Morgunblaðið - 02.12.1978, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 2. DESEMBER 1978
81
Anders Ilrlsstrand. forstjóri ok
aðaleÍKandi danska fluKÍélaKsins
SterlinK Airways. sagði á fundi
meó fréttamiinnum nýverió aó
auóvelt væri fyrir fluKfélöKÍn f
Evrópu að lækka fluKÍarKjöld sín
um allt að helminK. 50%. ok skila
samt sem áður næKÍleKum arði.
Helgstrand sagði ennfremur að
ætluðu danskir kaupsýslumenn að
bregða sér í viðskiptaerindum til
Flugfargjöld
50% ofhá?
hinna ýmsu Evrópulanda þyrftu
þeir að borga a.m.k. 70 þúsundum
íslenzkra króna of mikið fyrir
flugfarið fram og til baka og að
hans mati væri það fáránlegt að
flugmálayfirvöld viðkomandi
landa hefðu á sínum tíma sam-
þykkt þessi „okurfargjöld".
Sem dæmi um hið háa verð
nefndi Hekgstrand að farið Stokk-
hólmur-London-Stokkhólmur
kostaði í dag um 200 þúsund
íslenzkar krónur en ef fólk hefði
vit á að fara ódýrustu leið, þ.e. á
sérfargjöldum, væri fargjaldið allt
í einu komið niður í tæplega 60
þúsund íslenzkar krónur.
Nýjung í tækni
kartöfluuppskeru
FYRIRTÆKIÐ Ilamar h.f.
kynnti nýverið nýja gerð af
kartöfluupptökuvél. sem fyrir-
tækið flvtur inn frá Vest-
ur-Þýzkalandi frá Hagedorn
fvrirtækinu.
Að sögn forráðamanna Hamars
hafa hýðisskemmdir og mar á
kartöflum við upptöku hérlendis
verið með meiriháttar vanda-
málum. Því hafi úrbætur á þessu
sviði þjóðhagslega þýðingu.
Skemmdir þessar rýri uppskeruna
og felli við gæða- og útlitsmat.
Það var á DLG-landbúnaðar-
sýningunni í Frankfurt í Vest-
ur-Þýzkalandi í vor sem vélar
Hagedorn með sérbúnaði til
kartöfluupptöku vöktu verulega og
óskipta athygli gesta og voru þær
pantaðar til fjölmargra landa þar
á meðal Islands. Ein slík vél var
svo sýnd á landbúnaðarsýningunni
á Selfossi i sumar. Að lokinni
sýningu var svo vélin afhent
kaupanda í Þykkvabænum.
I haust var svo kartöflubændum
boðið að skoða Hagedorn-vélina í
vinnslu undir stjórn sérfræðings
frá framleiðanda. Var vélin látin
vinna í ýmsum stillingum eftir
jarðvegi og aðstæðum, svo verk-
hæfni hennar kæmi sem bezt í
ljós.
Mættir voru um 30 bændur sem
luku lofsorði á véiina og búnað
hennar að sögn Hamarsmanna.
Athygli vakti hversu vélin aðskildi
vel alla moldar- og grasköggla og
skilaði kartöflunum hreinum og
fallegum.
I hinum ágætu sandgörðum í
Þykkvabænunt komst aksturs-
hraðinn upp í 4 'k km á klukku-
stund og afköst voru því um 2,6
hektarar á 8 klukkustunda vinnu-
degi.
Hagedorn vélin aðgreinir
smælkið frá markaðskartöflunum
og skilar því í sérstakan „berja-
poka“.
Veldi Japana í skipa-
smíðum fer hnignandi
Japanir tilkynntu fyrir
skiimmu að þeir hygðust skera
niður um einn þriðja allar skipa-
smíðar þar í landi í samræmi við
ört minnkandi markaðshlutdeild
Japana á heimsmarkaði.
Talið er að þessar ráðstafanir
kunni að kosta um 50 þúsund
manns atvinnuna á næsta ári. en
stefnt er að því að minnka
smíðarnar þegar á miðju næsta
ári.
Japanir sem áður voru næsta
einráðir á heimsmarkaði sérstak-
lega með smíðar á stórum olíu-
skipum hafa helzt úr lestinni fyrst
og fremst vegna slamirar stiiðu
japanska jensins gagnvart banda-
ríska dollarnum, þ.e. japanska
jenið hefur hækkað um nær 35%
gagnvart Bandaríkjadollar á að-
eins tæpu ári.
Sem dæmi um hnignandi veldi
Japana á þessu sviði má nefna áð
japanskar skipasmíðastöðvar' urðu
hlutskarpastir við útboð á aðeins
48 stórum skipum á tímabilinu
apríl-september, en á sama tíma í
fyrra fengu þeir 150 skip.
Basar Kvenfélags
Oháða safnaðarins
KYENFÉLAG Óháða safnaðarins heldur sinn árlega hasar og
flóamarkað sunnudaginn 3. desemher í Kirkjuhæ.
Basarinn verður opnaður kl. 2 síðdegis. Margt fallegra og ódýrra
muna er þar á hoðstólum að venju.
Hinn vinsæli barna- og unglinga-
fatnaður frá VER2LUNIN
steffens
© MÍ
Laugavegi 58-Slmi 11699
Höfum kaupendur að eftirtöldum verðbréfum:
VEROTRYGGÐ SPARISKÍRTEINI
RIKISSJOÐS: Kaupgengi pr. kr. 100- Yfirgengi miöað viö innlausnar- verð Seöla- bankans.
1968 1. flokkur 2814.80 54.8%
1968 2. flokkur 2647.56 53.9%
1969 1. flokkur 1971.06 53.8%
1970 1. flokkur 1809.18 19.8%
1970 2. flokkur 1315.92 53.2%
1971 1. flokkur 1236.14 19.7%
1972 1. flokkur 1077.78 52.9%
1972 2. flokkur 922.11 19.7%
1973 1. flokkur A 702.29 19.7%
1973 2. flokkur 648.98
1974 1. flokkur 450.76
1975 1. flokkur 368.57
1975 2. flokkur 281.28
1976 1. flokkur 266.85
1976 2. flokkur 212.45
1977 1. flokkur 197.32
1977 2. flokkur 165.26
1978 1. flokkur 134.70
VEÐSKULDABRÉF:* Kaupgengi pr. kr. 100-
1 ár Nafnvextir: 26% 77—79
2 ár Nafnvextir: 26% 68—70
3 ár Nafnvextir: 26% 62—64
*) Miöað er viö auöseljanlega fasteign.
Höfum seljendur að eftirtöldum verðbréfum:
VERÐTRYGGÐ SPARISKÍRTEINI
RÍKISSJÓÐS: Sö1”
pr. kr. 100.-
1978 2. flokkur 100.00 + dagvextir
HAPPDRÆTTISSKULDABRÉF: Sölugengi
pr. kr. 100.-
1973 — B 571 47(15.3% afföll)
NlÍRPBTIINMtfélM ÍfUtflM Hft
VERÐBRÉFAMARKAÐUR
LÆKJARGÖTU 12 R. (Iðnaðarbankahúsinu).
Sími 2 05 80.
Opið alla virka daga frá kl. 13—16.