Morgunblaðið - 02.12.1978, Page 37
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 2. DESEMBER 1978
37
Halldór Blöndal:
99
Gáðu eigi fyrir veið-
um að fá heyjanna”
Nafngift Eiríks rauda á lögskerðingu launa
HÉR á eftir fara lokaorð framsöguræðu Halldórs
Blöndals, er hann mælti fyrir nefndaráliti minnihluta
fjárhags- og viðskiptanefndar um efnahagsráðstafanir
ríkisstjórnarinnar í fyrradag (sjá ennfremur þingsíðu
Mbl. í gær bls. 18).
Svigrúm sem ekki
var nýtt
Allir vita, að það voru vissir
menn í verkalýðshreyfingunni en
ekki Ólafur Jóhannesson, sem
mynduðu þessa ríkisstjórn og
fengu svo háttv. 1. þm. Austfirð-
inga LJ. til að gjörast guðfaðir að
króanum.
Við þær aðstæður, sem þá
sköpuðust, myndaðist svigrúm til
þess að gera varanlegar ráðstafan-
ir gegn verðbólgunni, af því að
fólkið í landinu var búið að sjá í
gegnum þann lyga- og blekkingar-
vef, sem haldið var á loft fyrir
síðustu kosningar.
Þetta svigrúm var ekki notað í
september, heldur ráðizt í bráða-
birgðaráðstafanir í flaustri, sem
kynfu undir með verðbólgunni í
stað þess að draga úr henni.
Þótt þessi mistök hafi veikt
trúna á getu vinstri flokkanna til
að slökkva það verðbólgubál, sem
þeir sjálfir kveiktu, hélzt nokkurt
svigrúm fram undir þetta, sem
hefði verið hægt að nýta til
varanlegri ráðstafana en felast í
því frumvarpi, sem hér er til
umræðu, ef hæstv. forsætisráð-
AtÞMGI
herra hefði stutt tillögur Alþýðu-
flokks og hæstv. fjármálaráðherra
í stað þess að glúpna fyrir
Alþýðubandalaginu.
Úrslitakostir
Hæstv. forsætisráðherra heldur
því fram, að Sjálfstæðisflokkurinn
hafi viljað láta 14% hækkun fara
út í kaupgjald og verðlag. Þetta
eru úrslitakostir frá hans hendi,
þeir sömu og hann veifaði framan
í Alþýðuflokkinn með þeim ár-
angri, að háttv. þingmenn hans, að
einum undanskildum, urðu að
veimiltítum frammi fyrir alþjóð
og svo hælist hæstv. forsætisráð-
herra um eftir á.
En upp á hvað bauð hæstv.
forsætisráðherra Sjálfstæðis-
flokknum með því frumvarpi, sem
hér liggur fyrir?
8% skerðingu á kaupgjaldsvísi-
tölu, stóraukin útgjöld ríkissjóðs,
sem engin grein hefur verið gerð
fyrir, hvað þá þeim auknu álögum,
sem leggja á á launþega og
atvinnureksturinn í landinu.
Ekki var gefinn kostur á því að
hafa áhrif til lagfæringar á einu
einasta atriði frumvarpsins né
þeirra fyrirheita, sem í athuga-
semdunum eru gefin, enda naum-
ast við því að búast, þegar engri
spurningu er svarað, sem snertir
innihald þessa loforðalista, hvorki
stórri né smárri.
Beint gegn
einkaframtaki
Fyrir liggur, að atvinnurekstur-
inn er rekinn með tapi eða stendur
í járnum, þegar bezt lætur, sem þó
heyrir til algjörra undantekninga.
Samt á að halda áfram að vega í
þennan sama knérunn, og svo spyr
hæstv. forsætisráðherra Sjálf-
stæðisflokkinn en ekki sjálfan sig:
„Hvar er nú ábyrgðartilfinning-
in?“
Nei, sannleikurinn er sá, að
hæstv. forsætisráðherra getur
ekki búizt við fulltingi Sjálfstæðis-
flokksins til aðgerða, sem óhjá-
kvæmilega hljóta að leiða til
stöðvunar atvinnurekstrarins til
lengri tíma litið, aðgerða, sem
beinast gegn einkaframtakinu í
landinu og er ætlað að torvelda
möguleika einstaklingsins í upp-
byggingu nýrra atvinnugreina,
aðgerða, sem valda hægari hag-
vexti og þar af leiðandi stöðvun
eða jafnvel minnkun kaupmáttar.
