykkt sambandsstjórnar-
fundar M.S.Í., 12. nóvember s.l., að
meta beri ekki síður niðurfærslu
verðlags, lækkun gjalda og félags-
legar ráðstafanir heldur en
hækkanir peningalauna.
Miðstjórn M.S.Í-metur mikils
ákvæði frumvarpsins sem draga
úr dýrtíð og verðbólgu, svo og
lagasetningu varðandi félagslegar
umbætur sem skýrt er frá í 7. lið
athugasemdar við frumvarpið.
í því efni leggur miðstjórn
M.S.Í. megináherslu á lengingu
greiðslutímabila í veikinda- og
vinnuslysatilfellum, læknisskoðun
sem felur í sér heilsufarsskoðun og
athugun sjúkdóma sem orsakast
af eða við vinnu, ráðstafanir til að
bæta vinnuumhverfi verkafólks,
ávöxtun orlofsfjár og aukna
fræðslu á vegum verkalýðssamtak-
anna.
í trausti þess að ríkisstjórnin
framkvæmi hið fyrsta fyrirheit sín
um þessi mikilsverðu hagsmuna-
mál, lýsir miðstjórn Málm- og
skipasmiðasambands íslands yfir
stuðningi við aðgerðir ríkis-
stjórnarinnar varðandi viðnám
gegn dýrtíð og verðbólgu.
Mynda-
brengl
ÞAU mistök urðu í blaðinu í
gær. að tcikningar sr. Bolla
Gústafssonar. scm hirtast áttu
mcð kafla úr nýrri bók hans.
flæktust inn í kafla úr bók
Baldurs Guðlaugssonar. Kafli
sr. Bolla birtist í blaðinu á
morgun að sjálfsiigðu með
myndunum cn f kafla þcssum.
scm cr samtal við Kristján frá
Djúpalæk. cr fjallað um
Ilvcragcrðisár hans. Biðst
blaðið vclvirðingar á þessum
mistökum.
Hálir
vegir
hœtta
áferð
Combi er mögnuö nýjung frá Adamsson. Jakkarnireru úr tweed
en buxur og vesti úr alullarflanneli eða grófum tvillvefnaði (Bedford)
sem er blanda úr terylene og ull.
Þessi fatnaöur gefur ótal möguleika i vali og samsetningu.
Fatnaður sniðinn fyrir frjálsræði núdagsins.
Lítiðtil beggja hlida
ÍÍMBflasýning J979"
ídagogámorguníSýningarsalnum Armúla3 kl.B-18
sýnd verður 1979 árgerö af CHEVROLET MALIBU
@ VÉLADEILD SAMBANDSINS