Morgunblaðið - 02.12.1978, Qupperneq 39
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 2. DESEMBER 1978
39
Jónatan Agnarsson
— Minningarorð
Fæddur 11. maí 1924.
Dáinn 21. nóv. 1978.
Er hann dáinn? Nei, hann lifir í
endurminningum okkar, okkar
sem vorum svo lánsöm að fá að
kynnast honum. Ég á þeim
hjónum báðum mikið að þakka,
þau hafa verið mér sem aðrir
foreldrar, hlý og elskuleg í alla
staði. Hver segir nú: Guð blessi
ykkur elskurnar, eins og hann var
vanur að kveðja alla. Kveðjuorð
hans voru venjulega: Guð blessi
ykkur elskurnar, og fannst mér
það lýsa vel hversu trúaður hann
var.
Hugur minn reikar,
minningarnar koma hver af ann-
arri frá því ég lítil telpa man Tana
fyrst. Ég ber nafm konu hans og
fékk ég í einu og öllu að njóta þess
og var Tani mér sem annar faðir
alla tíð.
Elsku nafna mín, missir þinn er
meiri en orð fá lýst. Megi algóður
Guð hjálpa þér og Boggu minni í
sorg ykkar. Ég þrái að finna réttu
orðin til huggunar. Koma þá fyrst
í huga minn, að dánir lifa. Ef svo
er, þá mun Tani minn lifa sæll og
glaður eins og hann var alla tíð
meðal okkar. Þannig veit ég að
hann vildi að við hugsuðum til
hans. Ég sé í anda bjarta brosið
hans, það er sú minning sem
huggar og leggur birtu á minningu
þessa hjartkæra vinar. Hafi Tani
þökk fyrir allt og allt. Guð blessi
hann.
Elísabet Einarsdóttir,
Eyjaholti II, Garði.
Að kvöldi 21. nóvember síðast
liðinn var mér tilkynnt að vinur
minn og mágur Jónatan Agnars-
son hefði látist af slysförum þá um
daginn. Maður verður harmi sleg-
inn við að heyra slíkar fréttir og á
bágt með að trúa því að eiga ekki
eftir að sjá og hitta „Tana“ eins og
hann var alltaf kallaður, hér í
þessu lífi.
Jónatan Agnarsson var fæddur
á Suðureyri við Súgandafjörð hinn
11. maí 1924, og var því 54 ára að
aldri. Hann var sonur hjónanna
Agnars Guðmundssonar skip-
stjóra og konu hans, Margrétar
Sigmundsdóttur, þriðji í röðinni af
14 systkinum. Árið 1928 fluttu þau
Agnar og Margrét til ísafjarðar,
og börnin sem þá voru fædd að
sjálfsögðu með þeim.
Tani byrjaði að stunda sjó-
mennsku strax eftir fermingu með
föður sínum og hefur alla tíð síðan
verið við sjóinn, fyrst sem háseti,
síðan sem skipstjóri og stýrimað-
ur. Um nokkur ár gerði hann út
eigin bát.
Árið 1945 fór Tani á vertíð suður
til Keflavíkur og það varð hans
dvalarstaður upp frá því. Árið
1947 kvæntist Tani eftirlifandi
eiginkonu sinni, Elísabetu Hall-
dórsdóttur frá Vörum í Garði, og
bjuggu þau allan sinn búskap í
Keflavík. Þau eignuðust eina
dóttur, Kristjönu Vilborgu, sem
enn er í heimahúsum og stundar
nám í fjölbrautaskóla Suðurnesja.
Ég átti því láni að fagna að
kynnast Tana, þegar við hjónin
fluttumst til Keflavíkur árið 1954.
