Morgunblaðið - 02.12.1978, Qupperneq 15
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 2. DESEMBER 1978
Basar í Mos-
fellssveit
Áttræður í dag:
Gunnar M. Magnúss
Afmæliskveðja frá Félagi ís-
lenskra leikritahöfunda.
Áttræður er í dag Gunnar M.
Magnúss, rithöfundur. Hann er
einn þeirra manna, sem með
skýrri athygli og skarpri vitund
hafa sjálfir lifað umbyltingu
íslenskra lífshátta, þekkja fortíð-
ina og breytingaskeiðið, en virðast
Jón úr Vör segir um sunnudag-
inn: „Eins er hann og aðrir dagar,
— en öðru vísi þó“. Á líkan hátt
má segja um sunnudaginn kemur,
hann er eins og aðrir sunnudagar,
en öðru vísi þó, því aðventan er að
byrja. Víða á heimilum er kveikt á
aðventukerti og tilfinningin eykst
fyrir komandi hátíð og ýmislegt er
gert til tilbreytni í söfnuðunum
þennan dag.
Á Seltjarnarnesi verður hátíð og
kallast dagurinn kirkjudagur,
enda þótt engin sé risin þar
kirkjan. Nafnið kemur þó til af því
að kirkjan er komin í huga
margra, hún er og væntanleg, ef
heldur sem horfir og áhuginn
vakir. Á kirkjudegi sóknarinnar
verður að venju aflað fjár til þess
er koma skal, en í annan stað er
haldjn hátíð til að minna á
kirkjulegt starf í söfnuðinum og
hversu má gleðjast yfir því að
styrkja það í byrjun kirkjuárs.
Hátíðin á sunnudaginn kemur
hefst með guðsþjónustu í Félags-
heimilinu kl. 11 árdegis. Kirkjukór
sóknarinnar syngur undir stjórn
Reynis Jónassonar og einsöng
syngur Magnús Jónsson. Kl. 15
hefst basar, þar sem á boðstólum
verður laufabrauð, smákökur,
maríneruð síld og aðventukransar.
Kl. 20.30 hefst kvöldvaka. Þar
munu sjá um hið talaða orð, þeir
doktor Björn Björnsson og séra
Gunnar Kristjánsson. Lúðrasveit
barna af Seltjarnarnesi leikur,
Kór Öldutúnsskóla syngur og
Sídasta mynd
Germaníu
SIÐASTA myndin á vegum Germ-
aníu verður sýnd í Nýja Bíói
klukkan tvö í dag, laugardag.
Myndin héitir'„Der junge Törless"
(Ungi Törless). Leikstjóri er
Schlöndorff. Þessi mynd hefur
hlotið svokölluð „verðlaun alþjóða
gagnrýninnar“ í Cannes. í mynd-
inni er lýst vandamálum skóla-
drengs, sem verður sjónarvottur
að þjófhaði, en segir það engum.
Af þessu hljótast vandamálin.
Adventustund
íNeskirkju
AÐVENTUSTUND verður í Nes-
kirkju næstkomandi sunnudag kl.
17. Guðmundur Arnlaugsson rekt-
or flytur þar erindi, blandaður kór
syngur undir stjórn Reynis Jónas-
sonar og hann leikur jafnframt
einleik á orgel. Frú Jóhanna
Möller syngur einsöng og sr.
Guðmundur Óskar Ólafsson endar
samveruna með ávarpi og bæn.
sannarlega eiga heima í nútíðinni
og kunna tökin á henni á borð við
þá, sem ekki þekkja annað. Gunn-
ar er Vestfirðihgur að uppruna og
starfaði lengi við kennslu í litlum
sjávarplássum. Líkast tii hefur
hann úr þeim stöðum vegarnesti
heimsborgarans. *
Gunnar er í hópi afkastamestu
rithöfunda íslendinga. Eftir hann
Svala Níelsen syngur við undirleik
Jórunnar Viðar. Að lokum verða
kaffiveitingar.
