Morgunblaðið - 02.12.1978, Qupperneq 23

Morgunblaðið - 02.12.1978, Qupperneq 23
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 2. DESEMBER 1978 23 ins hjá þeim aðilum, sem veittu styrkinn. Allar dylgjur í garð gjaldkera S.í. í þessu sambandi eru með öllu tilhæfulausar. Eftir að hafa gert sínar athuga- semdir við styrkveitinguna vegna farar Guðmundar G. Þórarins- sonar skýra greinarhöf. frá því að stjórn S.I. hafi unnið sleitulaust í meira en hálft annað ár að framboði mínu og sérstaklega hafi forsetar S.I. unnið þar mikið og óeigingjarnt starf. Ekki skal ég verða til þess að vanmeta það, sem stjórn S.í. og forsetar hafa lagt af mörkum í þágu framboðsins, en ekki finnst mér greinarhöfundum farast stór- mannlega, þegar þeir í næstu andrá fara að gera lítið úr framlagi annarra, sem lagt hafa lið í kosningarbaráttunni, og láta sig hafa það að segja, að þar heföi fjármunum getað verið betur varið. Hér þykir mér reitt til höggs af vanefnum. Það er út af fyrir sig ágætt að kunna sþil á þríliðureikningi, en sú reiknings- aðferð á bara ekki við, þegar metnir eru verðleikar mannanna í þessu lífi. Einn maður getur fengi meiru áorkað á einum tíma en margir menn á mörgum vikum. Ræði ég það svo ekki frekar að sinni, en það get ég fullvissað greinarhöfunda um, sem raunar hefur ekki getað farið framhjá þeim, að fjármunum þeim, sem veitt var til farar tveggja ís- lendinga til Buenos Aires hefði ekki getað verið betur varið. iv Eg hefi áður minnst á þátt 5 stjórnarmanna S.í. í þessu máli, sem með undirskrift sinni hafa vottað um atburði, sem skeðu þeim víðsfjarri. Aþ sjálfsögðu getur það komið fyrir beztu menn að hlaupa á sig í fjótfærni, en mér virðist af ýmsu, að viðleitni þeirra til að fá sem óhlutdrægasta mynd af málinu hefði mátt vera meiri. Fyrsti fundurinn, sem haldinn var hjá stjórn S.I. eftir Argentínu- förina (18. nóv. s.l.) var þannig boðaður: „Á dagskrá verða m.a. ýmis mál varðandi þing Alþjóðaskáksam- bandsins í Buenos Aires, framboð Gísla Árnasonar til féhirðisstarfs, för Guðmundar G. Þórarinssonar, fjármál vegna dvalarkostnaðar Auðar Júlíusdóttur og Gísla Árna- sonar, blaðaskrif o.fl.“ Ýmis þau atriði, sem hér boðað til fundar út af, eru þess eðlis, að þau varða ekki beinlínis stjórn S.I. Gísli Árnason, gjaldkeri S.I. benti á, að hér væri verið að fjalla um mál aðila, sem ekki væru staddir á fundinum og gætu því ekki komið að sínum sjónarmiðum. Gerði hann það að tillögu sinni, að stjórn S.í. samþykkti að óska eftir fundi með þessum aðilum, svo að upplýst yrðu á óhlutdrægan hátt þau ágreiningsmál, sem upp hefðu komið í sambandi við framboð Friðriks Olafssonar og kjör hans serrt forseta FIDE. Þessi tillaga var felld og um það þarf ekki að hafa fleiri orð. íslenzk skákmennt hefur á undanförnum áratugum risið til vegs og virðingar og hér á landi hafa verið háðar skákkeppnir, sem markað hafa tímamót í sögu skáklistarinnar. Nú- þegar aðal- stöðvar FIDE hafa flutzt hingað til lands ríður á miklu að við varðveitum þetta góða orð. Meðlimaþjóðir FIDE eru margar og sundurleitar og oft hefur hrikt í máttarstoðum vegna innbyrðis deilna. Nú er það okkar Islendinga að sýna gott fordæmi, en til þess að svo megi verða er nauðsynlegt að eining og samhugur ríki innan íslenzkrar skákhreyfingar. Ég tek því heilshugar undir óskir Skák- sambandsins um farsælt samstarf í framtíðinni og læt sjálfur þá ósk í ljós að vegur þess megi verða sem mestur á komandi árum, sem og um alla framtíð. Reykjavík 1. des. 1978. Friðrik Ólafsson. Verzluðu víkingar um alla N-Ameríku Augusta, Maine-fylki, 1. desember, AP. FORNLEIFAFRÆÐINGAR segja að silfurpeningur sem fannst í ruslahaug í Maine fylki í Bandaríkjunum fyrir nokkrum árum. kunni að sanna að norræn- ir menn hafi stundað verzlun um alla Norður-Ameríku. Peningurinn er á stærð við fimm króna pening. Á annarri hlið peningsins er krossmark, en á hinni hliðinni er mynd af konungi sem ber hjálm á höfði. Sögðu fornleifafræðingarnir í dag að peningurinn kynni að renna stoð- um undir þær kenningar að norrænir sæfarar hafi orðið á undan Kólumbusi til Ameríku. Sú kenning er uppi meðal fornleifafræðinga við þjóðminja- safn Maine, að peningurinn sé kominn til Maine með indíánum sem verzlað höfðu við víkinga. Talið er að indíánar í norður- og austurhluta Norður-Ameríku hafi verzlað við norræna menn sem reistu sér byggðir á LOanse Aux Meadows á Nýfundnalandi. Engar menjar aðrar um norræna menn hafa fundist í Maine-fylki, og því með öllu afskrifað að þeir hafi haft búsetu þar. Þetta gerðist 2. desember 1975 — Mao ræðir við Ford forseta í Peking. 