Hann var traustur og góður vinur,
lífsglaður með afbrigðum, hann
elskaði lífið. Hann hafði sérstakt
lag á að kynnast fólki, enda
vinmargur mjög. Hann var hrókur
alls fagnaðar í vinahópi, sá alltaf
björtu hliðarnar á lífinu, en
ákveðinn í skoðunum og fastur
fyrir. Við kveðjum Tana öll með
miklum söknuði, foreldrarnir,
systkinahópurinn stóri, tengda-
systkinin, frændsystkinin og vinir
allir. Það er þungur kross, sem
lagður er á foreldrana, sem bæði
eru í hárri elli að missa hann núna
og Agnar son sinn, sem fórst í
hörmulegu slysi rétt fyrir jólin á
síðastliðnu ári. Við skiljum ekki
tilganginn, en einhver hlýtur hann
að vera.
Við þökkum Tana samveruna og
allar ánægjustundirnar, sem við
áttum saman, og sérstaklega
þökkum við hjónin honum og konu
hans fyrir okkar samverustundir.
Það var alltaf einhver sérstök taug
á milli Tana og Svövu, sem ber að
þakka fyrir.
Ég bið Guð að styrkja eiginkon-
una, dótturina og foreldrana og
votta öllúm aðstandendum hans
mína dýpstu samúð.
Garðar Pétursson.
Þeir missa mikið, sem mikið
hafa átt. Þessi orð komu í huga
minn er sú harmafregn barst að
mágur minn, Jónatan Agnarsson,
hefði látist af slysförum þann
21.11. Hann, sem var svo lífsglaður
og fullur af starfsorku.
Margs er að minnast, þegar litið
er yfir liðnar samverustundir. Það
gleymist engum, sem kynnst hafa
Jónatani, glaðværð hans og ein-
lægni í allri framkomu. Hvar sem
hann fór vildi hann bæta, gleðja og
græða. í gleði og sorg var hann
einlægur og umhyggjusamur.
Það er einmitt þetta bjarta bros
og handtakið hlýja og trausta, sem
gerir minninguna um þennan góða
dreng svo bjarta. Slíkir menn
kalla fram það besta i meðbræðr-
um sínum.
Jónatan var fæddur 11.5. 1924 á
Suðureyri við Súgandafjörð.
Foreldrar hans voru þau Margrét
Sigmundsdóttir og Agnar
Guðmundson.
Fluttist hann með foreldrum
sínum til Isafjarðar og ólst þar
upp í stórum systkina hópi. Var
mikill kærleikur á milli systkin-
anna allra og foreldra hans, sem
hann bar mikla umhyggju fyrir
alla tíð.
Ungur að árum fluttist Jónatan
til Keflavíkur, þar kynntist hann
eftirlifandi konu sinni, Elísabetu
Halldórsdóttur. Þau eignuðust
eina dóttur, Kristjönu Vilborgu,
elskulega stúlku, sem var auga-
steinn og stolt pabba síns. Það
ríkti mikill kærleikur og sam-
heldni í þessari litlu fjölskyldu,
sem aðrir gætu tekið sér til
fyrirmyndar.
Það er varla hægt að tala um
annað hjónanna nema hitt sé
nefnt Beta og Tani eins og við
vinirnir köllum þau, voru alltaf
eitt í öllu. Samheldni, kærleikur og
kátína voru þeirra kjörorð.
Kærleikurinn og umhyggjan er
þau sýndu hvort öðru var eftir-
tektarverð og benti okkur á hver
leiðin til sannrar hamingju er.
Sameiginlega lögðu þau sig fram
um að gefa dóttur sinni, það sem
auður fær aldrei gefið, kærleika og
traust á það góða í lífinu. Eins og
dóttir þeirra sagði, „Ég á ekkert
nema bjartar minningar um pabba
og mun ég ætíð hugsa um hann
lifandi og fullan af lífsgleði."
Þannig eru minningarnar allar
um þennan góða dreng.
Jónatan var sjómaður af lífi og
sál, lengst af sem stýrimaður og
skipstjóri í nokkur ár á eigin bát.