Ég vænti þess að sem flestir geti
notið þessa fagnaðardags og jafn-
framt sýnt hollustu við það
málefni sem dagurinn á að minna
á. Sunnudagurinn, hann er eins og
aðrir slíkir — en öðruvísi þó, ef við
leggjumst á eitt, í velvilja og
samhug við að gera hann að
fjölsóttum kirkjudegi.
liggja margir tugir bóka og
ritverka af ýmsu tagi. í verkum
hans er aldrei úr augsýn leiðar-
ljósið, hugsjón drenglyndis, rétt-
lætis og félagshyggju, og ásturidun
þeirra mannkosta sem skína úr
næstum æskubjörtum svip þessa
áttræða heiðursmanns.
Islenskir leikritahöfundar eiga
Gunnari M. Magnúss margt að
þakka. Hann var helsti frumkvöð-
uil að samtökum okkar og fyrsti
formaður Félags ísienskra leik-
ritahöfunda. Áhugi hans hefur
ekki dofnað, því að enn tekur hann
virkan þátt í starfsemi félagsins.
Þó er kollegum Gunnars
kannski enn meira virði sú upp-
örvun, sem hann veitir hinum
yngri með því að bera áttatíu ár
eins og fis. Hann skrifar enn
hverja bókina á fæfur annarri,
sjónvarpsleikrit hans „í múrnum"
var fyrir skömmu sýnt um Norður-
lönd og innan skamms mun
útvarpið flytja eftir hann nýtt
framhaldsleikrit. Hann er sískrif-
léttur í spori um götur Reykjavík-
ur og taka marga fjörugu tali, og
öðru hverju skreppur hann svo í
ferðalög til útlanda. Þetta er
maður i blóma lífsins. Það sýnir
enn að enginn er eldri en honum
finnst hann vera. Fyrir hönd
Félags íslenskra leikritahöfunda
óska ég Gunnari M. Magnúss þess
að lífsþróttur hans og starfsorka
haldist enn um langa tíð.
KVENFÉLAG Lágafellssóknar
heldur árlegan jólabasar sinn að
Hlégarði nú á sunnudginn og
hefst hann klukkan 15.30. Margt
góðra og eigulegra muna verður
á basarnum auk ýmiss jólafönd-
urs. fatnaðar o.íl. Þá verða á
boðstólum m.a. kökur og jóla-
sveinar selja lukkupoka.
Hreyfill
býður í kaffi
Kvenfélag Ilreyfils og Sam-
vinnufélagið Ilreyfill standa fyrir
kaffiveitingum. bingó o.fl.
skemmtiefni á sunnudag. 3. des..
kl. 3 e.h. í Ilreyíilshúsinu.
Hreyfilsbílstjórar, sem náð hafa
67 ára aldri og eldri, bæði þeir,
sem eru í starfi, og þeir, sem hætt
hafa störfum, eru boðnir ásamt
gesti.
Vonast er til að Hreyfilsbílstjór-
Guðmundur Oskar Ölafsson.
andi, daglega sést hann ganga
Örnólfur Árnason.
ar fjölmenni með konur og börn.
Halló krakkar!
nú er það verðlaunagetraun!
Hvað er Lilli klifurmús að
segja, hve margir sögumögu-
leikar eru í bókinni sem Lilli
heldur um og hvað heitir sjó-
rœninginn í „hasa-vasabókun-
um
Allir, ungir sem aldnir, eiga
þess kost að svara þeim spurn-
ingum og senda okkur svarið
fyrir 10. þessa mánaðar. Siðan
verður dregið úr svörunum og
veitt tíu bókaverðlaun eftir eig-
in vali. Verðlaunin eru öll
jafnhá, þ. e. a. s. bœkur frá
okkur fyrir tuttugu og fimm
þúsund krónur fyrir hvern
vinningshafa.
Munið að setja svarið í póst
fyrir 10. þessa mánaðar.
Bókaútgáfan Örn og Örlygur hf.
Vesturgötu 42, Reykjavík.
Lilli klifurmús segir:_____________
Sögumöguleikarnir í Gömlu góðu œviníýrin
eru:
Sjórœninginn heitir:
(nafn sendanda)
(heimilisfang)
(póststöð)
(símanúmer)
Hátíð á Seltjarnarnesi