Og svo er það spurning, til
annarrar jafnlangrar ræðu, hvers
konar sjálfsblekking, sjálfssefjun
það er, þegar menn gera hvort
Halldór Blöndal. alþingismaður.
tveggja í senn að telja sig sérstaka
vini verkalýðsins en eru þó ófáan-
legir til að beita ríkisvaldinu með
þeim hætti, að frumkvæði þjóðar-
innar sjálfrar til góðra verka njóti
sín öllum til góðs.
Grænlandsgjörðir
Þegar hinir fyrri stjórnarand-
stæðingar, og núverandi stjórnar-
sinnar, kaupránsflokkarnir tveir,
Alþýðuflokkur og Alþýðubanda-
lag, eru að lýsa því nú, að með
þessu frumvarpi standi ekki til að
skerða lífskjör verkalýðsins, að í
því felist ekki kauprán, minna þeir
óneitanlega á Eirík rauða þegar
hann kallaði hið nýfundna land
Grænland, af því að hann kvað
menn mjög myndu fýsa þangað, ef
landið héti vel.
Á hinn bóginn svipar hæstv.
forsætisráðherra til Þórólfs
smjörs, þegar hann gjörir nú úr
því langar ræður, að lítil takmörk
séu fyrir því, hvað atvinnuvegirnir
geti borið, að þar drjúpi nú smjör
af hverju strái.
Við Sjálfstæðismenn förum á
hinn bóginn að dæmi Herjólfs,
segjum kost og löst og minnum á
það til viðvörunar, að þeir Hrafna-
Flóki gáðu eigi fyrir veiðum að fá
heyjanna og dó allt kvikfé þeirra
um veturinn.
í þessu er sú aðvörun fólgin, að á
hverjum tíma verður að gæta þess,
að eyða ekki umfram það sem
aflað er og að það, sem maður
hefur lífsframfæri sitt af, krefst
endurnýjunar og fyrirhyggju. Sé
þessa ekki gætt, gengur fljótt á
höfuðstólinn og þá vofir hrunið
yfir.
Þingmenn Alþýðuflokks:
Sérstakur
skattadómstóll og
rannsóknardeild
Vilmundur Gylfason (A)
og Jóhanna Sigurðardóttir
(A) hafa lagt fram á
Alþingi frumvarp til laga
um sérstakan dómara og
rannsóknardeild í skatta-
málum og bókhaldsmálum.
Samkvæmt frumvarpinu
skulu mál vegna brota á
skattalögum og lögum um
bókhald rannsökuð, rekin
og dæmd fyrir sérstökum
dómi í skattamálum. Við
embætti dómara í skatta-
r.iálum skulu starfa svo
margir fulltrúar sem þörf
er á að mati dómsmálaráð-
herra. Dómurinn skal hafa
aðsetur í Reykjavík.
Við dóm í skatta- og
bókhaldsmálum skal starfa
rannsóknardeild, er hafi
með höndum rannsóknir í
skatta- og bókhaldsmálum.
Forstöðumaður deildarinn-
ar, skattrannsóknastjóri,
stýrir rannsóknastarfi
hennar í samráði við ríkis-
skattstjóra, en deildin
heyrir eigi að síður undir
dómsmálaráðuneytið.
Ef frv. þetta verður sam-
þykkt falla úr gildi ákvæði
um rannsóknadeild í lögum
um tekjuskatt og eigna-
skatt (3. mgr. laga nr.
68/1971).
,Pínumar“ allar f jórar
Ennfremur mikið úrval af ýmsum styttum.
wm
Hvítar styttur:
Allar tegundir af hvítum
styttum t.d. ,,Pínurnar“
„Börn að leik“
og „Sjávarbörnin".
Ennfremur gott úrval
af styttum í lit.
Jólaplattinn 1978
í gjafapakkningu.
Auk pess eigum vió í
takmörkuðu magni
jólaplatta ”66 og ”71,
”75 "76 og ”77 alla
í gjafapakkningu.
Mæðradagsplattinn
Thorvaldsenpiattarnir
allir sex: Dagur, Nótt og
árstíðirnar: Sumar, Vetur,
Vor og Haust.
Postulíns- og kristalsdeildin
hefur verið stækkuð og endurbætt.
Verið velkomin til að líta við.
Lítlð Vlð f verslun okkar.
Gjafaúrvalið hefur atdrei verið fallegra.
RAnTlAwERÐl n
Hafnarstræti 19
Opið kl. 9 -18.00 í dag.