Síðustu árin var hann stýrimaður
á Gullþóri, þar var hann við störf
er kallið kom.
Veit ég að Jónatan bar mikinn
vinar hug til skipsfélaga sinna.
Það er sem hann hvísli að mér
„berðu þeim hjartans kveðju mína
og hafi þeir þökk fyrir allt og allt,
mér líður vel“.
Ég trúi því að Jónatan sé fluttur
í aðra og betri veröld og tekið hafi
verið á móti honum af vinunum,
sem á undan voru gengnir.
Bið ég góðan guð að létta elsku
systur minni og frænku, þennan
mikla missi. Svo og öldruðum
foreldrum hans, sem nú hafa með
stuttu millibili misst tvo syni sína
af slysförum.
Megi minningin um elskulegan
eiginmann, föður, bróður og son
verða þeim öllum huggun í harmi.
Minningin um þennan kæra vin
mun koma í huga okkar er góðs
manns er getið.
Við hjónin og fjölskyida mín öll,
þökkum Jónatani allt það sem
hann var okkur og biðjum honum
guðsblessunar um alla eilífð.
Marta Halldórsdóttir.
Þetta er bók fagurkerans á
sviði skáldskapar og telst til
bókmenntalegra tiðinda.
Hér má lesa um Ingvar
Ingvarsson og dætur hans,
Bjögga í Folaldinu og brúar
mennina í Árvogum, frúna í
Miklagerði og leiðina í
Munaðarnes, konuna, sem
beið eftir bréfi frá Boston,
litlu stúlkuna, sem fékk
púpu í sálina, postulíns-
koppinn á Flatey og slysa-
tilburðinn í Kaupmanna-
höfn og loks Sigvalda garð-
meistara, dásemdina rauð-
hærðu og austanstrákinn.
Rautt í sárið eru listilega
sagðar sögur á fögru kjarn-
miklu máli, enda er Jón
Helgason landskunnur frá-
sagnarsnillingur.
Þorleifur Jónsson dregur
hvergi af sér í frásögn sinni.
Svið minninga hans spannar
allt ísland, 70 kaflar um
menn og málefni, þar á meðal
þjóðkunna stjórnmálamenn
og aðra framámenn, en
einkum þó það, sem mestu
varðar, alþýðu manna, ís-
lenzkan aðal til sjós og lands.
Þorleifur kemur vel til skila
stjórnmálaafskiptum sínum
og viðskiptum við höfuð-
f jendurna, krata og templara.
Hann er tæpitungulaus og
hreinskilinn og rammíslenzk-
ur andi litar frásögnina frá
upphafi til loka.
Skálateigsstrákurinn Þorleif-
ur Jónsson er margfróður og
afspyrnu skemmtilegur. Hver
sem les frásögn hans verður
margs vísari um mannlíf á
íslandi á öldinni, sem nú er að
líða.
JÍS4ANNES
J HMGI
STRÁKURINN
ÞORLEIFUR
JONSSON
HELDUR SÍNU
STRIKI
Voru þingmenn meiri
skörungar og reisn Alþingis
meiri fyrr en nú? Upprisa
alþingismanna svarar þessu
að nokkru, en þar er að finna
mannlýsingar 55 alþingis-
manna og ráðherra eftir
háðfuglinn Magnús Storm.
Þessar mannlýsingar hans
einkennast af fjörlegum stíl
og fullkomnu valdi á kjarn-
góðu, hnökralausu máli og
margar eru þær stórsnjallar,
einkum hvað varðar hið bros-
lega í fari viðkomandi. Bregð-
ur þá fyrir á stundum dálítið
meinlegri hæðni.
Magnús Stormur bjó Upprisu
alþingismanna undir prentun
stuttu fyrir andlát sitt og
sjálfur mun hann hafa talið
marga þessara palladóma
meðal þess bezta, sem hann
lætur eftir sig á prenti.