1974 — Takeo Miki skipaður eftirmaður Kakuei Tanaka í Japan. 1972 — Verkamannaflokkur- inn sigrar í kosningum í lÁstralíu. __ 1971 — Lýst yfir neyðar- ástandi í Chile. 1956 — Landganga Fidels Castros á Kúbu. 1942 — Áhrif kjarnorkunnar sýnd fyrsta sinni í Chicago. 1914 — Austurríkismenn taka Bðlgrad. 1852 — Lýst yfir stofnun annars franska keisararíkisins. 1851 — Ferdinand I leggur niður völd í Áusturríki: Franz Jósef keisari. 1823 — Monroe forseti setur fram Monroe-kenninguna gegn evrópskum afskiptum í Vestur- heimi. ................ 1804 — Napoleon krýnir sig keisara. 1790 — Austurríkismenn sækja inn í Brussel og bæla niður uppreisn. Afmæli dagsins, Julie Harris, bandarísk leikkona (1925—) — Georges Seurat, franskur listmálari (1859—1891) — Maggie Smith, brezk leikkona (1934—). Innlenti Árás Rússa á Finn- land fordæmd á íslandi 1939 — Mannskaðaveður 1933 — F. Þórhallur Bjarnason biskup 1855 — Benedikt Sveinsson 1877 - Árni Óla 1888 - Gunnar M. Magnúss 1898 — Gísli Guðmundsson alþm. 1903. Orð dagsinsi Allir kvarta yfir minninu, enginn dóm- greindinni, Francois de la Rochefoucauld, franskur rit- höfundur (1613-1680). Lítið barn hefur lítið sjónsvið Að loknum fundi í Austurstræti var lagður blómsveigur að styttu Jóns Sigurðssonar á Austurvelli. 1. desember í Reykjavík: og um „fagrýni". Ennfremur var fluttur nýr leikþáttur eftir „Véstókles", er nefndist Viskan er ekki hér. Loks kom fram Sönghópur Rauðsokka. Vaka, félag lýðræðissinnaðra stúdenta við Háskóla íslands, hafði opið hús í félagsheimili félagsins í Hótel Vík við Hallær- isplanið. Þar var ekki um að ræða samfellda skipulagða dag- skrá, en málin voru rædd á breiðum grundvelli yfir kaffi- veitingum, þar sem fólki gafst kostur á að spjalla saman í ró og næði. Mjög margt fólk lagði leið sína í félagsheimili Vöku í gær, og var stöðugt fólksstreymi þar allan daginn. Þá var flutt dagskrá í kall- kerfi sem komið hafði verið fyrir utan dyra, en þar var flutt Sextíu ára fullveldis minnst með fjórum samkomum í gær FULLVELDISDAGURINN. 1. desember, var hátíðlegur hald- inn í gær samkvæmt venju. en að þessu sinni minntust Islend- ingar þess að sextíu ár voru liðin frá því að landið varð frjálst og fullvalda ríki. Að venju var kennsla í flestum skólum landsins felld niður, og auk þess var dagsins minnst með margvíslegum hætti víða um land. I Reykjavík voru haldnar fjórar samkomur í tilefni dagsins. Áhugamenn um þjóðlegan fullveldisdag gengust fyrir full- veldisfagnaði í Veitingahúsinu Glæsibæ síðdegis í gær, þár sem flutt var fjölbreytt dagskrá af ýmsu tagi. Ávarp flutti Erna Ragnarsdóttir innanhússarki- tekt. Þá flutti Fullveldiskórinn nokkur lög, Halli og Laddi skemmtu, Geirlaug Þorvalds- dóttir leikkona flutti ljóð, ís- lenski dansflokkurinn sýndi, hljómsveitin Andrómeta kom fram og lék nokkur lög, og ýmislegt fleira var á dagskrá. Kynnir á fullveldisfagnaði áhugamanna um þjóðlegan full- veldisdag í Glæsibæ í gær var Róbert T. Árnason útvarpsmað- ur. Mikill fjöldi ungs fólks sótti samkomuna. 1. des. nefnd stúdenta við Háskóla íslands hélt fund i Háskólabíói, og var útvárpað frá fundinum. Var á fundinum fjallað um efnið „Háskólinn í auðvaldsþjóðfélagi“. Á fundinum í Háskólabíói fluttu ræður þau Gunnar Karls- son lektor, Össur Skaprhéðins- son háskólanemi og Sigríður Óskarsdóttir, verkakona úr Vestmannaeyjum. Þá var fluttur samlestur um hlutverk og stjórnun Háskólans, þjóðleg tónlist, og lesnar upp ályktanir og stefnuyfirlýsingar Vöku í hinum ýmsu þjóðmálum. Loks má nefna, að Baráttu- hreyfing 1. desember hélt úti- fund í göngugötuhluta Austur- strætis síðdegis í gær. Þar var flutt stutt ávarp, lesið var ljóð, og sunginn fjöldasöngur. Að loknum fundinum í Aust- urstræti var gengið á Austur- völl, þar sem lagður var blóm- sveigur að styttu Jóns Sigurðs- sonar. Á Austurvelli var einnig flutt ávarp og sunginn söngur. Vaka félag lýðræðissinnaðra stúdenta hafði opið hús í félagsheimili sínu í tilefni fullveldisdagsins. Var fólki þar boðið upp á kaffiveitingar, og lagði mikill fjöldi fólks þangað leið sína í gær. Mikið úrval af íslenskum og erlendum húsgögnum. K.M. húsgögn — Sími 37010. Skeifunni 8 — Reykjavík. Opiö í dag frá kl. 9—4

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.